Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991 9 DV Eignaðistson 92áragamali Ástralstó eftirlaunamaðurinn Les Colley á erfitt með að skilja hvers vegna fjölmiðlar þar í landi hafa skyndilega fengið mikinn áhuga á lífi hans. Ástæðan er þó sú að sá gamli eignaðist son 92 ára gamall. Colley segir að hér sé ekkert undur á ferðinni enda hafí hann langað að eignastbam. „Mér liður nu rétt eins og mér leið þegar ég var 22 ára,“ segir Colley. Þá varö hann faöir í fyrsta sinn. Snáðinn, sem nú fæddist, heitir Oswald og er sjötta barn Colleys. Colley er tvíkvæntur. Síöari kona hans er 38 ára gömul og hún hefur sagt fréttamönnum að ald- ur manns hennar hafi engin áhrif á sambúð þeirra. „Maðurinn minn er sprækari en margir yngri menn,“ segir hún. Sektirfyrirað smyglafólki til Bretlands Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveð- ið að hækka sektir lagöar á flug- félög sem flyfja ólöglega innflytj- endur til landsins. Mitóli straum- ur innflytjenda er til Bretlands þrátt fyrir bágborinn efnahag og gera stjómvöld sér vonir um að með þessu móti megi stemma stigu við smygli á fólki til lands- ins. Eftirleiðis þurfa flugfélög að greiða 2000 pund í sektir fyrir hvern þann innflytjanda sem þau koma með hafi viðkomandi ekki áður fengið dvalarleyfi. Peter Lloyd innanríkisráðherra segir að sum flugfélög geri ailt sem þau geti til að koma í veg fyrir að ólög- legir innflytjendur taki sér far með vélum þeirra en önnur hirði ekkert um að kanna vegabréf far- þega sinna. Lýsteftk klósettsetum íHavanna Bandaríska ólympíunefndin hefur látiö hefja sérstaka rann- sókn á þvi hvers vegna engar kló- settsetur em á salemum í búðum íþróttamanna í Havanna á Kúbu. Þar standa nú yfir Ameríkuleik- amir í íþróttum. Bandarísku iþróttamennimir eru ekki mjög hrifnir af þessu uppátæki nefndarmanna þvi flestir þeirra líta svo á að einu gildi hvort setur eru á klósettum eða ekki. Nefndarmenn telja á hinn bóginn að setuleysið bendi til að aðbúnaður í búðum iþrótta- mannanna sé ektó eins og best verður á kosið. Rannsóknin beinist að því að kanna hvort seturaar hafi átt að vera á klósettunum eða hvort þeim hafi verið stolið. En hver sera niöurstaðan verður þá má hún einu gilda því erfitt er aö sýna fram á að setuleysið hafi áhrif á gengi íþróttamannanna. Risaeðlurnarféiluí kjamorkuvetri Bandaríski jarðfræðingurinn Jack Wolfe fullyröir í nýjasta heftir vísindaritsins Nature að risaeölur hafi oröiö aldauða í eins konar „kjarnorkuvetri" sem rak- inn er til þess að stór loftsteinn hæíði jöröina fyrír G5 milljónum ára. Við áreksturinn þyrlaðist upp svo raiklð ryk að sólar gætti ekki í langan tíraa á eftir. Hiti féll líka líkt spáð hefur verið að gerðist kæmi tíl kjamorkustyijaldar. Allur gróður visnaði og rísaeðl- urnar féllu úr hungrí og kulda. Jarðfræðingurinn segir að loft- steinninn hafi komið niður þar semnúerMexíkó. Reuter Útlönd Litháen herðir landamæraeftirlit Stjórnvöld í Litháen tilkynntu í gær að þau ætluðu að efla vörslu á landamærum sínum í kjölfarið á morðunum á sex landamæravörðum í dögun á miðvikudag. Lík mannanna voru flutt til Vil- nius, höfuöborgar Litháens, í gær og voru í opnum kistum í íþróttahúsi bæjarins þar sem hundruð manna vottuöu þeim viröingu sína. Mennimir voru myrtir í varðstöð sinni við landamærin að Hvíta- Rússlandi og er ekki enn vitað hveij- ir þar voru að verki. Böndin berast að . svarthúfusveitum innanríkis- ráöuneytisins en yfirmenn þeirra neita öUu. Útför landamæravarðanna er ráð- gerð á laugardag frá rómversk- kaþólsku dómtórkjunni í Vilnius og síðan er ráðgert að ganga fylktu liði um götur borgarinnar. Verðimir tveir sem liföu af árásina era enn þungt haldnir á sjúkrahúsi. Þegar fréttin af morðunum spurð- ist út flykktist mannfjöldi að höfuð- stöðvum kommúnistaflokksins í Vil- nius til að mótmæla. Reuter GOO BUSH fI Mótmælendur fyrlr utan höfuðstöóvar kommúnistaflokksins f Litháen eftir að spurðist út um morðln á landamæravörðunum. Simamynd Reuter HÁSKÓLABÍÓ FRUMSVNIR í DAG BEINT Á SKÁ 2A Lyktin af óttanum Hver man ekki eftir fyrri myndinni? Hér kemur framhald- ið sem er svo stórt að ekki dugði að kalla það Beint á ská 2. Þess vegna heitir myndin Beínt á Ská 2 Yz. Sýnd kl. 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.