Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglysingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SIMI (91)27022- FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Áfall en ekki ósigur Stór orð eru höfð uppi um meintan ósigur ríkisstjórn- arinnar og þá sérstaklega utanríkisráðherra í samning- um EFTA-ríkjanna við Evrópubandalagið. Ekkert sam- komulag tókst um evrópskt efnahagssvæði og enda þótt viðræðum sé að nafninu til haldið áfram og talað um niðurstöður í september er afar líklegt að hugmyndin um sameiginlegt efnahagssvæði sé úr sögunni. Rétt er það að íslensk stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að þessir samningar tækjust. Enda eru miklir hagsmunir í húfi. Vonbrigðin eru eftir því og það er vissulega áfall í hvert skipti sem menn standa upp frá löngum og ströngum samningaviðræðum án nokkurs árangurs. Hins vegar er það ómaklegt að lýsa yfir því að utanríkisráðherra hafi prívat og persónulega beðið ósigur. Hvað þá þegar fyrrverandi ráðherrar nota tæki- færið til að halda því fram að utanríkisráðherra hafi allan tímann verið á villigötum. Stefna ríkisstjórnarinnar í þessum viðræðum er framhald á þeirri stefnu sem tekin var í tíð fyrri ríkis- stjórnar. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar var einhuga um að sækjast eftir þátttöku í evrópsku efna- hagssvæði. Hún hafnaði tvíhhða viðræðum og hún sendi Jón Baldvin út af örkinni, jafnvel í forystu fyrir EFTA- ríkjunum. Ef stjórnarandstaða Framsóknar og Alþýðu- bandalags gagnrýnir samningaaðferðir Jóns Baldvins, þá hittir hún fyrir sjálfa sig, vegna þess að aldrei heyrð- ist hósta né stuna frá gamla ráðherrahðinu um annað en Jón Baldvin hefði fuht og óskorað umboð frá fyrrver- andi ríkisstjórn. Athyglisvert er að Sjálfstæðisflokkurinn virðist og hafa sannfær'st um að samningunum um evrópska efna- hagssvæðið skyldi fylgt eftir, þrátt fyrir að þingflokkur sjálfstæðismanna legði beinlínis th í stjórnarandstöðu síðasta kjörtímabils að tvíhliða viðræður skyldu teknar upp við Evrópubandalagið. Jafnvel nú, þegar upp úr hefur slitnað, er Davíð Oddsson forsætisráðherra þeirr- ar skoðunar að bíða eigi til september og sjá hvað þá kann að gerast. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að flýta sér í sjálfstæðar viðræður við Evrópubandalagið. Með öðrum orðum: ef frá eru skildir örfáir sérvitringar, hafa öll helstu stjórnmála- og hagsmunaöfl landsins talið rétt og skynsamlegt að semja um evrópskt efnahags- svæði og hafa þar ráðið mestu þeir hagsmunir að fá tohfrjálsan aðgang að Evrópu með fullnýttar sjávaraf- urðir. Nú þegar samningar við Evrópubandalagið hafa mis- tekist mega menn ekki einblína á einstaka menn eða lýsa ósigri á hendur þeim sem höfðu umboð þjóðarinn- ar til að sitja samningafundina. Niðurstaðan er ekki ósigur heldur áfah og það áfah er ekki eins manns held- ur okkar ahra ef við á annað borð vorum og erum þeirr- ar skoðunar að evrópskt efnahagssvæði hafi verið okk- ur th framdráttar. Hér er heldur ekki um neinn heimsendi að ræða. ís- lendingar hafa áfram möguleika th sölu á sínum afurð- um th allra átta. Markaðsstaða okkar er einfaldlega óbreytt frá því sem verið hefur, enda gengu samningarn- ir um evrópska efnahagssvæðið út á það eitt að bæta stöðuna, opna markað og skapa auknar tekjur. Að það skyldi ekki takast er ekki sök íslenskra stjórn- valda. Evrópubandalagið vhdi ekki hleypa okkur inn. Við því er ekkert að segja. Við þurfum að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af fuhveldinu á meðan. Eða hvað? Ellert B. Schram „Hin þýsku lönd í austri eru ekki gleymd... Fjöldi tólks býr innan tilbúinna landamæra í kjölfar Versalasamn inganna 1919 ...“ Hið nýja milli- bilsástand Á rúmum tveimur árum, frá því snemma árs 1989 til miðs árs 1991, hefur ásýnd heimsins og heims- málanna gjörbreyst. Þaö ástand, sem nú blasir við, er óþekkjanlegt frá því sem var. Forsendur eru aðrar, alveg nýjar hættur blasa við. Þróunin getur hæglega tekið aðra stefnu en nú virðist eðlilegt. Það sem nú ríkir er milhbilsástand að loknu kalda stríðinu. í sögunni er það venjulega tíminn rétt eftir lok styrjalda sem skiptir sköpum um hver þróunin veröur, og enda þótt kalda stríðiö hafi ekki beinlínis verið styrjöld gildir samt það sama. í ýmsum skilningi má líta á Sovétríkin sem sigraðan óvin, og þá upplausn, sem nú ríkir í þessu risavaxna heimsveldi, sem hluta af þeirri ólgu sem verður ævinlega hlutskipti sigraðra þjóða í stríði. Fyrrverandi bandalagsríki snúa við þeim baki. Það vald sem heims- veldið haíði yfir skjólstæðingum sínum og bandalagsríkjum, að ekki sé minnst á yfir sínum eigin þegn- um, er ekki lengur virt. Sérhags- munahópar rísa upp í öllum áttum innan þessa fyrrverandi heims- veldis og innan leppríkja þess og annarra fylgjenda, og er þá einkum átt við þjóðarbrot, heilar þjóðir og nýjar stjómmálahreyfingar. Allt hefur þetta gerst áður þótt ytri umgjörö hafi veriö önnur. Ósigur Rússa í fyrri heimsstyij- öldinni geröi bolsévikum móguiegt að hrifsa völdin, það var ósigur Þjóöverja í fyrra stríði sem leiddi beint til valdatöku nasista og síðari heimsstyrjaldarinnar. Það var upplausnin sem fylgdi í kjölfar ósigra þýsku, austurrísku, rúss- nesku og tyrknesku heimsveld- anna sem enn hefur ekki verið til lykta leidd í Evrópu, það vopnahlé sem gert var 11. nóvember 1918 hefur ekki enn leitt til varanlegs friðar. - Fyrst kom síðari heims- styrjöldin, þá kalda stríðið. Nú er kalda stríðinu lokið, nú fyrst er möguleiki aö takast á við þann óleysta vanda sem Versala- samningamir 1919 skildu eftir sig. Stríðsástandið í Evrópu, sem hófst 1914 í Sarajevo í Júgóslavíu, hefur aldrei horfið, því hefur verið haldið í skefjum með ógnunum, síðustu áratugi með ógnarjafnvægi risa- veldanna tveggja í kjarnorkuvíg- búnaði. Nú er þaö jafnvægi ekki lengur fyrir hendi, sá stöðugleiki sem jafnræði þessara tveggja póla á hernaðarsviðinu hefur tryggt er horfinn, og það er ekki víst að það sé eingöngu tií góðs. KjaUkrinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður Þjóðernisvitund og skynsemin Reiknimeistarar og skynsemis- trúarmenn hvers konar hafa lengi gengiö út frá því sem gefnu að auk- in efnahagsleg velmegun og ört vaxandi innbyrðis samskipti þjóða muni leiða til þess að spenna milli þeirra hverfi og þar meö öll stríðs- hætta. Á þessu byggist núverandi Evrópubandalag að verulegu leyti, og víst er þaö að stríðshætta er ekki fyrir hendi milli Þjóðverja og Frakka. En gagnstætt því sem efna- hagsleg rök segja fyrir um hefur þjóðernisvitund hvergi dvínað, þvert á móti færist þjóðernishyggja nú hvarvetna í vöxt. Meðan ógnarjafnvægið ríkti var ekki svigrúm fyrir þjóðernis- hyggju, sameiginlegir hagsmunir kröfðust samstöðu meö Nato gegn Varsjárbandalaginu. Innan Sovét- ríkjanna ríkti raunverulegur stríðsótti, bæöi hræðsla við Þjóð- verja og það sem Sovétmenn töldu árásarstefnu Bandaríkjanna. í báð- um þessum valdablokkum hélt stríðsógnunin þjóðernishyggjunni í skefjum, og í Vestur-Evrópu áttu sameiginlegir hagmunir Natoríkj- anna ekki minnstan þátt í uppgangi Evrópubandalagsins. Nú er þetta allt breytt, og þess er farið að gæta bæði í austri og vestri og ekki síður meðal fyrrverandi skjólstæðinga risaveldanna tveggja 1 þriðja heim- inum. Eitt dæmi þessa dagana er ástandið í Júgóslavíu. Þar í landi gerðust þeir atburðir 1914 sem mótað hafa aila tuttugustu öldina, viðeigandi væri að síðasti kaflinn í þeirri sögu væri skrifaður þar líka. Þar mætast tveir heimar á mörkum yfirráðasvæða tveggja heimsvelda, Austurríkismanna og Tyrkja, og þrenns konar trúarleg arfleifð, frá patríarkanum í Konst- antínópel, páfanum í Róm og íslam. Ástandið þar er upp komið vegna endaloka kalda stríðsins, engin ut- anaðkomandi ógn heldur Júgóslav- íu saman lengur. Þjóðernishyggja Fáar þjóðir hafa búið í nánari samskiptum en þær þjóðir sem nú búa sig undir borgarastríð, Króatar og Serbar, en náin samskipti hafa ekki eytt óvild þeirra á milli, heldur þvert á móti skerpt andstæðurnar. Þrátt fyrir góðan vilja ríkja Evr- ópubandalagsins hefur þetta sama gerst innan þeirra líka, þjóðernis- hyggja fer vaxandi þegar utanað- komandi hætta dvínar. Margar minnihlutaþjóðir eru innan landamæra ríkja Evrópu- bandalagsins, og þrátt fyrir spár um aö opin landamæri muni með tímanum gera Evrópubandalagið að einni þjóðarheild, bendir þróun- in (og sagan) til hins gagnstæöa. Óttin við þjóðernishyggju heima fyrir á sinn þátt í því hve andvígir leiðtogar EB eru sjálfstæðisbaráttu Slóvena og Króata. Þjóðverjar eru reyndar miklu hliðhollari þeim en aðrir, en þeir eiga sérhagsmuna að gæta. Hin fyrrum þýsku lönd í austri eru ekki gleymd, allra síst þýski minnihlutinn í þeim hluta Póllands sem áöur var Prússland og Slésía. Það er einmitt Austur- Evrópa, þar sem íjöldi þjóöa býr innan tilbúinna landamæra í kjöl- far Versalasamninganna 1919 og skiptingar Evrópu 1945, sem gæti oröið hættusvæði á næstu árum. Borgarastríö milli Króata og Serba gæti orðið neistinn sem kveikti bálið. Gunnar Eyþórsson „Óttinn við þjóðernishyggju heima fyr- ir á sinn þátt 1 því hve andvígir leiðtog- ar EB eru sjálfstæðisbaráttu Slóvena og Króata.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.