Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991. 43 Trimm Til hvers að hreyfa sig? Fólki líður betur and- lega og líkamlega - ef það stundar trimm, segir Guðmundur Sigurðsson læknir Margir hafa íhugaö það lengi aö byija að stunda eitthvert trimm en reynist erfitt að komast af stað, auk þess sem óljóst er hvernig best er að byija. En hvers vegna er mælt með því að hefja reglubundna líkamshreyf- ingu? Hver eru helstu mistökin og hvernig snýr fólk sér ef það vill byija að hreyfa sig eftir margra ára eða jafnvel áratuga kyrrsetu? DV fékk Guömund Sigurðsson lækni til að segja okkur helstu ástæður þess að líkamleg hreyfing sé öllum holl og leiöbeina fólki sem vill byrja. Vellíðan og slökun „Allir hafa gott af því að hreyfa sig og ég held að allir geti fundið áreynslu við sitt hæfi. Númer eitt er að fólki hður betur ef það stundar einhverja hreyfmgu," segir Guð- mundur Sigurðsson. „Þá er ég bæði að tala um andlega og líkamlega vell- íðan, auk þess sem fólk nær fram mun meiri slökun. í öðru lagi öðlast það meira þrek til að takast á við dagleg verkefni. í þriðja lagi má nefna varaþrek sem fólk hefur ef eitt- hvaö kemur upp á, s.s. sjúkdómar eða slys. Þá munar mikið um það að hafa gott þrek, fólk kemst fyrr í gegn um áföllin og jafnar sig fyrr. í fjórða lagi má svo nefna að góð vísbending er um það að líkamleg hreyfing dragi úr ýmsum líkamleg- um sjúkdómum. Sýnt hefur verið fram á það að minni hætta er á ótíma- bærum dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma sem og krabbameins hjá þeim sem hreyfa sig.“ Hvernig á að byrja? En hafa allir gott af einhverri hreyfingu? „í raun eru það mjög fáir sem ekki hafa gott af hreyfingu. Það eru helst þeir sem haldnir eru ein- hveijum sjúkdómum en þetta eru mjög fá undantekningartilvik. Aukin áhersla hefur verið lögð á gildi hreyf- ingar og endurhæfing er orðin stærri hluti af lækningum," segir Guð- „Þeir sem eru of þungir ættu ekki að hlaupa nema létta sig fyrst,“ seg- ir Guðmundur Sigurðsson læknir. DV-mynd BG mundur. En hvert eiga þeir að snúa sér sem vilja byrja að hreyfa sig eftir margra ára eða áratuga kyrrsetu? „Ég bendi öllum, sem eru komnir um eða yfir miðjan aldur, á að fara til læknis og fá ráðgjöf um það hvernig heppilegt er að byija. Það er ekki rétt að ijúka af stað án þess. Þetta gildir um allt kyrrsetufólk sem ekkert hefur gert lengi svo og þá sem hafa verið sjúkl- ingar. Hjá lækni má fá ráðleggingar um hvort eitthvað beri að varast. Næsta skref er svo að fara rólega af stað. Stundum er ráðlegt að byrja undir leiðsögn sjúkraþjálfara, sér- staklega ef eitthvað er að. Aðrir geta byijað sjálfir, hvort sem er einir, í hópi eða á námskeiði." Gott að byrja á sundi eða göngu Guðmundur ráðleggur þeim, sem ekki hafa hreyft sig lengi og ekkert amar að, að byrja á þvLað synda eða ganga. Þaö er hreyfing sem fer vel með flesta. í byrjun er rétt að forðast alla hreyfingu sem gerir kröfur til snöggra viðbragða. Rétt er að brýna fyrir fólki aö fara hægt af stað. Of mikið kapp í byrjun gerir það oftar en ekki að verkum að fólk gefst upp. „Hver og einn ætti að finna hreyf- ingu sem honum finnst skemmtileg eða að minnsta kosti þægileg. Það þýðir ekkert að gera það seni fólki leiðist, enginn endist í það. Engin sérstök almenningsíþrótt er betri en önnur. Þeir sem eru of þung- ir ættu þó ekki að hlaupa því hætta á álagi er of mikil. Þeir sem eru meira en 10% yfir kjörþyngd ættu að at- huga þetta vel og helst að létta sig áður en byrjað er. Margir sækjast eftir útiveru, það er stór hluti af trimmi. Trimm er líka til dæmis gönguferðir og náttúru- skoðun," segir Guðmundur Sigurðs- son. En hvað þarf maður að hreyfa sig mikið svo þaö geri eitthvert gagn? Guðmundur segir það velta á því við hvað er miðaö, að auka þol, þjálfa upp styrk eða hðka sig. Öll hreyfing er að einhverju leyti til bóta. Hvað varðar hðkun er jafnvel lítil hreyfing til gagns. Sund, sem lítið eykur þol, liðkar mikið. Þolþjálfun stykrir hjarta, lungu og blóðrás en til að auka þol þarf um 20 mínútna hreyfingu í einu, minnst þrisvar í viku. Áreynslan þarf að vera það mikil að fólk finni aðeins fyrir henni með mæði og auknum hjartslætti. Aldrei má áreynslan þó vera meiri en svo að fólki líði vel. Hver og einn verður að fá tilfmningu fyrir því hvar mörk hans liggja. í þolþjálfun er árangur mestur í byrjun. En þeir sem vilja ná enn meiri árangri þurfa að hafa meira Jónas Jóhannsson, 56 ára: Ekki eins skapvondur í vinnunni þegar ég hreyfi mig - byrjaði trimm 48 ára eftir veikindi „Eftir að ég fékk í kransæðarnar 48 ára gamall fór ég að hreyfa mig meira. Segja má að veikindin hafi verið kveikjan aö því að ég fór að skokka," segir Jónas Jóhannsson sem skokkar reglulega með Trimm- klúbbi Seltjamarness. Jónas er gott dæmi um kyrrsetumann sem hyijar að hreyfa sig á miðjum aldri. I dag skokkar hann nokkra km, oft þrisvar í viku. Jónas er 56 ára gamall og er búinn að skokka í fjögur ár. Þar áöur hafði hann gengiö nokkuð eða frá því veik- indin geröu vart við sig. Fyrir þann tíma var lítiö um reglubundna hreyf- ingu hjá honum. „Þó maöur sé búinn að vinna í 12 tíma dregur góða veðrið mann oft út á kvöldin. Eg sækist líka eftir úti- verunni og því að anda að mér hreinu lofti. Ég er miklu hressari, bæði líkam- lega og andlega, síðán ég fór að hreyfa mig. Þetta er mjög upbyggj- andi og það gefur manni þrek og styrk að vera úti. Maður verður til „Þó ég sé alltaf eitthvað á ettir unga fólkinu þá sættir maður sig við það,“ segir Jónas Jóhannsson, 56 ára. DV-mynd BG dæmis ekki eins skapvondur í vjjin- unni. Þó ég skokki oftast með hópnum þá kallar það á mann að fara þegar maður missir af hópnum. Ég nýt þess eins vel að hlaupa einn í góðu veðri. En þaö er oft erfiðara að koma sér af stað þegar maður er einn,“ segir Jónas. „Að byrja er oft erfitt en þegar maður er í hópi verður þetta mun auðveldara. Maður gerir bara það sem maöur getur.“ Aldrei of gamall Jónas ráðleggur öllum að hreyfa sig meira. Það þarf alls ekki að vera skokk, hver og einn getur fundið hreyfingu viö sitt hæfi. „Maöur er aldrei of gamall til aö hreyfa sig. Fólk ætti að drífa sig af stað. Þó ég sé alltaf eitthvað á eftir unga fólkinu þá sættir maður sig við þaö. Það er gaman að vera með og geta þetta, komast alla leið. Ég tek þátt í ýmsum hlaupum og markmiðið er að kom- asmt í markið, ekki að vera númer eitt,“ segir Jónas Jóhannsson. -hmó fyrir því. Hvað varðar styrkleikaæf- ingar veltur áreynsla á ástandi hvers og eins. Upphitun og teygjur Upphitun skiptir miklu máli til að koma í veg fyrir álag og meiösl. Það sama gildir í raun um teygjur eftir áreynslu. í upphitun er æskilegt að fara hægt í gegn um hreyfingar sem reyna á sem flesta vöövahópa. Ein leið til upphitunar er líka að fara hægt af stað. í þessu felst ákveðin aðlögun og mikið dregur úr líkum á meiðslum, að fólk ofreyni sig eða fái harðsperrur. Upphitun gegnir einnig miklu hlutverki fyrir hjarta og æðar, hæg og sígandi áreynsla er betri en það að rjúka af stað. Teygjur þjóna hhðstæðum tilgangi. Eftir mikla áreynslu verður mikill vöövasamdráttur. Þá er gott aö teygja vel á því annars geta vöðvar styst. Algengt er að vöövar séu stutt- ir hjá þeim sem æfa mikið ef ekki er teygt nóg. Mikilvægt er að teygja varlega á til að meiða sig ekki eða skemma vöðva. Það fer svo eftir því um hvernig hreyfingu er að ræða hvaða vöðva þarf aðallega að teygja. -hmó Þannig lýkur þú I hverri œfingastunq Teygjuœflngar Upphandleggur/öxl Haltu annari hendinni á olnboganum og dragöu hann varlega aftur fyrir hnakka. Haltu teygjunni í 15 sek. Endurtekió nokkrum sinum á hvorn arm. Ðolur.'bak Legöu hendurnar t.d. á giróingu (axlarbreidd). Hnón Ktió bogin. Láttu bolinn/ brjóstió síga nióur. Haltu teygjunni í 15 sek. Fáeinar endurtekningar. Lœrl/aftanverl Róttu alveg úrfœtinum, sem þú stendur (. Settu hinn fótinn ábor&bekkeóavegg. Hallaóu bolnum hœgt fram. Haltu teygjunni í 15 sek. Endurtekió nokkrum sinnum. Lœrl/framanvert Togaóu hælinn varlega aö setinu. Haltu teygjunni I 15 sek. Nokkrarendurtekningar á hvorn fót. Kálfar Haltu hæl aftari fótar á undirlaginu og þrýstu mjööm- inni hægt fram. Haltu teygj- unni I 30 sek. Endurtekió nokkrum sinnum á hvorn fót. Sköflungur framanveróur Sestu á hælana og flyttu þungann aftur, ofur varlega. Meö því aö þrýsta lófum á gólfió getur þú lyft hnjánum frá gólfinu. Haltu teygjunni ( 30 sek. Nokkrar endur- tekningar á hvorn fót. Hér eru nokkrar teygjuæfingar sem ÍSÍ bendir á i trimmbæklingum sin- um. Þær ná til stærstu vöðvahópa en eru engan veginn tæmandi. Reykjavíkurmaraþon: Hafa nokkr- ar hlaupa- leiðir í huga - önnur vika æflngaáætlunar í síðustu viku byrjuðum við æfingaáætlun fyrir Reykjavíkurmaraþon sem miðuð er við þrjá einstaklinga. Þremenningarnir eru nú allir komn- ir af staö. Góða veðrið undanfarna daga, sannkallaö stuttbuxnaveður, hefur gert byrjunina léttari og skemmtilegri. Ekki skiptir öllu máli hve- nær fólk byrjar að fylgia áætluninni og hægt er aö koma inn í miðja áætlun, a.m.k. fyrri partinn. Önnur vika veröur svipuð þeirri fyrstu enda ekki ástæða til að auka æfingamagnið strax. Eins og sjá má gerir áætlunin ráð fyrir því að vega- lengdin sé breytileg eftir dögum. Það brýtur álagið aðeins upp. Gott er að hafa í huga nokkrar hlaupaleiðir. Flestum finnst leiðigjarnt aö hlaupa alltaf sömu leið og einnig er æskilegt að breyta um undirlag, komast á gras eða mjúka stíga annað slagið. Skemmtiskokk Hálfmaraþon Maraþon ÓlöfHuld Ásgeir Vöggur 1.d. 3km 4km 10km 2. d. Hvíld Hvíld Hvíld 3. d. , 2km 3km 8km 4. d. Hvíld Hvíld Hvíld 5.d. 3km 4km 6km 6. d. Hvíld Hvíld 8km 7.d. Hvild Hvíld Hvíid Bláskógaskokkið góð prófraun Sjálfsagt er að taka þátt í þeim almenningshlaupum sem boöiö er upp á í sumar. Það er skemmtileg tilbreyting frá æfingunum og góður mæli- kvarði á hvernig gengur. Margir hafa verið með í þessum hlaupum ár- lega og hafa þar af leiðandi viðmiðun. Bláskógaskokkið, sem fram fer 20. júh (ekki 15. júní), er til dæmis góð prófraun fyrir þá sem ætla að hlaupa hálfmaraþon eða maraþon. Blá- skógaskokkið, sem er 16 km, fellur mjög vel inn í uppbygginguna, tíma- setning heppileg og er hæfilega langt. Hlaupið fer nú fram í 20. skipti og verður vel til þess vandað. Kveðja Sigurður Pétur Sigmundsson STYRKIR REYKJAVÍKURMARAÞON TOYOTA Tákn um gœði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.