Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991. 13 Magnús Kjartansson fertugur Magnús J. Kjartansson hljómlist- armaöur varö fertugur þann 6. júlí sl. Af því tilefni hélt hann vinum og vandamönnum veglega veislu i veit- ingastaðnum Firöinum við Strand- götu í Hafnarfirði. Fjöldi manns kom til að fagna þessum áfanga með Magga Kjartans og fjölskyldu hans og voru fluttar fjölmargar ræöur og heillaóskir honum til heiðurs. Þórhallur Sigurðsson sem er betur þekktur undir nafninu Laddi kom og færði afmælisbarninu forláta staf sem hann sagði að Maggi ætti að nota þegar ellikerling færi að gera vart við sig. Þar sem nota á þennan merkilega staf á efri árum þegar hann er farinn að reskjast og missa bæði sjón og heyrn var fest á hann bæði ljós og bjalla svo hann færi sér síður að voða er hann hætti sér utan dyra. Bróðir Magnúsar, Kjartan Már, sem er skólastjóri Tónlistarskóla Keflavíkur, spilaði ásamt nokkrum félögum sínum nokkur lög afmælis- barninu og gestum þess til mikillar ánægju. Magnús og móðir hans, Gauja Guðrún Magnúsdóttir, voru i raun að halda upp á sameiginlegt hundrað ára afmæli, því hún verður sextug 12. júli nk. Valgeir Guðjónsson, Pétur Kristjánsson og Björn Emilsson skemmtu sér vel í afmælinu eins og aðrir gestir. Margir góðir Hafnfirðingar komu til að gleðjast með afmælisbarninu og hér má sjá Matthias Á Mathiesen fyrrv. ráðherra og konu hans Sigrúnu Þorg- ilsdóttur ásamt Magnúsi og Sigríði. Sviösljós Afmælisbarnið i faðmi fjölskyldunnar. Frá vinstri Maggi Kj., kona hans, Sigriður Kolbrún Oddsdóttir, Davið Vignir og Margrét Gauja. Fyrir framan þau stendur yngsti meðlimur fjölskyldunnar, Oddur Snær. Dyggurblaðasali Auðunn Gestsson er einn af dyggustu sölumönnum DV. Hann hefur selt blaðið í yfir tuttugu og þrjú ár og lætur ekki nokkurn bilbug á sér finna. DV-mynd S Finn Madsen, forstjóri Combi Camp International í Danmörku, afhendir hér Sigfúsi Sverrissyni, forstjóra Combi Camp á íslandi sem heldur á Sverri Sigfússyni í fanginu, afmælisgjöf fyrir hönd Combi Camp International. Lengst til vinstri stendur Bogi Baldursson sölustjóri. Afmælis- * hátíð Combi Camp Nú í sumar eru tuttugu ár liöin frá því að innflutningur á Combi Camp tjaldvögnum hófst hingaö til lands. Eigendur fyrirtækisins Títan hf. buöu af því tilefni öllum eigendum Combi Camp tjaldvagna og fjölskyld- um þeirra tÚ afmælishátíðar í Galta- lækjarskógi. Boðið var upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá sem hófst eftir hádegi á laugardag með íjölskyldu- leikjum. Farið var í markspyrnu, reiptog og íjársjóösleit og fengu allir sigurvegarar verðlaun. Eftir leikina voru gróðursettar tvö þúsund trjá- plöntur sem Títan hf. gaf Galtalækj- arskógi í tilefni afmælisins. Þegar komið var úr gróðursetningunni var öllum boðið i grillveislu í gríðarlega stóru tjaldi. Þegar allir voru orönir vel mettir var haldið að Rangá þar sem búið var að hlaða bálköst og var sungið og dansað í kringum eldinn. Við varðeldinn fór einnig fram verð- launaafhending í ljósmyndasam- keppni Combi Camp sem haldin var í vor. Á sunnudeginum var farið í gönguferðir en hátíðinni var slitið klukkan 14 með ávarpi Finn Madsen, forstjóra Combi Camp International í Danmörku. Á afmælishátiðina mættu yfir eitt þúsund manns með hundrað og átta- tíu tjaldvagna og mun þetta vera fjöl- mennasta samkoma Combi Camp eigenda sem efnt hefur verið til í heiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.