Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1991, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991.
5
Fréttir
Ég hef trú á að hægt
verði að rétta við
- segir Garðar Halldórsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Langnesinga á Þórshöfn sem á í miklum erfiðleikum
Gylfi Kristjánsscm, DV, Akureyri:
„Þaö er ákveðin áskorun fólgin í
því að takast á við þetta starf en þó
ég hafi ekki gert mér grein fyrir að
vandinn væri jafnstór og raun ber
vitni þá hleyp ég ekki undan merkj-
um,“ segir Garðar Halldórsson,
kaupfélagsstjóri Kaupfélags Lang-
nesinga á Þórshöfn. Garðar tók við
starfinu þann 1. júní sl. og kom að
erfiðu búi. Kaupfélagið fékk
greiðslustöðvun 27. maí sl. til þriggja
mánaða og nú róa forráðamenn fé-
lagsins lífróður ef svo má segja.
Skuldir kaupfélagsins um síðustu
áramót námu 230 milljónum króna
og þar af voru skammtímaskuldir
um 160 milljónir. Jákvætt eigið fé
fyrirtækisins var þá hins vegar 16
milljónir.
Garðar sagði að félagið skuldaði
ekki stórar upphæðir á hverjum stað,
helst að SÍS og dótturfyrirtæki þess
væru þeir aðilar sem ættu stórar
upphæðir inni hjá fyrirtækinu. „Ég
er búinn að senda lánardrottnum
okkar bréf þar sem ég skýrði hvað
við hyggjumst gera og kallað var eft-
ir yfirliti frá þessum aðilum til að
bera saman við okkar bókhald þann-
ig að betra væri að glöggva sig á stöð-
unni“.
Ef kæmi til gjaldþrots kaupfélags-
ins myndu um 30 manns missa at-
vinnu sína en það er starfsmanna-
fjöldi fyrirtækisins auk 12 manns í
dótturfyrirtækjum þess. „Ég hef trú
á því að það verði hægt að rétta við
en til þess þarf samfellt átak fólksins
hér á staðnum. Það er hagur okkar
allra sem hér búum og einnig kröfu-
hafa.“
Talið barst að því að fólk á svoköll-
uðum „minni stöðum" kjósi fremur
að versla á stærri stöðunum ef það
getur komið því við enda sé vöruverð
þar mun hagstæðara.
„Vissuiega verslar fólkið þar sem
það er hagstæðast en verslar síðan
dagvöru sína hér. Við getum einfald-
lega ekki verið samkeppnisfærir í
Garðar Halldórsson: „Samstillt átak
þarf svo við getum unnið okkur út
úr þessum vanda.“
verði á meðan svo er, veltuhraðinn
er of lítill. Það þarf samstillt átak
fólksins til að okkur takist að vinna
okkur út úr þessum vanda,“ sagði
Garðar.
Hvertfóru lánin úr Byggingasjóði
verkamanna?
Sólbruni og rauðmagaát á Gjögri
2'71,7
VESTFIRÐIR
13,5 13.3
43,1
35,9
24,1,3
I 1—i
VESTURLAND
26,5
22,2
2'5 13
0=3
NORÐURLAND
NORÐURLAND EYSTRA
VESTRA
6,7
3,9
f ) V \ • ' | , , AUSTURLAND
' y-ú' j n J
REYKJAVÍK
REYKJANES
V >
6'5 (5
□3- 'úir
■ °Qf
SUÐURLAND
SKYRINGAR
□ 1990 □f99f
IÓstaðsett lán
1991 (7,9%)
Skipting framkvœmdalána vegna félagslega íbúðakerfisins
Eignaríbúðir
Leiguíbúðir
Kaupleiguíbúðir,
félagslegar
Kaupleiguíbúðir,
almennar
354
1248
-I 142
1 158
□ 178
1121
□ 153
□ >990 □>99í
73
Stjóm Húsnæðisstofnunar ríkisins:
Ráðstafar 3,6
milljörðum í fé-
lagslegar íbúðir
Stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins
samþykkti í lok síðasta mánaðar lán-
veitingar úr Byggingasjóði verka-
manna til byggingar og kaupa á allt
að 594 félagslegum íbúðum. Áætlað
er að lánveitingar þessar nemi um
3,6 milljörðum og þar af munu 860
milljónir koma til útborgunar í ár. Á
síðasta ári voru veitt lán til kaupa
eða bygginga á samtals 827 félagsleg-
um íbúðum.
Umsóknarfrestur vegna þessara
lánveitinga rann út í október síðast-
liðnum. Alls bárust Húsnæðisstofn-
un 78 gildar umsóknir frá félagsleg-
um framkvæmdaraðilum vegna 1716
íbúða alls. Þrettán umsóknir vegna
199 félagslegra íbúða reyndust ógild-
ar eöa voru afturkaliaðar.
-kaa
Ólafsflörður:
Bæjarstjórnin
starf hæf á ný
Næstu menn á listanum höfðu tekið
sæti þeirra.
Eftir yfirlýsingum nýju fulltrú-
anna að dæma nýtur bæjarstjórinn
nú óskoraðs trausts allrar bæjar-
stjórnarinnar, jafnt fulltrúa meiri-
hlutans sem minnihlutans. Deilurn-
ar innan meirihlutans hafa verið eitt
helsta umræðuefni bæjarbúa hér síð-
ustu vikurnar en þó eru margir sem
segjast ekki hafa hugmynd um hvað
olli þessari orrahríð.
Helgi Ólafeson, DV, Ólafevílc
Bæjarstjóm Ólafsfjarðar kom sam-
an á miðvikudag í fyrsta skipti í lang-
an tíma, enda hefur hún veriö nán-
ast óstarfhæf síöan deilurnar á með-
al sjálfstæðismanna, sem skipa
meirihlutann, hófust í maí. Þrír bæj-
arfulltrúar meirihlutans, þeir sem
skipuðu sæti 2-4, hafa fengið leyfi til
áramóta þar sem þeir treystu sér
ekki til að starfa með Bjarna Kr.
Grímssyni bæjarstjóra lengur.
Regína Thorarensen, DV, Gjögri:
Fólk er orðið mjög sólbrennt hér
bæði af sól og rauðmagaáti.
Rauðmaginn veiðist ennþá þó í
smáum stfi sé og alltaf koma nýjar
og nýjar göngur. Hef ég ekki séð
stærri rauðmaga fyrr en nú að Axel
mágur minn sendi mér tvo stóra sem
vigtuðu tæpt kíló hvor, roðflettir.
Já, það koma alltaf nokkrir rauð-
magar í grásleppunetin, en gráslepp-
una má veiða fram til 15. júlí. Ein-
hverir selkópar hafa einnig komið í
netin eins og algengt var hérna áður
fyrr. Telja sjómenn að það sé til kom-
iö vegna þess að selurinn baði sig
mikið í sólinni og fari því minna um
fjörðinn en ella.
TM-HÚSGÖGN
Síðumúla 30 — Sími 68-68-22
Sólstofu-1
og sumarbústadahúsgögn,
yi■<:<i -ý/ '///'///<
,//■//';. %ntV'4' V
'''J':•J/■■■
%
H)
Sumir bílar
ero
betri en aðrir
WjHONDA
Honda Accord er búinn
miklum góðum kostum.
Kostagripir liggja ekki alltaf á
lausu, en þessi er það og til-
búinn til þinnar þjónustu. Bíll
fyrir alla og við allra hæfi.
Greiðsluskilmálar fyrir alla.
Verð frá kr. 1.432.000,- stgr.
Í)HONDA
HONDA Á iSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24. S-689900