Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991.
31
dv________________________________________________________ Veiðivon
Með brotna stöng í Norðurá í Borgarflrði:
Feiknabarátta
við 12 punda lax
„Baráttan viðlaxinn var feiknaleg
og þetta stóð yfir í 17 mínútur," sagði
Vigfús Guðmundsson, lyfsali á Húsa-
vík, í samtali við DV en þá var hann
staddur í Kerlingarfjöllum á skíðum
í 20 stiga hita. En fyrir fáum dögum
lenti Vigfús í skemmtilegri baráttu
við 12 punda lax í Norðurá og stöng-
in brotnaði.
„Það getur verið erfitt að draga lax
á brotna stöng en þetta hafðist og
laxinn var 12 pund. Laxinn tók rauða
franses. Tveimur dögum áður setti
ég í rígvænan fisk á brotinu fyrir
ofan Almenninginn en hann sleit sig
af eftir stutta baráttu. Við veiddum
fjóra laxa í Norðurá og í Laxá í Leir-
ársveit nokkrum dögum áður veidd-
um við fjóra laxa,“ sagði Vigfús enn-
fremur. -G.Bender
Völvuspá Veiðimannsins:
Spáir Laxá í Kjós
efsta sætinu
í nýjasta tölublaði Veiðimannsins
sem kom út í gær er asni merkileg
völvuspá fyrir sumarið og reyndar
tölvuspá líka. Við skulum aðeins
kíkja á völvuspána.
Völvan spáir Laxá í Kjós efsta sæt-
inu en gerir þann fyrirvara að stór-
sleppingin heppnist, í Laxá í Kjós
veiðast 2300 laxar. Næst kemur
Þverá í Borgarfirði með 2000 til 2200
laxa. í þriðja sæti er Grímsá í Borgar-
firði með 1800 til 2000 laxa. Norðurá
í Borgarfiröi kemur næst með 1600
tfi 1800 laxa. Rétt þar fyrir neðan
koma Laxá í Aðaldal, Laxá í Dölum,
Langá Laxá í Leirársveit og Elliða-
árnar. Völvan spáir Rangánum 650
til7501öxum. -G.Bender
Áinfullaflaxien
hann tekur illa
Völvan spáir Norðurá i Borgarfirði
1600 til 1800 löxum en á myndinni
eru Edvarð Ólafsson með tvo laxa,
10 og 7 pund, úr ánni á fiugu fyrir
skömmu. DV-mynd FF
Vigfús Guðmundsson með 12 punda laxinn og afganginn af flugustönginni
sinni við veiðihúsið við Norðurá. DV-mynd Sigmar
„Allt airnað að veiða
í Blöndu núna"
- segir Ámi Baldursson á bökkum Laxár í Kjós
„Það er komið mikið af laxi í Laxá
en þeir taka mjög illa fluguna, sama
hvað reynt er og hvaða fluga er próf-
uð,“ sagöi Árni Baldursson á bökk-
um Laxár í Kjós í gærdag.
„Útlendingarnir, sem eru við veið-
ar hérna hjá okkur, eru orðnir grá-
hærðir vegna þess hve fiskurinn tek-
ur illa. Áin er 18 stiga heit svo það
er kannski ekki von á góðu. Það eru
komnir 277 laxar á land og það er
maðkaholl að byrja hjá okkur á
morgun. Ég spái því að þeir veiði
150-200 laxa þessir kappar í þessu
holli. Ég var fyrir fáum dögum í Laxá
á Ásum með Þorsteini Pálsssyni sjáv-
arútvegsráðherra og ameríska sendi-
herranum. Þeir fengu engan lax en
settu í fimm laxa en misstu þá alla.
Þeir veiddu hara á fluguna," sagöi
Ámi í lokin en hann var á leið í Laxá
áÁsumtilveiða. -G.Bender
„Það er allt annað aö veiða í
Blöndu eftir að áin varð tærari og
fiskurinn tekur agnið hjá rnanni,"
segir Ólafur ísleifsson en hann hefur
veitt í Blöndu mörgum sinnum síð-
ustu árin og oft „veitt“ vel.
Ólafur og félagar voru þarna fyrir
fáum dögum og náðu einum 18 punda
laxi.
„En þó þetta hafi breyst með tök-
una hjá fiskinum hafa sumir veiði-
menn við Blöndu ekkert breyst. Mað-
ur fær ekki að vera í friöi með aö
renna maðkinum og kasta flugunni.
Margir henda spúnunum bara yfir
hjá manni og allt situr fast. Aðstaðan
þama við ána er alls ekki nógu góö
og sumstaðar hættuleg. Bændur hafa
lofað að laga þetta en það gerist bara
ekki neitt ár eftir ár. Ég er ekkert
að leyna því en mér finnst gaman að
húkka og margir mætir veiðimenn
hafa kolfallið fyrir þessu,“ sagði Ól-
afur ennfremur. -G.Bender
Fjölmiðlar
Höf um við gengið til góðs?
í blaðagrein Þorvalds Gylfasonar
hagfræöiprófessors um „Veldi
stjómmálaflokkanna", sem birtist í
Morgunblaðinu sl. laugardag og
sem ég vék aö í þessum pistli í gær,
segir Þorvaldur tvær sögur sem eiga
að vera til marks um ítök stjórn-
málamanna og stjórnmálaflokka i
íslenskum fjölmiðlum.
Gallinn við báðar sögumar er þó
óneitanlega sá að þær era nokkurra
ára gamlar og taka aö þ ví leyti lítið
sem ekkert tillit til þeirra róttæku
breytinga sem orðið hafa á íjölmiðl-
um hér á landi með stofhun DB á
sínum tíma, með töluvert breyttri
ritstjómarstefnu Morgunblaðsins á
sl. fimmtán árum eða svo, með
fiölda nýrra og töluvert útbreiddra
tímarita og frjálsum útvarpsstöðv-
um.
Auðvitaö hafa íslenskir stjóm-
málamenn ítök á fiölmiðlum enda
em samskipti stjómmálamanna við
fiölmiðla oft á tíöum lykilatriði í
velgengni þeirra. En enginn skyldi
reyna að halda því fram að íslenskir
fiölmiðlar væra enn sama vopnið
og þeir voru í höndum hinna hefð-
bundnu fiórflokka í lok viöréisnar-
árannagömlu.
Við höfum ekki í einu og öllu geng-
ið til góðs þegar hugað er aö þróun
íslenskra fiölmiðla sl. tuttugu ár en
í grundvaUaratriðum hefur þróunin
endurspeglað dvinandi áhrif hinna
hefðbundnu sfiómmálaflokka á
þegnana og þaö er mikilsvert.
Þá er það auðvitaö enginn algildur
mælikvarði á ítök sfiórnmálamanna
hversu mikið er fiallað um íslensk
stjórnmál í sjónvarpi, útvarpi og í
blöðura, eins og Þorvaldur lætur þó
í veðri vaka. Hér er það ekki magn-
ið eitt sem gildir enda engan veginn
sjálfgefið að stöðugar fréttir af ís-
lenskum stjórnmálum hljóti alltaf
aö þjóna persónulegum hagsmun-
um stjómmálamannsins. Þvertá
móti ætti vandaður fréttafiutningur
af íslenskum stjórnmálum að bæta
stjórnmálin og þá sem um þau fialla.
En „vandaður" fréttaflutningur -
þaðerjúverkurinn!
Kjartan Gunnar Kjartansson
Veður
Austan- og suðaustangola eða kaldi og víða þoku-
loft eða súld við suðaustur- og austurströndina en
annars staðar skýjað en að mestu úrkomulaust í dag
en í nótt gengur til sunnan- og suðaustanáttar með
lítils háttar rigningu austan til á landinu en annars
staðar skýjað en úrkomulaust. Hiti frá 7 til 16 stig
við strönd landsins en allt að 24 stig inn til lands-
ins.
Akureyri
Egilsstaðir
Kefla víkurflug völlur
Kirkjubæjarklaustur
Raufarhöfn
Reykjavík
Vestmannaeyjar
Bergen
Helsinki
Kaupmannahöfn
Úsló
Stokkhólmur
Þórshöfn
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Feneyjar
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
London
LosAngeles
Madrid
Malaga
Mallorka
Montreal
New York
Nuuk
Paris
Róm
Valencia
Vin
Winnipeg
þokumóða 10
alskýjað 11
þokumóða 13
mistur 12
þoka 8
mistur 14
mistur 13
.léttskýjað 17
skýjað 20
þokumóða 21
hálfskýjað 21
léttskýjað 20
rigning 11
skýjað 16
léttskýjað 20
léttskýjað 22
skýjað 19
þokumóöa 24
skýjað 20
rigning 15
rigning 19
rigning 15
skýjað 17
skýjað 20
heiðskírt 17
léttskýjað 19
heiðskírt 14
léttskýjað 25
léttskýjað 7
hálfskýjað 16
þokumóða 21
iéttskýjað 20
léttskýjað 22
þrumuveður 17
Gengið
Gengisskráning nr. 127. - 9. júlí 1991 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 63,030 63,190 63,050
Pund 102,603 102,763 102,516
Kan. dollar 54,940 55,080 55,198
Dönsk kr. 8,9914 9,0143 9,0265
Norsk kr. 8,9076 8,9302 8,9388
Sænsk kr. 9,6119 9,6363 9,6517
Fi. mark 14,5013 14,5381 14.7158
Fra. franki 10,2492 10,2752 10,2914
Belg. franki 1,6895 1,6937 1,6936
Sviss. franki 40,2555 40.3577 40,4750
Holl. gyllini 30,8781 30,9565 30,9562
Þýskt mark 34,7800 34.8683 34.8680
It. líra 0,04670 0,04682 0,04685
Aust. sch. 4,9449 4,9574 4,9558
Port. escudo 0,3986 0,3996 0.3998
Spá. peseti 0,5533 0,5547 0,5562
Jap. yen 0,45493 0,45608 0,45654
irskt pund 93,127 93.363 93.330
SDR 82,7981 83,0083 82,9353
ECU 71,4666 71,6480 71,6563
Fiskmarkaðimir
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
8. júli seldust alls 80,646 tonn.
Magn í Verð í krónum
tonnum Meðal Lægsta Hæsta
Þorskur, stór 2,236 96,47 96,00 98,00
Skötuselur 0,014 70,00 70,00 70,00
Smáýsa 0,059 30,00 30,00 30,00
Smáufsi 1,753 52,00 52,00 52,00
Smár þorskur 0,383 66.27 45,00 69.00
Keila 0.334 29,00 29,00 29,00
Ufsi 17,136 56,10 56,00 57.00
Skata 0,033 80,00 80.00 80,00
Lýsa- 0,023 20,00 20,00 20,00
Lúða 0,193 264,90 200,00 350.00
Koli 1,307 77,16 70,00 78,00
Ýsa 22,681 101,51 89,00 129,00
Þorskur 21,368 84,26 80,50 86,50
Steinbítur 0,971 50,00 50,00 50,00
Langa 0,442 50.00 50.00 50.00
Karfi 11,704 27,88 26,00 28,00
Faxamarkaður
8. júli seldust alls 207,414 tonn.
Þorskur, sl. 54,830 80,32 50,00 87.00
Ýsa, sl. 15,364 78,25 53,00 130,00
Blandað 0,125 10,00 10,00 10,00
Karfi 83,373 26,38 21,00 28,00
Keila 0,137 20,00 20,00 20,00
Langa 1,259 6,69 5,00 20,00
Lúða 0,720 309,47 120,00 355,00
Lýsa 0,029 6,00 6,00 6,00
Öfugkjafta 0,019 24.00 24,00 24,00
Saltfiskur 0,150 100.00 100,00 100,00
Skata 0,069 90,00 90,00 90,00
Skarkoli 2,637 42,35 31,00 57,00
Skötuselur 0,058 165,00 155,00 155,00
Sólkoli 0,120 43,00 43,00 43.00
Steinbitur 1.560 21,33 20,00 50,00
Tindabikkja 0.023 8,00 8,00 8,00
Ufsi 42,558 55,81 35,00 57,00
Undirmál 4,377 43,34 41,00 70.00
Fiskmarkaður Suðurnesja
8. iúlí seldust alls 154,248 tonn. »
Undirmál. 0,349 30,00 30,00 30,00
Steinbítur 1,023 34,79 33,00 35,00
0,048 20.00 20.00 20,00
0,485 191,64 155,00 425,00
1,459 52,89 20,00 54,00
0,099 84,90 83,00 87,00
Karfi 72,960 28,82 26,00 36,00
Ýsa 14,878 91,77 67,00 99,00
Ufsi 22,019 57,48 5,00 60,00
Þorskur 39,635 88,78 25,00 99,00
Hlýri/steinb. 0,051 44,00 44,00 44,00
Sólkoli 0,124 56,66 49,00 59,00
0,719 69,07 67,00 70,00
0.312 335,90 100,00 395,00
Blálanga 0,086 20,00 20,00 20.00
TfreeMdMZ
MARGFELDI 145
PÖNTUNARSÍMI 653900