Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991. Fréttir Konu bjargað í Bláa lóninu: Var blóðug og rænu- laus á grúf u í vatninu - fóraðandaeftirhjartahnoðhjúkrunarkonuúrvaraliðinu „Við vorum á gangi á reglubundnu eftirliti þegar við sáum konuna á floti úti á lóninu um 10 metra frá landi. Andlitið sneri niður. Við fórum strax út á björgunarbát og náðum í hana. Blóð lak úr neíinu á henni. Við kom- um konunni í land með aðstoð bað- gesta. Þegar þangað var komið and- aði hún ekki og enginn hjartsláttur fannst. Hún var blá í framan. Með hjartahnoði Lesliear, bandarísku hjúkrunarkonunnar, tókst okkur síðan að fá konuna til að anda,“ sagði Kristjón Grétarsson, baðvörður í Bláa lóninu, í samtali við DV. Fjörutíu og fjögura ára konu var bjargað við lónið um kvöldmatar- leytið á miðvikudag. Konan var að baða sig í lóninu og er talið að lík- amsástand hennar hafi ekki þolað hitann í vatninu. Vatnið var hins vegar ekki talið hafa verið óvenju- lega heitt í þetta skiptið. Ekki er vit- að nákvæmlega hve lengi hún hafði verið meðvitundarlaus í vatninu. Bandarísk hjúkrunarkona í vara- liði landhers Bandaríkjanna, Leslie Filopello frá New York, var baðgest- ur á staðnum. Hún er stödd hér á landi vegna æfinga varaliðsins. Eftir hjartahnoð og blástursaðgerðir Lesliear fór konan að anda á ný. Hún var þó enn meðvitundarlaus þegar sjúkrabíll kom á staðinn. Guðmund- ur Guðbjörnsson, forstöðumaður í Bláa lóninu, aðstoðaði Leslie við hjartahnoðið og Kristjón kom síðan með súrefnistæki. Nokkrúm mínút- um eftir að kallað var á hjálp kom sjúkrabíll úr Grindavík: „Þegar við komum á staðinn var konan ennþá meðvitundarlaus," sagði Halldór Halldórsson sjúkra- flutningamaður við DV. Sjúkrabíll frá Keflavík kom um mínútu síðar og fór einn maður úr þeim bíl til aðstoðar Halldóri á leiðinni á sjúkra- húsið í Keflavík. „í bílnum var konan farin að anda en hún var blá í framan. Við héldum áfram að gefa henni súrefni og dæld- um upp úr henni. Þegar við áttum skammt ófarið til Keflavíkur urðum við varir við fyrstu .merkin um að hún væri að koma til meðvitundar og hún gat kreist á okkur höndina," sagði Halldór. Eftir klukkustundar viðdvöl á sjúkrahúsinu í Keflavík var konan flutt á Borgarspítalann í Reykjavík. Þar fór hún á gjörgæsludeild en var útskrifuð þaðan í gær. Konan er á góðum batavegi. -ÓTT Leslie Filopello, hjúkrunarkona úr varaliði bandaríska landhersins, bjargaði konu í Bláa lóninu í fyrra- kvöld. Hjartahnoð hennar og blást- ursaðgerðir urðu til þess að koma hjartslætti og öndun islensku kon- unnar af stað. DV-mynd Ægir Már Skoskt par giftir sig 1 Árbæjarsafni: Fannst kirkjan svo rómantísk - fyrsta utanlandsferö beggja „Okkur hefur lengi langað til aö gifta okkur á íslandi og á endanum ákváðum við aö láta verða af því. Við erum ofsalega ánægð með dvö- lina hér, fólkið er búiö að vera svo indælt við okkur, sagði Susan Delia Bowers í samtali við DV.“ Susan og Andrew David, nýbakað- ur eiginmaður hennar, komu alla leið frá Skotlandi til þess að láta gefa sig saman í gömlu Árbæjarkirkj- unni. Brúðkaupið fór fram seinni partinn í gær og það var Guðmundur Þorsteinsson dómprófastur sem gaf þau saman. Svaramenn voru starfs- menn Árbæjarsafns. Ástæðuna fyrir því að gamla Ár- bæjarkirkjan varð fyrir valinu segja þau vera þá að þeim hafi báðum fundist hún svo rómantísk. Hvorugt þeirra hefur ferðast út fyr- ir heimaland sitt fyrr en núna. Þau kynntust íslandi af myndum og af fræðsluþáttum í sjónvarpinu og segj- ast hafa heillast af landinu. í þetta sinn ætla þau einungis að vera hér átta daga en voru þess full- viss að þau kæmu hingað einhvern tímaaftur. -ingo Susan og Andrew Davids ganga í gegnum sáluhlið Árbæjarkirkju að lokinni giftingarathöfninni i gær. DV-mynd JAK Bíltækjaþjóf ar á ferð Jóhannes Siguijónsson, DV, Húsavílc í síðustu viku var útvarpstæki stol- ið úr bíl við Húsavíkurhöfn, nánar tiltekið úr bíl hafnarvaröar, senni- lega um hábjartan dag. Að sögn Sigurðar Brynjólfssonar hjá Húsavíkurlögreglunni hafa verið töluverð brögð að því að tæki væru fjarlægð ófijálsri hendi úr bifreiðum að undaníornu og frá því í vetur er búið að kæra 5-6 bíltækjaþjófnaði. Þessi mál eru öll í rannsókn. Dæmdur fyrir að nauðga dóttur á unglingsaldri - fer 1 tæplega þriggja ára óskilorðsbundna fangelsisvist 45 ára karlmaður hefur verið gæsluvarðhald og fluttur til ára og 10 mánaða fangelsisvist. dæmdur í tæplega 3 ára fangelsi Reykjavíkur. Að rannsókn lokinni Verknaöur hans og ógnun með fyrir að hafa nauögað dóttur sinni var ákæra gefin út hjá ríkissak- skotvopni þótti sannaður. Þegar á unglingsaldri í apríl síöastliðn- sóknaraembættinu. Manninum dómurinn var birtur sakborningn- um. Atburðurinn átti sér stað í var þrátt fyrir það ekki sleppt úr um í Reykjavík í gær varð niður- sjávarplássi á Norðurlandi. haldi, enda gaf ákæruefnið tilefni staðan sú að hann mun ekki áfrýja Lögreglan fékk málið til rann- til að sakborningurinn fengi tilHæstaréttarogundihannniður- sóknar fljótlega eftir atburðinn. strangan refsidóm. Málínu hefur stöðunni. Ákæruvaldiö mun held- Maöurinn var mjög ölvaður er verið hraðað í dómskerflnu. ur ekki áíVýja til refsiþyngingar. hann framdi verknaðinn og ógnaði Ólafur Ólafsson, settur héraðs- Maðurinn var fluttur i afplánun í liann dótturinni meö byssu og hnif. dómari á Noröurlandi, dæmdi í fangelsið að Litla-Hrauni i gær. Fljótlega eftir handtöku var ódæð- máli mannsins. í dómsorði segir -ÓTT Ssmaöurinn síðan úrskurðaður í að sakbomingurinn skuli sæta 2 Sala á hlut Akureyrar í Landsvirkjun: Gerbreytir öllu hér ákveðna upphæð. Þeir hluthafar myndu ekki sætta sig við að fá ein- ungis kaupverð hlutabréfanna greitt ef fyrirtækið væri gott. Það er ekki sanngjarnt að við fáum það út úr þessu sem Laxárvirkjun var metin á þegar hún kom þarna inn, fram- reiknað að vísu, en ekki neina hlut- deild í þeirri eiginfjármyndun sem átt hefur sér stað síðan. Þessi sala myndi gjörbreyta stöðu Akureyrar- bæjar. Við myndum nota þessa fjár- muni til að laga erfiöa íjárhagsstöðu á ýmsum svið,“ sagði Heimir. Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyii: „Við munum vinna að því, ekki síst með tilliti til þeirra áfalla sem bæjarsjóður hefur orðið fyrir vegna gjaldþrota fyrirtækja í bænum, að sala á hlut Ákureyrarbæjar í Lands- virkjun komist á umræðustig sem allra fyrst,“ segir Heimir Ingimars- son, forseti bæjarráðs Akureyrar. „Því fyrr sem þessi sala kemst í gegn þvi betra og þó ekki væri nema að frá því yrði gengið að salan færi í gegn í nánustu framtíð, þá yrðum við með pálmann í höndunum." - Hvað er verið að tala um mikla peninga í þessu sambandi? „Við erum að tala um einn og hálf- an milljarð skilst mér. Þarna er ekki um hlutabréf að ræða heldur er ver- ið aö tala um hlutdeild okkar í eig- infjárstöðu fyrirtækisins. Við teljum okkur eiga 5,45% í eiginfé Lands- virkjunar. Ráðuneytismenn hafa hins vegar sagt að málið sé ekki svo einfalt, það þurfi að koma fram öðru- vísi reikningsaðferðir. Þetta er mjög einfalt mál og auð- skilið í okkar huga. Engum manni dytti í hug að einhver annar en hlut- hafi ætti að njóta þess ef fyrirtæki hans væri selt fyrir einhveija LiósmvndasamkeDDni DV oeTannlæknafélass íslands: 1 A mki i kgAiAselo hnACÍnn LCIlðO aC DV og Tannlæknafélag íslands hafa ákveðið að halda ljósmynda- samkeppni sem hlotið hefur naftiið Breiðasta brosið. Leitað er aö ein- hverri fallegri sumarmynd af breiöu og fallegu brosi eða brosum. 9 oreioasia orosinu fallegsbrosssemlifgaruppátilver- fangi og sima þátttakanda skal una. senda í umslagi til DV, Þverholti í fyrstu verðlaun er stórglæsileg 5, 105 Reykjavík, merkta „Breið- Canon Eos 1000 myndavél frá Hans asta brosið". Skilafrestur er til 6. Petersen aö verðmæti 35 þúsund september. krónur. Önnur og þriðju verölaun Þá er bara að muna eftir mynda- nr ic; no Vv'Amíj xrAtnilít. VÓllYiní í 1 PTÍllVPÍftlima góða mynd af skemmtilegu brosi. Ekki skiptir máli hvort myndin er af fólki eða dýrum, svart-hvít eða tekt í einhverri af sjö verslunum og í bíltúrinn því það er aldrei að Hans Petersen. vita hvenær verðlaunabrosið læð- Hverjum þátttakanda er frjálst ist fram á munnvikin. í lit. Eina skilyrðið er aö myndin sé glaðleg og minni á raikilvægi að senda inn fleiri en eina mynd. Myndina ásamt nafni, heimilis- Olíubrák á Elliðaánum - tálin berast af götunum Nokkuð hefur borið á því að fólk hefur séð olíubrák í Elliðaánum, í litlu ánni svokölluðu, sem er vestan við aöalána. Guöbjartur Sigfússon, yfirverk- fræðingur rekstrardeildar hjá gatna- málastjóra, telur líklegt að olían komi frá malbiki á götum. „Það eru niðurfallslagnir í götun- um þama í kring, t.d. á Reykjanes- brautinni og á götunum þar fyrir of- an, sem hleypt er út í ána einhvers- staðar á þessu svæði. Þessi olíubrák kemur væntanlega þaöan,“ sagði Guðbjartuh Hann taldi það hugsanlegt að hit- inn í sumar hefði haft einhver áhrif á malbikið, ef það væri mjög feitt þá gæti það hugsanlega smitað. „Nema einhver hafi misst eitthvað niður sem ég veit ekki um. Það eru alla vega engar klóaklagnir eða neitt slíkt þama. Það á ekkert að fara í regnvatnslagnirnar nema bara af yf- irborði götunnar," sagði Guðbjartur. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.