Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Blaðsíða 9
LÁÍUÖÁRDÁGIÍR 10. 'ÁGÚSÍ 1991.;
9
Nýr bæjarstjóri á ísafirði:
Hlakka mest til hinna
mannlegu samskipta
- segir Smári Haraldsson
Hlynur Þór Magnússon, DV, ísafiröi:
„Á þessum nýja vettvangi hlakka
ég mest til hinna mannlegu sam-
skipta,“ segir Smári Haraldsson á
ísafirði í samtah við DV en hann tók
við embætti bæjarstjóra á ísafirði um
síðustu mánaðamót.
„Við ætlum okkur að reka hér
bjartsýna framtíðarpólitík en ekki
að velta okkur upp úr einhverjum
glötuðum tækifærum liðins tíma. Við
sem stjórnum þessum bæ ætlum að
líta á kostina við að búa hér og reyna
að beina athygli manna að hinum
bjartari hiiðum framtíðarinnar í
kaupstaðnum okkar og fjórðungnum
okkar.“
Pólitískar væringar
í sveitarstjómarkosningunum í
fyrravor féll bæjarstjórnarmeiri-
hlutinn á ísafirði en hann var skipað-
ur fulltrúum Alþýðuflokks, Fram-
sóknarflokks og Alþýðubandalags.
Þá fékk D-listi Sjálfstæðismenn þrjá
menn kjörna en í-listi Sjálfstæðs
framboðs (klofningsframboðs sjálf-
stæðismanna) fékk tvo. Sá listi var
undir forystu Haraldar Líndal Har-
aldssonar sem þá hafði gegnt starfi
bæjarstjóra á Isafirði um níu ára
skeið en ekki tekið virkan þátt í
flokkapólitík fyrr. Að kosningum
loknum gengu þessir tveir listar,
„ánægðra og óánægðra", sjálfstæðis-
manna til mneirihlutasamstarfs með
5 menn af 9 og Haraldur var áfram
bæjarstjóri. Skemmst er frá því að
segja að líming Sjálfstæðisflokkanna
tveggja reyndist ótraust og brast end-
anlega snemma í sumar. Á mjög
skömmum tíma náðu síðan D-listi,
B-listi og G-listi saman um myndun
nýs meirihluta og Haraldur L. Har-
aldsson lét þegar af starfi bæjar-
stjóra. Ákveðið var að ráða Smára
Haraldsson í staðinn frá og með 1.
ágúst. Frá því að Haraldur lét af
starfi og til síðustu mánaðamóta
gegndi Magnús Reynir Guðmunds-
son starfi bæjarstjóra en hann var
bæjarritari á Isafirði um 20 ára skeið
og oft settur bæjarstjóri á þeim tíma.
Líffræðingur
og bæjarstjóri
Smári Haraldsson er tæplega fer-
tugur að aldri. Hann er líffræðingur
að mennt, eins og eiginkona hans,
Helga Friðriksdóttir kennari á
ísafirði, og stunduðu þau bæði fram-
haldsnám í Noregi. Þau eiga þrjú
böm. Smári hefur kennt við Mennta-
skólann á ísafirði um allmörg ár og
var settur skólameistari síðasta
skólaár í orlofi Björns Teitssonar.
Hann er mætavel kunnugur bæjar-
málum á ísafirði, hefur setið í bæjar-
stjórn og ýmsum nefndum bæjarins
sem fulltrúi G-lista og m.a. verið
formaður bæjarráðs. Hann er fyrsti
heimamaðurinn sem er ráðinn í
stöðu bæjarstjóra á ísafirði um
margra áratuga skeið.
Spennandi
verkefni bíða
Smári segir starf bæjarstjóra leggj-
ast vel í sig; „mörg verkefni bíða, flest
sem skemmtilegt og spennandi verð-
ur að fást við. Á sumum sviðum þarf
að halda í horfinu, á öðrum sviðum
þarf að byggja upp. Á meðal verk-
efna, sem bíða úrlausnar, má nefna
sorpeyðingarmálin (væntanlega
kannast nú flestir landsmenn við
sorpbrennslustöðina á Skarfaskeri
við Hnífsdal), en þau eru nú á góðri
leið með að leysast í samráði við
umhverfisráðuneytiö og Hollustu-
vernd ríkisins. Við sjáum fram á aö
framkvæmdum við Fjórðungs-
sjúkrahúsið ljúki á næsta ári. Á
næstu tveimur árum ætlum við að
ljúka við íþróttahúsið. Nú er óðum
verið að ráða í ýmsar stöður sem
vantað hefur í, fóstrur hafa verið
ráðnar, félagsmálastjóri er að koma
til starfa og heilbrigðisfulltrúi er
loksins á leiöinni en slíkur maður
hefur ekki verið til á ísafirði árum
saman. Þess má einnig geta að núna
í sumar hefur bærinn tekið miklum
stakkaskiptum í útliti og verður því
haldið áfram.
Fjármálin afar erfið
Fjárhagsstaða ísafiarðarkaupstað-
ar hefur löngum verið nokkuð þung.
Skuldir bæjarins eru ansi miklar og
það kemur vissulega niður á fram-
kvæmdagetunni. Eitt af brýnustu
verkefnunum er að ná skuldunum
niður. Hins vegar er bæjarsjóður alls
staðar í skilum og engin vandræði
hvað það snertir."
- Nú sprakk síðasti meirihluti með
talsverðum fyrirgangi. Hvað segir
Smári um nýja meirihlutann sem
Síðustu daga júlí dvaldist Smári í tjaldi í Aðalvik sér til hvíldar og hressiríg-
ar og til að hlaða batteríin. Á myndinni situr hann á dráttarvél af gerðinni
International Harvester Farmall Cub í hústóft á Látrum í Aðalvík. Aldur
þeirra er liklega svipaður. Nýi bæjarstjórinn vonar að bæjarstjórnin verði
þjálli í samvinnu og kaupstaðurinn láti betur að stjórn en gamli Farmallinn.
' DV-myndir Hlynur Þór
Fimmtudagur 1. ágúst 1991: Smári Haraldsson, t.v., tekur við lyklum ísafjarðarkaupstaðar af Magnúsi Reyni Guð-
mundssyni, settum bæjarstjóra.
skipaður er fólki úr þremur stjóm-
málaflokkum en ekki einum flokki
eins og sá sem sprakk. Er þessi lík-
legri til að tolla saman?
„Mér líst vel á þetta meirihluta-
samstarf vegna þess að allir sem að
því standa eru staðráðnir í því að
vinna vel og heiðarlega saman og
horfa til framtíðar fremur en fortíð-
ar. Mér líst vel á að vinna með þessu
fólki, ég þekki það allt persónulega
og hef áður starfað með því öllu
meira og minna.
Metum kostina
Það er mikilvægt að allir ísfirðing-
ar geri sér grein fyrir kostunum við
að búa hér, hvað það er sem gerir
ísafiörð að fýsilegum stað. Og það er
nú ýmislegt. Bærinn á sér langa og
merkilega sögu. Hann hefur afmark-
aðan miðbæ með iðandi mannlífi.
Menningar- og listalif er hér auðugt,
félagslíf er fiölbreytt og rótgróið,
stutt í óspillta náttúruna. Hér er gott
að ala upp börn, hér eru mikil tengsl
og samhjálp á milli fólks og tiltölu-
lega öflug félagsleg þjónusta, t.d. við
aldraða. ísafiörður er skólabær, hér
er framhaldsskóli. Hér er öflugt at-
vinnulíf og stutt í fengsæl fiskimið.
Þegar þetta allt er haft í huga, ásamt
þeim framkvæmdum og framfara-
málum sem ég nefndi áðan, þá veiti
ég hreint ekki hvað menn vilja biðja
um meira,“ sagði Smári Haraldsson,
bæjarstjóri á ísafirði, að lokum.
IfllADTMÍI IIIÍCDDMI
l\¥MH I 1WÍIkí%PhVEh m IvH
verður á kvartmílubrautinni
við Straumsvík á sunnudaginn ki. 14.
Keppendur mæti fyrir kl. 11.
Minnst 8 sérsmíðuð
kvartmílutæki eru skráð.
Markmið Kvartmíluklúbbsins er:
Hraðakstur af götum borgarinnar
inn á lokuð, lögleg svæði.