Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1991, Side 29
 ÞRIÐJUDAGUR 18. JýNÍ 1991.. 41 Madonna svíkur bróður sinn Hún var kostuleg fréttin af Ma- donnu og bróöur hennar í DV 11. júní. Þar sagöi frá því að hún heföi svikið bróður sinn með því að nefna að hann væri öfugur í viðtali við alþjóðlegt tímarit fyrir samkyn- hneigða. Tímaritið heitir Advocate og er útbreiddasta frétta- og um- ræðublað fyrir samkynhneigt fólk í Bandaríkjunum. Afleiðingin af svikunum hjá blessaðri konunni er víst sú að nú „á hann á hættu að verða útskúfaður af foreldrum sínum og fjölskyldu". Viðtalið í Advocate (7. maí 1991, bls. 42-51) bar ekkert það með sér að hægt væri aö leggja út af því á þennan veg. En einhver blaðamað- ur hérlendis eða erlendis hefur kosið að semja þessa sögu og ein- hver hefur ákveðið að þessi efnis- meðferð ætti við í DV. En í henni birtast gífurlegir fordómar. Höf- undur ákveður að lesendur taki gott og gilt og telji sjálfsagðan hlut að hommum sé útskúfað úr fjöl- skyldu sinni og að hklega bíði aum- ingja bróðurins ekkert annað. Þó að ég þekki ekkert til foreldra Ma- donnu eða hennar fólks þykir mér ástæðulaust að gera því upp illt innræti. Hættulegur hugsunarháttur Þessi boöskapur á ekki erindi við okkur íslendinga og ekki nokkurn mann. Hugsunarhátturinn er hættulegur vegna þess að þeir sem eru síður gagnrýnir á viðhorf og stefnur og strauma kunna að KjaUarinn Guðni Baldursson viðskiptafræðingur á kynhneigð, húðlit, stétt, stjórn- mála- eða trúarskoðun eða hveiju öðru sem er haft til þess að að- greina fólk. En það er þá ekki bein og náttúrleg afleiðing af þessum eiginleika manneskjunnar heldur afleiðing af þeim eiginleika hins aðilans að vilja útskúfa, vilja beita misrétti, vilja valda hremmingum. Ef einum eiginleikanum er ekki fyrir að fara í fari þess sem á fyrir þessu að verða er fundinn annar til. Ef ein tylliástæðan þykir ekki lengur boðleg er önnur fundin. Og á meðan einhveijum hluta lands- manna þykir boðlegt að nota sam- kynhneigð manns sem ástæðu til þess að beita hann misrétti verður það gert þegar henta þykir. Það er vegna þessa sem margar lýðræðisþjóðir hafa gert til þess „Og á meðan einhverjum hluta lands- manna þykir boðlegt að nota samkyn- hneigð manns sem ástæðu til þess að beita hann misrétti verður það gert þegar henta þykir.“ álykta að þetta sé almennur hugs- unarháttur og taka sér hann til fyrirmyndar. Vissulega er það til og ekki óal- gengt að maður verði fyrir útskúf- un eða misrétti eða einhvers konar hremmingum vegna þess hver hann er, hvort heldur það er byggt ráðstafanir að þessu fari ekki fram. Það er almennur vilji landsmanna í þessum löndum sem hefur leitt til þess að þingmenn hafa sett lög um bann við misrétti, þar á meðal mis- rétti sem afsakað er með samkyn- hneigð. Með lagasetningunni næst þrennt fram: Öllum má vera ljóst hver almennur hugsunarháttur er; sá sem verður samt sem áður fyrir misrétti af þessu tæi nýtur laganna til þess að leita réttar síns; og síð- ast en ekki síst verður löggjöfm til þess að allir þeir þjóðfélagsþegnar sem máhð varðar ættu að geta losn- að við að hafa það sverð hangandi yflr höíði sér sem óttinn við útskúf- un, misrétti og aðrar hremmingar er. Rykiðaf tillögunni Islenskir þingmenn tóku þátt í því að samþykkja ályktanir á Evr- ópuráðsþingi 1. október 1981 og á Norðurlandaráðsþingi 1. mars 1984 um afnám misréttis gagnvart sam- kynhneigðu fólki. Enn hefur Al- þingi íslendinga ekki brugðist við þessum ályktunum. Haustið 1985 fluttu Kristín Kvaran og fjórir aðr- ir þingmenn þingsályktunartillögu um afnám misréttis gagnvart sam- kynhneigðu fólki en hún komst ekki úr nefnd. Hún var þess efnis að lagaleg, félagsleg og menningar- leg staða samkynhneigðs fólks hér á landi yrði könnuð til þess að ná mætti þessu markmiði. Nú er löngu orðið tímabært að dusta rykið af þessari tihögu. Hvorki Madonna né íslendingar vilja svíkja bræður sína og systur! Guðni Baldursson „Þó að ég þekki ekkert til foreldra Madonnu eða hennar fólks þykir mér ástæðulaust að gera því upp illt innræti," segir greinarhöfundur meðal annars. TILBOÐ OSKAST Tilboð óskast í Ford Bronco (XLT) 8 cyl., sjálfskiptan, árgerð 1980. Nánari upplýsingar í síma 681380. Kvöldsími 73710. NYTT AISLANDI Nafnspjöld gerð eftir Ijósmyndum Víssir þú að meðalendingartími svarthvítra korta er 24-36 klst. á móti 6-7 mánuðum á myndrænum kortum? Kredítkortaþjónusta FRÁBÆRAR HUGMYNDIR S/F sími 624204 - fax 2-92-74 GARÐASTAL Afgreitt eftir máli. Allir fylgihlutir. = HEÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000 z u k i S w i f t M I N N I Fullkomnasti mengunar- útbúnaður sem völ er á Aflmikill - bein innspýting VI Lipur í akstri Beinskiptur/sjálfskiptur Eyðsla frá 4 I á 100 km Til afgreiðslu strax. Verð frá 688.000 kr. $ SUIUKI ■ ■ íÍlpgBaamaaaasaaaaasa SUZUKI BÍLAfí HF SKEIFUNNl 17 ■ SlMI 685100 M N U N i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.