Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 18
18, FÖSTURAGJJR 2. ÁGýST 1391,, Veiðivon Svörtu (ekki björtu) hliðamar í veiðinni: Laxastofnamir eru byrjaðir að hrynja Það eru ekki alltaf jólin í veiðinni eins og veiðimenn vita. Einn daginn veiðast fiskar en hina dagana minna. Stundum er laxarnir alls ekki komn- ir í ána en næsta dag eru þeir í torf- um. Svona er í veiðinni. En einu verður ekki breytt á þess- ari stundu nema með mikilli hugar- farsbreytingu því laxastofarnir eru byrjaðir að hrynja í veiðiám við Faxaflóann svo ekki verður um villst. Þetta kemur berlega í ljós í þeim skýslum sem hafa verið birtar um málið enda sjá veiðimenn það nær daglega að eldislaxinn er mætt- ur á staðinn. Ekki einn og ekki tveir heldur miklu fleiri. Þetta var reynd- ar þróun sem margir voru búnir að vara við og töluðu oftast fyrir dauf- um eyrum. En sannleikurinn er að koma í ljós. í skýrslu, sem tveir sérfræöingar af Veiðimálastofnun, Sigurður Guð- jónsson og Friðjón Már Viðarsson, hafa gert koma staðreyndirnar ber- lega í ljós. En þeir hafa unnið þessa skýslu úr rannsóknum á eldifiski í fimm veiðiám við Faxaflóann. Niður- stöðumar sýna að staðan er allt ann- að en góð á svæðinu og í versta falli megi búast viö hruni í ákveðnum náttúrlegum laxastofnum vegna blöndunar við eldisflsk. Rannsókn- irnar ná yfn; síðustu 3 ár og sýna að í Elliðaánum var eldisfiskur 35,8% af afla síðasta sumars. í Úlfarsá 45,2%, í Leirvogsá 42,7%, í Laxá í Kjós 25,7% og í Bótnsá 61,1%. Með hugtakinu eldislax, er átt bæði viö kvíalax og hafbeitarlax. Þegar þessar töiur eru skoðaðar er staðan langverst í Botnsá í Hvalfirði þar sem árið 1988 reyndust nær sjö Það er nóg að gera við að vikta og taka hreistursýni af öllum löxum sem veiðast í Elliðaánum. af hverjum 10 veiddum löxum vera eldislaxar. Þessar tölur eru ljótar og með sama áframhaldi þurrkast náttúrlegu laxastofnarnir úr þessum veiðiám. En eldislaxinn hefur sést í fleiri ám Það er vei fylgst með við Elliðaárnar þegar laxinn er plastaður og mældur. DV-myndir G.Bender og SK og á eftir koma í enn fleiri með tíð og tíma. Á meðan hausnum er stung- ið í sandinn og menn segja þetta allt í lagi er ekki von á góðu. Þetta er bara ekki grín lengur! Það verður að fara aö hlusta á menn sem hafa bent á hættumar í mörg ár án þess að tekið hafi verið mark á því. Arinars eru bara svartir dagar í vændum fyrir veiðimenn við margar veiðiárnar næstu árin. Vilj- umviðþað? -G.Bender Þjóðar- spaug DV Kurteisin Jóhannes Kjarval bauö eitt sinn ungri stúlku á veitingahús. Þegar þau höfðu fengið sér sæti spurði Kjarval stúlkuna hvað mætti bjóða henni. „Mér er alveg sama,“ svaraði stúlkan. Þá kaliaði Kjarval í þjóninn og sagði: „Viljið þér koma með vatnsglas handa dömunni og kaffi fyrir mig.“ Bara noklmó vel Þegar Benedikt Gröndal skáld lá banaleguna kom kunningi hans í heimsókn og spurði hvern- ig hann hefði það. Þá svaraði Benedikt: „Ég get ekki gengið, ekki legið og ekki andað en annars liður mér bara nokkuð vel.“ Mjög kaldur Ungur nemandi við skóla einn á Norðurlandi stigbreytti eitt sinn lýsingarorðiö kaldur svona: „Kaldur - kaldari - frosinn.“ Langdregin ræða Presti einum norðanlands lá einhverju sinni mikið á hjarta í messu og virtist ræða hans aldrei ætla að taka enda. Fólk fór því að tínast út úr kírkjunni og að lokum reis kirkjuvörðurinn upp, gekk til prestsíns og sagði: „Héma era lyklarnir góði. Þú læsir svo bara þegar þú ferð.“ Passíusálmarnir Þegar verið var að kistuleggja húsfreyjuna í Saurakoti voru aö- standendur í vandræðum með hvað syngja ætti við athöfhina. Efiir nokkrar umræöur sagði presturínn: „Viljið þið ekki syngja eítthvað gott úr Passíusálmunum." Honum brá nokkuð í brún þeg- ar böm hinnar látnu byrjuðu aö syngja: „Sjá hér hve illan endi, ótryggð og svikin fá...“ Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum Uðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. 2. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. Bækurnar sem er í verðlaun heita: Á eUeftu stundu, Flugan á veggnum, í helgreipum hat- urs, Lygi þagnarinnar og Leikreglur. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðl- un. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 116 c/o D V, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningsnafar fyrir hundruð- ustu og íjórtándu getraun, reyndust vera: 1. Ingveldur Gunnarsdóttir Holtagötu 12, 600 Akureyri 2. Edda Baldursdóttir Aðalgötu 20,550 Sauðárkróki Vinningarnir verða sendir heim. .»1141 liilll »1111 tttÍMt ftíii .(Uiunhiui iLiittííiii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.