Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991. 43 Afmæli Skúli Jónsson Skúli Jónsson, fv. bóndi og versl- unarmaður, Grænumörk 3, Selfossi, verður níræður á morgun. Starfsferill Skúli fæddist í Þórormstungu í Vatnsdal, A-Hún„ og ólst þar upp til 6 ára aldurs. Þá fluttist hann með foreldrum sínum að Undirfelli í sama dal og bjó þar næstu 20 árin - en fluttist síðan aftur að Þórormst- ungu. Þegar Skúli kvæntist árið 1939 settist hann að á Tindum í Svína- vatnshreppi og bjó þar á parti á móti tengdafóður sínum til ársins 1943. Þá fór hann aftur að Þórormst- ungu og tók þar við búi foreldra sinna. Skúli gegndi margvíslegum trún- arðarstörfum fyrir Áshrepp í Vatnsdal. Hann sat í hreppsnefnd í 12 ár, í sáttanefnd í áratug og var formaður lestrarfélags sveitarinn- ar. Árið 1959 brá Skúli búi og fluttist til Selfoss. Þar var hann við verslun- störf hjá Kaupfélagi Árnesinga til 1974. Eftir það vann hann um tíma hjá Sláturfélagi Suðurlands og við fisksölu hjá Straumnesi hf. Síðast starfaði hann í 8 sumur sem um- sjónarmaður ijómabúsins að Baugsstöðum. Fjölskylda Skúli kvæntist 17.1.1939 Ástríði Helgu Sigurjónsdóttur, f. 10.71909. Foreldrar hennar voru Sigurjón Þorláksson, bóndi og húsasmiður, á Tindum í Svínavatnshreppi og kona hans, Guðrún Erlendsdóttir. Skúli og Ásta eiga einn son, Sigur- jón, f. 16.5.1940, skrifstofustjóra Heilsuhæhsins í Hveragerði, kvæntur Arnþrúði Kristínu Ingva- dóttur, verslunarmanni, þau eiga þrjú börn: Bryndís, f. 5.1.1963, fóstra í Kópavogi, gift Eðvarði Ingólfssyni rithöfundi, eiga tvö börn; Skúli Heimir, f. 24.11.1966, á eittbarn; Ingvi Arnar, f. 10.3.1974. Sytskini Skúla eru öll látin. Þau voru Guðrún, húsfreyja í Chicago, gift Páh Einarssyni byggingarmeist- ara; Bjarni, fisksah í Boston í Bandaríkjunum, var ókvæntur; Hannes, alþingismaöur og kaupfé- lagsstjóri, kvæntur Hólmfríði Jóns- dóttur frá Húsavík; Snæbjöm, bóndi á Snæringsstöðum, kvæntur Her- dísi Guðmundsdóttur; Hólmfríður Steinunn, húsfreyja á Undirfelli, gift Hannesi Pálssyni bónda, þau skildu. Ætt og frændgarður Skúh var sonur Jóns, bónda á Undirfelli, Hannessonar, bónda í Forsæludal, Þorvarðarsonar, prests á Breiðabólstað, Jónssonar, bróður Friðriks, langafa Ólafs Ragnars Grímssonar alþingismanns. Móðir Jóns var Hólmfríður Jónsdóttir stjarnfróða, bónda í Þórormstungu, Bjarnasonar bónda á sama stað, Steindórssonar, bróður Þorsteins, föður Jón Thorstensens landlæknis. Móðir Skúla var Ásta M. Bjarna- dóttir, bónda í Þórormstungu, bróð- ur Kolfmnu, móður Bríetar Bjam- héðinsdóttur. Bjarni var sonur Snæbjarnar, bónda í Forsæludal, bróður Margrétar, móður Amljóts Ólafssonar, prests á Bægisá. Önnur systir Snæbjarnar var Helga, lan- gamma Sigvalda Kaldalóns. Snæ- björn var sonur Snæbjarnar, prests í Grímstungu, Halldórssonar, bróð- Skúli Jónsson. ur Vilborgar, langömmu Guðna, langafa Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Hannes, bróðir Skúla, var móður- afi Hólmfríðar Karlsdóttur fegurð- ardrottningar, en Hólmfríður Stein- unn systir þeirra var móðuramma Hannesar Hólmsteins Gissurarson- ar lektors ístjórnmálafræöi. Skúli og Ásta, kona hans, verða stödd hjá vinum sínum í Húnaþingi á afmælisdaginn. Páll Guðbjartsson Páll Guðbjartsson framkvæmda- stjóri, Þórólfsgötu 20, Borgarnesi, verður sextugur á sunnudaginn. Starfsferill Páll er fæddur á Láganúpi í V- Barðastrandarsýslu og ólst þar upp. Hann fékkst við almenn sveitastörf sem barn og unglingur og sótti far- skóla sem boðið var upp á í sveit- inni. Páll lauk landsprófi frá Núps- skóla 1950 og stundaði nám í aðal- og framhaldsdeild Samvinnuskól- ans í Reykjavík 1951-53. Að loknu námi þar hélt Páll til ársdvalar í Svíþjóð þar sem hann lagði stund á verklegt nám sem lauk með versl- unarstjóranámskeiði. Páll starfaði hjá samvinnuhreyf- ingunni til haustsins 1958 og vann m.a. við bókhald útibús Kaupfélags Stykkishólms í Grundarfirði í 3 ár. Páll var starfsmaður Borgarnes- hrepps í 4 ár og kennari í Samvinnu- skólanum á Bifröst í 3 ár. Hann var aðalbókari hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga í 7 ár og hefur verið fram- kvæmdastjóri hjá Vímeti hf. í Borg- arnesifrál972. Páll hefur unnið endurskoðunar- störf fyrir ýmsa aðOa. Hann var prófdómari í Samvinnuskólanum og í landsprófsdeild Grunnskólans í Borgarfirði. Páll var formaður Ung- mennafélags Grundarfjarðar og Skallagríms í Borgamesi og hefur auk þess tekið þátt í starfi ýmissa félaga í Borgarnesi. Fjölskylda Páll kvæntist 15.7.1959 Herdísi Guðmundsdóttur, f. 11.12.1930, fyrr- um húsmæðrakennara á Varma- landi, er nú rekur Múlakot, efna- laug og þvottahús, í Borgarnesi. Foreldrar hennar voru Guðmundur Vilhjálmsson, bóndi á Syðra-Lóni og kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Langnesinga á Þórshöfn, og Her- borg Friðriksdóttir. Páll og Herdís eiga þrjú börn og hafa ennfremur alið upp dótturson sinn, Snorra Pál. Þau eru Gréta Þuríður, f. 19.1.1952, sérkennari, í sambúð með Ægi Ellertssyni lög- regluþjóni og eiga þau þrjú börn, Atla Tý, Hjalta Snæ og Gunnhildi. Gréta átti áður Snorra Pál Davíðs- son; Herborg, f. 21.1.1960, hjúkrun- arfræðingur, gift Sigurgrími Vern- harðssyni, er rekur ílutningafyrir- tæki, og eiga þau tvær dætur, Her- dísi og Hildi; Einar Guðbjartur, f. 15.8.1965, vélvirki og nemi, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur skrifstofu- manni og eiga þau tvær dætur, Nönnu og Grétu Sigríði. Páll er yngstur tíu systkina en fimm eru látin. Þau em Fríða, látin; Einar, kaupfélagsstjóri, látinn; Magnús, matsveinn, látinn; Halldór, vélstjóri, látinn; Jón, látinn; Guð- rún, húsmóðir; Ingvar, bóndi og borstjóri; Össur, bóndi; Fríða, hús- móðir. Foreldrar Páls voru Guðbjartur Guðbjartsson bóndi og Hildur Magnúsdóttir, en þau bjuggu lengst af á Láganúpi í V-Barðastrandar- sýslu. Páll tekur á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn. Bjamey Þuríður Runólfsdóttir Bjamey Þuríður Runólfsdóttir, starfsm. Skattstofu Reykjavíkur, Fiskakvísl 1, Reykjavík, verður fer- tugásunnudaginn. Fjölskylda Bjarney giftist 2.12.1979 Braga Ágnarssyni, f. 3.7.1955, matreiðslu- meistara. Foreldrar hans: Agnar Símonarson, látinn, var starfsm. hjá Kassagerð Reykjavíkur, og Freyja Jóhannsdóttir. Bjarney og Bragi eiga tvo börn. Þau eru Sigríður Drífa, f. 13.8.1972, og Agnar Bragi, f. 18.12.1977. Bjarney á tvö systkini. Þau eru Ragnheiður, f. 8.12.1944, gift Snorra Björnssyni, bónda á Kálfafelli í V- Skaftafellssýslu, en þau eiga 3 böm; Jón Skúli, f. 7.1.1947, starfsm. hjá útgáfufyrirtæki, búsettur á Akur- eyri. Foreldrar Bjarneyjar eru Runólf- ur Jónsson, f. 13.3.1913, var starfsm. hjá Pósti og síma, og Arnþóra Sigf- úsdóttir, f. 25.8.1906, en þau bjuggu lengst af í Gnoðarvogi 22, Reykjavík. Bjarney tekur á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn eftir kl. 17. Bjarney Þuriður Runólisdóttir. Klara J. Hall. Klara J. Hall Klara J. Hall, Hátúni lOa, Reykja- vík, verður áttræð 5. ágúst næst- komandi. Starfsferill Klara er fædd að Blönduósi og ólst þar upp. Hún flutti til Reykjavíkur 1939. Eftir lát manns síns, 1945, fór hún að starfa utan heimilis, lengst af í Þvottahúsinu A. Smith. Fjölskylda Klara giftist 1934 Karli Theodóri Hall, f. 3.6.1911, en hann lést 1945. Klara og Karl áttu tvö börn sem em: Kristján, f. 2.41935, skrifstofu- maður í Reykjavík, kvæntur Eddu Konráðsdóttur og eiga þau sex börn og þrjú bamaböm; Jakobína, f. 19.6. 1936, húsmóðir á Flórída, gift An- tony Iagnessa og eiga þau þrjú börn ogtvö bamaböm. Klara átti tíu systkini. Foreldrar hennar vom Jakob Lár- usson trésmiður og Guðný Hjartar- dóttir. Þau bjuggu lengst af á Blönduósi. Klara tekur á móti gestum í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58, á afmælisdaginn klukkan 19.00- 22.00. Ágústa Tómasdóttir, Lögbergsgötu 7, Akureyri, Hofteigi22, Reykjavík. Gísli Jónsson, Efstaleiti 14, Reykjavík. Helgi Victorsson, Drápuhlíð 37, Reykjavík. 80ára Soffía Sigurðardóttir, Hrauntungu 65, Kópavogi. Klara Guðlaugsdóttir, Kleppi við Kleppsveg, Reykjavík. Böðvar Guðmundsson, Bröttukinn6, Haöiarfirði. Guðrún Guðmundsdóttir, Skólavegi 15, Fáskrúðsfirði. Haiidór Ásgrimsson, Minniborg, Miklaholtshreppi. Þórarinn Guðlaugsson, Greniteigi ll.Keflavík. Gisela Guðmundsdóttir, Silfurbraut 12, Höfn í Hornaílrði. Guðmundur Guðlaugsson, Elín Ebba Skaftadóttir, Fellsmúla 7, Reykjavík. Sigrún Sigfúsdóttir, Múlavegi 12, Seyðisfirði. Sigríður Helgadóttir, Jörundarholti 164, Akranesi. Díana Sjöfn Helgadóttir, Tungusíðu 15, Akranesi. Björn L. Einarsson, Hjaltabakka22, Reykjavík. Guðrún Katrín Konráðsdóttir, Böggvisbraut 11, Dalvik. Bjarki Tryggvason, Furuhlið 8, Sauðárkróki. Magný Jóhannesdóttir, Dalseli 1, Reykjavík. Guðriður Gyða Halldórsdóttir, Lynghrauni 8, Mývatnssveit. Axel Björnsson, Lindarhvammi 2, Hafnarfirði. Pétur Símonarson Pétur Símonarson rafvélavirki, Austurbrún 31, Reykjavík, verður áttræður þann 4. ágúst næstkom- andi. Starfsferill Pétur fæddist að Þingvöllum og ólst upp í foreldrahúsum í Vatns- koti í Þingvallasveit. Hann fluttist þaðan 1936 er hann heldur til náms í Kaupmannahöfn. Hann fór í nám í rafvélasmíði á Títan í Kaupmanna- höfn. Pétur bjó í Danmörku í átta ár en hélt þá heim og fór að vinna við rafvélavirkjun hjá Rönning hf. Pétur setti upp eigið verkstæði 1960 og árið 1972 setti hann á stofn fyrirtækið Plastiðn - Pétur Símon- arson - og vinnur hann við það enn. Pétur hefur verið mikill áhuga- maður um íþróttir. Hann hefur ver- ið mikið á skíðum og hefur einnig flogið mikið. Fjölskylda Pétur kvæntist 6.6.1942 Fríðu Ólaf- dóttur ljósmyndasmið. Hún vann í mörg ár hjá Kódak í Kaupmanna- Pétur Simonarson. höfn.Húnerlátin. Péturáenginbörn. Systkini hans eru: Katrín, Helga, Sveinborg og Aðalsteinn. Foreldrar Péturs voru Símon Pét- ursson, f. 2.2.1882, d. 1966, bóndi og húsasmiður, og Jónína Sveinsdóttir, f. 7.12.1887, d. 1957. Þau bjuggu lengst af í Vatnskoti í Þingvallasveit. Pétur verður að heiman á afmæl- isdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.