Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 21
21 FÖSTUDAGUR l'ÁGÚST' 1991. Kvikmyndir Leikstjórinn, framleiðandinn og handritshöfundurinn Mel Brooks. Nú er TVOFALDUR 1. vinningur ■ draumurinn gæti orftið aft veruleika! Iife Stinks er nýjasta kvikmynd Mel Brooks: Ekkijafnvilltur og oft áður Í © snillingur eyddi síöan góðum tíma í leikhúsum utan stórborga þar sem hann safnaöi reynslu, bæði viö að leika, skrifa og leikstýra leikritum af öllum gerðum og lengdum. Eftir veruna við leikhúsin fékk hann ráðningu við að semja brandara fyrir gamanleikarann Sid Caesar sem var með mjög vinsælan sjónvarpsþátt. Að nokkrum árum liðnum hætti Sid Caesar með sjónvarpsþátt sinn og þá tóku þeir sig saman Brooks og Carl Reiner og gerðu nokkrar plötur und- ir heitínu The 2000 Year Old Man. Plötur þessar urðu mjög vinsælar og fékk Brooks þrjár tilnefningar til Grammy verðlaunanna. Árið 1965 tók hann saman við Buck Henry og skrifaði Get Smart sjónvarpsmynda- flokkinn sem var grínútgáfa af Jam- es Bond og öðrum álíka hetjum og gekk sá þáttur í fimm ár. Fyrstu skref sín í kvikmyndum tók Mel Brooks þegar hann skrifaði og leikstýrði stuttmyndinni The Critic og fékk hann óskarsverðlaun fyrir þá mynd. Mel Brooks var nú tilbúinn að gera kvikmynd í fullri lengd og fljótlega leit The Producers dagsins ljós og þar með fékk heimurinn að vita af tilveru Mel Brooks. Þessi bráðsniðuga gam- anmynd sló í gegn alls staðar en þó sérstaklega í Evrópu þar sem sumir litu á Mel Brooks sem arftaka Chapl- ins. Brooks fékk óskarsverðlaunin fyrir handritið að The Producers sem fjallar um mislukkaða leikhúsmenn sem setja á svið söngleik um Hitler. Ætlun þeirra er að láta sýninguna kolfalla vegna allra þeirra lána sem þeir tóku og lofuðu arði, en reyndin varð önnur, söngleikurinn sló í gegn og þeir lentu í fangelsi. í The Producers lék í fyrsa sinn í stóru hlutverki Gene Wilder sem síð- an hefur leikið í mörgum mynda Brooks og Wilder hefur sjálfur tekið upp þráðinn og leikur og leikstýrir gamanmyndum sem allar eru í anda Mel Brooks. Mel Brooks sýndi fljótt að hann er ótrúlega frjór á hugmyndir. Hverjum öðrum heföi dottið í hug að gera gam- anmynd um Frankenstein, loft- hræðslu og veraldarsöguna, sem hann er að visu aðeins búinn að gera fyrsta hlutann. Þó má segja að hann hafl jafnvel komið sínum höröustu aðdáendum sínum á óvart þegar hann ákvað að gera þögla kvikmynd sem hann kall- aði einfaldlega The Silent Movie, en sem fyrr vissi hann nákvæmlega hvað hann var að gera, hann fékk frægar stjömur til að leika í mynd- inni og allir urðu forvitnir. Þótt Mel Brooks sé þekktastur sem háðfugl, þá er til önnur hlið á honum, kvikmyndaframleiðandinn Mel Brooks sem hefur gefið mörgum ung- um mönnum tækifæri. Meðal mynda, sem hann hefur framleitt, eru The Elefant Man, sem leikstýrt var af David Lynch, The Fly, leik- stýrt af David Cronenberg, 84 Char- ing Cross Road, leikstýrt af David Jones og My Favorite Year sem var fyrsta kvikmyndin sem leikarinn Richard Benjamin leikstýrði. Mel Brooks hefur í tuttugu og sex ár verið giftur leikkonunni Anne Bancroft og hefur hún leikið í mörg- um mynda hans, oftast lítil hlutverk. -HK Peningar eru kannski ekki aöalat- riðið í lífinu, en án þeirra er lífið óþverri, segir Mel Brooks og vísar þar með í nafnið á nýjustu kvikmynd sinni, Life Stínks. Eins og oft áður leikur hann sjálfur aðalhlutverkið, milljarðamæringinn Goddard Bolt sem ávarpar ókunnuga með að segja að þeir megi kalla hann God (guð). Brooks segir um Goddard Bolt að hann sé maður sem á allt, en langar samt í meira. Dag einn lætur Godd- Kvikmyndir Hilmar Karlsson Margir furðufuglar verða á vegi milljarðamæringsins þar sem hann dvelur meðal umrenninga. Rudy De Luca og Mel Brooks í hlutverkum sínum í Life Stinks. ard plata sig í veðmál um að hann geti lifað án peninga í þijátíu daga, veðmál sem hann hefði betur látíö eiga sig. Bolt hefur aldrei lifað öðruvísi lífi en að geta veitt sér allt. Hann fædd- ist með silfurskeið í munninum og hefur vanist því að hafa þjóna á hveiju strái. Þegar hann er kominn á götunna, peningalaus og í fatalörf- um, er hann aðeins einn af strætis- rónunum og rekur sig illilega á að það er auðveldara að lifa þegar mað- ur á peninga. Ein manneskja meðal umrenning- anna sem hann neyðist til að um- gangast er kona að nafni Molly sem verður til að hjápa honum í erfiðleik- um hans og það er hún sem kennir honum hvernig á að' komast af án peninga. Það er hin kunna gaman- leikkona Lesley Ann Warren sem leikur hina strætísvönu Molly sem um síðir nær aö kalla fram það besta í fari Goddard Bolts. Life Stinks er ekki alveg eins villt gamanmynd og margar af þekktustu myndum Brooks, má þar nefna Blaz- ing Saddles, Young Frankenstein, To Be or Not To Be og The Producers. Mel Brooks eyddi æskuárum sín- um í Brooklyn þar sem hann eyddi miklum tíma í að fara 1 leikhús og sóttist stíft eftir að fá vinnu viö slíkar stofnanir. Og þessi sjálfmenntaði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.