Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Page 46
58 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991. Afmæli Bjami Stefánsson Bjarni Stefánssonforstjóri, Galta- felli, Laufásvegi 46, Reykjavík, verð- ur fimmtugur á morgun. Starfsferill Bjami fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Sólvallagötuna. Hann lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1962 og sveinsprófi í raf- eindavirkjun sama ár en meistar- araprófi í greininni lauk hann 1965. Þá var Bjarni við verslunarnám á Englandi 1957-58. Bjarni náði viðskiptasambandi við Pioneer frá Japan 1963, stofnaði verslun með hljómflutningstæki sama ár, stofnaði umboðs- og heild- verslun B. Stefánsson hf. 1970 og hóf innflutning á Sharp tölvum og ljós- ritunarvélum 1973. Hann hefur starfrækt Hljómbæ síðan 1980. Bjarni keypti heildsölufyrirtækið íslensk erlenda 1989 og hefur verið stjórnarformaður þess síðan. Hann sat í framkvæmdastjórn Nýja-Bíós hf. og sat í stjórn Félags rafeinda- virkja 1982-88 og er endurskoðandi félagsins síðan. Fjölskylda Bjarni kvæntist 4.6.1960 Bimu Björgvinsdóttur, f. 6.7.1941, en for- eldrar hennar em Björgvin Freder- riksen, vélvirkjameistari og fyrrv. bæjarfulltrúi í Reykjavík, ogHall- fríður Björnsdóttir húsmóðir. Börn Bjarna og Birnu eru Þórey, f. 26.9.1960, framkvæmdastjóri ís- lensk erlenda, gift Árna Hauki Björnssyni, lögfræðingi hjá fógeta í Keflavík, en dætur þeirra eru Ástríður Birna, f. 22.6.1984, og Reg- ína María, f. 29.10.1986; Hallfríður, f. 30.8.1967, nemi í markaðsfræðum í London; Stefanía Kristín, f. 18.5. 1978; Stefán Bjarni, f. 6.8.1982. Bjarni á einn bróður, Þórð Stef- ánsson, f. 4.9.1945, forstjóra og eig- anda Gistihússins við Bláa lónið, en hann er kvæntur Jakobínu Eygló Friðriksdóttur frá Lyngholti í Olafs- firöi og eiga þau þrjár dætur, Reg- ínu, f. 26.8.1984, Maríu Kristínu, f. 27.4.1989, og Katrínu Stefaniu, f. 3.6. 1990, auk þess sem Þórður á tvö börn frá fyrra hjónabandi, Þóreyju Sigríði, f. 17.9.1967, en hún er gift Ómari Eyjólfssyni, og Sturlu, f. 19.10.1972. Foreldrar Bjarna: Stefán Helgi Bjarnason, f. 21.3.1908, d. 18.10.1952, stofnandi og forstjóri Kauphallar- innar í Reykjavík sem var fyrsta íslenska verðbréfafyrirtækið, og Þórey Sigríður Þórðardóttir, f. 26.11. 1912, nú gift Sigurði Dementz, óperusöngvara og kennara í Reykja- vík. Ætt Meðal hálfsystkina Stefáns, sam- feðra, vom Hörður, húsameistari ríkisins. Stefán var sonur Bjarna, forstjóra og eiganda Nýja-Bíós, bróður Einars myndhöggvara, Guðnýjar, ömmu Sveins Björnsson- ar sendiherra og Valgerðar sem var amma Nínu Tryggvadóttur og lang- amma Magnúsar Jóhannessonar siglingamálastjóra. Bjarni var son- ur Jóns, b. í Galtafelli, bróður Helga, langafa Alfreðs Flóka. Jón var son- ur Bjama, b. á Bolafæti, Jónssonar, og Helgu Halldórsdóttur. Móöir Helgu var Guðrún Snorradóttir, systir Guðlaugar, langömmu Ás- gríms Jónssonar listmálara. Guð- rún var einnig systir Magnúsar, lan- gafa Guömundar, íöður Ásmundar biskups. Móðir Stefáns var Stefanía Stef- ánsdóttir, b. á Ásólfsstöðum, bróður Ólafs söðlasmiðs, langafa Beinteins, fóður Sigríðar söngkonu. Stefán var sonur Eiríks, b. í Hrosshaga, Ingi- mundarsonar, b. í Miklholti, Tómas- sonar. Móðir Stefaníu var Helga Jónsdóttir, prests á Stóra-Núpi, Ei- ríkssonar, dbrm. í Ási í Holtum, bróður Benedikts, langafa Einars Benediktssonar skálds. Eiríkur var sonur Sveins, prófasts í Hraungerði, Halldórssonar og Önnu Eiríksdótt- ur, systur Jóns konferensráðs. Meðal systkina Þóreyjar Sigríðar er Regína leikkona og Sigurður bankamaður, faðir Þórðar, for- stöðumanns Reiknistofnunar bank- anna, ogPéturs Friðriks hstmálara. Þórey er dóttir Þóröar, kaupmanns í Reykjavík, bróður Ragnheiðar, móður Jóns Leifs tónskálds. Þórður var einnig bróðir Böðvars, föður Bjarni Stefánsson. Ágústs, fyrrv. forstöðumanns Land- mæhnga íslands, og Bjarna hljóm- sveitarstjóra, föður Ragnars söngv- ara. Þórður var sonur Bjarna, b. á Reykhólum, Þórðarsonar, bróður Gísla, langafa Klemensar Jónsson- ar, leikara og leikstjóra. Móðir Þórð- ar kaupmanns var Þórey Pálsdóttir, b. á Reykhólum, Guðmundssonar, bróður Þorbjargar, langömmu Ólafs Thors forsætisráðherra. Móðir Þór- eyjar var Jóhanna Þórðardóttir, systir Jóns Thoroddsen, skálds og sýslumanns. Móðir Þóreyjar Sigríð- ar var Hansina Linnet, systir Krist- jáns, fógeta í Vestmannaeyjum. Hansína var dóttir Hans Linnet, bókara í Hafnarfirði, Hanssonar, kaupmanns í Hafnarfiröi. Ragna Kristín Ámadóttir Ragna Kristín Árnadóttir frá Hafnarhólmi er sextug á morgun. Starfsferill Ragna fæddist í Kolbeinsvík í Ár- neshreppi í Strandasýslu. Hún ólst þar upp til 12 ára aldurs en flutti þá að Hafnarhólmi. Árið 1946 hóf hún búskap á Hafn- arhólmi ásamt eiginmanni sínum, IngimundiLoftssyni, en þau bjuggu þar til 1968 er þau fluttu á Grundar- götu 6 á Drangsnesi. Ragna býr þar enn. Fjölskylda Ragna gittist Ingimundi Loftssyni, f. 22.7.1921, d. 15.8.1983. Foreldrar hans voru Loftur Torfason, bóndi í Vík, og Hildur Gestsdóttir. Börn Rögnu og Ingimundar: Guð- rún, f. 19.4.1947, húsmóðir í Reykja- vík, gift Þórarni Guðjónssyni og eiga þau tvö börn, Kristin Inga og Unni Dröfn; Hermann, f. 9.6.1948, sjómað- ur á Drangsnesi, og á hann fjögur börn, Hilmar Vigni, Kristínu Björgu, Sæunni og Heiðrúnu; Árni, f. 2.3.1950, pípulagningamaður í Keflavík, kvæntur Kristbjörgu Jón- ínu Magnúsdóttur, og eiga þau tvær dætur, Rögnu Kristínu og Agnesi Rut; Guðbrandur, f. 14.5.1951, múr- ari í Hafnarfirði, kvæntur Pálínu Kristínu Árnadóttur, og eiga þau þrjú börn, Helga Kristin, Jóhann Indriða og Helgu; Svanur Hólm, f. 27.12.1952, bóndi á Hafnarhólmi; Loftur, f. 12.6.1954, d. 17.12.1977, var kvæntur Stefaníu Jónsdóttur, og eignuðust þau tvö börn, Áslaugu Báru og Ingimund; Hanna, f. 8.11. 1955, trésmiður í Keflavík, gift Jóni Halldóri Björnssyni og eiga þau tvö börn, Jón Halldór og Sigríði Hörpu; Hafdís Hrönn, f. 17.4.1958, sölumað- ur í Reykjavík; Erling Brim, f. 15.9. 1960, sjómaður á Drangsnesi; Gunn- ar Ingi, f. 21.1.1969, verkamaður í Sandgerði, kvæntur Lindu Gústafs- dóttur og eiga þau eitt bam, Söru Maríu. Sonur Ingimundar var Sig- urður Jón, f. 3.2.1944, d. 11.5.1978. Systkini Rögnu: Þórhallur, f. 14.6. 1921; Júlíus Guðmundur, f. 16.7. 1922, d. 24.3.1985; Ólöf Jóhanna, f. 17.11.1925, d. 11.5.1973; Guðrún Brynhildur, f. 8.3.1928, d. 1.12.1967; Ragna Kristín Árnadóttir. Sigurður, f. 8.3.1929; Jóhann Bald- ur, f. 7.5.1930. Stjúpsystir Rögnu er Jóhanna Thorarensen, f. 8.11.1910. Foreldrar Rögnu voru Árni Ólafur Guðmonsson, f. 20.9.1895, d. 1948, b. í Kolbeinsvík, og Halla Júlíusdóttir, f.4.5.1897, d. 1980. Ragna Kristín tekur á móti gestum á afmælisdaginn frá kl. 15 að Hring- braut 63 í Keflavík, neðri hæð. 95 ára Þóra Guðlaugsdóttir, Kleppsvegi 64, Reykjavik. Þórður Ólafsson, Lindarbæ, Ásahreppi. 85 ára Pétur Kristjánsson, Hringbraut 50, Reykjavík. 75 ára Valgerður Emilsdóttir, Fjarðarbakkað, Seyðisfirði. 70 ára Helgi Guðnason, Þorkelsgerði, Þorlákshöfn. Þórður Guðjónsson, Hreðavatni, NorðurárdalshreppL Sigriður Björnsdóttir, Vitateigi 7, Akranesi. Þórólfur Freyr Guðjónsson, Langholtsvegi 132, Reykjavík. Guðrún Karitas SöJvadóttir, Hlíðargerði 25, Reykjavík. Fj óla Lúthersdóttir, Grenimel 20, Reykiavik. 60 ára Þórdis Sigurðardóttir, Merki, Borgarfjarðarhreppi. Kristján Sigtryggsson, Álfhólsvegi 147, Kópavogi. Verður ekki heima á afmælisdag- inn. 50 ára Magnea Jónsdóttir, Gautlandi 17, Reykjavík. Ólafur Einarsson, Bjamastöðum, Grímsneshreppi. Haraldur Ámason, Bjamastaðavör 3, Bessastaða- hreppi. Stefán Sigurðsson, Laugarmýri, Lýtingsstaðahreppi. 40ára ÓlafurÁrnason, Vatnagörðum 14, Kópavogi. Pétur Ólafsson, Hólum 18, Patrekshreppi. Steingrímur Jóhannesson, Kvistabergi 5, Hafnarfirði. RHEINLAND-PFALZ - Ferðaævintýri í eigin bíl Njótið fegurðar Rínarlanda, þar sem hið heimsfræga Rínarvín er ræktað. Sjáið og siglið á fljótunum Rin-Mosel-Ahr og Lahn með fallega kastala og hallir á árbökkunum. Skoðið miðaldabæi með markaðstorgum og uppruna- legum miðaldahúsum. Rínarhéruð eru frábær staður til að skoða sig um, en jafnframt að njóta hvíldar. Flugáætlun Flugleiða er kjörin til þess að koma þér og þínum í þægilegt og skemmtilegt frí í Þýskalandi. Luxemborg 10 sinnum í viku Frankfurt 5 sinnum í viku Hamborg 2 sinnum í viku Amsterdam 5 sinnum í viku BÍLALEIGUR: Flugleiðir sjá um pöntun á bílaleigubílum á hagstæðum kjörum. SUMARHÚS/ÍBÚðlR: Sérstaklega hagstæðir samningar í Hunsrúck í miðju Rínarhéraðí. í Hunsrúck er skemmtilegt að dvelja og njóta lífsins í fallegu umhverfi eða fara í spennandi ferðir um nágrennið. HÓTEL: Flugleiðir hafa samninga við úrval hótela á góðu verði í Þýskalandi. Upplýsingar og bókanir: FLUGLEIÐIR símí 690300 opið 7 daga í viku eða ferðaskrifstofur og umboðsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.