Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLl 1991. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91J27022-FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÓLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuðí 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Missti andlit og kjark Herinn í Júgóslavíu hefur oröið fyrir áfalli; og ráða- menn Vesturlanda átta sig betur en áður á, að sundrung Júgóslavíu verður ekki hindruð. Þróun tveggja síðustu vikna hefur að þessu leyti verið hagstæð íbúum Júgó- slavíu, þrátt fyrir átök og mannfórnir í ríkinu. Fyrir tveimur vikum var útlitið mun dapurlegra. Þá voru ráðamenn Vesturlanda yfirleitt eindregið andvígir sjálfstæðishreyfmgu Slóvena og Króata. Bandaríkin höfðu forustu í því viðhorfi. Þetta endurspeglaðist ræki- lega í vestrænum fjölmiðlum, flestum öðrum en DV. Fyrir tveimur vikum birtust hér í blaðinu leiðarar, þar sem því var haldið fram, að stuðningur Vesturlanda við stjórn Júgóslavíu væri byggður á röngum forsendum og mundi ekki ná árangri. Júglóslavía mundi klofna í þjóðríki, og það væri í rauninni hið bezta mál. Andstaða Bandaríkjanna við sundrungu Júgóslavíu byggðist á þeirri trúarkreddu úr bandarískum reynslu- heimi, að sambandsríki séu í eðli sínu góð, en þjóðríki Evrópu séu frumstæðari útgáfa af lýðræðisríkjum. Því hafa bandarísk stjórnvöld dálæti á Qölþjóðaríkjum. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gerði hlé á ráfi sínu um Miðausturlönd, þar sem ísraels- menn hafa haft hann að fífli, og fór til Belgrad að stappa stálinu í sambandsmenn. Þessi illræmda ferð bar eins lítinn árangur og ferðir hans um Miðausturlönd. Hér í blaðinu var hins vegar ekki bent nógu skýrt á, að stjórnvöld sumra Evrópuríkja mundu leggjast gegn sjálfstæðishreyfmgum Slóvena og Króata, svo að eigin þjóðarbrot færu ekki að dæmi þessara þjóða. Þessi stjórnvöld vildu ekki flytja inn vandræði frá Júgóslavíu. Spánverjar óttuðust áhrifin á Katalóna, Valensa, Galísa og Baska. Frakkar óttuðust áhrifin á Korsíka. Tékkar óttuðust áhrifin á Slóvaka og Sovétar óttuðust áhrifin á langa röð þjóða og þjóðarbrota innan landa- mæranna. Þarna voru hreinir eiginhagsmunir í húfi. Það hefur líka komið í ljós á tveimur vikum, að stjórn- völd Spánar, Frakklands, Tékkóslóvakíu og Sovétríkj- anna hafa lagt sig fram um að varþveita upphaflega andstöðu Vestur- og Austur-Evrópu við sjálfstæði.Slóv- ena og Króata, en hafa orðið að láta í minni pokann. Fyrir tveim vikum var hlegið, ef því var haldið fram, að viðurkenna bæri sjálfstæði Slóveníu og Króatíu, enda var slíku ekki haldið fram, nema af sérvitringum eins og á DV. Tveim vikum síðar eru vestræn stjórnvöld farin að ræða í alvöru um slika viðurkenningu. Hér í leiðurum DV var fyrir tveim vikum haldið fram, að það yrði íslendingum bæði til sóma og gæfu að viður- kenna sjálfstæði Slóveníu og Króatíu, ef um það yrði beðið. Þá var slíkt tahð vera fífldirfska, en núna þætti það ekki vera nema eðlilegt og sjálfsagt. Það var sambandsherinn í Júgóslavíu, sem kom til hjálpar með því að beita ofbeldi. Frumhlaup hans sýndi fram á tvennt. í fyrsta lagi ættu Vesturlönd ekki að styðja gamla harðlínukomma í Júgóslavíu. í öðru lagi mundi hernum ekki takast að vinna borgarastríð. í fyrstu átökunum reyndust Slóvenar hafa undirtök- in, enda gerðust menn unnvörpum liðhlaupar í hernum. Mæður hermanna gerðu hróp að harðlinukommum. Ráðamenn Vesturlanda vöknuðu upp af fyrra siðleysi, er fjölmiðlar fóru að flykkjast inn á sömu línu og DV. Vestrænir ráðamenn hafa færzt nær almenningsálit- inu. Og sambandsherinn, sem missti andlitið í Slóveníu í síðustu viku, er nú líka búinn að missa kjarkinn. Jónas Kristjánsson Hin alltsjáandi augu? Fyrir nokkru var ég á málþingi um fjölmiðlun, reyndar allsér- stöku, því vérið var að fjalla um aðgengilegt mál í fjölmiðlum fyrir ýmsa þá hópa fólks sem ekki eiga sams konar möguleika og flestir aðrir til að nýta sér hvaða fjölmiðl- un sem er. Margt var þar spaklegt spjallað að vonum og m.a. var minn góði vin, Sigurdór Sigurdórsson, með umfjöllun um fréttamat og vék þá að þeirri gagnrýni sem oft kæmi fram um hina áberandi neikvæðu mynd sem fréttirnar gæfu. Hann vildi halda því fram að því miöur væri hið neikvæðara um leið oft fréttnæmara og því oft um leiö áberandi um of, þegar fjölmiðlafólk þyrfti að velja og hafna. Fyrr í umræðu þessa málþings kom ungur maður í ræðustól og flutti álit hóps þroskaheftra um þeirra viðhorf til fjölmiðla og lang- anir til þess að mega enn frekar njóta. Meginefni máls hans gekk út á spurninguna um það, hvers vegna fjölmiðlar legðu svona mikla áherslu á vondar fréttir, þær hræðilegu, hörmulegu, þar sem m.a. sjónvarpsstöðvar veltu sér nánast upp úr hryllingnum. Ein- hver sagði þá: Bragð er að þá barn- ið finnur. Um þetta málþing skal ekki frek- ar fjallaö hér heldur er þetta um margt eðlilegur inngangur. Fréttamatið Spumingin um fréttamatið held- ur áfram að óma fyrir eyrum mér og gerir það daglega að sjálfsögðu, því ef fylgst er með fréttum fer ekki hjá því að maður undrist oft hversu að er staðið og á það sér í lagi við um sjónvarpið okkar allra, svo ágætt sem það er um margt. - Stöð 2 leiði ég hjá mér. Ég nefni smádæmi: Það var tals- verö frétt um búrhvahnn sem svamlaði inn í Seyðisfjarðarhöfn og ég sá að fréttaritari eystra hafði farið allnokkra leið með tól sín og tæki til að mynda hvalinn - og jú - nokkur andartök bar flykkið fyr- ir augu um leið og smáfrásögn var þulin. Sama kvöldið og kvöldið fyr- ir og kvöldið eftir voru hins vegar langar myndaraðir utanlands frá og vandleg frásögn fylgdi um óeirð- ir, náttúruhamfanr, blóðsúthell- ingar og raunar voru nú viðkvæm- ar sáhr varaðar við þessu flestu. En fréttamatið leyndi sér ekki og nú get ég fullyrt að mikill meiri- hluti áhorfenda, gott ef ekki flestir eða nær allir, hefðu miklu fremur viljað berja búrhvalinn augum en allan hryllinginn sem helltist yfir á undan og eftir og ekki var sparað- ur tími í. Ekki lái ég ágætum fréttamönn- um okkar á landsbyggðinni að þeir gefist upp með öllu að senda fréttir og myndir þegar með er fariö á KjaUarinn Helgi Seljan fyrrv. alþm. þennan veg og mætti segja margar leiðinlegar sögur um þá meðferö. Við eigum hins vegar mæta og góða sjónvarpsmenn, en mig undrar þó oft hversu hrakfarir og ótíðindi geta gagntekið þá svo að gleymt er öðru eða því gerð svo léleg og fá- tækleg skil að betra væri að láta slíkt vera. Heilög vandlæting Gjaldþrotadæmið nú um hríð er líka lýsandi í þessu efni. Á undan- fórnum mánuðum hafa sem betur fer flest fyrirtæki landsins sýnt mjög bærilega afkomu (launafólkið sá til þess aö mestum hluta) og frá því hefur verið greint býsna vel víða, m.a. á gömlu, góöu gufunni okkar. En í sjónvarpinu hefur minna fundist af þeim fréttum, en þeim mun bústnari og blómlegri hefur gjaldþrotaumfjöllun öll orðið og í gegnum hana hefur glitt í ákveðna'yfirlætistilhneigingu sem ég kann ekki að meta. Það lætur nærri að það eitt sé ósagt að: Svona hefði nú ekki fariö fyrir mér. Nú eru gjaldþrotin alltof algeng og ekki skal ýmsu þar bót mælt, því víða hefur verið fariö fram af ónógri aðgát, að ekki sé sagt ábyrgðarleysi. Hvergi skal úr því dregið að ýmislegt kunni þar óhreint að vera á sveimi einnig. En oft skýtur umfjöllun þessi skökku við fyrri umfjöllun, þegar allt lék í lyndi og þá leyndi sér ekki einlæg hrifning yfir hugvitinu og framtaksseminni hjá þeim er hneykslast mest í dag. Hóf er best að hafa í hveiju einu. Það er betra að fara sér hægt hvort sem er í sætum lofgerðarsöng sem og heilagri vandlætingu hins allt- vitandi. Það er máski ekki von á góöu, þegar forsætisráðherrann sjálfur kemur af hæstu reginfjöllum varð- andi ástand fyrirtækja, sem öll þjóðin vissi að voru í hmum alvar- legustu erfiðleikum. Hann kemur fram fyrir alþjóð eins og klemmdur kleinuhringur og hálfkjökrar um vá og voða sem sé „allt í einu að dúkka upp“ og sem sýnir auðvitað hversu perlulögð innilokun hans hefur verið í ráðhúsaórum alls- nægtanna því nú virðist honum allra ráða vant þegar veruleiki al- vörunnar blasir við. Gjaldþrotaumfjöllunin nú er í góðu samræmi við þetta og mér sagði vís maður á dögunum að hin ófagra, ýkta mynd væri mjög þén- anleg þeim stjórnvöldum, sem óð- fús vilja okkur inn í stærri mark- aðsheildir eins og það heitir á fínu máli. Eru bara menn Ekki get ég ætlað fréttahaukum okkar slíkt, þó ýmislegt sé okkur hulið, sauðsvörtum almúganum. Máski er þetta líka æskilegur und- irbúningur að því að þjóðin gangi gjaldþrotaþreytt fagnandi í faðm EB, þegar tíminn er fullnaöur. Ekki hafa allir á móti svoleiðis hjali, svo mikið er víst, m.a. ekki þeir póli- tísku klæðskiptingar, sem nú fara mikinn hjá krötum, ýmist á þingi eða til aðstoðar víða. Hins vegar að þessu öllu slepptu þá hlýt ég að biðja fréttamenn okk- ar að vera jafnóþreytandi að bera okkur jákvæðar fréttir .og góðar þar sem vel gengur eins og hitt er réttmætt að greina frá válegum tíð- indum einnig. Og umfram allt ekki að láta í það skína alltof oft að þeir sjálfir hefðu hagað sér allt öðruvísi og af fyllstu forsjálni og fyrir- byggju, sjáandi allt fyrir sér, allt frá óveðrum og sjúkdómum í fiskeldi yfir í skyndilegt loðnuveiðibann. Því einhvern veginn finnst mér fréttamenn bara vera menn eins og ég", sem gera mistök, og hafa ekki fremur en ég alltsjáandi augu langt inn í framtíðina. Helgi Seljan .. hlýt ég að biðja fréttamenn okkar að vera jafnóþreytandi að bera okkur jákvæðar fréttir og góðar þar sem vel gengur eins og hitt er réttmætt að greina frá válegum tíðindum..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 153. tölublað (09.07.1991)
https://timarit.is/issue/193516

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

153. tölublað (09.07.1991)

Aðgerðir: