Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991.
Fréttír dv
Fjórðungssjúkrahúsið á Isatírði:
Vandræðaástand
getur skapast
- ef sorpbrennslan veröur ekki opnuö
„Ef sorpbrennslan verður lokuð
um lengri tíma getur skapast vand-
ræðaástand. Það kemur til dæmis
sorp frá sjúkrahúsinu sem verður að
brenna," sagði Guðmundur Marin-
ósson, framkvæmdastjóri Fjórð-
ungssjúkrahússins á ísaflrði.
Sorpbrennslustöðin á Skarfaskeri
við Hnífsdal hefur sem kunnugt er
verið lokuð um skeið meðan verið
er aö endurbæta ytri mengunarbún-
aö. Mikill styr hefur staðið um stöð-
ina sem rekin hefur verið án starfs-
leyfis. Er talin hætta á mikilli meng-
un frá henni. Ríkissaksóknari er nú
að meta hvort tilefni sé til opinberrar
rannsóknar á starfsemi stöðvarinn-
ar. Verður hún lokuð þar til séð verð-
ur hvemig því máli reiöir af.
„Sumt af þeim úrgangi, sem frá
sjúkrahúsinu kemur, er hægt að
urða,“ sagði Guðmundur. „En annað
má ekki fara öðru vísi en að það sé
brennt. Viö erum ekki búnir að fá
okkar eigin brennslu í gang. Við
verðum því að leysa þetta mál öðru
vísi. Ef stöðin verður lokuð skapast
vandræði. Við verðum þá að finna
einhvem stað til að brenna þetta á.
Þessu brennanlega sorpi er nú safn-
að í gám eins og venja er til. Við verð-
um bara að bíða og sjá hver fram-
vindan verður."
-JSS
Nytjaplöntur
dafnavelí
hitanum
„Það lítur mjög vel út með fræ-
þroska ýmissa nytjaplantna, eins
og t.d. melgresi, lúpínu og ber-
ingspuntu,“ sagði Sveinn RunóJfs-
son landgræðslustjóri þegar DV
innti hann eftir því hvort hitinn
undanfamar vikur hefði ekki ein-
hver jákvæð áhrif á gróðurinn.
Undanfarið hefur mikið verið
talað um hve þurrkurinn kemur
sér illa fyrir gróðurinn en til eru
plöntur sem dafna vel í hitanum.
Sveinn sagöi að melgresið
kynni svo sannarlega aö meta
sólina og aö einnig væri gott útlit
með uppskeru á fræökrum af lúp-
ínunni og landgræðslugrasteg-
undum eins og beringspuntu.
Uppskera lúpínunnar hefst í lok
þessa mánaðar og í kjölfarið
fylgja uppskerar af melgresi og
öðrum grastegundum í ágúst.
-ingo
Þórarinn um borð i triliunni sinni i Húsavíkurhöfn. DV-mynd gk
Skjálf andaf lói er
alveg dauður
- segir Þórarinn Vigfusson, trillukarl á Húsavík
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn:
„Það er varla hægt að kalla mann
trillukarl, maður er varla neitt neitt
lengur nema gamalmenni," sagði
Þórarinn Vigfússon sem varð á vegi
DV í smábátahöfninni á Húsavík á
dögunum.
Þórarinn hafði vakiö athygli okkar
þar sem hann sigldi trillunni sinni
inn með bakkanum sunnan hafnar-
innar og var greinilega eitthvað „að
bauka“ um borð þegar hann stoppaöi
af og til.
„Þetta er ekki neitt, ég var að leggja
þama nokkur silunganet en ætli
maður fái nokkra bröndu í þau, ég
veit það ekki fyrr en ég vitja um síð-
ar í dag. Annars er þetta ekki orðið
neitt hér við flóann. Skjálfandaflóinn
er alveg dauður orðinn," sagði Þórar-
inn sem sagðist vera gamall skip-
stjóri. „Ég var skipstjóri á Hagbarði,
sem var landróðrarbátur, og við vor-
um 6 á og aörir 6 unnu í landi," sagði
Þórarinn.
Geðrannsóknin sem Steingrímur Njálsson átti að sæta:
Fór úr landi 2 dögum
eftir úrskurð sakadóms
- undi niðurstöðunni en fór svo til Kaupmannahafnar
Kynferöisafbrotamaðurinn Stein-
grímur Njálsson fór úr landi tveimur
dögum eftir að úrskurður var kveð-
inn upp í Sakadómi Reykjavíkur í
síðustu viku um að geðrannsókn
færi fram á honum vegna máls sem
ríkissaksóknari höfðar gegn honum.
Ríkissaksóknari krefst þess að Stein-
grímur Njálsson sæti öryggisgæslu
vegna vanaafbrota í kynferðismálum
gagnvart ungum drengjum..
A mánudag í síðustu viku úrskurð-
aöi Sakadómur Reykjavíkur Stein-
grím í geörannsókn. Var það gert á
þeim forsendum að ný rannsókn
þyrfti að liggja fyrir um geðheilbrigði
hans til að hafa hhösjón af í málflutn-
ingnum. Öllum yfirheyrslum í mál-
inu var lokið en réttarhaldið átti að
liggja niöri á meðan beöið væri eftir
niðurstööu rannsóknarinnar. Geð-
lækni var síðan falið að annast rann-
sóknina.
Það vakti nokkra athygli aö Stein-
grímur kærði sakadómsúrskurðinn
í síðustu viku ekki til Hæstaréttar
og undi niðurstöðunni. Tveimur dög-
um síðar, eða á miðvikudag, fór hann
með flugvél til Kaupmannahafnar á
þriggja vikna farmiöa - flug og bíl.
Hallvarður Einvarðsson ríkissak-
sóknari sagði í samtali við DV að
ekki hefði þótt ástæða til að fara fram
á farbann yfir Steingrími vegna geð-
rannsóknarinnar:
„Ég hef enga ástæðu til að ætla að
Steingrímur sé að hlaupast á brott
frá geðrannsókninni og vona að
hann muni gangast undir hana eins
og til var stofnað. Málinu var frestað
vegna geðrannsóknarinnar en það
voru engin sérstök tímamörk sett í
því sambandi. Ég hlýt hins vegar að
ætla að málið haldi áfram eins og til
hefur verið stofnað," sagöi Hallvarð-
ur.
-ÓTT
Hreppsnefndarfulltrúi á Raufarhöfn:
Ummæli Júlíusar
breyta stöðunni
- segir sveitarstjóra fara meö ósannindi
„Mín skoðun er að Júlíus hafi sagt
ósatt í viðtalinu í DV í gær. Þar með
brást hann mínu trausti. Júlíus ósk-
aði sjálfur eftir trúnaði í þessu máli.
Mér sýnist því að þessi ummæli hans
muni breyta okkar stöðu í málinu
gagnvart honum. Júlíus sagði ósatt
varðandi ýmsa hluti, til dæmis varð-
andi stuðningslista viö hann,“ sagði
Haraldur Jónsson, hreppstjórnar-
fulltrúi á Raufarhöfn, í samtali við
DV.
Haraldur sagði jafnframt að fráleitt
væri að fjárhagsstaða bæjarins hefði
verið ástæðan fyrir því að Júlíusi var
gert að segja upp. Hann vildi þó ekki
tjá sig frekar um málið en sagði að
hreppsnefndin mundi taka frekari
afstööu til þess á fundi á morgun.
Þar mun einnig verða tekin afstaða
til umsókna um stöðu sveitarstjór-
ans á Raufarhöfn sem nefndinni hef-
ur borist eftir að Júlíúsi var gert að
segja upp.
I blaðinu í gær birtist ítarlegt viðtal
við Júlíus Þórarinsson, fráfarandi
sveitarstjóra á Raufarhöfn. Hann hóf
störf þann 1. febrúar en honum var
gert að segja upp fyrir skömmu.
Haft var eftir Júlíusi í gær að eftir
að hann sagði upp hefði veriö farið
af stað með undirskriftalista honum
til stuðnings. Þar sagði Júlíus meðal
annars: „Á þá skrifuðu 73 aðilar sem
eru yfir 20 prósent atkvæðisbærra
manna hér.“ Haraldur hreppsnefnd-
arfulltrúi sagði þessi ummæli röng
en vildi þó ekki skilgreina það frekar
hvað væri rangt í því sambandi.
Eftir að umræddur listi barst
hreppsnefndinni var gerð samþykkt
þar sem sagði meðal annars: „ . . ..
er hreppsnefndin sammála um að
endurtaka þær skýringar að beiðni
hennar til Júlíusar um að segja upp
starfinu sé reist á persónulegum
ástæðum og ítreka að þær séu trún-
aðarmál Júlíusar og hreppsnefndar-
innar.“
-ÓTT
Hún Helga Jóna Kristinsdóttir var nýlega að eignast þennan litla kettling
sem er í fanginu á henni og nefnist kisi Pála. Það er greinilegt að Pálu
líkar vel við nýja eigandann og hjúfrar sig í fanginu á Helgu Jónu sem
kann vel að meta það. DV-mynd JAK