Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991. 25 pv________________________________Merming Einföld ljóð Antons Helga Anton Helgi Jonsson. Bókmenntir Örn Ólafsson máttlaust, hefur engar sérstakar afleiöingar. Sama gildir um vísanir í kunn bókmenntaverk eftir Hallgrím Pétursson, Halldór Laxness og JónHelgason, m.a. Slík- ar vísanir eru venjulega til að skapa eitthvaö nýtt, sýna umrætt bókmenntaverk andspænis breyttum tíma. En hverju er lesandinn nær eftir þessa upprifjun á sundurlausum orðum úr upphafi Bréfs til Láru? Bréf til Láru blóðmörskeppur ritlist ég forklárast titrandi innblæstri lyftingu Ijómar átölur raust umtumunar blásteinslegi réttlætisins ég frammi til illa lambsins loks ánægt ræður umbótamannsins blessun ríö ég fyrir tvíhendi innanmeini leiðinlegur leiðslu á rómantískri undir Þetta er fjórða bók höfundar, áður birtust ljóðabæk- urnar Undir regnboga 1974 og Dropi úr síðustu skúr 1979, auk skáldsögunnar Vinur vors og blóma 1982. Og þegar ég nú endurles Dropann þykir mér hann ólíkt betri bók en þessi, kannski einkum vegna þess að þar er auðséð heildarskipulag og tilgangur sem ein- stök ljóð eru undirskipuð. Ég er ekki að tala um lífs- skoðun eða viðhorf, heldur skáldskaparaðferð. Anton Helgl Jónsson: Ljóðaþýðlngar úr belgísku Mál og menning, Rvík 1991. rætt um hve erfitt sé að yrkja og elska. Nokkuð er um grafísk ljóð þar sem niðurskipan orða á prentflötinn á að vera virkur þáttur í því. Mér sýnist þetta þó Laugarásbíó - Einmana í Ameríku ★★ !4 Arun stekkur í pottinn Einmana í Ameríku er lítil og skemmtileg mynd um raunir Indverjans Arun sem kemur til Ameríku með drauma í farteskinu. Hann byijar að vinna í blaðasölu frænda síns sem hefur vegnað vel í nýja fóðurlandinu og vill að Arun aðlagi sig samfélagi Indveija í New York. Arun líst betur á ameríska lifnaðarhætti (og konur) og fer frá frænda sínum til tölvufyrirtækis, fær inni í íbúð (sem er í raun ástarhreiður) hjá samstarfsfé- laga sínum og kynnist Faye. Fljótt fer þó að halla undan fæti hjá honum og brátt virðist hann þurfa að gefast upp og leita á náðir frænda á ný. Myndin er greinilega ódýr að allri gerð, en það sem á vantar í tæknilegri færni er bætt upp af vel skrifuöu handriti og góðum leik hjá óþekktum leikurum. Sagan er hugarfóstur leikarans og kvikmyndagerðarmanns- ins Tirok Malik og lýsir ekki ósvipuðum aðstæðum og hann lent í þegar hann kom til Ameríku frá Ind- landi á áttunda áratugnum í leit aö vinnu sem leik- ari. Hann gefur vestrænum áhorfendum forvitnilega innsýn í annan menningarheim, án þess að vera að byggja söguna upp sem einhveija fræðslumynd. Grát- brosleg raunasaga Arun er hjartnæm og Ranjit Chowdry leikur hann á mjög sannfærandi hátt. Hann lætur ekki bugast og leit hans að sjálfstæði er nokkuð sem allir geta skilið. Aðrar persónur eru vel skapaöar og leiknar og auka á veruleika sögunnar, sérstaklega Faye, raunveruleg kvenpersóna, nokkuð sem er ekki algengt í bíó í dag. Leikstjórinn Brown, hefur khppt myndir og auglýs- ingar fyrir Spike Lee og indversku myndina Salaam Bombay! Hann gerir mikið úr litlu en stundum nær fátæktin yfirhöndinni og sum atriði eru illa tekin og hljóðsett. Þetta er þó bara lítill ljóður á mynd sem Það er margt sem kemur Arun (Ranjit Chowdei) á óvart í Ameríku. Kvikmyndir Gísli Einarsson ætti að falla þeim vel í geð sem vilja sjá eitthvað vit- rænt í bíó. Lonely in Amerlca (band-1990), 96 min. Saga: Tlrlok Malik. Handrlt: Satyajit Joy Palit, Barry Alexander Brown. Leikstjóri: Barry Alexander Brown. Lelkarar: Ranjit Chowdrl, Tlrlok Mallk, Adelalde Miller, Ro- bert Kessler, David Toney. Þetta er allstór ljóðabók, yfir 90 þéttprentaðar síður. Hvorki er blaðsíðutal né efnisyfirlit og kann það að vera skýringin á því að sama ljóðið kemúr fyrir tvisv- ar; „Erfisdrykkja". Ekki get ég séð aö ljóðabókin sé svo uppbyggð heild að þetta ljóð þurfi að vera tvíveg- is. Það er reyndar ágætlega samþjappað, tilfmningar mælanda gagnvart landinu birtast í því að persónu- gera það sem gamla konu er óvænt birtist í eigin erfis- drykkju: Erfisdrykkja Gengur hún þá ekki tinandi milh borða og heilsar slektinu: Mamma gamla ísland sem börnin hugðust syrgja. Titill bókarinnar, Ljóðaþýðingar úr belgísku, er mótsagnakenndur þvi belgíska er engin til. Af sama tagi er kápumyndin af Mae West umkringdri gerðar- legum karlmönnum sem hafa verið færðir í bleiur. Og titlar ljóðanna eru yfirleitt í mótsögn við ljóðin, eða a.m.k. alveg út í hött: „Fyrsti þáttur. Lögreglumað- ur kannar ökuskírteini", löngu síðar kemur aftur: „Fyrsti þáttur. Tollari leitar merkingar", ennfremur eru titlar eins og: „fjórða grafhýsi leníns: vígsluljóð". Af sama tagi eru framandleg atriði svo sem neðanmáls- grein: „Ljóðið er hér prentað eins og skáldið skildi síðast við það“ og að æviágrip höfundar birtist aftar- lega í bókinni, innan um ljóðin. En þessi atriði eru hið skáldlegasta við bókina. Við skulum hta á htið ljóð sem mér sýnist dæmigert: Lýriskir dagar Svarthvítir dönsuðu Quinn og Bates á dúknum í Nýja Bíói en hér í seiðandi flæðarmáli velkjast upplitaðir brúsar undan sápulegi. Nú veit ég ekki hverjir þeir Quinn og Bates eru en ég efast um að sú vitneskja gerði það eitthvað merki- legra að þeim skuli hkt viö plastbrúsa í flæðarmáli. Hér er einfaldlega of lítið um aö vera og það sýnist mér því miður meginreglan í þessari bók. Annað dæmi er ljóð þar sem fléttast saman kynlífstal og tal um úr, en tengslin liggja í tvíræðni orðanna „komdu úr“, „trekkja" og því að vísarnir sýna stehingu læra þeirr- ar sem til er talað: úrmangari kondu úr kondu elsku úrið mitt hreyfðu sundur vísana kondu úr leyfðu mér að trekkja þig það trekkir svo að trekkja kondu úr kondu elsku úrið mitt vertu tíu í tvö vertu kortér í þijú Hér hefi ég reynt aö taka dæmi af skásta taginu. Þessi bók er því heldur daufleg lesning þar er mikið Sviðsljós Þessir þrír rannsóknarlögreglumenn skipuðu þriggja manna sveit frá golt- klúbbi þeirra. Talið frá vinstri: Arnar Guðmundsson, Helgi Danielsson og Sigurður Benjaminsson. Rannsóknar- lögreglumenn bjóða til golfmóts Mikill áhugi á golfiþróttinni er meðal rannsóknarlögreglumanna og er starfræktur sérstakur golfklúbbur innan stofnunarinnar og gangast rannsóknarlögreglumenn fyrir nokkrum golfkeppnum árlega. Fyrir stuttu varð golfklúbbur þeirra tíu ára og var haldið veglegt afmælismót og boðið til þess sveitum frá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum þar sem golfáhugi er mikill. Var keppnin haldin á Strandavelli á Hehu í blíð- skaparveðri. Sigurvegarar í sveita- keppni varð sveit þeirra Hellumanna en mjótt var á mununum mihi nokk- urra sveita. Ljósmyndari DV var á staðnum og tók meðfylgjandi mynd- ir. Helgi Danielsson púttar af miklu ör- yggi og boltinn rataði beint i holuna. DV-myndir S Sjónvarpið sendi sveit sem vann til verðlauna. Ekki vitum við nafnið á litlu stúlkunni en aðrir á myndinni eru Ingvar Sigurbjörnsson, Gísli Arnar Gunn- arsson og Rúnar Gunnarsson. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! «e-~

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 153. tölublað (09.07.1991)
https://timarit.is/issue/193516

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

153. tölublað (09.07.1991)

Aðgerðir: