Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991. íslandsmótið -2. deild: Skaginn vann toppslaginn - Akumesingar treystu stöðu sína á toppnum • Ágúst Gylfason Valsmaður, til hægri, hefur betur í viðureign sinni við Framai Fram sigraði Val í Samskip Framað - Þorvaldur Örlygsson tryggði Fr; Iþróttir_________ Sport- stúfar Eyjólfur meiddist á DV-æfingu Eyjólfur Ólafsson, milliríkjadóm- ari í knattspyrnu, dæmir varla fleiri leiki í sumar. Eyjólfur rif- beinsbrotnaöi á æfingu með DV sl. föstudag þegar hann lenti í samstuöi við Gunnar V. Andrés- son, ljósmyndara blaðsins. Eyj- ólfur verður frá líklega þaö sem eftir er sumars en hann hefur verið einn af betri dómurunum í 1. deild undanfarin ár. Körfuboltaskóli Hauka Körfuboltaskóli Hauka verður haldinn dagana 12.-17. ágúst nk. Kennslan er fyrir drengi og stúlk- ur 7-15 ára, bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Krakkar 7,8 og 9 ára eru á morgn- ana kl. 10 til 12, krakkar 10, 11 og 12 ára kl. 13 til 15 og 13,14 og 15 ára kl. 15 til 17. Innritun fer fram í íþróttahúsinu við Strand- götu 12. ágúst, í fyrstu tímum hvers aldursflokks. Þátttökugjald er 1500 kr. Kennd verða undir- stöðuatriði í körfuknattleik og þekktir körfuknattleiksmenn koma í heimsókn. Kennari verð- ur Ingvar S. Jónsson, íþrótta- kennari og þjálfari. Peter Beardsley til Everton Enski landsliðsmaðurinn Peter Beardsley var í gær seldur frá Liverpool til nágrannanna Ever- ton. Ekki er enn búið að ákveöa endanlega fjárupphæðina sem Everton mun borga fyrir leik- manninn. Beardsley átti erfitt uppdráttar með Liverpool í fyrra og var oftast á varamannabekkn- um. Hann hafði verið sterklega orðaður við Leeds en nú er ljóst að hann mun aðeins þurfa að fara yfir ána Mersey til að leika með Everton í vetur. Óli P. Olsen dæmir í Svíþjóð Það verður íslenskt dómaratríó sem dæma mun leik vináttu- landsleik Svíþjóðar og Noregs í knattspyrnu í næstu viku. Óli P. Olsen mun dæma leikinn og línu- verðir veröa þeir Egill Már Mark- ússon og Gunnar Ingvarsson. Leikurinn fer fram í Östersund í Svíbjóð miðvikudaginn 7. ágúst. Valur vann í Eyjum Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í gær. Valur sigraði Tý í Vestmannaeyjum, 0-2. Arney Magnúsdóttir og Bryndís Vals- dóttir skoruöu mörk Vals í leikn- um. Með sigrinum eru Valsstúlk- ur í efsta sæti. -GH 3. deild karla Dalvík 12 7 3 2 26-17 24 Leiftur 11 7 2 2 29-10 23 Skallagrímur 12 6 3 3 31-29 21 BÍ 12 5 3 4 18-12 18 Völsungur 12 4 4 4 13-19 16 Þróttur N 12 3 5 4 22-20 14 ÍK 12 3 5 4 20-23 14 Magni 12 3 2 7 28-36 11 ReynirÁ 12 3 2 7 18-34 11 KS 11 2 3 6 10-15 9 Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: „Þessi leikur var mjög erfiður en sigurinn var sætur,“ sagði Karl Þórð- arson, fyrirliði Skagamanna, eftir 1-0 sigur á Þórsurum í toppleik 2. deildar í gærkvöldi. Um þúsund manns fylgdust með leiknum sem einkennd- ist af mikilli baráttu enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Með sigrinum treystu Skagamenn stöðu sína á toppi deildarinnar. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en Þórsarar höfðu frumkvæðið ef eitt- hvað var. Síðari hálfleikur var hins vegar bráðskemmtilegur og spenn- andi og þá höfðu Skagamenn frum- Keflvíkingar sigruðu Hauka, 0-2, í vægast sagt mjög lélegum leik á Hvaleyrarholti í gærkvöldi. Keflvík- ingar náðu forystunni á 18. mínútu meö marki Óla Þórs Magnússonar eftir góða sendingu frá Gesti Gylfa- syni. Þegar hálftími var liðinn bættu Suðurnesjamenn öðru markinu við. Óh Þór átti þá hörkuskot sem Örn Bjarnason, markvörður Hauka, varði, boltinn hrökk til Ma.rko Tanacic sem skaut en aftur varði Örn en þá fylgdi Kjartan Einarsson vel eftir og skoraði í þriðju tilraun. Leikurinn var mjög lélegur og sá Þróttarar unnu Grindvíkinga, 1-0, í baráttuleik. Það var Júgóslavinn Goran Micic sem skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu eftir góða send- ingu frá Sigfúsi Kárasyni. Grindvík- ingar voru betri aðilinn í leiknum en tókst ekki að skora þrátt fyrir þrjú dauðafæri. Ómar Torfason skaut yfir mark Þróttar frá markteig. í seinni Fylkismenn komust af mesta hættusvæðinu í 2. deild þegar þeir unnu Selfyssinga, 2-0, í Arbænum í gærkvöldi. Kristinn Tómasson skor- kvæðið. Karl og Haraldur Ingólfsson. fengu báðir dauðafæri en mistókst að skora. Á 80. mínútu átti Bjarki Gunnlaugsson þrumuskot í þver- slána á marki Þórs. Mínútu síðar náðu Akurnesingar að skora sigur- markið og var þar að verki Bjarki Gunnlaugsson eftir góða sókn og undirbúning Alexanders og Sigur- steins. Tveimur mínútum fyrir leiks- lok fékk Júlíus Tryggvason gott færi en Kristján Finnbogason varði lúmskt skot hans vel. Alexander Högnason og Luca Kostic voru bestu menn Skagans en hjá Þór var Bjarni Sveinbjörnsson besti maður. lélegasti sem undirritaður hefur séð í sumar. Haukar voru eins og höfuð- laus her og það mátti telja sóknir þeirra á fmgrum annarrar handar en þó hefðu þeir átt að fá vítaspymu en mjög slakur dómari leiksins var ekki á sama máli. Keflvíkingar voru mjög slakir og ef þeir leika ekki betur en í gær- kvöldi hafa þeir ekki erindi í 1. deild. Þeir eru nú í þriðja sæti 2. deildar en Haukar í næstneðsta sæti og stefna rakleitt niður með sama áframhaldi. hálfleik fengu þeir Ólafur Ingólfsson og Einar Daníelsson báðir dauðafæri en allt kom fyrir ekki. Dragan Manojlovic og Ingvar Óla- son voru bestu menn Þróttar en hjá Grindavík voru Einar Daníelsson og Arnar Bjarnason bestir. aði fyrra mark Fylkis og Þórhallur Dan Jóhannsson bætti öðru markinu við og gulltryggði þar með sigur Árbæinga. „Ég er að sjálfsögðu ánægður með úrslitin en ekki með leik okkar og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Við emm komnir með fimm stiga forskot á toppn- um en staðan er fljót að breytast og það þekkjum við Framarar og hver einasti leikur, sem eftir er móts, verður gifur- lega erfiður,“ sagði Pétur Ormslev í samtah við DV eftir að Fram hafði borið sigur úr býtum gegn Val, 0-1, í frekar slökum leik að Hlíðarenda í gær- kvöldi. Eftir þennan sigur þeirra bláklæddu eru Framarar komnir með þægilega stöðu á toppnum og fara í frí með 5 stiga forskot á KR og Víking. Annars var leikurinn dæmigerður fyrir viðureignir Uðamna. Baráttan var í fyrirrúmi og svo virtist sem liðin bæru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Það var ekki mikið um marktækifæri í leiknum og því var hann ekki mikið fyrir augað. Glæsilegt mark hjá Þorvaldi Eina mark leiksins kom á 39. mínútu og var það glæsilegt mark. Baldur Bjarnason átti þá fallega sendingu inn í vítateig Valsmanna og þar kom Þor- valdur Örlygsson aðvífandi, klippti knöttinn á lofti og þrumaöi honum í bláhornið fram hjá Bjarna, markverði Vals, og eitt fallegasta mark sumarsins varð staðreynd. Þorvaldur hefur verið drjúgur fyrir Framara upp á síðkastið og hefur þrjú mikilvæg mörk. Framarar voru atkvæðameiri í fyrri hálfleik án þess að skapa sér hættuleg færi en í síðari hálfleik voru Valsmenn sterkari og tvívegis voru þeir nálægt Ulfar og Bjori efsta sætinu - Úlfar hoppaöi úr 10. sæti í þaö fyrsta - Kí Eftir annan keppnisdag á landsmót- Bjarnason úr GL sem er í 3.-4. sæ inu í golfi er íslandsmeistarinn, Úlfar Sigurjóni Amarsyni, GR, gekk hins ve Jónsson, GK, kominn í efsta sæti ásamt ar ekki vel í gær. Hann var i efsta sa Birni Knútssyni, GK, í meistaraflokki ásamt Birni Knútssyni eftir fyrs karla. Þeir hafo báöir leikið á 142 högg- keppnisdag, lék þá á 70 höggum, en um og eru jafnir. í 3.-4. sæti eru Krist- gær lék hann holurnar 18 á 77 höggu inn Bjamason, GL, og Öm Arnarson, og hefur leikið samtals á 147 höggu GA, á 145’höggum. og er í 7. sætí. Úlfar Jónsson lék fyrstu 18 holumar í meistaraflokki kvenna er ísland á 73 höggum og var þá í 10. sæti en í meistarinn frá því í fyrra, Karen Sæ gær sýndi hann sínar bestu hhðar, lék arsdóttir, GS, með þriggja högga forsk á 69 höggum og jafnaði vallarmetið á á Ragnhildi Sigurðardóttir, GR. Þa golfvellinum á Hellu, sem hann átti léku báðar á vallarmeti í gær eða á ' sjálfur. Annar kylfingur lék einnig á 69 höggum. Karen hefur því leikiö samta höggum í gær en það var Kristinn á 155 höggum en Ragnhildur á 158 hög Lélegt á Holtinu - þegar Keflavík vann Hauka -GRS IR-ingar unnu stórt Hörður IngimaiESon, DV, Sauðárkr.: IR-ingar unnu ótrúlegan stórsig- ur á Tindastóli, 1-7, á Sauðárkróki. Leikurinn þróaðist vægast sagt furðulega því hann var jafn lengi vel og ef eitthvað var voru heima- menn sterkari í fyrri hálfleik, Þeir fengu 7 góð marktækifæri en náðu ekki að skora en ÍR-ingar nýttu hins vegar 2 af sínum 4 færum. Á 27. mínútu var dæmd vafasöm víta- spyma á heimamenn og Ólafur Jósefsson skoraði af öryggi og aö- eins minútu síðar bætti Pétur Jóns- son öðru markinu við. í síðari hálfleík jörðuðu ÍR-ingar hreinlega Stólana. Kristján Hall- dórsson skoraði þriðja markið og Njáll Eiösson skoraði síðan ódýrt mark á 57. mínútu.' Aðeins 3 mínútum síðar skoraði Benedikt Einarsson 5. markið. Stól- arnir fengu mörg færi en ekkert gekk upp hjá þeim en ÍR-ingar kunnu að nýta sín færi og Tryggvi Gunnarsson bætti tveimur mörk- um við með stuttu millibili. Heima- mönnum tókst loks að skora á loka- mínútunni og var að verki Þórður Gíslason. Þróttarar heppnir - unnu Grindavík 1-01 gærkvöldi Fylkir af mesta hættusvæðinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.