Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991. 3 Fréttir Heimsmarkaðsverðið á áli nú lægra en um langt árabil: Langtímaverð talið nægja Landsvirkjun - segir Garðar Ingvarsson hjá markaðsskrifstofu Landsvirkjunar og iðnaðarráðuneytis „Því er almennt spáö aö langtíma- verð á áli verði um tvö þúsund doll- arar tonniö. Það verö nægir Lands- virkjun fylllilega til aö hafa upp í kostnaðinn við orkuframkvæmdirn- ar. Orkuverðið til Atlantsáls verður ákveðið hlutfall af álverðinu, þó með ákveðnu hámarki og lágmarki. Hversu mikið Landsvirkjun ná- kvæmlega þarf til að hafa upp í kostnaðinn vil ég þó ekki gefa upp því slíkar upplýsingar myndu tor- velda okkur mjög samningana við Atlantsál," segir Garðar Ingvarsson, framkvæmdastjóri markaðsskrif- stofu iðnaöarráðuneytisins og Landsvirkjunar. Álverð er nú lægra en það hefur verið um langt árabil og er tonniö einungis selt á um 1320 dollara. í kjölfar þessa hafa stjórnendur fjölda álverksmiðja ákveðið að loka verk- smiðjum sínum. Á íslandi er hins vegar unnið að samningum við ijög- ur erlend stórfyrirtæki um nýtt álver að Keilisnesi. Að sögn Garðars er ljóst að miðað við núverandi heimsmarkaðsverð á áli myndi Landsvirkjun stórtapa á raforkusölu til Atlantsáls. Hann seg- ir hins vegar að allt bendi til þess að verðið muni hækka verulega á næst- unni og aö það verði orðið meir en viðunandi þegar áætlað sé að verk- smiðjan að Keilisnesi taki til starfa í ársbyrjun 1995. „í gegnum tíðina hefur verð á áli sveiflast gífuriega. Á síðasta áratug fór tonnið af áli upp í tæplega 4000 dollara tonnið, reyndar í mjög stutt- an tíma, og fyrir tveimur árum fór álverðið yfir 2000 dollara tonnið. Hið lága verð núna hefur varað lengur en búist var við en á því eru margar skýringar. Ég er bjartsýnn á að ál- verð muni hækka mjög á næstu árum þannig að ég óttast ekki tap í álframleiðslunni hér á landi. Það eru öll líkindi til þess að hegðun álverðs verði svipuð og í fortíðinni.“ Meðal þeirra skýringa, sem Garðar nefnir á lágu álverði núna, er hversu langvarandi efnahagskreppan í Bandaríkjunum hefur veriö. Búist hafí verið við að Bandaríkjamenn myndu rétta úr kútnum um miðbik þessa árs en nú sé ljóst að einhver bið verði á því. Einnig segir hann Sovétmenn hafa dembt miklu af umframbirgðum sínum af áli inn á uppboðsmarkaði í þeim tilgangi að ná sér í gjaldeyri. Þetta hafi haft gif- urleg áhrif á heimsmarkaðsverðið því enda þótt tiltölulega lítill hluti heimsframleiðslunnar fari á slíka markaði ákvarðist verðið á áli að verulegu leyti þar. Að sögn Garðars eru ýmis teikn á lofti um að álverð muni hækka veru- lega á næstu árum. Um þessar mund- ir sé verið að loka mörgum stórum verksmiðjum og það á sama tíma og útiit sé fyrir stóraukna eftirspurn. Sem dæmi um vaxandi eftirspurn segir hann að í bandarískum bílaiðn- aði sé nú einungis notuð um 900 þús- und tonn af áli en því sé nú spáð af álsérfræðingum að á næstu 10 árum aukist þessi notkun upp í níu milljón tonn. Þess má geta að um þessar mundir er heimsframleiðslan á áli Á grafinu má sjá þróun álverðs í doliurum á verðlagi hvers árs frá árinu um 16 milljón tonn á ári. 1970. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun hefur meðaltalsverð á áli -kaa siðastliðin 20 ár, að teknu tilliti til verðlags og gengis núna, verið um 2000 dollarar. Þvi er spáð að í framtiðinni verði álverðið svipað. HvalQ arðargöngin munu valda mikilli verömætaaukningu fasteigna á Akranesi: Milljarður til íbúðareigenda Sigurður Sverrisscm, DV, Akranesi: Verðmæti fasteigna á Akranesi myndi aukast um 1,3 milljarða króna yrði vegtenging yíir Hvalfjörð að veruleika. Þar af ykist verðmæti íbúðarhúsnæðis um milljarð. Þetta kemur fram í tímaritinu Verktækni, málgagni Verk- og tæknifræðingafé- lags- íslands, sem nýkomið er út. Tímaritið er nær eingöngu helgað fyrirhugaöri vegtengingu yfir Hval- íjörð. Fram kemur í tímaritinu að fast- eignaverð á Akranesi hafi verið lágt undanfarin ár. Frá árinu 1983 hafi söluverð íbúðarhúsnæðis verið 60% af verði hliðstæðra eigna á höfuð- borgarsvæðinu. Sömu sögu sé að segja af atvinnuhúsnæöi, þar sem verð sé jafnvel enn lægra, allt niður í 50% af höfuðborgarverði. Einnig segir að vérð fasteigna á Akranesi fyrir áratug hafi verið um 70% af því sem tíðkaðist á höfuðborg- arsvæðinu. Slæmt atvinnuástand mörg undanfarin ár hafi hins vegar haft sitt að segja við verðfall á eign- um. Með vegtengingu yfir Hvalfiörð megi ekki aðeins búast við bættu at- vinnuástandi heldur einnig hækkun á fasteignaverði, um 10-20%, sem koma muni fram á 3-6 ára tímabili. □AIHATSU JEPPI DAIHATSU FEROZA heldur enn áfram að fríkka bæði innan sem utan. Það er því ekki að undra þó hún hafi slegið svo rækilega í gegn, því að um leið og hún er áberandi falleg í útliti er hún á frábæru verði. Er hægt að hugsa sér betri kost fyrir sumarbústaðaeigendur, skíðafólk, útivistarfólk eða bara fólk sem vill fallegan og lipran bíl sem er hagkvæmur í rekstri. FEROZA KOSTAR FRÁ KR. 1,098,000 stgr. á götuna. ’SmAka' A k AÐ 100.000 KMj FAXAFENI 8 • SIMI 91 - 68 58 70

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 153. tölublað (09.07.1991)
https://timarit.is/issue/193516

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

153. tölublað (09.07.1991)

Aðgerðir: