Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 34
;uM .s sraaAgurgö'í JÐAGUR -2.-AGUST-1991. íl • 46 Helgarpopp - stórtjón á hljóðfærum og sviðsbúnaði og fjöldi manns slasaðist Sextíu manns slösuðust á hljóm- leikum rokksveitarinnar Guns N’ Roses í hljómleikahöll skammt frá St. Louis í Bandaríkjunum. Skemmd- ir á húsinu eru metnar á sem nemur um þrettán milljónum íslenskra króna. Talsmenn hljómsveitarinnar skella alfarið skuldinni á lélega ör- yggisgæslu og slaka frammistöðu tónleikahaldarans og undirverktaka hans. Hinir segja að Axl Rose, söngv- ari Guns N’ Roses, hafi æst til óláta og því hafi farið sem fór. Hljómleikarnir voru haldnir 2. júlí síðastliðinn. Þegar um níutíu mínút- ur voru liðnar af hljómleikunum krafðist Rose þess af öryggisvörðum að þeir tækju myndavél af einum tónleikagestanna. Þegar þeir urðu - ekki við því nógu fljótt tók söngvar- inn það að sér sjálfur. Við það tryllt- ist mannskapurinn viö sviðið. Er öryggisverðimir höfðu bjargað Rose úr manngrúanum og komið honum upp á svið slengdi hann hljóðnema sínum í sviðið og gekk út. Við það virðist sem öllum árum vítís hafi verið hleypt lausum. Æstur múgurinn réðst á öryggisgirðingar, ljósaturna og tvo videoskjái. Fjöldi manns tróðst upp á svið og skemmdi magnara og annan útbúnað. Vegna skemmdanna varð Guns N’ Roses að aflýsa hljómleikum í Chicago 4. júlí og í Kansas tveimur dögum síðar. Það var ekki fyrr en í Dallas þann Umsjón Ásgeir Tómasson Guns N’ Roses. - Nóg af erfiðleikum í nýhafinni hljómleikaferð um Bandaríkin. níunda að búið var að koma búnaðin- um í samt lag að nýju. Lögregla er enn að rannsaka þetta atvik. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort hljómsveitin verður kærð vegna þessa. Talsmenn sveitarinnar bera af sér allar sakir og segja að allt hafi verið í ólestri við fram- kvæmd hljómleikanna. Ölvun hafi verið allt of mikil og fólk hafi sloppið inn með flöskur, dósir, hnífa og myndavélar. Þá hafi mótorhjóla- gengi gert usla í áhorfendahópnum. DuffMcKagan bassaleikari mun tví- vegis hafa orðið fyrir því að flösku var kastað í hann. Guns N’ Roses er nú á hljómleika- ferð tíl að kynna plötur sínar sem báðar nefnast Use Your Illusion. Þær áttu að koma útí júlí. Útgáfunni hef- ur hins vegar verið frestað um óá- kveðinn tíma vegna ágreinings um samningsatriði. Axl Rose hefur látið hafa það eftir sér að jafnvel geti svo farið að plöturnar komi aldrei út. Allt tryllt á Guns 'N Roses tónleikum Aldrei aftur dr. Hook - Dennis Lacorriere söngvari er kominn fram á sjónarsviðið að nýju Dennis Lacorriere var farinn að sakna þess að eiga hvergi heima og fá aldrei póst eins og annað fólk. Skýringin á því hvers vegna söng- urinn hjá hljómsveitinni Dr. Hook var ekki alveg í lagi er sveitin kom hingað til lands í fyrra er einföld. Gamh söngvarinn var ekki með. Margir héldu að karlinn með lepp- inn, Ray Sawyer, hafi verið aðal- söngvari Dr. Hook. Sá rétti heitir Dennis Lacorriere og hann er kom- inn fram á sjónarsviðið að nýju. Lacorriere sagði nýlega í blaðavið- tali að hann hefði alveg hvílt sig á tónlist í sex ár eftir að hann hætti í Dr. Hook. „Sonur minn hringdi og spurði hvort hann mættí búa hjá mér og ég gat auðvitað ekki neitað honum um það,“ segir hann. „Ég þurfti því að hugsa meira um það hvort til væri ostur í ísskápnum en hvort ég ættí að berja saman lag og reyna að verða mér úti um hljómplötusamn- ing. Það var vissulega gaman að fá loksins að kynnast því að lifa lífmu eins og venjulegur maður.“ Dennis Lacorriere gekk í Dr. Hook er hann var nítján ára og fram til 35 ára aldurs var hann með hljómsveit- inni á ferðalögum í yfir þrjú hundruð daga á ári. Flestir hinir dagamir fóru í að taka upp hljómplötur. Hann seg- ist hafa verið farinn að sakna þess verulega undir það síðasta að eiga hvergi heima og hann langaði ekkert tíl að enda sem fimmtugur raupari sem héngi við barinn og segði frægð- arsögur af sér frá „gömlu, góðu“ dög- unum. En eigi að síður er Dennis Lacorri- ere kominn frám á sjónarsviðið að nýju. Nú er hann einn síns liðs með kassagítarinn og segir það gott að vera einn. „Ef ég slæ vitlausan hljóm þá geri ég það bara aftur fjórum töktum síð- ar og þá er komin ný útsetning," seg- ir hann. Á efnisskránni eru ný lög og gömul. Þau gömlu eru að sjálf- sögðu frá Dr. Hook tímanum en ekki endilega þau vinsælu. Sum bestu lög- in okkar fóru fram hjá þeim sem völdu hvað áttí að verða vinsæl og hvað ekki og eru því svotil alveg óþekkt." Dennis Lacorriere hefur ekki plötusamning, segist ekki hafa leitað eftir honum og þykist ekki hafa hug- mynd um hvort einhver tilboð hafi borist. Hann söng dúett með Crystal Gayle fyrir nokkru og hefur einnig samið lög fyrir nokkra kántríhsta- menn, meðal þeirra Randy Travis. „Ég hugleiddi um tíma að fást ein- göngu við lagasmíðar en svo fannst mér svo gaman að syngja þau inn á spólur fyrir útgáfurétthafana að ég ákvaö að draga fram kassagítarinn og byria að spila og syngja á ný,“ segir Lacorriere. Hann ætlar ekki að taka þátt í að endurreisa gömlu Dr. Hook hljóm- sveitína. Segir alla hafa skilið í mesta bróðemi og þorir ekki að hætta þeim vinskap með því að standa fyrir því að hljómsveitin komi saman á ný. „Við hefðum í raun og veru átt að hætta árið 1983 í staðinn fyrir ’84,“ segir Lacorriere. „Ég var orðinn dauðleiður á ferðalögum en þorði ekki að segja hinum að ég vildi hætta. Svo loksins þegar ég gat stun- ið því upp brugðust allir vel við og virtust dauðfegnir að einhver stingi upp á að við hættum. Þannig eyddum við í raun og veru heilu ári til einsk- is!“ 33 V Steely Dan- menn sam- anáný Man nokkur lengur eftir tveim- ur náungum sem heita Donald Fagen og Walter Becker? Jú, þeir héldu úti hljómsveitinni Steely Dan hér í gamla daga og þóttu nokkuð góöir. Þeír Fagen og Backer eru nú farnir að vinna saman á ný eftir margra ára hlé. Hins vegar stendur ekki til að endurreisa Steely Dan sem var lögð niður fyrir tíu árum. Walter Becker segist nú ein- ungis vera upptökustjóri hjá Donald Fagen. Sá síðarnefndi sendi frá sér plötuna Nightfly árið 1982, Platan hlaut afar góða dóma víðast hvar. Þykir vafa- laust ýmsum tími kominn til að henni veröi fylgt eftir. Walter Becker vegnaði hins vegar afleit- lega á tónlistarsviðinu eftír að samstarö þeirra tveggja lauk. Það verður því forvitnilegt að heyra hvað kemur út úr sam- starfi fornvinanna. Hins vegar hefur ekkert verið tílkynnt um hvenær platan komi út. Natalie Cole sannar það með plötunni Unforgettable að lög föður hennar eru ekki gieymd. NatKing Cole lögin slá í gegn aðnýju Það er ekkert nýmeti sem mest selda stóra platan í Bandarikjun- um hefur að geyma. Þetta eru gamalkunnir sígrænir smellir sem Nat King Cole gerði vinsæla á funmta og sjötta áratugnum. Hann er hins vegar ekki flytjand- inn heldur dóttir hans, Natalie Cole. Unforgettable heitir plata þessi sem hefur slegið svo rækilega í gegn. Titillag plötunnar er að auki á hraðferö upp lista lítilla platna. Þar hefur gömlu og nýju verið blandað saman á listilegan hátt þannig að feðginin syngja lagið saman rétt eins og þau hafi verið stödd í hljóðveri saman. Reyndin er hins vegar sú aö Nat King Cole lést árið 1965 er dóttir hans var nýorðin flmmtán ára. Með plötunni Unforgettable segir Natahe Cole að hún vilji votta föður sínum viröingu og sína honum þakklæti fyrir allt gamalt og gott. Þessi virðingar- vottur virðist falla fólki vel í geð því að engin hljómplatna Natalie hefur oröið jafnvinsæl og Unfor- gettable. Og lög Nat King Cole hafa ekki verið jafnofarlega á vin- sældalista síðan 1957 er platan Love Is The Thing fór í efsta sæt- iö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.