Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991. 55 Veiðivon Vatnasvæði Lýsu á Snæfellsnesi: Þrítugasti lax sum- arsins kominn á land „Bleikjan tekur fluguna skemmti- lega og þaö er mikið af bleikjum í lækjunum en hún mætti vera stærri," sagöi Guömundur Stefán Maríasson á bökkum Miðár á vatna- svæði Lýsu í fyrrdag er hann haföi landað 25 bleikjum. Flestar tóku bleikjurnar Tel and Black hjá Guð- mundi. En það voru til stærri bleikj- ur og Guðmundur setti í eina slíka. „Þetta var um tveggja punda bleikja sem tók fluguna en sleppti henni strax,“ sagði Guðmundur ennfrem- ur. Nóg er af silungi í læknum á milli vatnanna á vatnasvæði Lýsu en þeir Hann Kristófer Magnússon veiddi þrítugasta laxinn á vatnasvæði Lýsu þetta sumarið og hér heldur hann á fiskin- um stuttu eftir löndun hans. Umsjón Guðmundur Stefán Maríasson með 8 af 25 bleikjum sem hann veiddi á vatnasvæði Lýsu í fyrradag, flestar á Tel and Black. DV-myndir G.Bender Gunnar Bender eru heldur smáir. Þó sást einn og einn tveggja og þriggja punda. Þennan dag sem við vorum við veiðar í Lýsu kom lax númer 30 á land og veiddi veiðiklóin Kristófer Magnússon hann í Laxárvatni. Það sáust laxar á svæðinu en þeir tóku illa, flestir veiðimenn reyndu samt viö þá en einn og einn var í sil- ungnum. Veitt er á 10 stangir á vatna- svæði Lýsu og kostar stöngin 3.600 krónur yfir daginn. -G.Bender Halláin öll að koma til - síðasta holl veiddi 7 laxa „Veiðin er öll að hfna við í Hallá og síðasta holl veiddi 7 laxa, sá stærsti var 14 pund og hann veiddi Eggert Jónsson frá ísafirði," sagöi Bjami Jóhannsson á ísafirði er við spurðum um Hallá í Austur-Húna- vatnssýslu. „Það var hellingur af laxi að koma á hveiju flóði svo að veiðin ætti að batna verulega næstu dagana. í Ós- hylnum sást mikið af nýjum fiski og laxamir sem komnir eru á land núna eru 30. Smálaxinn er farinn að mæta í ríkari mæli,“ sagði Bjarni og sagð- ist ætla að renna fyrir lax í Hallá innan tíðar. -G.Bender VERSLUTMMANIWIELQiri OPIÐ Smáauglýsingadeild Opiö í dag, föstudag, til kl. 22. Lokað laugafdag, sunnudag og mánudag. Næsta blaö kemur út þriðjudaginn 6. ágúst. Akið varlega og góða ferð! smáauglýsingadeild Þverholti 11 - Sími 27022 Fjölmiðlar EFST Á BAUGI: Sú saga er til að eitt sinn hafi danskur maður verið hér á ferð i viðskiptaerindum. Eins og gengur horfði hann á sjónvarpsfréttir án þess svo mikið sem skiija orð. Eftir nokkra daga hafði hann orö á því hvað þessi Ijóshærði væri góöur fréttamaður. Sá danski var að tala um Ólaf Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra, svo oft var Ölafur á skján- um. í vor var skipt um ríkisstjóm. Þá hættu ekki aðeins ellefu ráðherrar í stjórnarráðinu beldur var í leið- inni skipti um ellefu fréttamenn hjá sjónvarpsstöðvunum. Þeir ráðherrar, sem mest hafa haft sig í frammi að undanfómu í íréttamennskunní, em Sighvatur Björgvinsson tieilbrigöisráðherra og Eiður Guðnason umhverflsráö- herra. Stundum kemur það fyrir að sami ráöherrann tjáir sig um fleira en eitt atriði í fréttatímanum. Sjón- varpsgengið hefur þá komist í feitt, náð að króa ráöherrann af og látið myndavélina ganga. Égheld að sami ráðherrann hafi eitt sinn náð því aö vera þrísvar sinnum í sama fréttatímanum að tala um sitt málefniö í hvert sinnið. Auk þess voru í sama fréttatíman- um aðrir ráöherrar að tala um önn- urmál. Þegar viðtöl við ráðherra eru uppistaðan í kannski fjórum til fimm fréttum að jafnaði af um níu til tíu fréttum í fréttatíma er eðlilegt að viö fjölmiðlamenn spyrjum hver annan hvort við séum á réttri leið. Stöðvamar eru ekki einar um of- notkun á ráðherrum heldur dag- blöðinlíka. Égbyði ekki í ef ráðherramir færu allir í sumarfrí í einu og með þeim þeir Þórarinn Viðar, Guðmundur Jaki, Ögmundur, Einar Oddur, Kristján Ragnarsson og aðrir ktmn- ir fréttamenn á stöðvunum. Sjón- varpsfréttir yrðu örugglega lagðar niður því það væri ekkert aö frétta. Svo ætla ég aö hlusta á Umferðar- ráð og láta ráðherrana segja mér hvernig ég á að aka um helgina. Jón G. Hauksson isi.i:\siv\ ALFRÆÐI ORDABOKIX Atlantshafsbandalaglð (e. North Atlantic Treaty Organization, NA TO, fr. Organisation du Traitédel’AtlantiqueNord, OTAN)\ banda- lag, stofnað 1949 á grundvelli Norður-Atlants- hafssamningsins af ótta við hernaðarstyrk Sov- étr. Stofnaðilar A voru 12 riki, Bandar., Belgía, Bretl., Danm., Frakkl., Holl., Ísl., Ítalía, Kanada, Lúxemborg, Noregur og Portúgal. Árið 1952 bættust Grikkl. og Tyrkl. í hópinn, 1955 V-Þýskal. og 1982 Spánn. Helstu stofnan- ir A eru Norður-Atlantshafsráðið, með einn fulltrúa frá hveiju aðildarríki, og Hemaðar- nefndin þar sem vamarmálaráðh., aðildarríkja sitja. Frakkar hættu þátttöku í Hernaðarnefnd- inni 1966. Harðar deilur urðu á ísl. 1949 um það hvort ganga skyldi í A og róstur urðu á Austurvelli þegar atkvæðagreiðsja um aðildina fór fram á Alþ. 30. mars 1949. í fyrstu var öll áhersla lögð á hermál en frá 1956 hefur einnig verið Ijallað um stjóm- og efnahagsmál. Árið 1957 var skipuð nefnd innan A til að örva vís- inda- og tæknisamstarf. Aðalstöðvar A vom i Paris til 1967 en voru þá fluttar til Bmssel og Hemaðamefndin flutti þangað sama ár fra Washington D.C. [§ fáni VIII. Veöur Austlæg án, vlðast gola en kaldi syðst á landinu og norðaustankaldi norðvestanlands siðdegis. Rigning eða súld verður á Suðausturlandi, skúrir suðvestan- lands, skýjað með köflum á Vestur- og Norðvestur- landi en bjartviðri norðaustanlands. Hlýn verður í veðri, einkum i innsveitum þar. A hálendinu má bú- ast við austan eða norðaustangolu eða kalda Skýjað og skúraleiðingar sunnan jökla en bjartara á afrénum norðanlands. Akureyri skýjað 11 Egilsstaðir mistur 12 Keflavikurflugvöllur mistur 12 Kirkjubæjarklaustur skúrir 13 Raufarhöfn heiðskirt 10 Reykjavik þoka 12 Vestmannaeyjar mistur 13 Helsinki skýjað 19 Kaupmannahöfn skýjað 18 Úsló skýjað 19 Stokkhólmur skýjað 22 Þórshöfn súld 12 Amsterdam þoka 16 Feneyjar þokumóða 18 Glasgow mistur 15 London þokumóða 15 LosAngeles þokumóða 17 Lúxemborg léttskýjað 15 Montreal léttskýjaö 19 Nuuk þoka 9 Paris hálfskýjað 16 Róm heiðskirt 19 Valencia reykur 20 Winnipeg alskýjað 15 Gengið Gengisskráning nr. 145. - 2. ágúst 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 61,690 61,850 61,720 Pund 103,084 103,351 103,362 Kan. dollar 53,646 53,785 63,719 Dönsk kr. 9,0554 9,0789 9,0999 Norsk kr. 8,9744 8,9977 9,0155 Sænskkr. 9,6617 9,6868 9,7044 Fi. mark 14,5547 14,5924 14,5996 Fra. franki 10,3117 10,3385 10,3423 Belg. franki 1,7011 1,7055 1.7089 Sviss. franki 40,1366 40,2407 40,3004 Holl. gyllini 31,0898 31,1705 31,2151 Þýskt mark 35,0422 35,1331 35,1932 It. lira 0,04692 0,04704 0,04713 Aust. sch. 4,9796 4,9925 4,9998 Port. escudo 0,4085 0,4095 0,4101 Spá. peseti 0,5600 0,5615 0,5616 Jap. yen 0,44812 0,44928 0,44668 Irskt pund 93,676 93,919 94,061 SDR 82,0310 82.2438 82,1172 ECU 71,9460 72,1326 72,2463 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Faxamarkaður Þann 1. ágúst seldust alls 83,840 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meöal Lægsta Hæsta Grálúða 0,375 20,00 20,00 20,00 Karfi 0,047 37,00 37,00 37,00 Keila 0,052 20,00 20,00 20,00 Langa 0,193 20,00 20.00 38,00 Lúða 0,963 278,95 272,00 300,00 Skarkoli 0,929 69,91 65,00 85,00 Steinbitur 1,001 63,20 20,00 69,00 Þorskur.sl. 48,703 73,84' 20,00 87,00 Smáþorskur 3,108 20,00 20,00 20,00 Ufsi 27,038 29,97 5,00 34,00 Undirmálsf. 1,449 11,00 11,00 11,00 Ýsa.sl. 5,344 107,29 50,00 137,00 Fiskmarkaður Suðurnesja Þann 1. ágúst seldust alls 7,742 tonn. Skarkoli 4,403 73,00 73,00 73,00 Sandkoli 0,197 32,00 32,00 32,00 Ufsi 0,389 21,69 10,00 30,00 Steinbítur 0,429 50,00 50,00 50,00 Skötuselur 0,036 465,00 465,00 465,00 Lúða 0,098 301,12 300,00 350,00 Blálanga 0,184 31,00 31,00 31,00 Ýsa 0,198 24,60 15,00 40,00 Undirmálsf. 0,266 65,00 65,00 65,00 Karfi 0,595 40,31 40,00 42,00 Þorskur 1,213 69,52 30,00 76,00 Fiskmarkaðurinn á 1. ágúst seldust alls 8,237 tonn. ísafirði Þorskur 6,656 81,00 81,00 81,00 Grálúða 0,881 67,00 67,00 67,00 Ýsa 0,700 81,00 81,00 81,00 Fiskmarkaðurinn í Hafnarfiröi 1. ágúst seldust alls 23,734 tonn. Ýsa 0,545 81,70 40,00 85,00 Ufsi 0,837 40,00 40,00 40,00 Þorskur 18,743 89,38 81,00 94.00 Steinbitur 1,535 64,66 62,00 67,00 Lúða 0,168 322,32 310,00 400,00 Langa 0,252 47,00 47,00 47,00 Koli 0,517 75,00 75,00 75,00 Karfi 1,137 48,94 48,00 51,00 ✓ RAUTT LJOS RAUTT UÓS/ llSP™ freemms MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI - 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.