Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 1991.
3
Fréttir
Önnur skrúfanna tveggja sem nú skarta sinu fegursta við hafnarskrifstofurn-
ar á Akranesi. DV-mynd Sigurður
Skrúf ur af inn-
rásarpramma
í leitirnar
um prammanum var ætlað það hlut-
verk að flytja bíla yfir Hvalíjörð en
þau áform runnu út í sandinn. Hinn
átti að nota í hafnargerð og fleira.
Öðrum prammanum var síðan
breytt og hann notaður lengi vel sem
sementsflutningaskip á milli Akra-
ness og Reykjavíkur. Hvort skrúf-
urnar eru nákvæmlega úr því skipi
er ekki vitað en þær höfðu legið í fjör-
unni í ein 20 ár og jafnvel lengur.
Sigurður Sverrissan, DV, Akranesi:
Tvær gamlar skipsskrúfur fundust
fyrir skömmu er fjörur í nágrenni
Akraness voru hreinsaðar. Skrúf-
urnar voru hreinsaðar og má nú sjá
þær við hafnarskrifstofurnar.
Eftir því sem næst verður komist
eru þessar skrúfur úr gömlum inn-
rásarpramma. Tveir slíkir voru
keyptir til Akraness árið 1946. Öðr-
Byrjað að saf na í virkjunarlónið
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
í fyrradag var byrjað að safna vatni
í lón Blönduvirkjunar. Til að byrja
með verður farið hægt í að takmarka
rennslið um lokumannvirki Blöndu-
stíflu. Tillit er tekið til lífríkis Blöndu
en reiknað er með að gönguseiði
verði farin af klakstöðvunum og
gengin niður í ána um 20. júní. Áætl-
að er að lónið verði orðið fullt um
miðjan ágúst en þó mun vatnsforði
á hálendinu vera talsvert minni nú
en oft áður.
Ekki má búast við að veiðimenn
við Blöndu sjái mikinn litamun á
ánni til að byrja með. Breytinga er
fremur að vænta seinna í sumar.
Að sögn Sveins Þorgrímssonar
staðarverkfræðings eru fram-
kvæmdir komnar á fullt þar efra. Frá
því um hvítasunnu hefur verið unnið
á vöktum allan sólarhringinn í jarð-
vegsframkvæmdunum, viö gerö
Gilsárstíflu og mannvirkjanna þar í
kring. Búið er að opna úr frárennslis-
göngunum niður í árfarveginn.
Tappinn þar á milli var sprengdur
úr 25. maí síðastliðinn. Munninn er
nú varinn með fyrirhleðslustíflu þar
sem gerð lokumannvirkis stendur
yfir. Framkvæmdum við frárennslis-
skurðinn í árfarvegi Blöndu er aö
mestu lokið en hann er 1250 metra
langur.
Hjörtur og sonur hans, Einar Már, i fyrstu slægju sumarsins. DV-mynd KE
SÍáttur hafinn í Vestur-Landeyjum:
Liðkunaræf ing fyrir traktorinn
- seglr Hjörtur Hjartarson, bóndi á Stíflu
Kristján Einarsson, DV, Selfossi:
„Ég bar snemma á og túnið tók
nógu vel við sér til að hægt væri að
slá það snemma," sagði Hjörtur
Hjartarson, bóndi á Stíflu, Vestur-
Landeyjum, en þar var byijað að slá
síðastliðinn fimmtudag.
„Þetta er ekki keppni um að vera
fyrstur til að slá þó ég geri ráð fyrir
að við séum með þeim fyrstu. Við
getum kallað þetta liðkunaræfingar
fyrir traktorinn áður en átök sum-
arsins taka við,“ sagði Hjörtur.
í fyrra lauk Hjörtur heyskap
óvenju snemma eða 11. júlí. Hann
segir að notalegt væri að leika þann
leik aftur þótt hann eigi ekki beinlín-
is von á því. „Við komum heyinu af
þessum tveimur stykkjum, sem við
slógum núna, vonandi í hlöðu fyrir
helgi og sláum síðan hin túnin upp
úr 20. júní ef hann hangir þurr.“
Það er svo einfalt
að til að hvílast sem best þegar þú sefur er nauðsynlegt að finna
rúmdýnu sem fellur nákvæmlega að þínum líkama - dýnu sem
passar þér.
I hinni sérstöku og stóru dýnuútstillingadeild Húsgagnahallarinn-
ar er um margar gerðir að velja. Fjaðradýnur, alls konar springdýn-
ur, latexdýnur og svampdýnur.
Hér eru nokkur sýnishorn af hinum
geysivinsælu sænsku
Lux Komfort
flaðradýnum okkar:
Lux Komfort er góð, einföld fjaðra-
dýna. Þessi dýna hentar vel fyrir börn
og hraust fólk í meðalvexti. Þvot-
tekta yfirdýna fylgir í verði. Margar
stærðir.
Lux Medio
90x200
25.500,-
Lux Medio er millistífa dýnan okkar
fyrir þá sem hvorki vilja hart né
mjúkt. Geysilega góð dýna og hag-
stætt verð. Tvöföld fjaðramotta.
Þvottekta yfirdýna fylgir í verði.
Margar stærðir.
Lux Ultra Flex
Einstök þægindi að sofa á fyrir full-
orðið fólk og fyrir þungt fólk og bak-
veika. Mjúk gerð og stíf gerð. Tvö-
föld fjaðramotta og stífir kantar.
Þykk þvottekta yfirdýna fylgir í
verði. Margar stærðir.
Lux Softy FLex er ný lungamjúk
dýna sem lagar sig fullkomlega að
líkamanum. Tvöföld fjaðramotta og
stífir kantar. Þvottekta yfirdýna fylg-
ir í verði. Margar stærðir.
Leitið frekari upplýsinga hjá starfsfólki okkar
sem aðstoðar við val á réttu dýnunni.
GÓÐ GREIÐSLUKJÖR