Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991. 15 Aðlæraaf reynslunni Seint virðast menn ætla að læra af reynslunni í atvinnumálum á íslandi. Það virðist jafnvel hvíla einhver ógæfa yfir okkur í þessu veiðimannaþjóðfélagi hvað þetta snertir. Fyrir fáum árum átti fisk- eldi og loðdýrarækt aö leysa vand- ann og lengi hefur rækjuvinnsla skapað mönnum atvinnu og aflað dýrmætra gjaldeyristekna. Svo bjátaði eitthvað á og þá var allt skorið niður við trog og forsætis- ráðherra, Davíð Oddsson, sagðist ekki vilja nota skattpeninga borg- aranna til þess að standa undir gjaldþrota fyrirtækjum úti á landi. Nú kann að vera vandséð í þessu þjóðfélagi hver borgar hverjum, hver skuldar hverjum og hver stendur undir hveiju. En hvað sem því líður eru það atvinnuvegir þjóðarinnar sem standa undir öllu pumpuverkinu og vinna fólks og hugvit sem skapar alian auð. Því verða menn að hafa eitthvað að iðja og um það snýst flest okkar starf, enda þótt maðurinn lifi ekki á brauðinu einu saman. Sjálfskaparvítin eru verst Allar þjóðir verða fyrir áfollum í atvinnu- og efnahagsmálum sem enginn ræður við. Aflabrestur og náttúruhamfarir, verðfall og hag- sveiflur hafa áhrif á allt og alla um allan heim og enginn fær við því gert. Menn verða að hafa þetta eins og hvert annað hundsbit. En gott er að geta lært af reynslunni. Hins vegar eru sjálfskaparvítin verst, því að þau á að vera hægt að forð- ast. Að minnsta kosti er lífsnauð- synlegt að geta lært af mistökum sínum, lært af reynslunni en það virðist enn ætla að reynast stjórn- völdum erfitt, bæði ríkisstjórn og KjaUarinn Tryggvi Gíslason skólameistari á Akureyri bankastjórum. Allir eru sammála um að gera þurfi atvinnulíf landsmanna fjöl- breyttara svo að fjárafli þjóðarinn- ar standi mörgum fótum og allir fái eitthvaö við sitt hæfi. Langt fram á þessa öld voru fiskveiðar og land- búnaður og frumstæð verslun einu atvinnuvegir þjóðannnar. Síðan hefur margt breyst. Á 50 árum hef- ur íslenska þjóðin tekið stökk sem margar aðrar þjóðir í Evrópu tóku í hægum skrefum á 500 árum, frá sjálfsþurftarbúskap lénsskipulags inn í iðnríki borgarmenningarinn- ar. Og nú blasir upplýsingaþjóðfé- lag tölvubyltingarinnar við. Ekki er alveg víst að allt það sem gerst hefur á íslandi á umliðnum 50 árum sé til góðs. Um það má deila. Ýmis verðmæti hafa fariö forgörðum og íjölmargt hefur týnst sem aldrei verður bætt og aldrei kemur aftur. En stundum gerir íjarlægðin fjöllin blá og mennina mikla og ef til vill var ekki allt eins gott áður og menn vilja nú vera láta. Fátækt og umkomuleysi, stéttaskipting og félagslegt mis- rétti, sjúkdómar, menntunarleysi, þekkingarskortur og fordómar háðu öllu mannlífi og drápu allt í dróma. Framfarir og aukin mennt- un síðustu áratuga og bætt lífskjör fólks hljóta hins vegar að vekja með mönnum bjartsýni og aukinn framfaravilja. Auk þess er ekki unnt að taka skrefið til baka til horfmnar tíðar. Við getum ekki horfið aftur til þess sem liðið er þótt við fegin vildum. I Ensk tunga í stað íslensku En umrótið í kringum okkur, breytingarnar úti í hinum stóra heimi gera það líka að verkum að við verðum að sækja fram, leita „Til þess að tryggja atvinnu og afkomu 1 landinu þarf hins vegar að leita víða fanga, loka engum leiðum og notfæra sér auðlindir lands og þjóðar.“ ....hrapallegt að fiskeldi og loðdýrarækt yrðu algjörlega lögð fyrir róða og þekking sú og reynsla sem menn hafa öðlast hyrfi og týndist." nýrra leiða og taka upp nýja hætti og endurskoða afstöðu okkar til flestra hiuta. Við getum ekki lokað neinum leiðum fyrirfram, neyta verður allra ráða og beita öllum brögðum, allt verður að skoða, eins og sagt er. Þó eru það hugsanlega sumir hlutir sem erfitt er að leggja fyrir róða og hverfa frá og jafnvel óhugsandi er að breyta. Sem dæmi má taka að fáir geta nú hugsað sér að leggja niöur íslenska tungu og taka upp ensku þótt auðvitað væri þetta ein leiðin sem fara mætti til þess að auðvelda mönnum lífsbar- áttuna. Fullveldið og nútíminn Enn vefst það líka fyrir mörgum að láta af svokölluðu fullveldi þjóð- arinnar en í fullveldi felst að samfé- lagið hefur varanleg yfirráð yfir tilteknu iandsvæði og lýtur stjórn, sem sækir vald sitt til samfélagsins sjálfs - en ekki til annarra ríkja - og þessi stjóm fer með æðsta vald í landinu, óháð valdhöfum annarra ríkja, að öðru en því er leiðir af reglum þjóðarréttar. Hins vegar vilja nú sumir málsmetandi menn endurskoða þessa gömlu skilgrein- ingu á fullveldi og sjálfstæði þjóðar og segja að skilgreiningin sé úrelt og eigi ekki við rök að styðjast. ís- lensk stjórnvöld þurfi nú þegar að sækja vald sitt annað en til samfé- lagsins sjálfs og eðlilegt sé að láta æðsta vald í vissum málum í hend- ur valdhöfum annarra þjóða. Fullveldi og atvinna En hvað sem þessu öllu líður er ljóst að undirstaða fullveldis og sjálfstæörar tungu og menningar íslendinga er næg atvinna við allra hæfi og lífvænleg afkoma í landinu. Álbræðsla á tuttugu ára fresti bjargar engu og er að mínum dómi auk þess vondur kostur. Til þess að tryggja atvinnu og afkomu í landinu þarf hins vegar aö leita víða fanga, loka engum leiðum og notfæra sér auðlindir lands og þjóðar. Því væri það hrapallegt að fiskeldi og loðdýrarækt yrðu alger- lega lögð fyrir róða og þekking sú og reynsla sem menn hafa öðlast hyrfi og týndist. Það væri þá enn eitt dæmið um óheillagöngu ís- lenskra stjórnvalda og bankastofn- ana í atvinnumálum þjóðarinnar síðan í lok síðari heimsstyrjaldar- innar. Hins vegar þarf að gera sér ljóst að einstaklingar og fyrirtæki eru misvel til þess fallin að stunda þessar atvinnugreinar og fleira þarf að koma til. En fiskeldi af ýmsu tagi og loðdýrarækt, að ekki sé talað um rækjuveiðar og rækju- vinnslu, eiga að vera og verða hluti af þeim fjölþættu atvinnugreinum sem stundaðar eru á íslandi svo að fjárafli okkar standi sem flestum fótum og við getum áfram haldið fullveldi okkar og þjóðtungu. Tryggvi Gíslason Veiðileyfaverslun ríkisins! Jón Sigurðsson iðnaöar- og viö- skiptaráðherra ritaði kjallaragrein í DV 26. júlí sl. - Eins og svo marg- ar blaöagreinar að undanfórnu var grein Jóns um stjórn fiskveiða og þá stefnu Alþýðuflokksins að ríkið hefji verslun með veiðileyfi á miöin í kringum landið. í upphafi grein- arinnar sagði hann: „Stjórn fisk- veiðanna er nú í brennidepli stjórn- málanna. Umræðan er heit því miklir hagsmunir eru í húfi. Tvær fylkingar takast á. Annars vegar eru þeir sem telja núverandi kvóta- kerfi skásta kostinn til að hafa hemil á veiðunum og stuöla að auk- inni hagkvæmni í útgerð á íslandi. Hins vegar eru þeir sem telja óvið- unandi að helsta auðlind þjóðar- innar - fiskistofnarnir við hndið - sé færð fáum útvöldum á silfurfati og leggja því til að endurgjald komi fyrir veiðiheimildir." Fleiri leiðir Þaö er rétt hjá Jóni að talsverður hiti er í umræðum um þessi mál. Ráöherrar og þingmenn Alþýðu- flokksins hafa t.d. látið sjóða upp úr hjá sér þegar óánægðir vinstri- kratar hafa núið því þeim um nasir að Þorsteinn Pálsson er sjávarút- vegsráðherra og hvaöa skoðanir hann hefur á ríkissölu veiðileyfa. Skoðanir Þorsteins Pálssonar á því að ríkið hæfi sölu veiðileyfa hafa aö því að ég best veit aldrei verið leyndarmál. - Það er þvi ástæðu- laust að taka hitasótt yfir því nú sem hvert mannsbam hefur vitað um árabil. Jón segir einnig að tvær fylking- KjaUarinn Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi í HÍ ar takist á. Hann stillir því þannig upp að það séu stuöningsmenn núverandi kvótakerfis og ríkissölu veiðileyfa sem takist á og aö þessar tvær leiðir séu þær einu sem komi til álita. - Það sé annaðhvort eða. Til allrar hamingju eru til fleiri leiðir en þær sem Jón kom auga á þegar hann skrifaði áöurnefnda kjallaragrein. Endurgjald til hverra? Jóni vex það greinilega mjög í augum að ríkið skuli ekki inn- heimta gjald fyrir veiðiréttindi í sameign þjóöarinnar, fiskimiðun- um. Hann telur það spurningu um réttlæti og hagkvæmni aö ríkið hafi eign fólksins í landinu að fé- þúfu. Eða, eins og hann segir með villandi orðalagi í lok greinar sinn- ar: „Spurningin um gjaldtöku fyrir veiðiheimfidir er í senn spuming um réttlæti og hagkvæmni. Það er hvorki rétt né skynsamlegt að af- henda fámennum hópi auðlindir sjávar - sameign þjóðarinnar - án endurgjalds til eigendanna, þjóðar- innar allrar.“ Ég segi að þetta sé orðað villandi vegna þess að Jón og félagar hans í Alþýðuflokknum hafa síður en svo hugsað sér að þetta svonefnda endurgjald renni til þjóðarinnar. Þeir hugsa sér nefnilega að það renni til ríkisins og verði með- höndlað þar af stjórnmálamönn- um. Ef til vill hafa þeir hugsað sér að fá framsóknarmenn aftur í lið með sér og endurtaka sjóðasukkið og vafasamar fyrirgreiðslur frá því í tíð síðustu ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar. í tíð þeirrar ríkisstjórnar voru skattar hækkaðir um hærri upp- hæð en menn telja mögulegt að fá fyrir veiöileyfi á íslandsmiðum. Þeirri upphæð tókst ríkisstjórn Steingríms með Alþýðuflokkinn innanborðs að koma í lóg án þess að almenningur fengi nokkuð í sinn hlut. - Hví skyldi það ekki verða eins með tekjurnar af veiði- leyfasölu ef ríkið sér um að inn- heimta það? Þjóðin eignist miðin Jón talar einnig um að gera lagaákvæði um sameign þjóðarinn- ar á fiskistofnunum virkt. Hann telur m.ö.o. að fólkið í landinu geti átt eitthvað án þess að hafa um- ráöarétt yfir því! Hann telur það nægja að „eigendumir" geti kosið sér umsjónarmenn fyrir „eignum" sínum á fjögurra ára fresti. Helst vill hann væntanlega vera kosinn umsjónarmaöur sjálfur. Því miður skila slíkar „eignir" aldrei arði til „eigendanna". Það hafa margar þjóðir fullreynt. Auðlindir í umsjá ríkis hafa aldr- ei fært viðkomandi þjóð þaö sem þær hefðu fært henni ef einstakl- ingar hefðu fengið hana til eignar og umsjónar. Því væri réttast að stofna venjulegt hlutafélag allra íslendinga um veiðiréttindin við „ ... Jónogfélagarhansí Alþýðu- flokknum hafa síður en svo hugsað sér að þetta svonefnda endurgjald renni til þjóðarinnar. Þeir hugsa sér nefnilega að það renni til ríkisins .. Endurgjald fyrir veiðiley „Hann telur m.ö.o. að fólkið i land- inu geti átt eitthvað án þess að hafa umráðarétt yfir þvi!“ segir greinarhöfundur og skírskotar til greinar iðnaðar- og viðskiptaráð- herra í DV 26. júli. landiö. Sjálfstætt hlutafélag sem yrði laust við afskiptasemi stjóm- málamanna og hefði það að megin- markmiði að mala eigendunuin - íslendingum - gull. Glúmur Jón Björnsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.