Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Qupperneq 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ'1991.
Undraveröld hunangsfltigunnar
Fótbolti er fyrir konur
I umræðu um þátttöku kvenna í
íþróttum hefur það sjónarmið
stundum verið ráðandi að sumar
íþróttagreinar henti konum betur
en aðrar. Talað er um ágæta
kvennaíþrótt.
Laugardaginn 22. júní nk. kl.
14.00 fer fram kvennahlaup í
Garðabæ. Tilgangur þess er fyrst
og fremst hvatning til kvenna að
taka þátt í öllum íþróttum, hvort
sem um keppnisíþróttir eða al-
menningsíþróttir svokallaðar er að
ræða. Mikilvægt er að sýna sam-
stöðu um að konur ætla að vera
fullgildir þátttakendur í íþróttum.
Það þarf samstöðu til að eyða for-
dómum.
KjaJlariim
KjaHarinn
KVENNAHLAUP
GARÐABÆR
1991
Elísabet Tómasdóttir Kristrún Heimisdóttir
Að gefnu tilefni, vegna skrifa
Ólafs Sæmundssonar næringar-
fræðings, í Dagblaðinu - Vísi (helg-
arblaði) 25. maí sl., vill undirritað-
ur lýsa undrun sinni á þeim nei-
kvæðu skrifum hans um efni nátt-
úrunnar. Ólafur Sæmundsson
ræðst harkalega á afurðir hun-
angsflugunnar, blómafrjókomin
og hunangið, og um leið á undra-
veröld hunangsflugunnar, allt er
það ein óijúfanleg heild, og varar
við neyslu þessara afurða.
Alvarlegt mál
Það er með ólíkindum að lesa
skrif þessa unga næringarfræðings
og vill undirrifaður koma á fram-
færi eftirfarandi: Blómafrjókom
(Pollen er latneska heitið á blóma-
frjókornum sem þýðir korn) er
stórkostlegasta samansetta fæða
(heildarnæring) sem náttúmvís-
indin hafa uppgötvað til þessa.
Hunangsflugan hefur fært mann-
íkyninu afurðir sínar gegnum millj-
ónir ára. Elstu leifar hunangsflugu,
sem vitað er um, eru varðveittar í
„American Museum of Natural
History" í New York og eru taldar
vera að minnsta kosti 80 milljóna
ára.
Þessi litla undravera (hunangs-
flugan) hefur lifað af ísaldir og önn-
ur harðæri í endalausri leit sinni
að hinni fullkomnu fæðu - næring-
arríkustu blómafrjókomum og
safa blómanna - hunanginu. Þessi
náttúruafurð, sem hunangsflugan
fangar upp úr blómstrandi blóm-
um, hefur veriö notuð sem fæða frá
upphafi mannkyns. Jesús Kristur
og Jóhannes skírari neyttu
„manna“ á vandri sínu um eyði-
mörkina. Heimild: Lúkas 24:41-43.
Jesús sagði við þá, hafið þér nokk-
uð til matar? Og þeir gáfu honum
hunangsköku og stykki af steiktum
Frekar ber að hvetja en letja til neyslu á afurðum hunangsflugunnar,
segir hér m.a..
í megrunarkúr án þess aö neytá
blómafrjókoma.
Achenm Jonesson og Rohl
(sænsk/þýsk læknasamvinna á
sviði þvagfærasjúkdóma) segja:
Við höfum notað blómafrjókorn til
lækninga á bólgu í blöðmhálskirtli
í 172 tilfellum þar sem sjúklingar
náðu bata og uppskurður reyndist
ónauðsynlegur.
Gordon Latto, enskur læknir með
heymæði sem sérgrein, segir:
Lausnin er fundin. Sjúklingar
verða albata eftir tveggja ára
neyslu blómafrjókoma.
Ernesto Contreas, einn fremsti
krabbameinslæknir í heimi, segir:
Við gefum líkamlegri uppbyggingu
sjúklinga okkar sífellt meiri gaum.
Blómafijókornin vinna kraftaverk.
Tvo aðila ber að nefna sem hafa
fengið áþreifanlega reynslu við
notkun blómafrjókorna. Fyrst ber
að nefna Noel Johnson frá Banda-
ríkjunum, sem margir íslendingar
muna eftir, en hann kom hér fyrir
nokkram árum og tók þátt í mara-
þonhlaupi. Þessi síungi öldungur
(verður 92 ára í júh á þessu ári)
segir: Ég á blómafrjókornum allt
að þakka fyrir frábæra heilsu og
þann árangur sem ég hef náð í
íþróttum.
Annar er Gissur Guðmundsson,
84 ára heiðursmaður, sem margoft
hefur sagt frá undraverðum ár-
angri vegna neyslu blómafrjókorna
í athyglisverðum greinum í fjöl-
miðlum undanfarin ár.
Gissur vill með skrifum sínum
hvetja unga sem aldna til neyslu á
blómafijókornum. Hann segir
meðal annars í nýlegri grein í
Morgunbl. (30. maí sl.) Nú geng ég
5-10 km dag hvem, eins og ég ásetti
mér eftir að kraftaverkið gerðist,
án þess að þreytast.
Þaö er sannfæring undirritaðs að
þaö beri frekar að hvetja en letja
til neyslu á afurðum hunangsflug-
unnar, þ.e. hunangs, blómafrjó-
koma, drottingarhunangs og pro-
polis (náttúrulegt sóttvarnarefni).
Ragriar Þjóðólfsson
Kjállarmn
Ragnar Þjóðólfsson
framkvæmdastjóri
Ólafur vitnar til í grein sinni og
kallar prófessorana „sína“, báru
ekki kennsl á einhvern kollega í
Ameríku. En skyldu þessir sömu
prófessorar bera kennsl á nöfn eins
og dr. Alain Callais, heiðursfélaga
frönsku akuryrkjuvísindaakadem-
íunnar: Án efa eru blómafijókorn
langnæringarríkasta fæða, sem
maöurinn þekkir. Þau innihalda
mun fleiri næringar- og framefni
en nokkurt fisk- eða kjötmeti.
Blómafrjókom innihalda 5-7 sinn-
um meira prótín er kjöt, egg, fiskur
og ostur af ámóta þyngd, segir þessi
virti náttúravísindamaður.
Ummæli þekktra manna
Dr. Paavo Airola, einn þekktasti
næringarfræðingur í Bandaríkjun-
um og heimskunnur lífeðhsfræð-
,,Án efa eru blómafrjókorn langnær-
ingarríkasta fæða sem maðurinn þekk-
ir. Þau innihalda mun fleiri næringar-
og frumefni en nokkurt fisk- eða kjöt-
meti.“
flski (þýtt úr enskri útgáfu Bibl-
íunnar).
Það er einnig með ólíkindum að
Ólafur Sæmundsson skuli halda
þvi fram að enginn munur sé á líf-
rænni og ólífrænni fæöu. Ef hann
ætlar sér að nærast á verksmiðju-
framleiddri gervifæðu í framtið-
inni þá verði honum að góðu. Ef
tilgangur Ólafs Sæmundssonar er
að hefla áróður fyrir slíkri fram-
leiðslu og hvetja unga sem aldna
til neyslu slíkrar gerviefnafæðu þá
er það mjög alvarlegt mál.
Þeir amerísku prófessorar, sem
ingur segir: Blómafrjókorn auka
mótstööuafl líkamans gegn streitu
og sjúkdómum. Þau flýta einnig
veralega afturbata sjúklinga.
Blómafrjókornin eru hin full-
komna fæða, töframeðal og sann-
kallaður æskubrunnur, segir þessi
heimskunni næringarfræðingur.
F. Hubner, þýskur náttúrufræð-
ingur, segir: Aö byggja upp líkama
sinn með blómafrjókomum er ein-
hver besta sýklavörn sem ég þekki.
Þar á ég við inflúensusýkla, kvef-
sýki, sýkla í mat og vatni o.s.frv.
Einnig tel ég að enginn ætti að fara
lyfjafræðingur
háskólanemi
„Það hlýtur að vera fortíðarfyrirbæri
að stelpur fái ekki að velja sér viðfangs-
efni sjálfar og að strákar fái alla at-
hygli, peninga, aðstöðu og örvun.“
Er knattspyrna karlaíþrótt?
Knattspyrna er vinsælasta íþrótt
veraldar. Samt telja margir hana
fyrir karlmenn eina, hún sé byggð
á forsendum „karlmennsku", sé
íþrótt vöðvastæltra vígamanna.
Þrátt fyrir að viðhorf af þessu tagi
hafi lengst af verið ríkjandi og finn-
ist jafnvel enn í dag hafa stúlkur
ævinlega stundaö knattspyrnu að
meira eða minna leyti. Margar kon-
ur rekur hins vegar sjálfsagt minni
til að hafa staðiö utan vahar og
fylgst meö strákum sparka bolta
en sjálfar ekki fengið að vera með.
Á íslandi má rekja sögu skipu-
lagðra knattspyrnuæfmga kvenna
allt aftur til fyrsta ártatugs aldar-
innar þegar auglýstar voru æflngar
á MelaveUinum og á ísafirði starf-
aði liö kvenna um svipað leyti.
Skipulögð íslandsmót á vegum
Knattspyrnusambands íslands
hafa farið fram frá árinu 1971.
En er knattspyrna karlaíþrótt?
Séu eiginleikar góðs knattspyrnu-
manns taldir til koma leikni, leik-
skUningur, keppnisskap og líkam-
legt atgervi fyrst upp í hugann. Því
verður ekki neitað að stúlkur hafa
aUt til að bera til aö öðlast góðan
skUning á leiknum, leikni og fimi
era eiginleikar sem konur hafa
jafnvel fremur til að bera en karlar
og keppnisskap er sammannlegt
fyrirbæri.
Hvað líkamlegt atgervi varðar er
það ljóst að konur geta ekki lyft
jafnþungum hlutum og karlar og
sigra karla seint í spretthlaupum.
En keppi konur við konur í knatt-
spymu era þessar forsendur ekki
til staðar.
Leikurinn fer fram á eigin for-
sendum og er líklegri til að ein-
kennast af leikskilningi, fimi og
leikgleði, sem við öll teljum aðal
glæsUegrar knattspymu, en ekki
stórkarlalegum átökum. Þetta
þekkja margir og viðurkenna, t.d.
hafa umsagnir blaðamanna eftir
íslandsmót í innanhússknatt-
spyrnu oft verið á þá leiö að
kvennaleikirnir haíi verið
skemmtilegri en karlaleikirnir.
Betri tímar í nánd
Skipulögð kvennaknattspyrna
hefur á margan hátt átt erfitt.upp-
dráttar á íslandi. Að miklu leyti
vegna vanþekkingar og jafnvel for-
dóma fólks í íþróttahreyfmgunni. í
þau tuttugu ár sem íslandsmót hafa
farið fram hefur fjöldi þátttakenda
og gæði knattspymunnar gengið
nokkuð í bylgjum. Kvennalandslið
keppti fyrst fyrir íslands hönd árið
1981 og samfara því jókst fjöldi þátt-
takenda.
íslenska kvennalandsUðið náði
oft ágætum árangri sem þó dugði
ekki til að koma í veg fyrir að KSÍ
legði kvennalandsUð niöur þegar
skórinn kreppti. Þetta hafði mjög
alvarleg áhrif á gengi íþróttarinnar
á íslandi, metnaður leikmanna
minnkaöi þegar ekki var lengur að
landsUði að stefna. Þá er þaö sér-
lega athyglisvert hversu bein
tengsl virðast vera milU þess að
landslið sé starfrækt og þess
hversu mörg lið mæta til keppni.
Á þessu ári eru liðin 3 ár frá síð-
asta landsleik íslenska kvenna-
landsíiðsins og þannig hefur slök
frammistaða manna á efstu víg-
stöðvum orðið tíl þess að svipta
grasrótarstarf í félögunum eðlilegu
og nauðsynlegu lokamarki. Nú er
hins vegar von tU að betri tímar séu
í nánd. StúlknalandsUðið tekur
þátt í Norðurlandamóti í sumar
undir stjórn fyrsta kvenþjálfara
hjá KSÍ og A-landsliö hefur verið
skráð til þátttöku í Evrópukeppni
landsliða á ný. í sumar senda 24
félög um land aUt lið tU þátttöku í
íslandsmóti meistaraflokks og æ
fleiri ungar stúlkur velja sér fót-
bolta að viðfangsefni.
í takt við tímann
Þaö er við þessar aðstæður sem
áhugafólk kemur saman og stofnar
Hagsmunasamtök knattspyrnu-
kvenna. Hvarvetna blasa við hlutir
sem bæta þarf úr, víða duga ein-
faldar ábendingar en annars staðar
þarf að rífa upp rótgróna fordóma
og bábfljur. Hugarfar sem hæfir
samtímanum ámóta mikið og sú
skoðun aö jörðin sé flöt. í bæ og
sveit, jafnt í íjörðum sem miUi
fjalla, era stelpur að hlaupa á eftir
bolta. Fótbolti er líf og yndi margra
þeirra.
Það hlýtur að vera fortíðarfyrir-
bæri að stelpur fái ekki að velja sér
viðfangsefni sjálfar og að strákar
fái alla athygli, peninga, aðstöðu
og öryun. Hagsmunasamtök knatt-
spyrnukvenna vUja sparka fótbolt-
anum inn á völl sem er í takt við
tímann. Þau eru opin öllu áhuga-
fólki um kvennaknattspyrnu, körl-
um jafnt sem konum. Þeim er ætlað
að vinna að hverju því sem Uklegt
er til að auka veg kvennaknatt-
spyrnunnar í landinu.
Áð lokum viljum við minna á
kvennahlaupið í Garðabæ 22. júní
nk. kl. 14. - Konur, mætum allar
þar og sýnum samstöðu.
Elísabet Tómasdóttir
Kristrún Heimisdóttir