Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Side 19
I i i > > I I > > > > > I I I jrjge | FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991. 19 Vísnaþáttur í muna streymir minning hlý „Ó, minning, minning. / Líkt og ómur fjarlægra söngva, / líkt og ilmur deyj- andi blóma / berast orö þín að hlust- andi eyrum mínum. / Eins og lifandi verur / birtast litir og hljómar / hinna hðnu daga, / sem hurfu sinn dular- fulla veg / út í dimmbláan fjarskann / og komu aldrei aftur. /... Ó, æska, æska. Þegar dagarnir komu / eins og undarlegt, heillandi ævintýri, / og þeir báru allan fógnuð óg fegurð lífs- ins / í faðmi sínum.“ Þannig hljóðar upphaf ljóðs eftir Stein Steinarr skáld og ber heitið Minning. Þegar ég las bók Steins: Rauður loginn brann, endur fyrir löngu, staldraði ég við þetta kvæði. Það ýtti við mér þá og gerir það ekki síður í dag, þegar svo langt er um hðið frá æskuárunum. En það hafa fleiri en Steinn litið til baka og lýst tilfmningum sínum í ljóðum og stök- um, misvel að sönnu, en margt er þó athyglisvert sem þar kemur fram. Það er gamall bóndi, sem sennilega er fluttur á möhna, sem kveður svo: Dahnn þrái eg ljóst og leynt, lögum breyttum háður. Gamlar rætur gróa seint í grynnri mold en áður. Björn Jónsson frá Haukagili í Hvít- ársíðu, lögregluþjónn í Reykjavík, beinir huganum til heimahaganna: Mörg þó gleymist mannleg þrá minja geymast sjóðir. Leitar dreyminn andi á æsku- og heimaslóðir. En „tímarnir breytast og mennirn- ir með“. Það sem einu sinni var er hðið og kemur aldrei aftur, með nýj- um mönnum koma nýir siðir, sem henta ekki þeim sem voru eitt sinn ungir, en eru það ekki lengur. Bragi Björnsson frá Surtsstöðum í N-Múl. lýsir viðhorfi sínu á þessa leið: Á mér hamast tímans tönn, tápið lamað þekki, út í glaumurglaða önn geng ég framar ekki. Oft um hálan æviveg örðugt leið að finna. Það hafa meiri menn en ég misst þar fóta sinna. Hvað sem augað leit og las lét sig hugur dreyma. Mýksta jörð og grænast gras geymdi landið heima. Þegar magnast þráin brýn, þá fer mig að dreyma, að blómum skrýddar biði mín brekkumar mínar heima. Vísnaþáttur En draumarnir geta aðeins stjakað raunveruleikanum til hliðar um stundarsakir. Þormóður Pálsson frá Njálsstöðum: Út á tímans ólgustraum æskan burt er flotin. Liggja bak við gamlan glaum glösin tæmd og brotin. En mörgu er gott að gleyma, þótt aðeins um stundarsakir sé, og þá fer hugurinn á örskotsstund áratugi aft- ur í tímann. Gústav Halldórsson á Hvammstanga: Stefnir allt að einum stað, ár er lögð í hömlu. Ég leik mér við að leita að leggjunum mínum gömlu. Og Sigríður Þórðardóttir, hús- freyja á Lindarbakka í Breiðdal, er á sömu bylgjulengd: Við aringlóðir æskunnar örast blóðið streymir. Margar góðar minningar muni hljóður geymir. Einar Einarsson, sem var um skeið djákni í Grímsey, tekur undir: í muna streymir minning hlý, mig þá dreymir vorin, því að heimahögum í hulin geymast sporin. Haraldur Lífgjarnsson, skósmiður í Reykjavík, bendir okkur á leið til að draga úr lífsþreytunni: Þegar lúin lítið þið leiðir yfir famar, þá er gott að gleðjast við- gömlu minningarnar. En ekki eru ahar minningar jafn eftirsóknarverðar. Stefán frá Hvíta- dal: Liðnum tíma er létt um vik, leiðin kunn í göngum. Afturgengin augnabhk að mér sækja löngum. Eymundur Jónsson, bóndi í Dilks- nesi í Nesjahreppi í A-Skaft., fluttist til Vesturheims 1902 og heim aftur 5 árum síðar. Hann undi ekki hag sín- um vestra og heimþráin sótti á hann, sem glöggt má sjá af vísu sem hann sendi dóttur sinni heima í bréfi: Berðu kveðju bölum öllum, báru hverri á lygnum sæ, hálum jökli, hamrastöllum, hverju strái á þínum bæ. Guðmundur E. Geirdal, kennari og skáld, ólst upp í Gilsfjarðarmúla í Geiradal í A-Barð. Þegar hann kom á heimaslóöir eftir langa fjarveru orti hann: Kvikar hjartað, kippir æð kvölds í röðulskini, þegar sérhver hóll og hæð heilsar fornum vini. Torfi Jónsson IRÐISAUKASKATTUR Gjalddagi virðisaukaskatts er 5. þessa mánaðar Skýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslu- menn úti á landi og lögreglustjór- inn á Keflavíkurflugvelli. Bent skal á að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við skýrsl- um sem eru fyrirfram áritaðar af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun verður að gera skil hjá innheimtu- manni ríkissjóðs. Inneignarskýrslum, þ.e. þegar . innskattur er hærri en útskattur, skal skilað til viðkomandi skatt- stjóra. Til að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á gjald- daga. Athygli skal vakin á því að ekki er nægilegt að póstleggja greiðslu á gjalddaga. Vel merkt einkastæði BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. Nú býður Bifreiðaskoðun íslands upp á merkingar fyrir einkabílastæði úr sama efni og bíl- númerin. Einstaklingar og fyrirtæki geta pantað áletrun, bílnúmer eða stutt nafn á spjöldin. Verð númeraplatnanna er kr. 1500 og afgreiðslufrestur er 3 dagar. Hægt er að panta þær hjá öllum skoðunarstöðvum Bifreiðaskoðunar, í eftirtöldum símanúmerum: Reykjavík - 673700 Keflavík - 15303 Akranes - 12480 Borgarnes - 71335 ísafjörður - 3374 Blönduós - 24343 Eskifjörður - 61240 Sauðárkrókur - 36720 HvolsvöUur - 78106 Akureyri - 23570 Selfoss - 21315 Húsavík - 41370 Fellabær - 11661 r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.