Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991. Afmæli Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir fram- haldsskólakennari, Skipholti 18, Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Fjóla fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Með grunnskólanámi stundaði hún nám við Tónlistarskóla ísa- fjarðar, síðan við Tónlistarskóla Reykjavíkur, við Conservatoire regional de musiqe et d’art Dramat- ik í Lyon í Frakklandi og viö Musik- högskolan í Gautaborg. Hún lauk fil. kand.-prófifrá heimspekideild háskólans í Gautaborg 1975 í tónlist- arvísindum, leiklistarfræði, leik- rænni tjáningu og uppeldisfræði en að námi loknu hefur Fjóla sótt ýmiss konar námskeið og ráðstefnur í Sví- þjóðogNoregi. Fjóla kenndi við Götaborgs almánna skolastyrelse 1973-76, við Öskjuhlíðarskóla 1977-79, við Leik- listarskóla íslands 1976-88 og hefur kennt við Fósturskóla íslands frá 1977. Þá hefur hún kennt leikræna tján- ingu og tónlist á námskeiðum á veg- um KHÍ, Dagvistun barna, hjá Námsflokkum Reykjavíkur, Náms- flokkum Kópavogs og á vegum nokkurra sveitarfélaga. Auk þess hefur Fjóla stundað fiskvinnslu- störf, afgreiðslustörf, sölumennsku og verið söngkona. Fjóla tók virkan þátt í skátastarf- semi og félagsstörfum góðtemplara- reglunnar á unghngsárunum. Hún samdi og útsetti tónlist fyrir Nem- endaleikhús fyrstu árin sem hún kenndi við Leiklistarskóla íslands. Auk þess hefur hún samið námsefni fyrir Námsgagnastofnun ríkisins og unnið að endurskoðun á námsefni í tónlist fyrir Sveriges radio. Hún er nú hópleiðtogi í menningar- og frið- arsamtökumNSÍS. Fjölskylda Sambýlismaður Fjólu er Þor- steinn Eggertsson, f. 25.2.1942, textahöfundur, blaðamaður og rit- höfundur, en hann er sonur Eggerts Jónssonar, pípulagningameistara í Keflavík, og Guðrúnar Jónsdóttur matráðskonu. Dætur Þorsteins eru Anna Val- gerður, f. 29.8.1977. og Soffia, f. 4.8. 1980. Börn Jóhönnu Fjólu eru Hrönn Hrafnsdóttir, f. 17.11.1967, við- skiptafræðinemi en unnusti hennar er Hjalti Sigurðsson prentsmiður; Ólafur Hrafnsson, f. 14.10.1969, bak- ari; Anna Björnsdóttir, f. 11.1.1980. Fjóla giftist 17.6.1963 Hrafni Jóns- syni, nú framhaldsskólakennara, en þau skildu. Systkini Fjólu: Andvana stúlka, f. 8.10.1919; Bjarney, f. 20.10.1923, húsmóðir í ísafirði, var gift Guð- mundi Sveinssyni netagerðarmanni sem nú er látinn; Guðbjörg, f. 18.8. 1927, húsmóðir og rithöfundur, bú- sett í Reykjavík, gift Gísla Guð- brandssyni lögregluþjóni; Dagrún, f. 6.11.1929, meðferðarfulltrúi í Reykjavík; Guðrún, f. 3.2.1932, vara- formaður Verkalýðs- og sjömanna- félags Keflavíkur, gift Magnúsi Jó- hannessyni skipasmið; Arndís, f. 7.6.1933,starfsmaðurvið röntgen- tækni á ísafirði, gift Sigurði Th. Ing- varssyni rennismið; Anna Ólafia, f. 20.5.1935, d. 11.1.1956; Jakob, f. 19.2. 1937, rafmagnstæknifræðingur á ísafirði, kvæntur Pálínu Adólfsdótt- ur tækniteiknara. Systkinabörn Fjólu eru alls tuttugu og fimm. Foreldrar Fiólu: Ölafur Jakobs- son, f. 27.10.1892, d. 5.1.1963, skó- smíðameistari á ísafirði, og Anna F. Bjarnadóttir, f. 9.7.1899, húsmóð- ir, búsettáísafirði. Ætt Ólafur var bróðir Jóseps, foður Braga dósents. Ólafur var sonur Jakobs Jakobssonar skósmiðs og Ingibjargar Ólafsdóttur. Anna er dóttir Bjarna, verkamanns á ísafirði, bróður Jóns alþingis- manns. Bjarni var sonur Jónatans, b. í Landakoti í Staðarsveit, Þorleifs- sonar, bróður Narfa, langafa Ólafs, fóður Gunnars Ragnars hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa. Móðir Bjarna var Anna, systir Bjarna, langafa Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir. Magnúsar Kristjánssonar lektors. Anna var dóttir Jóns, smiðs á Búð- um, Þorgeirssonar. Móðir Jóns var Guðrún Vigfúsdóttir, systir Guð- mundar, langafa Önnu, móður Sigf- úsar Daðasonar skálds. Móðir Önnu Bjarnadóttur var Guðbjörg Sigurð- ardóttir, b. á Suðureyri, bróður Örn- ólfs, langafa Valdimars Örnólfsson- ar leikfimikennara og Finnborgar, móður Örnólfs Árnasonar rithöf- undar. Sigurður var sonur Þorleifs ríka á Suðureyri Þorkelssonar og Valdísar Örnólfsdóttur, systur Guð- rúnar, langömmu Sveins, afa Bene- dikts Gröndal sendiherra. Móðir Guðbjargar var Gróa Jónsdóttir. Valgerður Sigurbergsdóttir Valgerður Sigurbergsdóttir, Ytri- Brekkum II, Akrahreppi, í Blöndu- hlíð í Skagafirði, er fimmtug í dag. Starfsferill Valgerður fæddist að SvínafeL Homafirði og ólst þar upp. Hún var í barnaskóla að Hoffelli og víðar í sveitinni og síðar stundaði hún nám við Húsmæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði. Valgerður stundaði bústörf á búi foreldra sinna á unglingsárunum, vann við fiskverkun á Höfn í Horna- firði og var ráðskona hjá vegavinnu- flokki Þorvalds Guðjónssonar er brúin var byggð á Hornafjarðarfljót og brúin á Blöndu við Blönduós en í vegavinnunni kynntist hún mannsefninu. Hún starfað eitt ár við fiskmat hjá Útgerðarfélagi Skag- firðinga, hefur unnið í Sláturhúsi Kaupfélags Skagafjarðar á haustin og er nú húsvörðúr í Miðgarði. Fjölskylda Valgerður giftist í október 1961 Konráð Vilhjálmssyni, f. 30.4.1937, b., vinnuvélastjóra og verktaka. Hann er sonur Vilhjálms Jónasson- ar og Pálu Konráðsdóttur er bjuggu á Ytri-Brekkum en þau eru bæði látin. Börn Valgerðar og Konráðs eru Vilhjálmur, f. 26.7.1963, búsettur á Raufarhöfn, en sambýliskona hans er Heiðrún Þórólfsdóttir frá Raufar- höfn og á Vilhjálmur tvö börn; Sig- urbergur, f. 2.5.1965, framkvæmda- stjóri verktakafyrirtækisins Arnar- fells hf., búsettur að Ytri-Brekkum; Sigríður Pála, f. 12.1.1967, nemi við HI í ensku, gift Magnúsi Magnús- syni, nema í hjúkrunarfræði við HÍ; Þór, f. 15.3.1969, forstjóri Arnarfells hfi, búsettur á Ytri-Brekkum; Björn, f. 12.4.1970, vinnuvélastjóri ogbíl- stjóri hjá Arnarfelli hf„ búsettur á Ytri-Brekkum; Þorvaldur, f. 12.5. 1973, vinnuvélastjóri hjá Arnarfelh hf„ búsettur á Ytri-Brekkum; Mar- grét Anna Ragnheiður, f. 13.1.1975, í foreldrahúsum; Arnbjörg Kristín, f. 16.7.1979, í foreldrahúsum. Systkini Valgerðar eru Sigurjón, f. 28.3.1931, b. að Hamrahlíð í Lýt- ingsstaðahreppi, kvæntur Heið- björtu Jóhannesdóttur húsfreyju og eiga þau þrjú böm; Árni, f. 5.9.1932, flugmaður hjá Flugleiðum, búsettur í Reykjavík, kvæntur Elínu Hrefnu Hannesdóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn; Gísli, f. 19.5.1934, b. að Svínafelli í Öræfum, kvæntur Sigríði Magnúsdóttur og eiga þau þrjú börn; Arnbjörn, f. 22.2.1936 en Valgerður Sigurbergsdóttir. hann á fjögur börn með fyrrv. konu sinni, Arnbjörgu Sveinsdóttur; Guð- mundur, f. 23.10.1938; Sigurbjörg, f. 11.9.1940, búsett á Hvalskeri á Patreksfirði, gift Þóri Stefánssyni og eiga þau íjögur börn; Jónas Björgvin, f. 31.8.1943, d. 16.4.1991, verktaki á Höfn, en ekkja hans er Auður Lóa Magnúsdóttir frá Svína- felli í Öræfum og eignuðust þau eina dóttur; Gróa, f. 7.8.1944, lengi hús- móöir á Höfn, nú búsett í Reykjavík en hún á þrjú börn með fyrrv. manni sínum; Sigríður Ingibjörg, f. 6.8.1947, var húsfreyja á Ási í Hornaíirði, gift Sigurði Bjömssyni og eigaþausexbörn. Foreldrar Valgerðar: Sigurbergur Árnason, f. 9.12.1899, d. 10.6.1983, b. sjómaður og vinnuvélastjóri að Svínafelli, og kona hans, Þóra Guð- mundsdóttir, f. 24.9.1908, b„ hús- freyja og saumakona. Daníel Guðmundur Einarsson Sigurjón Magnússon Sigurjón Magnússon, húsasmiður og vélstjóri, Laugavegi 133, Reykja- vík, er sextugur í dag. Starfsferill Siguijón fæddist í Friðheimi í Mjóafirði eystra og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann gekk í barna- skóla hjá Vilhjálmi Hjálmarssyni í Mjóafirði en fór síöan ungur til sjós og var sjómaður á bátum frá Nes- kaupstað. Eftir tvítugt lá leiðin til Reykjavík- ur þar sem hann lauk námi í húsa- smíði hjá Böðvari Bjarnasyni og varð síðan meistari í greininni. Vann Sigurjón lengi við húsasmíðar í Reykjavík en fór síðan aftur til sjós, lauk vélstjóranámi og hefur nú ver- ið vélstjóri lengst af, nú á vélskipinu Þóri Jóhannssyni frá Vestmanna- eyjum. Fjölskylda Sigurjón kvæntist 17.6.1959, Sig- rúnu Hermannsdóttur frá Miklhóli í Viðvíkursveit í Skagafirði og bjuggu þau í Reykjavík. Synir Sigurjóns og Sigrúnar eru Magnús, f. 20.3.1959, búsettur í Reykjavík; JónHermann, f. 17.7. 1963, búsettur í Reykjavík; Rúnar, f. 30.7.1973, búsettur í Reykjavík. Sigurjón og Sigrún shtu samvist- um. Sambýliskona Sigurjóns er Kristbjörg Magnúsdóttir frá Bol- ungarvík. Sigurjón Magnússon. Sigurjón er næstelstur fimm systkina. Systkini hans: Guðríður, f. 1.5.1929, fulltrúihjáPóstþjón- ustunni í Reykjavík; Óli Tómas, f. 28.9.1940, fórst með báti sínum á Breiðafirði 17.8.1982, var búsettur í Reykjavík; Gísli, f. 7.10.1941, starfs- maður við Hraðfrystihús Grundar- fjarðar; Elín Sigurbjörg, f. 12.8.1943, búsett í Neskaupstað. Foreldrar Sigurjóns voru Magnús Tómasson, fyrrv. b. í Friðheimi í Mjóafirði, og kona hans, Karen Björg Óladóttir húsfreyja. Magnús og Karen Björg bjuggu í Friðheimi á árunum 1929-56 er þau fiuttu til Reykjavíkur en þau dvelj- ast nú í hárri elli í Furugerði 1. Sigurjón tekur á móti gestum að heimili sínu á afmælisdaginn. Til hamingju með afmælið, 9. júlí 85 ára 60 ára Daníel Guðmundur Einarsson bygg- ingatæknifræðingur, Sundlaugavegi 18, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Daníel fæddist í Bolungarvík og ólst þar upp fyrstu sjö árin en síðan á Siglufirði. Hann átti heima á Siglu- firði til ársins 1944 en flutti þá til Reykjavíkur þar sem hann hefur búiðsíðan. í Reykjavík hóf Daníel nám í húsa- smíði hjá Bergþóri Jónssyni húsa- smíðameistara en sveinsprófi lauk Daníel 1948. Hann fór síöan til Nor- egs og var þar í tækniskóla í Bergen í rúm tvö ár en þaðan lauk hann tæknifræðiprófi 1951. Daníel hefur síðan unnið ýmis störf sem tengjast námi hans og iðn- grein, þó lengst af á Keflavíkurflug- velli, fyrst hjá Sameinuðum verk- tökum en síðan hjá íslenskum aðal- verktökum sf. frá í ágúst 1957 og starfar hann þar enn. Fjölskylda Daníel kvæntist 9.7.1950 Evu Þórsdóttur, f. 10.6.1923, húsmóður sem ættuö er frá Bakka í Svarfað- ardal en hún er dóttir Þórs Vil- hjálmssonar, b. á Bakka, og Engil- ráðar Sigurðardóttur. Börn Daníels og Evu eru Kristinn Daníelsson, f. 16.9.1953, rafeinda- tæknifræðingur í Keflavík, kvæntur Unni Garðarsdóttur húsmóður; Sig- ríðurDaníelsdóttir, f. 15.7.1956, þroskaþjálfi í Keflavík, gift Þórði Guðmundssyni húsasmíðameist- ara; Þór Ingi Daníelsson, f. 4.8.1959, handmenntakennari í Svíþjóð, kvæntur Anneh Planman nema og húsmóður; Einar Daníelsson, f. 19.8. 1962, kvikmyndagerðarmaður. Son- ur Daníels frá fyrra hjónabandi er Sigurbergur H. Daníelsson, f. 15.10. 1942, kjötiðnaðarmaður í Kópavogi, kvæntur Oddrúnu Guðmundsdótt- ur, húsmóður og íþróttakennara. Systkini Daníels: Guðný Einars- dóttir, f. 1918, en hún lést fyrir mörg- um árum; Kristján Einarsson, b. í Enni í Viövíkursveit í Skagafirði; Guðmunda Einarsdóttir, búsett í Hafnarfirði. Hálfbróðir Daníels Daníel Guðmundur Einarsson. Guðmundar er Ingimundur Magn- ússonar, búsettur í Kópavogi. Foreldrar Daníels: Einar Teitsson, f. 21.2:1890, d. 25.1.1932, jámsmiður frá Bergsstöðum á Vatnsnesi, og kona hans, Sigríður Ingimundar- dóttir, f. 20.4.1896, d. 3.10.1989, hús- móðir frá Bjarnastöðum í ísafirði ogíBolungarvík. Guðmundur Skúlason, Túngötu 14, Keflavík. Finnbogi Ingólfsson, Skjólvangi, Ilrafnistu, Hafnarfírði. Þórunn Skúladóttir, Gunnlaugur Briem Vilhjálmsson, Hrisholti 12, Selfossi. 50 ára Fossi 2a, Skaftárhreppi. 80 ára__________________________ Jón Ásgeir Jónsson, Skólastíg 23, Bolungarvík. Alfreð Þórarinsson, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykjavík. Ólafur Jónsson, Suðurgötu 7, Hafharflrði. 75 ára Guðmundur Sigurðsson, Lundi, Fljótahreppí. Hallfriður Jónsdóttir, Kléppsvegi 52, Reykjávik. 70 ára Halldór Beck, Kötlufelii 5, Reykjavik. Ásgeir Leifsson, Garðarsbraut 41, Húsavík. EUnborg Kristinsdóttir, Rauðagerði 28, Reykjavík. Gunnar Jónas Jónsson, Hafhargötu 47, Keflavik. Gunnar tekur á móti gestum i Björgun- arsveitarhúsinu í Sandgerði, laugar- dagínn 13. júli klukkan 15-17. Margrét Emilsdóttir, Klettaborg 4, Akureyri. 40 ára__________________ Óiafur Haraldsson, Hraunhólum 14, Garðabæ. Gústaf Hinrik Ingvarsson, Ámatúni 4, Stykkishólmi. Rúnar Gils Hauksson, Þinghóisbraut 82, Kópavogi. María Markusdóttir, Álfaskeiði 96, Hafnarfirði. Guðlaugur A. Stefénsson, írabakka 34, Reykjavik. Birgir Hrafnsson, Vallarási 1, Reykjavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 153. tölublað (09.07.1991)
https://timarit.is/issue/193516

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

153. tölublað (09.07.1991)

Aðgerðir: