Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991. Útlönd Verðbréf asalar beittir aga Hætt er við að japanskir veröbréfasalar láti sér leiðast i fjóra daga frá 10. júlí þegar hömlur verða settar á viðskipti fjögurra stærstu verðbréfa- tyrirtækja landslns. Simamynd Reuter Japanska ríkisstjórnin setti hömlur á viðskipti fjögurra stærstu verð- bréfafyrirtækja landsins í gær í refsingarskyni fyrir öll hneykslismálin sem hafa plagað þau að undanfórnu. Hömlurnar gilda í Qóra daga frá 10. júlí. Búist hafði verið viö aögerðum af hálfu stjórnvalda eftir að upp komst að fyrirtækin tóku á sig tap viðskiptavina og aö eitt þeirra hefði lánað næststærstu glæpasatntökum Japans fé. í svipuðum málurn, sem hafa komið upp áður, þýða hömlurnar það að fyrirtækin mega ekki .leita eftir viðskiptum í ákveðinn tíma þó svo að þeim hafi verið leyft að taka við pöntunum. Forstjórar tveggja fyrirtækja af fjórum sögðu af sér í lok júní vegna hneykslisins. Svíi fyrir barðinu á nauti Ungur Svíi slasaðist illa og fjórir aðrir særðust í öðru bolahlaupinu á San Ferminhátíöinni í borginni Pamplona á Spáni í gær. Torly Urban var fastur á homi tudda í nokkrar sekúndur eftir að naut- inu hafði tekist að stanga hann í rassinn þegar Svíinn hljóp á undan skepnunni um þröngar götur borgarinnar í átt að nautaatshringnum. Læknar sögðu að hann væri í lífshættu. Þúsundur unglinga frá borginni og eriendir ferðamenn hiaupa á undan nautunum á hverium morgni í þá átta daga sem hátíðin stendur. Emest Hemingway skrifaði um nautaatshátíðina í Pamplona í bók sinni „Og sólin rennur upp“. Manntjón í skriðuföllum Meira en þrjátíu rnanns létu lífið nýlega í suðvesturhéruðum Kína þeg- ar aurskriöa gróf þorpiö þeirra. Fjöldi fólks hefur látist í Kína aö undan- tornu vegna mikilla rigninga sem hafa valdið flóðum um allt land. í dagblaðí frá Guizhouhéraði, sem barst til Peking í gær, var skýrt frá þvi að fimmtíu hús hefðu eyðfiagst þann l. júlí síöastliðinn þegar skriðu- fóll uröu í nágrenni borgarinnar Liu Pan Shui. Járnbrautarlínur milli Guiyang, höfuöborgar Guizhouhéraðs, og Kunm- ing, höfuðborgar Yunnanhéraðs, fóm undir vatn í flóðum og trufluðust lestarsamgöngur. Embættismenn járnbrautanna sögðu að einnig hefðu orðið truflanir á járnbrautarsamgöngum milli Peking og Shanghai á sunnudag þegar mkið regn gekk yfir. Samgöngurnar eru nú komnar aft- ur í eðlilegt horf. í austurhluta Kína hafa mörg hundrað þegar farist i flóðum og mikið ræktarland hefur eyðilagst Veöurfræðingar hafa spáð frekara regni í júlí og ágúst sem venjulega era votvíðrasömustu mánuðir ársins og hefur það aukið ótta manna um aö Yangtseáín flæði yfir bakka sína í fyrsta skipti í tíu ár. Ferjueigendur ákærðir eftir eldsvoða Embætti ríkissaksóknara i Kaupmannahöfn skýrði frá því í gær að gefnar yrðu út ákærar á hendur eigendum og skipstjóra farþegaferju þar sem 158 manns létust í eldsvoöa í fyrra. Mennirnir verða sóttir til saka fyrir brot á dönskum lögum um öryggismál í skipum. Mikill eldur kom upp í feriunni Scandinavian Star sem skráð var á Bahamaeyjum þegar hún var á siglingu frá Ósló til Friðikshafnar á Jót- Iandi þann 7. apríl 1990 með 500 manns um borð. Atburðurinn átti sér stað í norskri lögsögu. Rannsókn á slysinu sýndi fram á að skipið hefði ekki verið hæft til að sigla þessa leiö. Ný áhöfn feriunnar haföi aldei haldið brunaæfingu og tungumálaöröugleikar voru mfilí yfir- og undirmanna. Lögreglan telur aö eldurinn hafi verið kveiktur af ásettu ráði en ekki hefur tekist að hafa hendur í hári brennuvargsins. Sijórnin gagnrýnd fyrir lausn fanga Mannréttindalögfræðingar sök- uöu stjórnvöld í Suöur-Afríku um hlutdrægni í gær þegar búið var að sleppa flórum hvítum lögreglu- mönnurh úr fangelsi. Mennirnir voru búnir að sitja aðeins þrjú ár i fangelsi fyrir morð á blökku- mönnum en á sama tíma eru enn meintir pólitískir fangar í haldi. Lögfræöingarnir sögðu að ríkis- stjórnin leysti hvíta glæpamenn úr haldi til að draga úr reiöi öfgasinn- aöra hægrimanna yfir lausn and- stæðinga kynþáttaaðskilnaðar- stefnunnar. Lögregluþjónarnir voru dæmdir til dauða árið 1988 fyrir að mýrða ur-Afriku, hefur sætt harðri gagn- tvo eiturlyfjasala fyrir samkeppn- rýni fyrir að láta svertíngjamorð- isaðila þeirra, en forveri de Klerks, Ingja lausa úr haldi eftir stutta P.W. Botha, breytti dauðadómun- fangelsisdvöl. sfmamynd Reuter umífangelsisdóma. Reuter DV írak: Segjast eiga ef ni til kjarnavopna- framleiðslu írakar hafa látið undan þrýstingi frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og gert opinberan lista af kjamorku- tengdum efnum sem bandarískir embættismenn segja sanna að Sadd- am Hussein hafi verið að smíða tjarnavopn á laun. í bréfi til Sameinuðu þjóðanna, sem skýrt var frá í gær, viðurkenndu Ír- akar að hafa unnið með geislavirkt úraníum án þess að tilkynna það til Alþjóða kjamorkumálastofnunar- innar. En bandarískir og breskir stjómarerindrekar, sem vora kunn- ugir innihaldi skýrslu Bagdadstjórn- arinnar, sögðu að írakar héldu því fram að úraníumið hefði verið til friðsamlegra nota en ekki til að smíða kjarnavopn. Engu að síður sögðust stjómarerindrekar vera vissir um að írakar hefðu verið með .framstæða kjanavopnaáætlun. Malin Fitzwater, talsmaður Banda- ríkjaforseta, fagnaði því að írakar skyldu leggja lista með kjamaefnum fyrir Sameinuðu þjóðirnar en bætti við að ekkert í gögnunum breytti því að þörf væri á víötæku eftirliti. Meðal þess sem írakar sögðust eiga í fórum sínum var búnaður sem Bandaríkjamenn notuðu síðast til að framleiða kjarnasprengjuna sem þeir vörpuðu á Hiroshima árið 1945. írakar skýrðu frá því í skýrslu sinni að þeir hefðu framleitt hálft kíló af örlitið geislavirku efni en það mun ekki hafa verið nógu geislavirkt til að búa til úr því spengju. Samkvæmt vopnahlésskilmálum Öryggisráðsins, sem samþykktir voru 3. april, verða írakar að láta af hendi allt efni til kjamavopnafram- leiðslu, öll efnavopn, sýklavopn og langdrægar flaugar. Þangað til ríkin, sem eiga sæti í Öryggisráðinu, eink- um þó Bandaríkin, telja að það hafi verið gert verður víðtækt viðskipta- bannáírakáframígildi. Reuter NýjaMexíkó: Dauðaleit að geislavirkri geit Geislavirk geit, sem slapp úr haldi vísindamanna í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum á meðan verið var að gera tilraunir á henni, getur stefnt sjaldséðum stórhyrndum eyðimerkurkindum í hættu nema hún verði drepin fyrst, að því er yfirvöld skýrðu frá í gær. Leitarmenn notuðu þyrlur og flugvélar með séstökum tækjabún- aði í von um að geta gripið skepn- una sem hefur verið uppnefnd „kjarnorkugeitin" áður en hún nær að blanda geði við kindunar sjaldséðu í hrjóstrugum héruðum Nýju Mexíkó. Kindin er á lista fylk- isins yfir dýr í útrýmingarhættu. Flóttadýrið var ein af 62 angóra- geitum sem í vora sett geislavirk efni í marsmánuði síðastliðnum í tilraun til að fylgjast með ferðum þeirra til að afla upplýsinga um veiðivenjur ameríska sléttuúlfsins. Vísindamenn höfðu þá trú að sléttuúlfarnir mundu sporðrenna geislavirka efninu ef þeir dræpu og ætu geitumar og þar með koma upp um lífsvenjur sínar. Eftir að tíu geitur sluppu úr prísundinni 1 maí fyrirskipuðu stjórnvöld aö til- rauninni skyldi hætt og geitumar drepnar. Níu geitur af tíu hafa sem sé náðst og verið jarðsettar en sú tíunda er hvergi sjáanleg. Bob Jenks, starfsmaður veiðieft- irlits Nýju Mexíkó, sagði að stofn- unin óttaðist geislavirka mengun í þessu stijálbýla fylki. Menn eru hræddir við að geislavirka efnið geti borist áfram eftir fæðukeðj- unni. Jenks sagði einnig að dýrið gæti borið með sér sjúkdóm, alls óskyldan geislavirkninni, og dreift honum út viö kynmök við kindurn- ar. En Mike FaU, sem sér um rán- dýrarannsóknir hjá opinberri rannsóknarstöð í Denver og hafði yfiramsjón með tilrauninni á geit- unum, sagöi að þær hefðu fengið fúkkalyf til að koma í veg fyrir sjúkdóma og því væri ekki nein raunveruleg hætta á ferðum. Reuter Gorbatsjov úti í kuldanum - fær ekki aðgang að klíku hinna ríku Svo virðist sem sjö helstu iðnríki heims, sem halda sinn árlega fund í London um miðjan júlímánuð, séu ekkert ýkja hrifin af tilraunum Gorb- atsjov Sovétforseta til að komast í klíkuna. Sumir embættismenn eru hálffýld- ir út í Gorbatsjov fyrir að hafa marg- gefið það í skyn að hann vildi gjarnan fá að vera með í klíku þessara rík- ustu þjóða heims. Þeir telja hann hafa „stolið" fundinum sem haldinn verður í boði John Mayor, forsætis- ráðherra Bretlands, í London dagana 15.-17. júlí. „Þetta verður Gorbatsj- ovfundur hvort sem okkur líkar bet- ur eða verr,“ sagði einn embættis- maður. Líklegt þykir að umræður um að- stoð til Sovétríkjanna muni vekja mesta athygli og skyggja á umræður um heimsviðskipti og takmörkun vopnasölu til þriðja heims landa. Dagskrá fundarins hefur verið vand- lega skipulögð til að reyna að foröast að gefa það í skyn að Gorbatsjov sé kominn í klíku hinna ríku. Til að reyna að halda Sovétforsetanum í einhverri fjarlægð hefur verið ákveðið að þjóðirnar sjö haldi sinn fund í 2-3 daga áður en Gorbatsjov fær aö ávarpa fundinn. Hann fær því ekki að taka þátt í hringborösum- ræðum um efnahagsskipan heimsins né er honum boðið í veislu sem Elísa- bet Englandsdrottning mun halda fyrir leiðtoga ríkjanna. „Já, ég hálfvorkenni þeim líka.“ Efnahagur Sovétríkjanna eru rústir einar en leiðtogar sjö rikustu þjóða heims láta sér fátt um finnast. Teikning Lurie Fundur leiðtoga þessa ríkustu þjóða heims, Bandaríkjanna, Japans, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Ítalíu og Kanada er árlegur viðburð- ur. Árið 1989, þegar Francois Mit- terrand var gestgjafi í París, sendi Gorbatsjov fundinum óvænt bréf 'þess efnis að hann vildi gjarnan vera þátttakandi í hinni nýju efnahags- skipan heimsins. Ári síðar, þegar Georg Bush hélt fundinn í Houston í Texas, fékk hann bréf frá Gorbatsj- ov þar sem hann kvað vera þörf á fjárhagslegum stuðningi frá erlend- um aðilum til að umbætur heima fyrir færa ekki út um þúfur. Nú hafa löndin tekið þá ákvörðun að bjóða Gorbatsjov að ávarpa fund- inn og leggja fram mál sitt. Sú byrði hvílir á Sovétforsetanum að sann- færa Vesturlönd um aö honum sé alvara með efnahagslegar og stjóm- málalegar umbætur sínar og hann muni segja alveg skiliö viö áætlunar- búskap en taka þess í stað upp frjálst markaðshagkerfi. „Sex ár af perestroiku og smástíga umbótum hafa ekki gert neitt nema auka vándann," segir Graham Alli- son, prófessor frá Harvard og einn af höfundum áætlunar um að Vestur- löndin muni lána Sovétríkjunum milljarða króna gegn því að tryggt yrði að raunverulegar umbætur ættu sér stað. Líklegt er að Gorbatsjov eigi sér talsmenn í fulltrúum Frakklands, Þýskalands og Ítalíu á fundi iðnríkj- anna en þegar hefur verið slegið á vonir forsetans um stórfellda pen- ingahjálp frá Vesturlöndum. Aðstoð í formi fjármagns mun víkja fyrir aðstoð í formi tækni og frjálsari við- skipta. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.