Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ1991.
Afmæli___________________
Þórður Á. Yaldimarsson
Þórður Á. Valdimarsson mællnga-
tæknifræðingur, Arnartanga30,
Mosfellsbæ, er fertugur í dag.
Starfsferill
Þórður fæddist í Reykjavík og ólst
upp í Laugameshverfinu. Hann
lauk gagnfræðaprófi 1968, stundaði
síðan verslunarstörf og fleira en
starfaði hjá Vegagerð ríkisins við
mælingar 1972-76. Þá hélt hann til
Svíþjóðar til náms í landmælingum
og lauk prófi sem mælingatækni-
fræðingur 1978.
Þórður starfaði síðan eitt ár í Sví-
þjóð en kom heim 1980 réðst til Mið-
fells hf. og starfaði þar við mælingar
og stjómunarstörf til 1978. Þá stofn-
aði hann eigið fyrirtæki, Mæling hf.
sem stundar mælingaþjónustu.
Fjölskylda
Þórður kvæntist 10.9.1982 Unni
Guðbjartsdóttur, f. 10.2.1946, hús-
móður og skrifstofukonu en hún er
dóttir Guðbjarts Þorgilssonar, f.
1916, og Magneu Þóreyju Krist-
mannsdóttur, f. 1915, en þau eru
bæði látin.
Systir Unnar er Ágústa Ósk Guð-
bjartsdóttir, f. 22.7.1940, gift Hilmari
Þorbjörnssyni, f. 23.10.1934 en börn
þeirra em Hallur Guðbjartur, f. 12.8.
1969, og Magnea Þórey, f. 25.2.1972.
Böm Þórðar og Unnar em Dag-
björt Þórðardóttir, f. 17.11.1982, og
Valdimar Þórðarson, f. 27.7.1984.
Hálfbróðir Þóröar, sammæðra, er
Þorgrímur Eiríksson, f. 11.10.1938,
verkfræðingur, kvæntur Susönu
Hansen verslunarstjóra og era börn
þeirra Eiríkur Þorgrímsson og Guð-
rún Sigríöur Þorgrímsdóttir. Dóttir
Þórðar frá fyrra hjónabandi em
Sigrún Þorgrímsdóttir. Börn Sus-
önu frá fyrra hjónabandi eru Guð-
björg Gísladóttir, Andrea J. Gísla-
dóttir og Rúnar M. Gíslason.
Þórður Á. Valdimarsson.
Foreldrar Þórðar voru Gunnar
Valdimar Þórðarson forstjóri og
Guðrún Sigríður Þorgrímsdóttir,
verslunarkona og síðar forstöðu-
maður Listasafns ASÍ.
Þórður verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Menning
Hvað ætlar þú að
verða, vinur... ?
Stundum er talað um nauðsyn þess aö ala upp leik-
húsgesti framtíðarinnar, börnin, með þvi að flytja
vandaðar sýningar við þeirra hæfi. En hvað þá um
það einstæða framtak hóps bama og unglinga að halda
úti blómlegu leikhússtarfi um árabil, án nokkurrar
aðstoðar fullorðinna?
Gamanleikhúsið er nú orðið sex ára og hefur á und-
anfornum árum sett upp átta verkefni. Sum þeirra
hafa verið sýnd á erlendum leikhúshátíðum við góðan
orðstír. Frumkvöðull starfsins og leikhússtjóri frá
upphafi er Magnús Geir Þórðarson. í dag eiga ekki
margir starfandi kollegar hans lengri starfsferil en
þetta að baki!
Bömin sem stofnuðu Gamanleikhúsiö hafa vaxið og
þroskast á þessum ámm og með sýningu þeirra á
Grænjöxlum verða viss vatnaskil í starfinu. Þau snúa
sér frá hinum dæmigerðu bamaleikritum og velja
þess í stað metnaðarfullt verkefni, sem fiallar um
unglinga að stórum hluta og hentar því mjög vel aldri
þeirra nú.
Öll útfærsla er unnin af kostgæfni og enn sem fyrr
annast leikhópurinn allt stórt og smátt, sem til fellur,
nema hvað hann fékk til liðs við sig hljómlistarmenn
til að leika undirleikinn í söngvunum inn á band.
Grænjaxlar er nefnilega söngleikur, og lögin, sem
samin voru við fmmuppfærslu Þjóðleikhússins, urðu
mörg hver vinsæl í flutningi Spilverksins. Leikendur
Gamanleikhússins syngja með áherslu á innihald og
hugblæ laganna og eru guðsblessunarlega laus við að
bregða fyrir sig tilgangslausum hávaða og hamagangi
sem stundum spilhr uppfærslum sem þessari.
Verkið ber merki síns tíma eins og vonlegt er og
hefði haft gott af textabreytingum hér og þar. Til dæm-
is má nefna að verðbólgudraugurinn heyrir nánast
fortíðinni til, en í staö hans er vaxtaokið alla að drepa.
Og smokkar valda ekki lengur tiltakanlegu írafári eft-
ir alla uppfræösluna og áróðurinn fyrir notkun þeirra.
En svona staðbundin dæmi og fleiri í þeim dúr eru
þó smáatriði því að sjálf grannhugmyndin er í fullu
gildi.
Nokkrir krakkalingar í leikskóla eru aö leggja af
stað út í lífið og við fylgjumst með þeim á þroskaferlin-
um. Staldrað er við á nokkmm áfangastöðum, áhorf-
andinn sér reynsluheim þessara anga frá þeirra sjón-
arhóh og heyrir hvað þeir hafa til málanna að leggja
í þeim hremmingum sem mæta þeim á leiðinni til
unglings- og fuUorðinsára.
Magnús Geir er leikstjóri, og þau Auður Sverrisdótt-
ir, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Hólmfríður Lydía EU-
ertsdóttir, Magnús Þór Torfason og Ragnar Kjartans-
son skipta með sér hlutverkum, sem em aUmörg.
Sviðsbúnaður er einfaldur, grunnUtimir gulur,
Leikarar í Grænjöxlum eru allir ungir að árum.
Leiklist
Auður Eydal
rauður, grænn og blár eru áberandi í búningum og
leikmyndinni, sem er gerð af misstórum kubbum á
hjólum. Þeim má raða saman að vild til þess að breyta
sviðsmyndinni og búa fil bUa, stóla, tröppur eða púlt
eftir því sem við á. Með fiölbreytilegri notkun ljósa
lukkast þessi sviðslausn mæta vel.
Hraðar skiptingar á mUli atriða og „hamskipti" leik-
enda ganga líka nokkuð vel upp og það sem á vantar
í skólaðri framgöngu styður innihald verksins fremur
en hitt því að hér er jú veriö að fialla um vandræða-
gang unglingsáranna og þessa fálmandi leit að sjálfum
sér sem oft er svo grátbrosleg og klaufaleg, a.m.k. í
augum hinna fullorðnu.
Margt er furðu fagmannlega unniö og framganga
leikendanna er fyrst og fremst látlaus og eðUleg. Þeir
hafa allir skýra framsögn sem margir jafnaldrar þeirra
mættu taka sér tU fyrirmyndar og í túlkun þeirra er
áhersla lögð á afslappaðan leik þar sem kímnin er
ekki langt undan. Textinn er líka víða lúmskt fyndinn
í stíl höfundarins, Péturs Gunnarssonar, og þrátt fyrir
smávægileg elUmörk ennþá í fullu gildi í öllum aðalat-
riðum eins og fyrr sagði.
Gamanleikhúsiö sýnir i íslensku óperunni:
Grænjaxlar
Höfundur: Pétur Gunnarsson o.fl.
Tónlist: Spilverk þjóöanna.
Leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson.
Ljósamaöur: Þorleifur Magnússon.
Leikmynd og búningar: Leikhópurinn.
Hljóöstjórn: Helgi Jóhannsson.
Myndgáta
Andlát
Guðrún Sigurþórsdóttir andaðist á
heimUi sínu 7. júlí.
Soffía Alfreðsdóttir lést í Sjúkrahúsi
Akraness sunnudaginn 7. júlí.
Guðrún Sveinsdóttir lést í Landspít-
alanum laugardaginn 6. júlí.
Ingibjörg Ólafsdóttir, Svalbarði 5,
Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum
aðfaranótt 6. júlí.
Ólafur Þorsteinsson, Daltúni 29,
Kópavogi, lést á gjörgæsludeUd
Borgarspítalans hinn 6. júlí.
Alda Björnsdóttir frá Borgarnesi lést
7. júlí sl.
Guðrún M. Kristjánsdóttir lést á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
laugardaginn 6. júlí.
Ásdis Þórðardóttir, Hegranesi 24,
Garðabæ, andaðist að morgni hins
7. júlí.
Gunnar Ásgeirsson stórkaupmaður,
Efstaleiti 14, lést í Landspítalanum
aö kvöldi 7. júlí.
Karl Friðrik Davíðsson, Látraseli 7,
Reykjavík, lést á heimili sínu 6. júlí.
Karl Björnsson seglasaumari, Faxa-
braut 69, Keflavík, lést í Landspítal-
anum að morgni 7. júlí.
Þóra Guðmundsdóttir ljósmóðir,
FeUsmúla 22, Reykjavík, andaðist í
Landakotsspítala 6. júlí.
Jarðarfarir
Jón Kristinn Guðmundsson frá Flat-
ey á Breiðafirði, Sólheimum 27, verð-
ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 11. júlí kl. 10.30.
Þóra Kemp, Ljárskógum 26, sem lést
30. júní sl„ verður jarðsungin frá
FossvogskapeUu miðvikudaginn 10.
júlí kl. 15.
Sigríður Sigurðardóttir, Tjaldanesi
3, Garðabæ, lést á Hrafnistu í Hafnar-
firði 28. júní. Jarðarforin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sigríður Ingólfsdóttir, Presthúsa-
braut 22, Akranesi, áöur húsfreyja á
Lundi, ÞverárhUð, er andaðist þann
2. júlí í Sjúkrahúsi Akraness, verður
jarðsungin frá Akraneskirkju 10. júlí
kl. 14.
Útför Grétu Jóelsdóttur Skaftfell,
Dalbraut 18, Reykjavík, fer fram frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 11.
júU kl. 15.
Tónleikar
Sumartónleikar í
Selfosskirkju
Miðvikudaginn 10. júli kl. 20.30 munu
Ármann Helgason klarínettuleikari og
David Knowler píanóleikari koma fram
á tónleikum í Selfosskirkju. Á efnis-
skránni verða verk eftir Rossini, Schum-
ann, Saint-Saens, Albau Berg og Stravin-
sky. Einnig leika þeir félagar íslensk
þjóðlög í útsetningu Þorkels Sigurbjöms-
sonar.
SMÁAUGLÝSiriGAR
OPIÐ: MÁTÍUDAGA - FÖSTUDAGA 9.00 - 22.00.
LAUGARDAGA 9.00 - 14.00 OG SUMNUDAGA 18.00 - 22.00.
SIMI
27022
ATH! AUGLÝSIMG í HELGARBLAÐ ÞART AÐ BERAST FYRIR KL. 17.00 Á FÖSTUDAG.