Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991. ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991. 17 fþróttir -höfum rétt við! Hverjir fá fæstu H spjöldin ? — eftir 8. umferð — Guðmundur Haraldsson, formaður knattspymudómarafélagsins: Meira stress hjá öllum en áður - dómarar hafa ákveðið að halda ró sinni og grípa ekki beint 1 spjöldin Umræðan um gulu og rauðu spjöld- in hefur sjaldan verið meiri en í ár þar sem fylgst hefur verið sérstak- lega með því hversu mörg spjöld hafa verið á lofti. Þaö hefur vakið athygh að gulu og rauðu spjöldunum fækkaði stórlega í 8. umferð 1. deild- ar ísiandsmótsins. DV ræddi við Guðmund Haraldsson, formann Knattspyrnudómarafélagsins, um hvort áherslubreytingar hefðu átt sér stað í dómgæslunni. • Egill Már Markússon og félagar hans i dómarastéttinni hafa verið mikið i umræöunni vegna spjalda- gleði. Nú ætla þeir aö halda ró sinni og vilja fá leikmennina með. Héldum fund með félögunum „Það voru vissar áherslubreytingar fyrir heimsmeistarakeppnina í fyrra. Línan var lögð þannig að dómarar ættu að vera nógu harðir og taka fast á brotum, annars yrðu þeir bara sendir heim. Það varð úr að reynd- ustu menn misstu tökin á leikjum og fóru að gefa spjöld í tíma og ótíma. Dómarar voru undir mikilli pressu og þaö sama virðist hafa gerst t.d. í Englandi í fyrravetur. Það kom ensk- ur dómari og hélt hér fund í vor. Hann sagði við okkur að við mynd- um án efa lenda í því sama og ensku dómararnir. Það var komið í óefni hjá þeim og þeir héldu fund um þetta og þeim tókst að laga hlutina. Við hjá KDSÍ boðuðum þjálfara, leik- menn og forráöamenn félaganna til fundar fyrir nokkru og ræddum máhn fram og tii baka. Þetta var líf- legur og skemmtilegur fundur þar sem leikménn og þjálfarar fengu aö tala um ýmislegt sem þeim fannst að á velhnum og við dómararnir fór- um sameiginlega yfir þetta sl. laugar- dag. Ýmsir góöir punktar komu fram og ákveðið var aö dómarar Héldu betur ró sinni og gripu ekki beint í spjaldið. Meira stress hjá öllumen áður „Þróunin virðist vera svipuð hjá okkur og t.d. Englendingunum í kjölfar HM-breytinganna. Þegar ný fyrirmynd kemur þá er viss spenna sem ríkir. Það eru ekki bara dómarar sem hafa verið undir pressu heldur líka leikmenn og þjálfarar og jafnvel áhorfendur. Þetta hangir allt saman og ef ójafnvægis gætir þá kemur það niður á öhu. Það kom fram hjá sum- um dómurunum að það sé meira stress á varamannabekkjunum en áður. Það er mikið í húfi hjá höunum og peningar í spUunum. Gott dæmi er atvik í Hafnarfirði á dögunum þegar FH-ingar mótmæltu marki og vildu fá dæmda rangstöðu. Forráöa- menn FH-liðsins létu skammir bitna á dómara og hnuvörðum og kenndu þeim um að hafa eyðilagt mikla vinnu og sumarið væri eyðilagt. Það er skUjanlegt að menn taki hlutunum alvarlega en það má ekki gleyma sér. Það eru rosalegir peningar í spil- inu og metnaðurinn sennilega meiri en áður. Þetta spilar allt inn í og áhorfendur líka. Þeir vilja fá að sjá spjöld og það er eins og það bjargi öUu ef gult spjald sést á lofti.“ Meiri barátta og harkan hefur aukist „Það er ljóst að harkan hefur aukist í boltanum. Á síðustu árum hefur þróunin verið sú að meiri barátta er í leikjunum og þar með kemur upp meiri harka. Það er engin ein skýring á því en þarna kemur aftur að metn- aðinum. Allt er lagt undir til að sigra og boltinn þar af leiðandi fastari. Við höfum tekið saman skýrslur um spjöld og fyrir hvaða brot þau eru gefin. Ég setti niður í dálka eftir eðli brota og hvort vissir dómarar gæfu alltaf fyrir sömu eða svipuð brot. Þar kemur fram svart á hvítu að grófum brotum hefur fjölgað mikið. Eftir 5 umferðir var búið að gefa 90 spjöld og þar af voru 60 fyrir grófan leik. Það ánægjulegasta í þessu er að spjöldum vegna kjaftbrúks hefur fækkað stórlega og í fyrstu 5 umferð- unum voru aðeins 6 spjöld gefin vegna kjafts við dómara. Þróunin hefur breyst því aö fyrir nokkrum árum var stór hluti spjaldanna fyrir kjaftbrúk. Ég er nokkuð bjartsýnn á fram- haldiö og sérstaklega eftir síðustu umferð þar sem bæöi dómarar virö- ast hafa haldið ró sinni og leikirnir líka verið prúðmannlega leiknir," sagði Guömundur Haraldsson. -RR Iþróttir Peletil íslands - kemur hingað 1 tilefni af átaki KSÍ og Visa Pele, brasilíski snillingurinn sem af mörgum er talinn besti knattspyrnumaður sem uppi hef- ur verið, kemur til íslands 12. ágúst og dvelur hér í þrjá daga. Koma Pele hefur legið í loftinu í nokkurn tíma en Knattspyrnu- samband íslands fékk í gærmorg- un staðfestingu á að hann kæmi frá Alþjóða knattspyrnusam- bandinu. Hann kemur hingað í tilefni af átaki KSÍ og Visa um háttvísi og prúðan leik. Pele er fimmtugur á þessu ári og sló eftirminnilega í gegn í heimsmeistarakeppninni í Sví- þjóð árið 1958, þá aðeins 17 ára gamall, en þá lék hann stórt hlut- verk í sigri Brasilíu. Hann varð einnig heimsmeistari með Brasil- íu árin 1962 og 1970 og skoraði á annað þúsund mörk á ferli sínum en lengst af lék hann með brasil- íska félaginu Santos. Ferlinum lauk hann hins vegar með New York Cosmos í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. -VS Bjarni sá prúðasti í 1. deildinni • Bjami Sigurðsson, markvörður Vals og landsliðsins, var i gær útnefndur prúðasti leikmaður 1. deildar karla í knattspyrnu í júnímánuði. Guðni Kjartansson, KR, var útnefndur prúðasti þjálfarinn og KR prúðasta liðið. í 1. deild kvenna var KR einnig útnefnt prúðasta liðið. í 2. deild karla var Karl Þórðarson, IA, kjörinn prúð- asti leikmaðurinn, Bjarni Jóhannsson, Grindavík prúðasti þjálfarinn og ÍA prúðasta liðið. KSÍ og Visa standa að þessari verðlaunaveitingu sem er tengd átakinu sem kallað er „háttvísi, höfum rétt við.“ Á myndinni eru verðlaunahafarnir frá vinstri: Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fulltrúi Grindvíkinga, Pétur Pétursson, Karl Þórðarson, Guðjón Þórðarson, Kristrún Heimisdóttir, Bjarni Sigurðsson, Guðni Kjartansson og lengst til hægri er Einar Einarsson, forstjóri VISA. DV-mynd S • Unglingarnir, sem tóku þátt í ferðinni til Svíþjóðar og Danmerkur, ásamt fararstjór- um. Efri röð frá vinstri: Stefán Þór Stefánsson þjálfari, Hjalti Sigurjónsson, Bragi Við- arsson, Þorsteinn Geir Jónsson, Óskar Finnbjörnsson, Jóhannes Már Marteinsson, Anton Sigurðsson og Jónas Jónasson. Neðri röð frá vinstri: Sonia Weerasinghe farar- stjóri, Hrund Finnbogadóttir, Hildur Ingvarsdóttir, Ásdis María Rúnarsdóttir, Kristín Ásta Alfreðsdóttir, Þorbjörg Jensdóttir og Friðrik Þór Friðriksson fararstjóri. Góður árangur hjá ÍR-unglingum - í frjálsum íþróttum 1 Svíþjóö Handboltamót unglinga á Italíu: 2. f lokkur Valsmanna hefurslegiðígegn Láð 2. flokks Vals 1 handknattleik karia hefur verið að slá rækllega 1 gegn undanfama daga á Ítalíu. Þar tekur liðið þátt í mjög sterku alþjóðlegu móti þar sem 390 liö, hvaðanæva að úr heiminum, keppa. Leikið er ó 36 völlum samtímis en um er að ræða stærsta unglingamótið í heiminum ár hvert. Valsmenn hafa leikið fjóra leiki ó mótinu og unnið þá alla með fádæma yfirburðum. i fyrsta leiknum sigraöi Valur félagsliö frá Danmörku, 23-2! Þá var leíkið gegn úrvali frá Ungverjalandi og lauk leíknum með sigri Vals, 20-4. í þriðja leiknum mætti 2. flokkur Vals úrvalsliði frá Austurríkí og enn sigraði Valur glæsilega, 17-6. í fjórða leiknum lék Vaiur gegn ítölsku félags- liði og sigraði, 17-3. Markatalan úr ieikjunum fjórum er vægast sagt óvenju- lega glæsileg eða 77-15 og er Valur kominn í undanúrslit á mótinu. -SK 16 liða úrslit Mj ólkurbikar sins 1 kvöld: Bikarmeistarar ValsmætaÍK - Fram - Víöir, FH - ÍBV og Leiftur - Þróttur I kvöld fara fram fjórir leikir af átta í 16 liða úrslitum Mjólkurbikar- keppninnar í knattspyrnu en hinir fjórir eru á dagskrá annað kvöld. • Bikarmeistarar Vals sækja heim 3. deildar lið ÍK og fer leikurinn fram á grasvellinum í Smárahvammi í Kópavogi. Ferill liðanna er ólíkur því Valsmenn eru handhafar bikarsins og hafa ekki tapað leik í keppninni í tvö ár en ÍK er nú í fyrsta skipti kom- ið í 16 liða úrslit. • íslandsmeistarar Fram fá Víði úr Garði í heimsókn á Laugardals- völlinn. Framarar eru nú á toppi 1. deildar eftir fimm sigurleiki í röö en Víðismenn hafa enn ekki unnið leik Unglingar úr frj álsíþróttadeild ÍR eru nýkomnir heim úr keppnisferö frá Dan- mörku og Svíþjóð. DV greindi frá árangri unglinganna á fyrsta mótinu þeirra í Herlev í Danmörku en í kjölfarið fylgdu mót í Österbro og Lundi. Á mótinu í Österbro urðu helstu úrslit þau aö Hildur Ingvarsdóttir sigraði í lang- stökki, stökk 4,68 metra. Þorbjörg Jens- dóttir varð önnur í 800 metra hlaupi á 2:20,77 mínútum og Óskar Finnbjörnsson varð annar í langstökki, stökk 6,64 metra. Unglingarnir tóku síðan þátt í suður- sænsku ungdómsleikunum í Lundi. í fjór- um greinum hrepptu ÍR-ingar fjögur gull- verðlaun. í flokki 16 ára sigraði Hildur Ingvarsdóttir í 100 metra grindahlaupi á 16,4 sekúndum, í 300 metra grindahlaupi á 48,84 sekúndum og loks í langstökki, stökk 5,06 metra. Þorbjörg Jensdóttir sigr- aði i 3000 metra hlaupi á 10:48,4 mínútum. -JKS Enn sigur hjá Svölu Faxaílóakeppnin í siglingum fór fram um síðustu helgi. Keppnin hófst á föstudag klukkan fjögur og henni lauk ekki fyrr en klukkan 9 á laugar- dagskvöld er síðasti bátur kom í mark, 12 klukkustundum á eftir fyrsta báti. Svalan frá siglingafélaginu Ými sigraði í keppninni en Flóin frá Brok- ey varð í öðru sæti. Þriðja sætið hreppti Urta frá Brokey. Flotinn fékk léttan vind aöfaranótt laugardags en að öðru leyti gekk keppnin vel fyrir sig. • Keppnin um Ólafsvíkurbikarinn féll því miður niður að þessu sinni. Um var að kenna skorti á vindi og skyggni var fremur lítið. -SK Sterkt lið sem mætir Tyrkju - í vináttulandsleik í knattspyrnu í næstu viku Flest bendir til þess að Bo Johans- Guðna Bergsson, Slgurð Grétarsson, eftír bikarleikina nú í viki mni. En ég son, landsliðsþjálfari íslands í knatt- Eyjólf Sverrisson og Ólaf Þórðarson. hef mikinn áhuga á Ríkhan 5i Daðasyni spyrnu, geti stillt upp sterku liði gegn Hins vegar hefur Gunnar Gíslason úr Fram og jafnvel Steinar i Guögeirs- Tyrkjum í næstu viku en miðvikudag- boðaö forföU,“ sagði Johansson í sam- syni, félaga hans, Uka. Þá ei m reyndari inn 17. júlí mætast þjóöimar í vináttu- landsleik á Laugardalsvelhnum. „Ég á von á því að fá fimm leikmenn erlendis frá, þá Amór Guðjohnsen, tali við DV í gær. menn líka inni í myndinr „Ég hef lika hug á því að prófa yngri Ragnar Margeirsson sem leikmennoghefekkigertupp hugminn að ná sér á strik á ný eftir alveg um hverjir það verða. Það skýrist vor,“ sagði Bo Johansson. á, svo sem íefur veriö meiðslin í -VS KR vann „Pollamótið“ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: KR, með ýmsar gamlar kempur innanborðs, sigraði í „Pollamóti" Þórs og Sjallans en mótið var hald- ið í 3. skipti á Akureyri um helgina. Þar mættu 27 lið frá 24 félögum til leiks og þeir sem þau skipuðu fóru á kostum í bliðviðri. KR-ing- arnir, sem mættu með gamlar landsliðskempur og höfðu Ellert Schram fyrrum landsliðsfyrirliða sem „brimbrjót" í vörninni, reynd- ust ofjarlar andstæðinga sinna og þeir unnu KA, 2-0, í úrslitaleik með mörkum Elíasar Guðmundssonar og Jósteins Einarssonar. ÍR og Þór, Akureyri, léku um 3. sætið og hrósuðu ÍR-ingar sigri eft- ir mikinn „darraðardans" sem end- aði í vítaspyrnukeppni. ÍR-ingarnir voru öryggið uppmálað þegar að henni kom en athygli vakti spyrna Benedikts Guðmundssonar Þórs- ara. Eftir spyrnu hans hafnaði bolt- inn um 3 km norðan vallarins, fest- ist á toppgrind bifreiðar sem var ekiö þar um og héldu menn aö „Baddi“ væri að fara til Belgíu þeg- ar hann mátti tölta á eftir boltan- um. Mótið var stórkostleg skemmtun fyrir alla sem þar komu nærri en því lauk með „gleðskap" í Sjallan- um á laugardagskvöld. Þar var Davíð Kristjánsson, ÍA, útnefndur besti markvörðurinn, Haraldur Haraldsson, KR, besti varnarmað- urinn og Elías Guömundsson, KR, besti sóknarmaðurinn. Markakóngarnir uröu hins vegar tveir, Páll Rafnsson, ÍR, og Þor- steinn Sigurðsson, Val, með 8 mörk hvor. Til að skera úr um það hvor- um bæri titillinn voru þeir settir í keppni um að „hald’onum á lofti“ og Páli tókst það þrívegis!!! • Liðsmenn BVV (Bjartar Vonir Vakna) úr Mývatnssveit settu skemmtilegan svip á mótið að vanda. Nú hit- uöu þeir upp með þvi að syngja ættjarðarljóð undir hljóðfæraslætti og afhentu mótherjum sínum reyktan Mývatnssilung fyrir leikil DV-mynd gk og eru langneðstir í 1. deild. • FH og IBV mætast á Kaplakrika- velli í Hafnarfirði og það gæti oröið mesti spennuleikurinn. Fimm stig skilja liðin að í 1. deild og þau skildu jöfn á sama stað í deildinni fyrir fáum vikum. • Loks eigast við 3. deildar liðin Leiftur og Þróttur frá Neskaupstað á Ólafsfirði. Leiftur er á toppi 3. deildar en Þróttarar hins vegar næstneðstir. Þar er mikið í húfi því það er sjald- gæft að 3. deildar lið fái færi á að komast í 8 liða úrslit keppninnar. Allir leikirnir í kvöld hefjast klukk- an 20. ' -VS Sport- stúfar Chelsea hefur gengið írá kaupum á enska B-landsliðsmanninum Paul Elliott sem leikiö hefur meö Celtic i Skotlandi. Elli- ot er annar leikmaðurinn sem forráðamenn Chelsea leita til Skotlands en fyrir nokkru keyptu þeir Tommy Boyd frá Motherw- ell. Elliot er miðvallarleikmaður og kaupverðið á honum var 1,4 milijónir punda. Augenthaler hefur lagt skóna á hilluna Þýski knattspymumaðurinn Klaus Augenthaler hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna frægu, 33 ára gamall. Augenthal- er varö heimsmeistari með Þjóð- verjum á ítalíu í fyrra og hefur undanfarin 15 ár leikið með Bay- em Munchen. Hann átti við þrá- lát meiðsli að stríða á nýliðnu keppnistímabih en hann vann sex meistaratitla með Bæjurum, meira en nokkur annar þýskur leikmaður hefiir gert. Leiörétting í blaðinu í gær var rangt farið með föðurnafn eins þátttakand- ans á aldursflokkasundmótinu i Hafnarfirði. Hann var sagður Tómas Guðmundsson en hann er Sturlaugsson og er hér með beð- ist velvirðingar á þessu. ísiandsmet hjá Tryggva Um nýiiðna helgi tók Tryggvi Sig- mannsson þátt á alþjóölegu skot- móti í Finnlandi og keppti i loft- skammbyssukeppni. Tryggvi sló nýtt íslandsmet og fékk 575 stig. Hér er um glæsilegan árangur að ræða því að Tryggvi náði að bæta eigið íslandsmet, sem sett var í janúar á þessu- ári. um 9 stig. Þetta er einn besti árangur sem íslenskur skammbyssumaður hefur náð. • Við sögðum frá því í gær að Einar Páll Garðarsson heföi sigr- að á íslandsmótinu í haglabyssu- skotfimi og sett þar með nýtt ís- landsmet í öðru sæti varð Jó- hannes Jensson og í þriðja sæti Sigurður Gunnarsson. Liða- keppni lauk með sigri A-liðs Skot- félags Reykjavíkur sem hlaut 394 stig en í sveitinni voru Einar Páll Garðarsson, Jóhannes Jensson og Björn Halldórsson. A-liö Skot- félags Suðurlands varö í öðru sæti með 380 stig og í þriðja sæti varð B-sveit Skotfélags Reykja- vikur. Haraldurog Marianna unnu ..."T\ Haraidur Már Stefáns- son sigraði i meistara- ^ flokki karla á meist- 1 aramóti Golklúbbs Borgamess um nýliðna helgi. Hann lék á 312 höggum og í öðru sæti varð Viðar Héðinsson á 322 höggum. í kvennaflokki sigraði Marianna Sigurðardóttir á 192 höggum, í öðru sæti varð Sigríður Guðmundsdóttír á 218 höggum og í þriðja sæti varð Þuríður Jó- hannsdóttir á 234 höggum. Helgi í Víking Helgi Bragason, hornamaöur úr bikarmeistarahði ÍBV í hand- knattleik, mun væntanlega leika með Víkingum næsta vetur. Hann stundar nám í Reykjavík í vetur og sagði í spjalli við DV að valiö hefði staðiö á milli Stjöm- unnar og Víkings en nær öruggt væri að hann færi í Víking. -VS/GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.