Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991. Skák Knattspyrnu- hetj an hélt velli Þeir eru ekki margir sem háð hafa einvígi við Anatoly Karpov og sloppið frá því með ráði og rænu. Garrí Kasparov hefur einum tekist að halda sínu og gott betur gegn heimsmeistaranUm fyrrverandi, þar til á dögunum, að norskur knattspyrnumaður kom til sög- unnar. Hætt er viö að Karpov hefði htið haft í Norðmanninn að gera í vítaspymukeppni en á skákborð- inu hefði mátt búast við hinu gagn- stæöa. Norðmaöurinn lét Karpov hins vegar ekki komast upp með neinn moðreyk. Fjögurra skáka æfingaeinvígi þeirra í Gjövík lauk 2 - 2 og er óhætt að bæta við: „Norömanninum í vil“. Skák Jón L. Árnason Umrædd knattspyrnuhetja er vitaskuld enginn annar en Simen Agdestein, eini stórmeistari Norð- manna. Það er vissulega eftirtekt- arvert að hann skyldi eiga í fullu tré við Karpov, ekki síst vegna þess að hann hefur ekkert teflt síðan á ólympíuskákmótinu í fyrravetur! Knattspyrnan hefur setið í fyrir- rúrni en Agdestein leikur með norska 1. deildar liðinu Lyn, ásamt íslendingnum Ólafi Þórðarsyni. Teitur Þórðarson er þjálfari félags- ins og svo vel hefur hann byggt upp þrek liðsmanna að nægir gegn sjálfum Karpov! Agdestein hefur orðið að sitja á varamannabekknum nokkum tíma vegna meiðsla í hné og þá er kjörið að grípa í skák. Hann fékk óvænt boð um að taka þátt í heims- bikarkeppninni sem hefst á Hótel Loftleiðum 21. september og því hefur hann ærna ástæðu til að dusta rykið af taflinu og setja skóna á hilluna í staöinn. Agdestein er um margt einkenni- legur skákmaður og á stundum er eins og hann sé að tefla fótbolta! Hann er laginn við að flækja stöð- una og kemst langt á hörkunni og úthaldinu. í tímahraki blæs hann frá sér og þindarlausir taflmenn- imir þjóta fram og aftur um borðið. Fyrsta skákin’ í einvíginu við Karpov var á margan hátt dæmi- gerð fyrir taflmennsku Agdesteins. Hann fékk lakari stöðu en tókst að rugla Karpov í ríminu og ná óvæntri gagnsókn. Karpov tókst að ráða fram úr vandanum og var kominn langt með að vinna skák- ina en sterkur frelsingi Agdesteins sá um að halda stöðunni saman. Þá gerði Karpov sig sekan um ótrú- leg mistök - hálfgert sjálfsmark - og eins og hendi væri veifað var sigur Agdesteins í höfn. Karpov náði að jafna í 2. skák- inni, sem var vel tefld af hans hálfu, og síðan urðu tvö jafntefli. Þriðja skákin var ekki beint til þess fallin að glæða áhuga á skák: Jafntefli eftir 88 leikja þóf, þar sem peði var ekki leikið í fimmtíu leiki! Það var Karpov sem hélt taflinu gangandi svo lengi en komst að því full- reyndu að Agdestein verður ekki tekinn á úthaldinu. í fjörðu skák- inni vom nokkrar sviptingar. Ag- destein fómaði manni, sem Karpov skilaði aftur tafarlaust, og hafði þá peð til góða. Vinningsmöguleikar voru hans megin en Norðmannin- um tókst aö stýra skákinni í enda- Simen Agdestein á æfingu með DV. 42. Dd6 He8? 43. He2! Hg8 44. Dxd5 h6 45. Kg2 b3 46. h4 Hb8 47. Dd6 Dc8 48. Hb2 Db7+ 49. Kh2 He8 50. d4 Df3 51. Db4 He2 52. Hxe2 Dxe2 53. Df8+ Kh7 54. Df5+ K8 55.d5?? Ótrúleg yfirsjón Karpovs! Eftir 55. Dd5+ Kh7 56. Dxb3 Dxf2+ blas- ir jafnteflið við - meira var ekki að hafa. 55. - Dc2! Nú rennur b-peðið upp í borð og hvítur er glataður. 56. Df3 b2 57. d6 bl=D 58. d7 Dbdl 59. Da8+ Kh7 Og Karpov gafst upp. 2. einvígisskákin Hvítt: Simen Agdestein Svart: Anatoly Karpov Drottningarindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb4+ 6. Bd2 Be7 Karpov heldur enn tryggð við þetta trausta afbrigði drottningar- indversku vamarinnar. Agdestein velur nú skörpustu leiðina. 7. Rc3 0-0 8. e4 d5 9. cxd5 Bxfl 10. Kxfl exd5 11. e5 Re4 12. Kg2 Dd7 13. De2 Rxc3 14. Bxc3 c5 15. Hhel De6 16. Rgl?! Eftir 16. Bb2 Rc6 17. Hacl Hac8 er taflið í jafnvægi. 16. - Rc6 17. dxc5 d4! 18. Bd2 Bxc5 19. De4 Hfe8 20. f4 Had8 21. Rf3 d3 Frelsinginn á d-hnunni gefur svörtum betri færi. 22. Rg5 Dd5 23. Hacl Hér var 23. Hadl e.t.v. betri til- raun. 23. - Rd4 24. b4 Be7 25. Dxd5 Hxd5 26. Rf3 Rc2 27. He4 b5 28. Rel tafl með mislitum biskupum og jafntefli varð niðurstaðan eftir 64 leiki. 1. einvigisskákin Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Simen Agdestein Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rc6 Þessi óvenjulegi leikmáti hefur ekki átt upp á pahborðið síðan í einvígi Fischers og Petrosjans í Buenos Aires 1971. Fischer lék 4. Rf3 Rf6 5. exd5 exd5 6. Bb5 og náði htlu en öruggu frumkvæði. 4. Rf3 í 3. skákinni í Gjövík lék Karpov 4. e5 og áfram tefldist 4. - b6 5. f4 Bb7 6. Rf3 Dd7 7. a3 Rh6 8. Bb5 f5 9. Bd2 Be7 10. h3 a6 11. Bd3 a5 12. Be3 Ba6 og Agdestein náði að jafna tafhð. ' 4. - Rf6 5. Bd3!? í stað 5. Bg5, 5. e5, eða 5. exd5 bryddar Karpov upp á fjórða mögu- leikanum. 5. - Rb4 6. Bg5 Be7 7. e5 Rd7 8. Bxe7 Dxe7 9. 0-0 0-0 10. Hel c5 11. dxc5 Rxc5 12. a3 Rc6 Eftir 12. - Rxd3 13. cxd3 á hvítur óumdeilt betri stöðu. Svartur nær heldur ekki að jafna taflið fyhilega eftir textaleikinn. Agdestein hélt jöfnu gegn Karpov enda i góðri æfingu hjá Teiti Þórð- arsyni, þjálfara norska 1. deildar liðsins Lyn. 13. Dd2 a5 14. De3 b6 15. Bb5 Ra7 16. Bfl Rc6 17. Bb5 Ra7 18. Hadl Bd7 19. Bfl Hac8 20. Hd4!? Tilfærsla hróks eftir 4. reitaröð er stef sem gjarnan heyrist í skák- um Karpovs. Hrókurinn býst til sóknar á kóngsvæng og nánast þvingar fram næsta leik svarts. En 20. Rd4 var annar kostur. 20. — f5 21. exfB frhl. Dxf6 22. b4 axb4 23. axb4 Rb7 24. Ba6?! Lítur vissulega vel út en Agde- stein lumar hér á mótbragöi. Eftir 24. Re4 De7 er taflið ekki ljóst en 24. Re5 ásamt f2—f4 virðist sterkt - ef 24. - Hxc3 þá 25. Rxd7, eða 24. - Rc6 25. Rxd7 Dxd4 26. Dxe6+ Hf7 27. Rf6+ Dxf6 28. Dxc8+ HÍ8 29. De6+ o.s.frv. 24. - Rc6! Nú er taflið orðið býsna flókið, því að ekki gengur 25. Bxb7? Rxd4 og áfram 26. Bxc8,Rxf3+ og næst fehur á c8, eða 26. Rxd4 Hxc3! og f2 hangir. 25. Re4! De7 26. Reg5! Rxd4 27. Rxd4 Hb8 28. Rgxe6 Bxe6!? Eftir 28. - Hfe8 29. De5 fær hvítur annað peð og hefur góö færi. Næstu leikir eru þvingaðir á báða bóga. 29. Rc6 Dd6 30. Rxb8 Rd8! 31. De5 Dxb4 32. Rc6! Rxc6 33. Dxe6+ Kh8 34. Bd3 Drottningin verður að valda hrókinn á el og riddarinn var því friðhelgur. 34. - Dc5 35. De2 Rb4 36. Hdl Hc8 37. Hd2 Dc3 38. g3 Rxd3 39. cxd3 b5 40. Hb2 b4 41. De6! Hf8? Eftir 41. - Hg8 42. Hbl er iíklegt aö taflið leysist upp í jafntefh. Ag- destein sést yfir 43. leik Karpovs og verður að hafa meira fyrir hlut- unum. I för A 41 * * k lá A H A 1 A A sá? A H ABCDEFGH 28. - Bxb4! 29. Bxb4 d2 30. Bxd2 Hxd2+ 31. Kh3? Fellur í lymskulega ghdru en eft- ir 31. Kfl Rxel og næst 32. - Hxa2 er hvítur svo sem ekki öfundsverð- ur af stöðunni. 31. - f5! Fangar hrókinn! 32. Rf3 Hf2 33. Hd4 Rxd4 34. Rxd4 g6 35. Rxb5 Hb8 36. a4 h6 37. Hc6 Hb6 38. Hc8+ Kg7 39. Hc7+ Kf8 40. Hc8+ Ke741.Hc7+ Kd842.Hxa7g5! Hótar máti í 2. leik. 43. Ha8 + Ke7 44. Ha7 + Kf8 45. Ha8+ Kg7 46. Ha7+ Kg6 47. g4 fxg4+ 48. Kxg4 Hxf4+ 49. Kg3 He4 - Agdestein gafst upp. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.