Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 11
im TBÍföÁ .2 HrLíq#,®JT?m FOSTUDAGUR 2. ÁGUST 1991. Fyrsta farrými aflagtíParís Parisai'búar gátu stigiö upp í hvaða vagn neðanjarðarlestanna sem þeir vildu i gær því þá var fyrsta farrýmið aíhumið fyrir fullt og allt. Frakkland var orðið eina landiö sem enn hélt i far- rýmisskiptingu neðapjarðar- lestakerfisins sem er frá því um aldamótin. í byrjun voru aðeins harðir tré- bekkir á öðru farrými en leður- púðar á sætunum á því fyrsta. Upp á síðkastið hefur þó verið lít- ill munur á þeim, helst að liið fyrsta hafi verið heldur óhrjá- legra þar sem veggjakrotslista- menn létu heldur meira að sér kveða þar, í fyrra voru seldir 653 milljón miðar í neðanjarðarlestirnar og aöeins eitt prósent þeirra var fyr- ir fyrsta farrými. Gallaðskiptispor ollibrautarslysi Gallað skiptispor átti að öllum líkindum sökina á mannskæð- asta lestarslysi í Bandaríkjunum frá 1987 þegar sjö manns létust og 76 slösuðust við árekstur tveggja lesta í Suður-Karólínu á miðvikudag, að sögn rannsókn- armanna á slysstað. Einn rannsóknarmanna sagði við fréttamenn að of snemmt væri að draga nokkrar ályktanir en grunsemdir manna beindust að skiptispori frá aöalspori yfir á hiiðarspor. Árið 1987 fórust fimmtán manns og 247 slösuðust þegar lest fór út af sporinu í Marylandfylki. Vélmenni útí geiminn Geimfarar, sem ferðast til tunglsins og Mars í framtíðinni, verða með vélmenni með sér sem geta starfað sjálfstætt mestallan tímann, að því er segir í skýrslu bandariskrar stofnunar sem met- ur tækniframfarir. Menn eru hæfari í margs konar rannsóknarverkefni, svo sem jarðfræðirannsóknir og leit að lífi á öðrum hnöttum, en vélmennin munu gegna mikilvægu hlut- verki og gætu gert ýmislegt á ódýrari og öruggari máta. Vélmennin gætu verið beint undir stjóm mannanna eöa þá að þau gætu sjálf tekið ákvarðanir og haft samskipti við menn sem eru víðs fjarri. George Bush Bandarikjaforseti setti þaö mark á síðasta ári að Bandaríkin kæmu mönnuðu geirafari til Mars fyrir árið 2019, en þá verða liðin fimmtíu ár frá því maður steig fyrst fæti á tungl- ið. Forfaðirskordýra fundinn Hér er forfaðir skordýra heirr.s- ins kominn og hann fannst i Ástr- alíu. Simamynd Reuter Hugsanlegt er að 420 milljón ára gamall steingervingur, sem fannst í Vestur-Ástralíu, sé for- faðir allra skordýra heimsins og gæti verið fyrsta skepnan sem vogaði sér upp á þurrt land. Steingervingurinn fannst í sandsteini um 500 kílómetra fyrir norðan borgina Perth. Steingervingafræðingurinn Ken McNamara segir aðaldurinn á steingervinginum sé ákaflega þýðingarmikill. Elsta sams konar skepna, sera haföi fundist í stein- gervingslíki, er ekki nema 300 miUjón ára gömul. Skepnan, sem hér um ræðir, var þrettán sentímetra löng og var líkami hennar með ellefu liði. Reuter Útlönd Nelson Mandela, leiðtogi Afriska þjóðarráðsins, hvatti stjórn Suður-Afríku til að segja af sér í gær. Hér er hann með Winnie konu sinni og fylkisstjóranum i Rio de Janeiro í Brasiliu. Simamynd Reuter Nelson Mandela: Skipar stjórn Suður- Afríku að segja af sér Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, sagði í gær að ekki væri lengur hægt að treysta ríkis- stjórn Suður-Afríku og skipaði henni að segja af sér svo hægt yrði að mynda bráðabirgðastjóm, eða horfa upp á endalok viðræðnanna við sam- tök hans. „Eina leiðin til að koma á lýðræði þar sem hörundslitur skiptir ekki máli er að fá bráðabirgðastjórn. Ef de Klerk (forseti) og stjórn hans eru ekki reiðubúin að fallast á þessa kröfu verða þau að skilja að það geta ekki orðið neinar viðræður milli þeirra og okkar,“ sagði Mandela á blaðamannEifundi á fyrsta degi heim- sóknar sinnar til Brasilíu. Fyrr um daginn hafði Walter Sis- ulu, varaforseti Afríska þjóðarráðs- ins, sagt að besta leiðin væri að stjórnin færi frá. Á blaðamannafundi á þriðjudag, þar sem fjallað var um leynigreiðslur stjórnvalda til Inkathahreyfingar zúlúmanna, höfuðfienda þjóðarráðs- ins meðal blökkumanna, endurtók de Klerk að hann mundi ekki af- henda völdin í hendur „tímabund- inni stjórn". Hann sagðist þó mundu íhuga aðgerðir til að koma í veg fyrir að sfiórnin misnotaði vald sitt á með- an viöræðurnar færu fram. „Viö reyndum á undanfórnum átj- án mánuðum að hvetja ríkisstjóm- ina til að setjast niöur með okkur og leita friðsællar lausnar á málum okkar,“ sagði Mandela. „Við höfum reynt að byggja upp gagnkvæmt traust milli svartra og hvítra. En 19. júlí, daginn sem ég fór frá Suður- Afríku, varð ljóst að minnihluta- stjórn hvítra í Suður-Afríku var um megn að hegða sér á heiðarlegan hátt.“ Reuter Báðir f orsetarnir hrósa sigri George Bush Bandaríkjaforseti er nú kominn heim eftir árangursríka fór á leiðtogafundinn í Moskvu. Tals- menn bæði Bandaríkjastjórnar og Sovétstjórnarinnar hafa lýst ánægju sinni með fundinn en þar var START-samkomulagið um fækkun langdrægra kjarnavopna loks undir- ritað. Bush sagði eftir fundinn með Mik- hail Gorbatsjov að héðan í frá þyrfti vart að óttast að sambúð stórveld- anna yrði jafnstirð og var meðan kalda stríðið var í algleymingi. Ára- tug tók að ljúka START-viðræðun- um. Það veldur mönnum einnig bjart- sýni að leiðtogarnir urðu sammála um að standa saman að friðarráð- stefnu fyrir Miö-Austurlönd. Stjórn- málaskýrendur hallast að því að bæði Bush og Gorbatsjov hafi verið mikið í mun að ljúka leiðtogafundin- um nú í sátt og samlyndi því báðir verða þeir aö leggja verk sín fyrir kjósendur á næsta ári. Þá kann að reynast notadrjúgt í baráttunni að geta státað af sigrum í utanríkismál- Um. Reuter OPIÐ UM HELGINA 'Laugardag 10-19 - sunnudag 13-19 - mánudag 10-19' ðll blómabúnt á aðeins kr. 3S þessa U helgi 50% afsláttur af garðkönnum 50% afsláttur af flestum plastpotta- hlífum og hvítum plastpottum 50% afsláttur af ýmsum keramik- pottahlífurn NÝTT! Húsgögn úr EIK: Bókaskápar, hljómtækjaskáp- ar, kommóður, veggsamstæð- ur og margt fleira 30% afsláttur af flestum garðyrkju- áhöldum GARÐSHORN & við Fossvogskirkjugarð - sími 40500 ot u ekki ökusMrteinið heldur!, Hvert sumar er (í margt fölk í sumarleyfi :;r i tekið ölvað við stýrið. yUMFERÐAR RÁD LITIA FRÁBÆRA ÞVOTTAVÉLIN FYRIR ÞIG SPARNEYTIN 0G HENTAR ÞÍNUM AÐSTÆÐUM ÆUMENIAX ENGRI LÍK Rafbraut BOLHOLTI 4 S* 681440 Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda. COMBI CAMP er traustur og góður félagi í ferðalagið. Léttur í drætti og auðveld- ur í notkun. * COMBI CAMP er hlýr og þægilegur með fast gólf í svefn og íverurými. COMBI CAMP er á sterk- byggðum galvaniséruðum undirvagni, sérhönnuðum fyrir íslenskar aðstæður, á fjöðrum, dempurum og 10" hjólbörðum. COMBI CAMP er einn mest seldi tjaldvagninn á íslandi undanfarin ár og á hann fæst úrval aukahluta. COMBI CAMP er til sýnis í sýningarsal okkar. TÍTANhf LÁGMÚLA 7 SÍMI 814077

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.