Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST. 1991. 17 Bridge EM í Killamey á írlandi: Kóngaveiði! LOKAÐ laugardaginn fyrir verslunarmannahelgina, 3. ágúst. BORGARBILASALAN GRENSÁSVEGI 11, SÍMAR 813085 OG 813150 Það getur verið bæði fróðlegt og gaman að hlusta á bridgeskýrendur útskýra flóknar sagnir og spila- mennsku á sýningartöflu en stund- um virðast þeir gleyma að sagnhafl sér aðeins 26 spil þegar þeir hafa aðgang að 52. Það getur því verið skemmtileg til- breyting þegar spilararnir spila bet- ur en bridgeskýrendurnir útskýra. í leik írlands og Ungverjalands kom slíkt tilfelli fyrir þegar Ungveij- inn Gabor Macskassy þurfti að kljást við fjögur hjörtu gegn bestu vörn. Reyndar var spihð tilnefnt til verð- launa, sem besta úrspil mótsins. V/O * KD5 V DG853 ♦ Á103 + 106 ♦ Á982 V 764 ♦ G862 + 84 * GIO V Á1092 ♦ KD4 + D953 Á nokkrum borðum byrjaði vörnin á því að spila þrisvar laufi, og þegar austur gat ekki yfirtrompað blindan var auðvelt fyrir norður að veiða kónginn einan í vestri. Á öðrum borðum hafði vestur opnað sagnir á einu laufi. Síðan komu tveir hæstu í laufi og spaði á ásinn. Eftir það var auðvelt fyrir sagnhafa að veiða hjartakónginn. En Gabor fékk enga slíka aðstoð frá írunum Mesbur og Fitzgibbon. Útspilið var laufátta, gos- inn átti fyrsta slaginn og vestur tók síðan laufás. Áður en lengra er hald- ið er rétt að geta þess að vestur pass- aði í upphafi, norður opnaði á einu hjarta, sem suður hækkaði í fjögur. Vestur spilaði nú spaða, austur drap á ásinn og spilaði meiri spaða. Hvað nú? í lokaða salnum svínaði írski sagn- hafinn einfaldlega hjartadrottningu + IMi V K ♦ 975 -ft. Á J/Tinn Bridge Stefán Guðjohnsen og varð einn niður. En Gabor var tortrygginn! Hann skoðaði sagnkort íranna. Jú, íramir voru með eðlileg útspil, hátt-lágt frá tvíspili. Hafði vestur sofnað á verðinum? Nei - hann virtist glaðvakandi. Bridge- skýrendurnir gripu nú inn í og full- yrtu að sagnhafi myndi geta rétt í trompið og spila trompi á ásinn. En bridgeskýrendurnir sáu ekki fyrir að norður gat ekki verið viss um að laufið skiptist 5-2, en það var hins vegar auðvelt að sannreyna það. Gabor spilaði einfaldlega laufi og trompaði með hjartaáttunni í blind- um. Einmitt! Austur átti ekki meira lauf, en hann gat ekki yfirtrompað og nú gat Gabor veitt kónginn með öryggi. Takið eftir því að gegn góðum varnarspilurum er spilamennska Gabors því sem næst hættulaus. Eigi austur hins vegar þrjú lauf getur sagnhafi ennþá tekið hina eðlilegu hjartasvíningu. En skoðum árangurinn á öllum borðunum þar sem fjögur hjörtu voru lokasamningurinn. Á níu borð- um byrjaði vörnin með því að spila laufi þrisvar og samningurinn vannst á þeim öllum. Á fjórum borð- um tók vömin tvisvar lauf og spilaði spaða. Tveir sagnhafar unnu spihð og tveir töpuöu. Á tveimur borðum tók vörnin einu sinni lauf, spilaði spaða og síðan tvisvar laufi. Spilið vannst á báðum borðum. Á einu borði spilaði vestur út spaða, síðan kom þrisvar lauf- unnið spil. Á einu borði kom lauf út, skipt í spaða, meira lauf og síöan tígull! En sagn- hafi veiddi samt kónginn. En í leik íslands við Liechtenstein græddi landinn 10 impa. Guðlaugur R. Jóhannsson spilaði út tígh og eftir það var sagnhafi fljótur að svína hjartadrottningu. Einn niður. Þegar kemur að vali á veiði- vörum er Abu Garcia merki sem æ fleiri treysta á Hafnarstræti 5 • Símar 1 67 60 og 1 48 00 Nú er einmitt rétti tíminn til að huga að endurnýjun eða kaupum á veiðibúnaði. Sértu að gera klárt fyrir væntanlegar veiði- ferðir skaltu kynna þér hið góða úrval Abu Garcia veiðivara því Abu Garcia hefur í áratugi verið leiðandi í tækniþróun veiðibúnaðar. Það kemur meðal annars fram í aukinni notkun á fisléttum en sérlega sterkum efnum ásamt nýjung sem stóreykur langdrægni hjólanna (ULTRA CAST). Þetta er meðal annars ástæðan til þess að æ fleiri veiðimenn treysta á Abu Garcia. ULTRA jKAbu Garcia Afgreiðslutíml: Mánud.-fimmtud. til kl. 19. Föstud. til kl. 20. Laugard. og sunnud. kl. 10-16. NYTT! KJÚKLINGA- BORGARAR • KRYDD-, • VÆNGIRAV Kgntucky Fried Chicken. KJUKLINGASTAÐIRNIR á horni Hjallahrauns og Reykjanesbrautar, Hafnarfirði, sími 50828, og Faxafeni 2, Reykjavík, sími 680-588 Um verslunarmannaheigina: Lokað laugardag og sunnudag NÆG BÍLASTÆÐI Opið mánudag frá 11-22 eins og venjulega. Munið að við afgreiðum beint í bílinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.