Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 44
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 2.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 FOSTUDAGUR 2. AGUST 1991. Veðrið um helgina: Milt en hætta á skúrum Framan af helginni verður að öll- um líkindum skýjað að mestu um sunnanvert landið en bjart fyrir norðan og norðaustan. Möguleiki verður á skúrum um allt land, þó einna mestur á Suðurlandi. Á sunnudag og mánudag verður hæg breytileg átt á öllu landinu. Þá ætti að sjást til sólar allvíða, en einn- ig eru talsverðar líkur á skúrum um allt land, þó einkum síðdegis. Alla helgina verður veðrið mjög milt, hitinn á bilinu 12-18 stig. -ingo Allir vilja íÞórsmörk Langflestir vilja eyða verslunar- mannahelginni í Þórsmörk, sam- kvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá BSÍ í morgun, og er langmest eft- irspurnin eftir ferðum þangað. Upp- selt er í Húsadalinn, en þangað kom- ast 800-900 manns. Siðan eru Útivist og Ferðafélag íslands með ferðir í Langadal og Bása. Næst á vinsældalistanum er þjóð- hátíðin í Vestmannaeyjum. Á eftir ' fylgja Galtalækur og Húnaver. Einn- ig er talsvert spurt um ferðir í Þjórs- árdal. -JSS Flugfélögin: Allt fullt til Eyja Fullbókaö er í allar flugferðir til Vestmannaeyja í dag, bæði hjá Flug- leiðum og Íslandsílugi. Flugleiðir flugu með 13 fullar vélar til Eyja í gær og 10 vélar með 440 farþega fara í dag. Löngu er fullbókað í allar ferð- imar og er um 30 manna biðlisti í hverja vél. íslandsflug fer með 250 manns til Eyja í dag í 15 ferðum og er langur biðhsti eftir sætum. Ennþá - er hins vegar laust með flugi á þjóð- hátíð á morgun. Af öðrum stöðum á landinu er full- bókað til Húsavíkur, ísafjarðar og Siglufjarðar og vélar austur á Egils- staði eru við það að fyllast. -BÓl DV kemur næst út þriðjudaginn 6. ágúst. Smáauglýsingadeild DV er opin til kl. 22 í kvöld. Lokað laugardag, sunnudag og mánudag. 7 Síminn er 27022. Góða ferð og akið varlega! LOKI Erekki ríkiðaðdrepa mjólkurkúna? Velta apótekanna hefur minnkað um helminq - tek þessum tölum með fyrirvara, „Við erum búnir að fá tölur frá einstökum apótekum svo og sam- anburðarhópi sem samsettur er af stærstu apótekunum, millistærð og þeim minnstu. Þessar tölur ná yfir júhmánuð. Samkvæmt þeim hafa orðið feikimiklar breytingar á veltu apótekanna. Það viröist sem veltan hafi minnkað um helming miöað við svipað tímabil i fyrra, þannig að lyfjakostnaður þjóðar-' hehdarinnar gæti i júlímánuði hafa verið allt að hehningi lægri heldur en á sama tíma í fyrra." Þetta sagði Sighvatur Björgvins- son heilbrigðisráðherra er DV ræddi við hann í gær. Sighvatur kvaðst vilja taka það skýrt fram að hann teldi þessar tölur ekki með öllu marktækar. Búast mætti við því að fólk hefði hamstrað lyf í júní, áður en reglu- geröin tók gildi. „Þarna verður því að slá marga varnagla," sagði hann. „En það er Ijóst að þarna er mikil breyting. Það er kannski ekki fráleitt að horfa á það samtimis því að skattskrárnar eru að koma út. Þar virðist áberandi að lyfsalar eru með hæstu skattgreiðendum mjög víða á landinu. Það er ljóst að tekj- ur þeirra í júlímánuði eru miklu lægri heldur en þær hafa verið.“ Sighvatur sagði einnig fjóst að kostnaður á hvern lyfseðh að með- aitali hefði snarlækkað. Auðséð væri að menn færu varlega við að ávísa á meira magn heldur en nauðsynlegt væri og eins að menn ávísuðu á ódýrari iyf frekar en dýrari ef hin fyrrnefndu gerðu sama gagn. „Þá er mikh lækkun á útgjöldum sjúkratrygginga. Viö höfum dæmi um að reikningar apóteka th sjúkratrygginga hafi faliíð um allt að tvo þríðju frá mánuðinum áður. Ég vh enn ítreka að hér er um mjög takmarkaðar upplýsingar aö ræða. En við veröum ekki varir við það að um sé að ræða neina þá hækkun á lyíjakostnaði aidraðs fólks og ör- yrkja sem þessi mikli hamagangur og fullyrðingar í fólki hafa gefið til kynna að gætu orðið.“ Sighvatur sagðist ekki vilja gefa upp neinar tölur um samdrátt i veltu apótekanna. Þaö yrði að bíða niðurstöðu athugunarinnar í ág- ústmánuði. -JSS Lögreglumenn munu um verslunarmannahelgina afhenda ferðamönnum bæklinginn Ferðafélagann. Verða vegfar- endur stöðvaðir á bílum sínum og þeim gefinn bæklingurinn - á leið upp í sveit, inni í bæjum og víðar. Lögreglu- menn ætla með þessu að stuðla að jákvæðum samskiptum við almenning og gefst þeim með þessu tækifæri til að ræða við fólk á þeim nótum. í Ferðafélaganum eru ýmsar upplýsingar sem koma að góðum notum á ferðalög- um. Á myndinni afhendir Karl Gíslason, lögregluþjónn i Reykjavik, hjónum, sem voru á leið út úr bænum í gær, bæklinginn. DV-mynd JAK Veðrið á morgun: Hætt við skúrum um allt land Á morgun verður hæg suðaust- læg eða austlæg átt. Skýjaö verð- ur að mestu á Suðaustur- og Suð- urlandi en öllu bjartara á Norð- vestur- og Vesturlandi. Hætt við skúrum um allt land, einkum þó sunnan th. Hiti verður víðast 12-18 stig að deginum en 7-11 stig að næturlagi. Vegir yf irleitt í góðu standi „Vegagerðin hefur gert ráðstafanir fyrir þessa miklu umferðarhelgi og reynt að hefla helstu vegi. Vegir eru yfirleitt í nokkuð góðu ástandi. Helst má segja að þar sem verið er að byggja nýja vegi séu kaflar sem eru grófir og leiðinlegir. Þar verða bíl- stjórar að haga hraðanum í samræmi við aðstæður. Þannig er til dæmis langur kafli á Ólafsvíkurvegi vestur á Mýrum nokkuð grófgerður," sagði Hjörleifur Ólafsson, forstöðumaður Vegaeftirlits ríkisins. „Kaflar í kringum Strákagöng á Siglufjarðarvegi geta einnig verið erfiðir en unnið hefur verið við fram- kvæmdir þar undanfarið. Það má þó lítið út af bera, eitt gott úrhelli getur víða spiht vegum. Hálendisvegirnir eru eins góðir og þeir geta orðið. Það virðist ekki vera mjög mikið í ám um þessar mundir en búast má við vatnavöxtum í þessum hlýindum sem nú eru. Einn hálendisvegur er varasamur. Það er leiðin úr Fljóts- hlíð upp í Emstrur. Þar leggst Mark- arfljót upp að veginum og verða menn oft að aka út í kvíslar fljótsins. Þær eru ekki færar nema vel útbún- um jeppum," sagði Hjörleifur. -ÍS kynrsettirá Seyðisf irði í gær 25 manna hópur Þjóðverja, sem kom með Norrænu í gær, var kyrr- settur á Seyðisfirði við komuna þangað. Hópurinn, sem kom með rútubíl með sér frá Þýskalandi, var án leiðsögumanns. Skylda er aö hafa íslenskan leiðsögumann í ferðum um landið. Ætlunin var að ferðast um landið og tjalda „bara einhvers staðar“. Þó var ákveðiö að fara á tjaldstæði í tvær nætur. Fólkið var með mikið af vistum með sér. Ætlunin var að fara með rútunni um landið og enda fórina á Keflavikurflugvelli. Þar er talið að annar hópur Þjóðverja eigi aö koma með flugvél og taka sömu rútu þar og ferðast síðan um landið. Ólöglegt er að sama erlenda rútan fari með tvo hópa með þessum hætti. _________________________-ÓTT íslendingur með íslenskur leiðsögumaður var send- ur á eftir ferðamannahópi austur- ríska doktorsins, Josef Mörtl, í gær. Þetta er önnur hópferðin sem hann fer meö um landið. í fyrri ferðinni voru bergsýni tekin með ólöglegum hætti. Vegna framferðis fyrri hópsins gaf Ferðamálaráð út skipun þess efn- is í gær th BSÍ, sem útvegaði rútu og bílstjóra í ferðirnar, að Islending- mrfærimeðísíðariferðina. -ÓTT VAKTÞJÓNUSTA Oryggisverðir um alla borg... ...allan sólarhringinn Vönduð og viðurkenna þjonusta @91-29399 Allan sólarhringinn Oryggisþjónusta lÆAlil síðan 1969 TVÖFALDUR1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.