Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Side 14
i4 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 1991. Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn. skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Kerfið þjónar Flugleiðum Flugleiðir hafa náð þeirri aðstöðu, að hið opinbera tekur hagsmuni þeirra fram yfir almannahagsmuni, hvenær sem Flugleiðir telja sig þurfa á því að halda. Flugleiðir hafa fulltrúa í Flugráði og eru í mjög nánu og innilegu sambandi við samgönguráðuneytið. Nýjasta málið í langri röð er einokun Flugleiða á af- greiðslu flugvéla á Keflavíkurvelli. Flugleiðir hafa notað þessa einokun til að ýta samkeppni í burtu og þannig meðal annars komið 1 veg fyrir, að íslenzkir atvinnuveg- ir eigi kost á ódýru vöruflugi til útlanda. Um tíma opnaðist hér markaður Japansviðskipta með millilendingu flugvéla, fyrst frá Flying Tigers og síðan frá Federal Express. Þessa samkeppni drápu Flugleiðir í skjóli einokunar sinnar á vöruafgreiðslu á Keflavíkur- velli. Nú er sömu aðferð beitt gegn Pan American. Óeðlilegt er, að eitt flugfélag hafi slíka aðstöðu til að stjórna möguleikum þjóðarinnar á að nýta sér æskilega og nauðsynlega samkeppni í flugi. Öll þjónusta í landi, hvort sem er við skip eða flugvélar, á að vera í höndum þriðju aðila, sem ekki hafa annarra hagsmuna að gæta. Það skiptir engu máli, þótt vilhallir embættismenn samgönguráðuneytisins rembist við að reyna að trúa útreikningum Flugleiða um, að afgreiðslugjöld séu ekki of há hér á landi í samanburði við útlönd. Slíkir útreikn- ingar leiða alltaf til hinnar pöntuðu niðurstöðu. Afgreiðsla flugvéla á að vera frjáls og afgreiðslugjöld eiga að ráðast af markaðsaðstæðum. Það á ekki að vera í verkahring Flugleiða eða stuðningshðs þeirra í sam- gönguráðuneytinu að reikna, hver þessi gjöld eigi að vera. Shk verðákvörðun er úrelt sovétfyrirbæri. Athyglisvert er, að verndarmúrinn, sem hið opinbera slær um hagsmuni Flugleiða gegn hagsmunum neyt- enda og framleiðenda, er aldrei hærri en þegar Sjálf- stæðisflokkurinn er við völd. Sá flokkur hefur reynzt vera sverð og skjöldur einokunar gróinna fyrirtækja. Þingflokkur sjálfstæðismanna, sem minnir mjög á Alþýðubandalagið, lýsti beinhnis yfir andstöðu við skerðingu á einokun Flugleiða fyrir nokkrum árum, þegar vísir að samkeppni var í mihilandaflugi og til umræðu var að veita fleiri áætlunarleyfi til annarra. Á svipuðum tíma gengu tveir fuhtrúar Flugleiða ekki af fundi í Flugráði, sem rétt hefði verið af siðsemisástæð- um, þegar hagsmunamál eigin flugfélags var í húfi, held- ur greiddu atkvæði gegn áætlunarleyfi til annarra aðila og mynduðu beinlínis meirihlutann í ráðinu. Til þess að geta nýtt okkur upprennandi markaði, sem eru langt í burtu, svo sem Japan, þurfum við að eiga aðgang að stórum flugvélum með mikla burðargetu og leyfa viðkomandi aðilum að haga afgreiðslu flugvélanna hér á landi á þann hátt, sem þeim þykir hagkvæmastur. Ekki má heldur gleyma, að núverandi kerfi gagn- kvæmrar einokunar meira eða minna ríkisrekinna eða ríkisstuddra flugfélaga stríðir gegn Rómarsáttmála Evr- ópubandalagsins. Einkaréttarkerfi í flugi verður þess vegna fyrr eða síðar afnumið, hvað sem hver segir hér. Þótt Evrópubandalagið hafi hingað th leyft, að einok- unarflugfélög skipti með sér Evrópumarkaði og haldi þar uppi háu verði í skjóh einokunarhringsins IATA, hefur dómstóh Evrópubandalagsins úrskurðað, að þetta sé ólöglegt, ekki í samræmi við Rómarsáttmálann. Hæfileg æfmg fyrir aðild okkar að Evrópumarkaði er, að við skerum okkur ekki lengur úr hópi annarra og afnemum einokun eins flugfélags á flugafgreiðslu. Jónas Kristjánsson „Verða orkuframkvæmdir rikisvaldsins næstu fjárfestingarafglöpin?" Tvískinnungur í við- horfi til ríkisrekstrar Arðsemi og þjóðhagsleg hag- kvæmni af orkusölu til nýs álvers hefur lítið verið rædd málefnalega eða brotin til mergjar. Hins vegar hefur verið reynt að draga upp þá mynd að gagnrýnisraddir séu aft- urhaldsöfl, dragbítar á nútíma við- skipti og erlent samstarf o.s.frv. Einkarekstur Að mínu mati er ekkert eðlilegra en að íjármagnseigendur, atvinnu- rekendur og lánardrottnar ráðist í orku- og álframleiðslu ef þeir telja þá ráðstöfun arðvænlega. Þeir eiga sjálíir íjármagnið og þeir skynja vel erfiðið við öflun þess. Líkur eru því á að þeir leggi sig fram um að skynja áhættuna, verð- leggja hana og að ná viðunandi samningum. Fáir kasta eigin pen- ingum á glæ. - Að ráðstafa eigin fjármagni er því besta tryggingin fyrir því að vel sé að málum staðið; að matið á verkefninu sé eðlilegt. Ríkisrekstur Þaö að ríkisfyrirtæki í 100% eigu hins opinbera, sem auk þess er í einokunaraðstöðu, ráðist í orku- framkvæmdir tryggir að mínum dómi ekki að arðsemin verði meg- inhvati framkvæmdanna. Enginn ákvörðunaraðili verður fyrir fjár- hagslegu tjóni þótt framkvæmdirn- ar gangi ekki upp. Þar að auki mun það taka áratugi að fá endanlega vitneskju um hvort verkefniö skil- aði því sem til stóð. Líkur eru því á að aðrir hvatar en arðsemin veröi yfirsterkari, s.s. stjórnmálalegur ávinningur og metnaður einstakra stjómmálamanna og annarra mik- ilvægra ákvörðunaraðila sem tengjast framkvæmdunum. Þá skiptir vilji starfsmanna orku- fyrirtækisins verulegu máli en þeir sjá lítinn beinan ávinning í mikilli eða lítilli arðsemi þar sem einokun- arverðiö er endurskoðað í Ijósi af- komu og tryggð er viðunandi af- koma. Þeir hafa hins vegar veru- legan beinan ávinning af miklum umsvifum í framkvæmdum, nýjum verkefnum og yfirvinnu. Þá er þrýstingur frá hinum frjálsu verktakafyrirtækjum því þau sjá hag sinn í því að hiö opin- bera eða hið seinheppna ríkisfyrir- tæki ráðist í framkvæmdir hvort sem framkvæmdirnar borgi sig eða ekki. Verktakafyrirtækin hafa alla vega meiri umsvif, tekjur og hagn- að þótt samfélagið í heild tapi ef til vill. Slík fyrirtæki hvetja því til framkvæmda. Að síðustu hefur með áróöurs- stríði, grunnhyggni og ónógri upp- lýsingamiðlun málum verið þannig komið fyrir í þjóðarvitundinni að í þessar framkvæmdir á að ráðast, hvort sem samningamir verði okk- ur hagstæðir eða ekki. Erfitt verð- ur því við lokaákvörðun að skoða samninginn hlutlaust og meta hann á raunsæjan hátt út frá arð- semi þjóðarbúsins. KjaUarirm Jóhann Rúnar Björg- vinsson þjóðhagfræðingur Forsjárhyggja Um álmáhð eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir meðal stjómmála- manna. Sumir eru varfærnir og vilja ekki taka mikla áhættu. Aörir eru framlileypnir og metnaðar- gjamir og vilja ráðast í fram- kvæmdimar hvað sem það kostar. Sumir sjá í verkefninu stjórnmála- legan ávinning um stundarsakir en aðrir ekki o.s.frv. En margir þeirra eiga þó það sameiginlegt að sjá ekk- ert athugavert við þaö að skuld- binda og ráöstafa fé annarra til slíkra framkvæmda. Þeir hafa vissa miðstýringarár- áttu, að þeir eigi að vasast í at- vinnumálum þjóðarinnar í gegnum ríkisfyrirtæki eða opinberar lána- stofnanir. í rauninni er htill eðlis- munur á þessari áráttu hér og í Austur-Evrópu til skamms tíma. Oft er það þannig, því miður, aö áköfustu talsmenn einkareksturs í orði em hörðustu fylgismenn ríkis- reksturs á borði. Forðumst mistök Skynsamlegasta lausnin á þess- um ágreiningi og th að forðast mis- tök er aö ríkisvaldið dragi sig út úr þessum áformum. Að atvinnu- lífið sjálf, íjármagnseigendur, at- vinnurekendur og lánardrottnar fái sjálfir aö meta og ráðast í þessar framkvæmdir ef þeir telja þær arð- vænlegar. Þeir eiga íjármagniö og þeir kunna að meta það rétt m.t.t. áhættu og arðsemi. Þannig fæst besta tryggingin fyrir að fram- kvæmdirnar leiði til árangurs. Næstbesta lausnin, ef þetta gengur ekki eftir, væri að fela erlendu ráð- gjafafyrirtæki eða erlendum lánar- drottnum að meta samningana. Þannig fengist faglegt og óháö mat á arðsemi verkefnisins og htið væri fram hjá annarlegum hvötum sem gætu legið að baki samningunum. Slík vinnubrögð eru heldur ekki óal- geng meðal erlendra fyrirtækja. Ef ríkisvaldið færi hins vegar ekki fram á slíka athugun þá gæh t.d. Morgunblaðið, einn sterkash tals- maður einstakhngsfrelsis og einka- reksturs, keypt slíkt mat, þó ekki væri til annars en að slá vamagla fyrir framhðarsöguritun, ef ske kynni að verkefnið gæfi þjóðarbúinu álíka bót á lífskjörum og fiskeldið. Niðurstaða Ég er sannfærður um að ef bæta á lífskjörin hér á landi þá er það ekki óviss arðsemi sem skiphr mestu máli eða atvinnuskapandi aðgerðir af hálfu hins opinbera. Mestu skiphr að menn séu að ráð- stafa eigin ijármagni en ekki ann- arra. Við höfum ahtof mikið af slíku og nægir aö nefna fiskeldið, loðdýrarækhna, landbúnaðarkerf- ið og offjárfestinguna í sjávarút- vegi sem ekki hafa bætt lífskjörin hér á landi eins og th stóð heldur stórlega dregiö úr þeim. Hver væru annars lífskjörin hér á landi ef ein- stakhngarnir sjálfir hefðu ráðstaf- að spamaði þjóðarbúsins sam- kvæmt þeirra mah og á gmndvehi ábyrgðar og eigin íjármagns en ekíti ríkisvaldið með sjóðamyndun. bankastarfsemi, seðlaprentun og skattheimtu? Því miður fór það þannig fyrir hörðustu sósíalistunurri í austri, talsmönnum öreiganna, að þeir urðu dragbítar á almenn lífskjör. Það skyldi þó aldrei henda hörð- ustu talsmenn frjálshyggjunnar hér á landi að verða dragbítar á einkarekstur og eðlilegar framfar- ir? Besta tryggingin fyrir arðsemi og bættum lífskjörum er því að ein- stakhngarnir sjálfir ráðstafi eigin fjármagni án mhligöngu ríkis- valdsins. Þetta hefur Aus'tur-Evr- ópa uppgötvað. Hvað um okkur? Verða orkuframkvæmdir ríkis- valdsins næstu fjárfestingarafglöp- in? Ofangreindar lausnir draga úr þeim líkum. Jóhann Rúnar Björgvinsson „Ég er sannfærður um að ef bæta á lífs- kjörin hér á landi þá er það ekki óviss arðsemi sem skiptir mestu máli eða atvinnuskapandi aðgerðir af hálfu hins opinbera. Mestu skiptir að menn séu að ráðstafa eigin íjármagni en ekki annarra.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.