Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Side 4
4 LAUGAEDAGUR 10. ÁGÚST 1991.. Viðskipti_________________________________________________________________________________________dv Leikritið um létt og laggott er f itumikið og freistandi Umræðurnar um EFTA og Evrópubandalagið hafa undanfarna daga snúist upp í sérkennilegt leikrit sem nefnist Létt og laggott. Þetta hefur verið óvenjuspennandi farsi þar sem staðhæfing er gegn staðhæfingu og menn litlu næreftiröll atriðin. DV-myndHanna I rifrildinu um smjörvann og létt og laggott að undaníornu virðist nið- urstaðan sú að þaö var ekki fyrr en eftir að Jón Mýrdal hjá ríkistolistjóra og Sveinbjörn Guðmundsson hjá toll- stjóra úrskuröuðu hinn 10. júlí síð- astliöinn að smjörvinn og létt og laggott færu í tollflokkinn 21.06 sem landbúnaðarráðuneytið og hags- munasamtök bænda uppgötvuðu að þessar vörutegundur væru inni í samningshugmyndum EFTA við Evrópubandalagið. Tollnúmer21.06 Utanríkisráðuneytið gekk hins vegar út frá því að önnur ráðuneyti og hagsmunaaðilar bændasamtak- anna vissu að á bak við tollnúmeriö 21.06 ílokkuðust afurðir sem inni- héldu mikla mjólkurfitu eða smjör, eins og það heitir í daglegu tali. Þess vegna ætti mönnum að hafa verið þaö ljóst allan tímann að vörur í þessum tollflokki gætu snert íslensk- an mjólkuriðnað. Utanríkisráðuneytið fór hins vegar ekki nákvæmlega ofan í saumana á því hvaða íslenskar vörutegundir, nöfn á einstökum vörutegundum, gætu hugsanlega fallið undir toll- númerið 21.06. Ekki heldur landbún- aðarráðuneytið. Osta- og smjörsalan bað um tollflokkun Raunar voru það ekki landbúnað- arráðuneytið, utanríkisráðuneytið eða Stéttarsamband bænda sem hug- kvæmdist að láta tollflokka fyrir sig smjörva og létt og laggott. Það var hins vegar Pálmi Vilhjálmsson hjá Osta- og smjörsölunni að Bitruhálsi sem gerði fyrirspurn um máliö til tollstjóra hinn 9. júlí. Hann fékk svar daginn eftir, 10. júlí. Tollflokkurinn var hinn frægi 21.06. Þrátt fyrir að ráðuneytum og öðrum væri það fulljóst frá þessum degi aö smjörvi og létt og laggott væru í samningshugmyndunum um evrópska efnahagssvæðið varð eng- inn hávaöi um málið. Það var ekki fyrr en um mánaða- mótin þegar Evrópubandalagið hafði frestað samningaviðræðum fram í september að skyndilega varð hvell- ur. Og hvílíkur hvellur. Gamansamir menn hafa líkt honum viö læti leik- manna í úrslitaleik mjólkurbikars- ins. Sjónarmið Stéttar- sambands bænda er um mikið leyndarmál Sjónarmið Stéttarsambands bænda eru þau að í viðræðunum um evr- ópkst efnahagssvæöi hafi íslensk stjómvöld teygt sig út fyrir núgild- andi búvörusamning með því að ljá máls á rýmkuðum heimildum fyrir innflutningi á unnum landbúnaðar- vörum; smjörva, léttu og laggóðu, jógúrt og ís. Jafnframt gagnrýnir Stéttarsam- bandið mjög að því hafi ekki á neinu stigi samningaviðræðnanna verið kynntar þessar hugmyndir stjórn- valda. Enda hafi þær komið forsvars- mönnum þess mjög í opna skjöldu. Sjónarmið utanríkisráðuneytis Sjónarmið utanríkisráðuneytisins em þau að engu hafi verið leynt og að málið hafi verið kynnt landbúnað- arráðuneyti, iönaðarráðuneyti og íjármálaráðuneyti reglulega frá þvi í febrúar síðastliðnum með alls sjö bréfum. Það heldur því einnig fram að rjóma- og mjólkurís, smjörvi og létt og laggotf hafi í öll skiptin verið á listanum sem í þessi sjö skipti var kynntur. Að vísu hafi sérnöfn afurð- anna ekki staðið skýrt og skorinort í skránni heldur tollnúmer sem for- ráðamönnum landbúnaðarins hefói átt að vera strax ljóst að gætu snert landbúnaðinn. Þannig innihéldi toll- flokkurinn 21.06 matvæli sem væru með meira en 15 prósent mjólkurfitu og ekki væru ílokkaðar sem hreint smjör eða smjörlíki. Ekki hefðbundnar landbúnaðarafurðir Jafnframt hefur utanríkisráðu- neytið ítrekað að hefðbundnar mjólkurvörur eins og mjólk, rjómi, kjöt, smjör, ostar og egg hafi aldrei komið til umræðu gagnvart EFTA eða Evrópubandalaginu. Ráðuneytið segir ennfremur að samningaumleitanir við Evrópu- bandalagið um landbúnaðarmál hafi byggst á að víkka út innbyröissamn- ing EFTA-ríkjanna sem hafi lengi verið í gildi. Þannig hafi tollnúmerið fræga, 21.06, verið útvíkkað og þar með hefði smjörvinn og létt og lagg- ott fallið þar undir. Sömu sögu væri að segja um ísinn sem væri í flokkn- um 21.05. Rýmkunin þar hefði verið úr vatnsís í allan ís. Sömuleiðis hefði orðið rýmra um jógúrtina, sem væri í 4. flokki tollskrárinnar. Þar hefði rýmkunin verið úr ávaxtajógúrt með kakóbragði í blandaða ávaxtajógúrt. Til viðbótar hefur ráðuneytið sagt að sérstakt jöfnunargjald hefði átt að tryggja að íslenskur framleiðandi væri í nákvæmlega sömu samkeppn- isstöðu og erlendur. Loks að þetta hafi ekki verið form- legt samningsboð heldur hugmyndir í heildarlausn sem gengi fyrst og fremst út á tollfrelsi fisks frá EFTA að mörkuðum Evrópubandalagsins. Núverandi samningar íslendinga við EFTA og EB Tvo samninga íslendinga hefur borið nokkuð á góma í umræðunni um mjólkurvörurnar í samningum EFTA og Evrópubandalagsins. Sá fyrri er gildandi innbyrðissamning- ur EFTA-ríkjanna en ísland gerðist aðili að EFTA áriö 1970. Hinn samn- ingurinn er fríverslunarsamningur okkar við Evrópubandalagið frá ár- inu 1972 sem gekk í gildi árið 1977. Samkvæmt báðum samningum kemur ekki til greina að leyfa inn- flutning á hefðbundnum landbúnað- Fréttaljós Jón G. Hauksson arvörum; kjöti, osti, smjöri og svo framvegis. í EFTA-samningnum hefur hins vegar veriö hægt að flytja inn til ís- lands jógúrt með kókóbragði og vatnsís eins og frostpinna. Það einkennilega er að tvíhhða samningur okkar við Evrópubanda- lagið, frá árinu 1977, hefur verið rýmri en EFTA-samningurinn hvað mjólkurafurðir snertir. EB-samningur íslendinga leyfir súkkulaðiís Þannig hefur til dæmis veriö leyft að flytja inn súkkulaðiís til íslands frá löndum Evrópubandalagsins, samkvæmt bókun númer 2 í samn- ingnum. Hins vegar kveða reglugerð- ir hér heima á um að það sé bannað. Spurningin er auðvitað sú hvort slík reglugerð standist gagnvart frí- verslunarsamningnum við Evrópu- bandalagið fyrir dómstólum. Og fyrst bókun númer 2 leyfir innflutning á súkkulaðiis til íslands má spyrja sig hvort þá hafi verið óeðlilegt að setja rýmri heimildir um innflutning á ís inn í samningsdrögin milli EFTA og Evrópubandalagsins um evrópskt efnahagssvæði. Segja má að nýju ljósi hafi verið varpað á núgildandi fríverslunar- samning við Efnahagsbandalagið þegar gengið var frá samræmdu toll- flokkakerfi um aUan heim árið 1988. Þá var gerð nánari útfærsla á gömlu tollskránni og þá kom til dæmis skýrt fram að innflutningur á ís til íslands væri raunverulega frjáls samkvæmt samningnum. Aðalreglan í innflutningi til íslands er sú að annað hvort er leyft að flytja inn vöruna samkvæmt hsta við- skiptaráðuneytisins eða ekki. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra vék að þessu í sjónvarpsþætti í fyrrakvöld og sagði að þar sem iðn- aðarvörur úr landbúnaði eins og smjörvi og létt og laggott væru ekki á bannlista viðskiptaráðuneytisins vegna samningsins viö Evrópu- bandalagið mætti skilja það sem svo að leyft væri aö flytja þær inn. Hefði svo verið undanfarin ár án þess að menn gerðu sér grein fyrir því. í þessu sambandi má minna á að í áhtsgerð ríkislögmanns frá því þegar Jón Sigurðsson viöskiptaráðherra leyfði takmarkaðan innflutning á smjörlíki fyrir nokkrum árum var á þá leið að það þyrfti ekki að leita áhts neinna annarra en viðskiptaráðu- neytisins til að leyfa innflutning á smjörlíki. Búvörusamningur gæti ekki stöðvað slíkan innflutning. Eitt af því sem Stéttarsamband bænda og landbúnaðarráðuneytið hafa gagnrýnt samningamenn ís- lands í EFTA-EB viðræðunum fyrir er að ekki skyldi gerður fyrirvari af hálfu íslands við einstök tollnúmer eins og önnur EFTA-ríki gerðu. Ut- anríkisráðuneytið hefur hins vegar svarað því til að th þess hafi ekki komið þar sem geröur hafi verið fyr- irvari af hálfu Islands við allan list- ann. Fyrirvarinn var sá að íslendingar væru ekki tilbúnir að ræða hstann fyrst ekki hefði komið thboð í sjávar- útvegsmálum af hálfu Evrópubanda- lagsins. Engu að síður var markmið- iö að listinn yrði sameiginlegur og gilti fyrir öh EFTA-ríkin gagnvart Evrópuhandalaginu. Vegna fyrirvar- ans fylgdust íslendingar áfram með viðræöum sérfræðinga EFTA í land- búnaðarmálum án þess þó að taka þátt í þeim og fara nákvæmlega ofan í saumana á því í hvaða tollflokk ein- stakar sérvörur færu. Þetta er staðan núna. Síðan heldur létt og laggott leikritið áfram á fundi utanríkismálanefndar á mánudags- morgun. Sá fundur verður eflaust fitulítill en mjög freistandi. Lottó og getraunir hækka - ýmsar breytingar 1 athugun Frá og með næstkomandi mánu- degi mun þátttökugjald Lottósins hækka úr 35 krónum röðin í 40 krónur og íslenskar getraunir úr 15 krónum í 20 krónur. í athugun eru nokkrar breyting- ar á þessum getraunaleikjum. Að sögn Sigurðar Baldurssonar, fram- kvæmdastjóra íslenskra getrauna, eru Svíar búnir að senda frá sér vhjayfirlýsingu um samstarf á mhli getrauna íslands og Svíþjóð- ar. Ef getraunir landanna tveggja sameinast munu leikirnir verða 13 í stað 12 og að auki mun potturinn stækka úr aö meðaltali 1,5 milljón íslenskra króna á viku í um 136 mhljónir ísl. kr. á viku. Hugmyndin er að fyrsta leikvika með þessu nýja kerfi verði 9. nóvember en það er háö reglugerðarbreytingu og samþykki dómsmálaráðherra. Hestamenn og íslenskar getraun- ir eru einnig að velta fyrir sér hug- mynd um hestagetraunir. Slík get- raun yrði með svipuðu sniði og knattspyrnugetraunirnar. Þátttak- endur myndu giska á sigurvegara í einhverjum ákveðnum fjölda hlaupa og sá sem giskar rétt vinnur pottinn. „Þetta er allt á athugunar- stigi og engar ákvarðanir hafa ver- ið teknar. Það er langur vegur í að þetta geti fariö af stað, sérstaklega vegna aöstöðuleysis þar sem hér vantar góðar hlaupabrautir," segir Sigurður. Lottómenn eru líka að velta breytingahugmyndum fyrir sér, meðal annars aö draga úr smærri pottum á hverjum degi eða hafa 2 úrdrætti á laugardögum. „Viö fylgjumst með nýjungum sem koma upp og ræðum aha mögu- leika. Engin ákvörðun hefur þó enn verið tekin um hvort eða hvenær breytingar verða,“ segir Bjöm Ást- mundsson, stjórnarmaður ís- lenskrar getspár. -BÓl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.