Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 6
6 ■ FÖSTUDAGU-R 2. ÁGÚST'1-991. Viðskipti______________________________________________________________________________dv Um helmingur alls tolls til EB er vegna saltf isks - tveir þriðju afheildarverðmætum íslensks fisks til EB þegar tollfrjáls eða lítt tollaður I hinni hörðu baráttu undanfarið um tollfrjálsan aðgang sjávarafurða að mörkuðum Evrópubandalagsins hefur þeim rökum verið haldið fram að enginn heimsendir sé framundan þótt samningarnir fari út um þúfur. Sá fríverslunarsamningur sem ís- lendingar hafi þegar við bandalagið sé það góður aö í raun sé lítil viðbót sem fáist. Núverandi fríverslunarsamningur við Evrópubandalagið var gerður árið 1972 og varð virkur 1977. Hann var býsna góður á sínum tíma og spannaði vel yfir 70 prósent af þáver- andi útflutningi okkar til bandalags- ins. í þessum samningi var saltflskur tollaður, enda var á þessum tíma ekki svo mikill útflutningur á salt- fiski til bandalagsins. Það hefur breyst. 67% af fiskinum tollfrjáls eða lítt tollaður Skoðum betur núverandi fríversl- unarsamning um tollfrjálsan út- flutning íslenskra sjávarafurða til Evrópubandalagsins, svonefnda bókun númer 6. Samkvæmt þessum samningi er um tveir þriðju, 67 prósent, alls útflutn- ingsverðmætis íslensks fisks til Evr- ópubandelagsins tollfijáls eða lítt tollaður. Það endurspeglar rökin um „rólegan æsing“ þótt ekki náist samningar. Þessar tegundir eru aöfullu tollfrjálsar Um helmingur af útflutningsverð- mætum íslensks fisks til EB er alger- lega tollfrjáls. Það eru þessar tegund- ir: Öll fryst flök Rækja, fryst Fiskimjöl Rækja, niðursoðin Grásleppuhrogn Lýsi Lifur og hrogn, söltuð Lifur og hrogn, fersk Lifur, hrogn og svil, fryst Heildarútflutningurtil EB um 56 milljarðar króna Útflutningsverðmæti þessara sjáv- arafurða voru á síðasta ári um 28 milljarðar króna en þar af voru frystu flökin langstærsti hlutinn eða um 19 milljaröar. Heildarútflutn- ingsverðmæti íslensks fisks til Evr- ópubandalagsins voru hins vegar um 56 milljarðar á síðasta ári. Yfir 2 milljarðar ítollatil EB Álagðir tollar á íslenskan fisk námu um 2,1 milljarði af hinum 56 milljarða króna útflutningi til Evr- ópubandalagsins. Þar af var lagður um 1 milljarður í tolla á saltfiskinn. Þær sjávarafurðir til EB sem njóta verulegra tollfríðinda og eru því lítt tollaðar bera flestar um 3,7 prósent toll. Af tegundum í þessum flokki má nefna heilan, ferskan og frystan þorsk, ýsu, ufsa og karfa. Auk fisk- hakks og marineraðrar síldar. Tollar á saltfisk, flök og flatfisk Þá komum við að flokkum sem bera nokkurn toll og baráttan um tollfrelsi við Evrópubandalagið snýst raunverulega um. Þar er helst að saltfisk og saltaðar afurðir. Fréttaljós Jón G. Hauksson nefna fersk flök, saltfisk, flatfisk auk annarra tegunda eins og reyktrar síldar, humars, hörpudisks og salt- síldar. Fyrst eru það fersku flökin. Þau bera öll 18 prósent toll til bandalags- ins. Skiptir þá engu hvort um þorsk- flök, ýsuflök, ufsaflök eða karfaflök er að ræða. Ný og kæld fiskflök eru aðeins um 2,6 prósent af heildarút- flutningsverðmætum sjávarafurða okkar til EvrópubandalagsinS. Miklar vonir eru bundar við auk- inn útflutning á ferskum flökum til Evrópubandalagsins, náist tollfrelsi fyrir þau. Hefur utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, nefnt í þessu sambandi að gifurleg aukning verðmæta hggi í því að komast með fiskinn inn á dýrari markaði, eins og beint inn á smásölumarkaðinn. Lífið er saltfiskur varðandi Evrópubandalagið Þá er það sjálfur saltfiskurinn. Flattur saltaður þorskur er stærsti hlutinn af söltuðum flski og nemur um 17 prósentum af heildarútflutn- ingsverðmætum íslensks fisks til Evrópubandalagsins. Flattur, saltað- ur þorskur ber 6 prósent toll. Állur annar saltfiskur, eins og salt- aður ufsi og ufsaflök, langa, keila, síldarflök og önnur söltuð flök bera tolla á biiinu 12 til 16 prósent. Þá er eftir að nefna ferskan og frystan heilan kola, lúðu, grálúðu, annan flatfisk, eldissilung og eldis- lax. Þessar tegundir bera tolla á bil- inu 8 til 15 prósent. Nema eldislaxinn sem ber aðeins 2 prósent toll. Humar og hörpudiskur Loks ber að nefna tegundir eins og skreið, harðfisk, reyktan lax, reykta síld, humar, frystan hörpudisk, þang- og þaramjöl, svo og saltsíld. Þessar tegundir bera tolla á bilinu 8 til 15 prósent. Varðandi þennan flokk þá liggja nokkrir möguleikar á útflutningi á hörpudiski til Frakklands en hörpu- diskur er nú að mestu fluttur út til Bandaríkjanna. Frakkar borða meira en sjálfan vöðvann úr hörpudiskinum þannig að ekki er aðeins von um hærra verð fari meiri hörpudiskur til Evrópu- bandalagsins heldur einnig meira magnvegnabetrinýtingar. -JGH Peningainarkaður INNLÁNSVEXTIR INNLÁN ÓVEROTR. (%) hæst Sparisjóðsbækurób. Sparireikningar 5-6 Ib.Lb 3ja mán. uppsögn 5,5-9 Sp 6mán.uppsögn 6,5-10 Sp Tékkareikningar, alm. 1-3 Sp Sértékkareikningar VÍSITÖLUB. REIKN. 5-6 Lb.lb 6mán.uppsögn 3-3,75 Sp 15-24 mán. 7-7,75 Sp Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisb. reikningar i SDR6.5-8 Lb Gengisb. reikningar i ECU 8,7-9 Lb ÖBUNDNIR SÉRKJARAR Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3,25-4 Bb óverðtr. kjör, hreyföir SÉRST. VERÐBÆTUR (innan tímabils) 12-13,5 Sp Vísitölubundnirreikn. 6-8 Lb.lb Gengisbundir reikningar 6-8 Lb.lb BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Vísitölubundin kjör 6-8 Bb óverðtr. kjör 15-16 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandaríkjadalir 4,5-5 Lb Sterlingspund 9,25-9,9 SP Vestur-þýsk mörk 7,5-9,25 Lb Danskarkrónur 7,5-8,1 Sp ÚTLÁNSVEXTIR ÚTLÁN ÖVERDTR. (%) lægst Almennirvíxlar(forv.) 18,5 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 18,5-19,25 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr) UTLÁN VERÐTR. 21,75-22 Bb Skuldabréf AFURÐALÁN 9,75-10,25 Lb.Bb Isl.krónur 18-18,5 Ib SDR 9,7-9,75 Sp Bandarikjadalir 7,8-8,5 Sp Sterlingspund 13-13,75 Lb.Sp Vestur-þýskmörk Húsnæðislán 10,5-10,75 4.9 Bb Lífeyrissjóöslán 5-9 Dráttarvextir 27,0 MEÐALVEXTIR Alm. skuldabréf júlí Verðtr. lán júlí 18,9 9,8 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala ágúst 3158 stig Lánskjaravisitalajúlí 3121 stig Byggingavísitala ágúst 596 stig Byggingavisitala ágúst 186,3 stig Framfærsluvísitala júli 156,0 stig Húsaleiguvísitala 2,6% hækkun 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR -Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,820 Einingabréf 2 3,124 Einingabréf 3 3,817 Skammtímabréf 1,942 Kjarabréf 5,698 Markbréf 3,048 Tekjubréf 2,144 Skyndibréf 1,692 Sjóðsbréf 1 2,790 Sjóðsbréf 2 1,920 Sjóðsbréf 3 1,928 Sjóðsbréf 4 1,684 Sjóðsbréf 5 1,160 Vaxtarbréf 1,9699 Valbréf 1,8460 islandsbréf 1,213 Fjórðungsbréf 1,121 Þingbréf 1,211 Öndvegisbréf 1,195 Sýslubréf 1,227 Reiðubréf 1,181 Heimsbréf 1,121 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40 Ármannsfell hf. 2,38 2,50 Eimskip 5,71 5,94 Flugleiðir 2,40 2,50 Hampiðjan 1,85 1,94 Hlutabréfasjóður VlB 1,03 1,08 Hlutabréfasjóðurinn 1,63 1.71 Islandsbanki hf. 1;64~*“ 1,72 Eignfél. Alþýðub. 1,66 1.76 Eignfél. Iðnaðarb. 2.43 2,53 Eignfél. Verslb. 1.74 1,82 Grandi hf. 2,64 2,74 Olíufélagið hf. 5,45 5,70 Olís 2,15 2,25 Skeljungur hf. 6,00 6,30 Skagstrendingur hf. 4,90 5,10 Sæplast 7,30 7,62 Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05 Útgerðarfélag Ak. 4,58 4,72 Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42 Almenni hlutabréfasj. 1.11 1 16 Auðlindarbréf 1,03 1,08 islenski hlutabréfasj. 1,14 1,19 Síldarvinnslan, Neskaup. 3,23 3,40 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, lb = Islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Leiðrétting vegna fréttar um hlutabréf 1 gær: Reytingur til af þekktum bréfum - annasamt hjá verðbréfafyrirtækjum í gær Frétt DV í gær um að hlutabréf í Eimskip, Olíufélaginu, Ohs, Skelj- ungi, Skagstrendingi, Eignarhalds- félagið Iðnaðarbankans, Eignar- haldsfélagi Verslunarbankans, Sæ- plasti og Útgerðarfélagi Akur- eyringa væru ekki til á-verðbréfa- markaönum var röng. Bréf í þessum félögum eru ekki til hjá Verðbréfamarkaöi íslands- banka, sem rekur Hlutabréfamark- aöinn hf. og reiknar út vísitölu HMARKS, en DV miðaði við það í frétt sinni. Þess vegna urðu mistök- in. Hið rétta er að Kaupþing, Fjár- festingarfélagið og Landsbréf eiga til hlutabréf í þessum fyrirtækjum. Kaupþing átti í gær til hlutabréf í Eignarhaldsfélagi Iðnaðarbank- ans, Flugleiðum, Fróða, Hluta- bréfasjóðnum, Auölind, Olíufélag- inu, Olís, Skeljungi, Sæplasti, Þró- unarfélaginu, Ármannsfelli og Út- gerðarfélagi Akureyringa. Fjárfestingarfélagið átti í gær hlutabréf í Eimskip, Flugleiðum, Olíufélaginu, Skagstrendingi og Almenna hlutabréfasjóðnum. Landsbréf áttu í gær hlutabréf í Flugleiðum, íslenska hlutabréfa- sjóðnum, Olíufélaginu, Olís og Skagstrendingi. Að sögn forráðamanna verð- bréfadeilda verðbréfafyrirtækj- anna hefur undanfarna mánuði verið nokkur reytingur af hluta- bréfum í þekktum fyrirtækjum, þó oft sé það ekki í miklum mæh. í gær var mikið aö gera hjá verð- bréfafyrirtækjunum í kjölfar þess að 5 milljónir komu á markaðinn í formi vaxtabóta, skattaafsláttar vegna hlutabréfakaupa, barnabóta og fleira. Þetta er óvenjumikil innspýting af peningum á markaðinn og varð hennar í gær vart hjá verðbréfafyr- irtækjunum þegar fólk kom og keypti hlutabréf. -JGH Tollar á ísl. fisk til EB | Annar fiskur 10-15% tollur Saltfiskur 6-12% tollur Ný og kæld flök 18% tollur Fryst, heil lúða 8-15% tollur - Ferskur koli 8-15% tollur Ferskur, heill þorskur 3,7% tollur Um helmingur af heildarútflutningi islensks fiska til EB er algerlega toll- frjáls. Þar ber mest á frystum flökum. Mismunandi tollar eru lagðir á af- ganginn. Sjdgtín^toMs^ísLjnsj^í^Bj þorskur Þetta er skipting 2 milljarða tollsins til EB. Helmingur alls tollsins er á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.