Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991. Útlönd Mun ekki hindra sjálfstæði Slóvaka - segir Havel, forseti Tékkóslóvakíu Forseti Tékkóslóvakíu, Vaclav Havel, segir í viðtali við tíinaritið Newsweek að Tékkar rauni ekki hindra Slóvaka í því að segja sig úr Tékkóslóvakíu og raynda sjálfstætt ríki, óski þeir þess sjálfír. Haft var eftir Havel í Prag í síöustu viku að ef efnt yrði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið þá væru allar líkur á því að raeirihluti Slóvaka kysi að halda núverandi bandalagi ríkjanna áiram. „Jafnvel þó aö svo ólíklega vildi til að meirihluti Slóvaka kysi að stolha sjálfstætt ríki þá myndi aðskilnaöurinn eiga sér stað samkvæmt stjómarskránni. Þvi er ekki þannig fariö aö Tékkar muni hindra Slóvaka frá þvi að verða sjálf- stæðir ef það er það sem þeir vilja,“ sagði Havel. Skuldum vafið kóngafólk Gríska kóngaíjölskyldan sem verið hefur í útlegð frá Grikklandi í meira en 20 ár skuldar milljónir dollara í ógreidda skatta. Konstant- ín kóngur, sem nú er 51 árs að aldri. flúöi í úrlegð meö fíölskyldu sina, danska konu og þrjú börn, áriö 1967 jx*gar herinn tók völdin á Grikklandi. Griski fjármálaráðherrann lo- annis Palaiokrassas sagði að kóng- urinn skuldaði rikinu rumlega 156 milljónir íslenskra króna í ógreidd- um sköttum. og uppsöfnuðum dráttaivöxtum. Fjármálaráðherrann sagöi frá þessu á gríska þinginu eftir áð fyr- irspurn kom frá þinginu um skuldir konungsins. Palaiokrassas hefur hótað því að gera upptæk hús og aðrar eignir kóngaíjölskyldunnar ná- lægt Grikklandi ef þessar skuldir verða ekki borgaöar. Óttast að N-Kórea framleiði kjarnavopn Norður-Kórea hefur neitaö aö hleypa alþjóðlegum eftirlitsmönnum inn i kjamorkustöð í Yongbyon. Þetta hefur valdið áhyggjum ráðamanna í Washington, Tokyo og á Vesturlöndum og ýtt undir ótta um það að rikið standi í leynilegri kjarnorkuvopnaframleiðslu. Norður-Kórea sem áður hafði gefið vilyrði fyrir viðræðum um að erlend- ir aðilar fengju að skoða kjarnorkuaðstöðu þeirra hótaði í gær að draga vilyrði sitt til baka. Bandaríkjaforseti, George Bush, fullvissaði suður- kóreska forsetann, Roh Tae-woo, um aö kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu- manna yrði rædd á fundi sjö helstu iðnríkja heims. „Forsetamir tveir voru sammála um að fundur iðnríkjanna í London ætti að ræða kjarn- orkuvopnaþróun Norður-Kóreu og hvetja þá til aö hlita ákvæðum samn- ings um stöðvun útbreiöslu kjarnavopna sem þeir undirrituöu í síðasta mánuðisagði aðstoðarutanríkisráðherra Suður-Kóreu i gær. Norður-Kórea hefur neitað að skrifa undir samning sem hefur í för með sér að eftirlitsmenn fá aðgang að öllum meintum kjarnorkufram- leiðslustöðum nema Bandaríkin fari með kjarnavopn sín frá Suður- Koreu. Bandaríkjastjóm hefur hvorki neitaö því né'játað að þeir séu með kjamavopn í Suður-Kóreu og neitar að tengja þessi mál. Fundað um vonnahlé í El Salvador Sendimenn frá ríkisstjórn E1 Salvador og vinstri sinnuðum skæruliðum landsins munu hittast i Mexíkó í dag en vonir standa til að vopnahlé náist á milli stríðandi fylkinga. Borgarastyijöldin í E1 Salvador milli ríkishermanna stjómarinnar, sem er studd Bandaríkjastjórn, og skæruliöa FMLN hefur staðiö i 11 ár. „Víð höldum aö vopnahlé sé i nánd þó að við þomm ekki að segja til um hve langt er í það,“ sagði Gregorio Rosa Chavez, erkíbiskup í höfuðborg lands- ins, San Salvador, Á fundinum i Mexíkó, sem haldin er að frumkvæði Sameinuðu Þjóð- anna, munu hinar stríðandi fylkingar aðallega ætla að ræða um framtíð hinna valdamiklu vopnuðu sveita ríkisstjómarinnar og skilmála vopna- hlésins. Heimildir herma að náðst hafi mikilsveröur árangur í viðræðum um að leysa upp hinar þijár sveitir herlögreglu sem starfa í landínu og koma í staðinn á fót borgaralegrí lögreglu. í gær, aðeins sólarhring fyrir friðarviðræðurnar i Mexíkó fannst verka- lýðsforingi sem vann náið með fátæku fólki í úthverfum San Salvador myrtur í höfuðstöövum hreyfingar sinnar. glæpahreyfingu Japans aftur tft fóðurhúsanna. Þau tvö þorp sem verst uröu úti í eldgosinu fengu nafnlausa peningagjöf í síðustu viku, samtals um 24 milljónir íslenskra króna. Lögreglan rann- sakaði hvaöan peningarnir komu og komst að þeirri niðurstöðu að þeir kæmu frá stærstu skipulögðu glæpahreyfingu Japans, Yamaguchi-gumi. „Við höfum komist að því að peningamir komu frá hreyfmgu sem talið er að sé í tengslum við glæpastarfsemi. Því munum við skila fénu kurteis- lega til baka,“ sagöi embættismaöur i Shimabara-þorpi. Yfirvöld í hinu þorpinu sem fékk aöstoð, Fukae, hafa ekki viljað tjá sig um málið eöa segja hvað þeir æfii sér aö gera viö peningana. Reuter Varað við stríði Króata og Serba - Slóvenar ekki sammála um ágæti friðaráætlunar EB Félagi úr slóvensku varnarsveitunum gæðir sér á rjómais eftir margra daga bardaga við júgóslavneska sambandsherinn. Simamynd Reuter Leiðtogar Króatíu og Serbíu, tveggja stærstu lýðveldanna í Júgóslavíu, vöruðu við því í gær að stríð milli þjóða þeirra gæti brotist út á hverri stundu. Slóvenar íjarlægðu hins vegar vegatálma og önnur götuvígi í gær- kvöldi, áður en fresturinn sem kveö- ið er á um í friðaáætlun Evrópu- bandalágsins rann út á miðnætti. Slóvenskar varnarsveitir áttu að hafa afvopnast fyrir sama tíma og sveitir sambandshersins að hafa snúið til búða sinna. Sambands- stjórnin sakar Slóvena um að hafa ekki afvopnað allar sveitir sínar og aö halda sambandshermönnum enn í herkví. Vopnaðar sveitir Króata vörpuðu sprengjum yfir Dóná á sveitir úr sambandshernum við Backa Pal- anka í Vojvodniuhéraði í Serbíu, samkvæmt fréttum frá júgóslavn- esku fréttastofunni Tanjug. Ekki bárust neinar fréttir um mannfall eða skemmdir af völdum sprengju- regnsins. Króatar hafa sakað sam- bandsherinn, sem Serbar stjórna, um að styðja vopnaðar sveitir Serba á landsvæði sínu og hvöttu til þess að hann yrði kallaður burt frá spennu- svæðunum. En stjórnarerindrekar sögðu að friðaráætlunin hefði vísvit- andi verið óljós um hvort afturkall hersins ætti einnig við um Króatíu. Sime Djodan, varnarmálaráðherra Króatíu, sagði hins vegar að herinn mundi ekki halda neitt samkomulag. Fyrsti eftirlitshópur Evrópubanda- lagsins er væntanlegur til Júgóslavíu í dag til að fylgjast með því að farið verði eftir friðaráætluninni sem samþykkt var á sunnudag fyrir milli- göngu þriggja utanríkisráöherra EB. Milan Kucan, forseti Slóveniu, segir að slóvenska þingið velji á milli stríðs og friðar þegar það greiðir atkvæði um friðaráætlun Evrópu- bandalagsins á morgun. Símamynd Reuter Efasemdir eru þó uppi um hvort sló- venska þingið muni leggja blessun sína yfir hana. France Bucar, forseti slóvenska þingsins, sagði að áætlunin, sem ger- ir ráð fyrir að Slóvenar láti stjórn landamæra sinna að hluta til í hend- ur sambandsstjórnarinnar, þýöi í raun uppgjöf leiðtoga lýðveldisins. Bucar sagði að samkomulagið gæfi enga tryggingu fyrir því að herinn réðist ekki aftur á Slóveniu eins og raunin varð eftir að lýðveldið, ásamt Króatíu, lýsti yfir sjálfstæði sínu þann 25. júní. Hann lýsti einnig yfir efasemdum um að sambandsherinn væri undir stjórn stjórnmálamanna. „Það er stóra spurningin sem við höfum ekkert svar við,“ sagði Bucar. Þing Slóveníu ræðir friðaráætlun- ina á fundi á morgun. Milan Kucan, forseti Slóveníu, sem átti þátt í að semja friðaráætlunina var hins vegar bjartsýnn. „Slóvenska þingið verður aö gera sér grein fyrir því að það er að velja á milli stríðs og friðar," sagði hann í samtali við Reuters-fréttastofuna. Hann vildi þó engu spá um hvemig atkvæðagreiðslan á morgun færi. Þing Slóveníu, forsætisráð Júgó- slavíu og sambandsstjórnin í Belgrad verða að samþykkja friðaráætlunina formlega til að hún taki gildi. Forsæt- isráðið hittist í gær en ekki var gefin út yfirlýsing að þeim fundi loknum. Leiðtogar Króata og Serbíu lýstu einnig yfir stuðningi sínum við frið- aráætlunina, en vöruðu við að þjóðir þeirra, fornir féndur, væru á barmi borgarastyrjaldar. Franjo Tudjman, forseti Króatíu, sakaði serbneska forræðishyggju- menn um að hræra upp í þeim 600 þúsund Serbum sem búa í Króatíu. Um leið lofaði hann Serbum í Króa- tíu vernd gegn árásum króatískra öfgamanna eins og geröist undir hernámi nasista í heimsstyrjöldinni síðari. Sambandsherinn tilkynnti aö tólf króatískir þjóðvarðliðar að minnsta kosti hefðu fallið í sjö klukkustunda löngum bardögum við serbneskar sveitir í þorpinu Tenje á sunnudag og er þá vitað um fimmtán manns sem fórust í skærunum. Reuter Ríkisstjóm Líbanons: Leitar eftir stuðningi við að koma ísraelum úr landi Forsætisráðherra Líbanons, Omar Karami, sagði að ríkisstjórn landsins treysti á aðstoð erlendra landa viö að beita ísraela þrýstingi svo að þeir drægju sig út úr hinu svokallaða ör- yggissvæði sínu í suðurhluta lands- ins. Forseti landsins, Elias Hrawi, hefur beðið Bandaríkin sérstaklega að hjálpa til við að koma ísraelum úr landi. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Margaret Tutwiler, sagði í gær að velgengni sýrlensku ríkisstjórnarinnar við að ná fullu valdi á landinu væri hvatning. „Þetta eru ánægjulegar fréttir í þessum erf- iða áfanga." Tutwiler sagði að Bandaríkin vildu að allar hersveitir, sem ekki væru líbanskar, hyrfu frá Líbanon. „Við trúum því að öryggi fólksins í Suður-Líbanon og Norður- ísrael sé best borgið ef sterk stjóm kemst á í Beirút sem tekst að ná fullu valdi á öllu landinu. ísrael hefur lýst því yfir að þeir muni ekki yfirgefa svæðið fyrr en allir erlendir herir yfirgefa Líbanon. Sýrland, sem hefur aðstoöað lí- bönsku ríkisstjórnina við að ná friöi og yfirráðum í landinu, hefur um 40 þúsund hermenn í Líbanon. Áður hafði stjórn ísraels lýst því yfir að þeir myndu .yfirgefa öryggissvæðið um leið og ekki steðjaði lengur ógn frá skæruiiðum PLO. Líbanski her- inn náöi bækistöðvum skæruliðanna á sitt vald í átökum fyrir helgi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 153. tölublað (09.07.1991)
https://timarit.is/issue/193516

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

153. tölublað (09.07.1991)

Aðgerðir: