Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991. 12 Vísnaþáttur Þjóðskáld dreifbýlisins Þingeyskir feðgar Fyrir nokkrum vikum birti ég vísnaþátt um Jón Hinriksson, skáld á Helluvaði í Mývatnssveit. Hann var einn af kunnustu sveita- skáldum síns tíma og lifði fram á þessa öld, kynsæll maður með af- brigðum. Sonur hans af þriðja hjónabandi var Sigurður Jónsson, 1878-1949. Hann bjó á Arnarvatni í Mývatnssveit. Hann gaf út tvær ljóðabækur, 1937 og 1945. Kunnasta ljóð hans var Blessuð sértu sveitin mín sem Jónas frá Hriflu gaf heitiö Þjóðsöngur íslenskra byggða. Hann var gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla, bóndi á Arnar- vatni í Mývatnssveit. í þættinum um fóður Sigurðar, Jón Hinriksson, gaf ég fyrirheit um birtingu á Hestavísum eftir Jón en þegar til kom leyfði plássið það ekki. Bæti úr því nú. í Ljóðmælum Jóns, sem eru eina bók hans og kom, ef ég man rétt, út snemma á þessari öld, er mikill hlutinn minn- ingarljóð um menn og hesta. 20 vís- ur orti hann um Huga 1897. Hér er aðeins sýnishorn: Jón Hinriksson: Hugaminni Andinn stynur, afl hann slær, aldan drynur, beljar. Hugi vini fremstum fjær féll í ginið heljar. Hugi sveif á hugins storð - hverful dreifist giftan - fákinn leyfir frægðarorð, frjálsri hreyfmg sviptan. Stöðugt ómar þvílík þrá, þröngt er tómið friðar, fegurst blómin æfl á örlaga skjóminn miðar. Skein svo slétt á skepnunni sköpun nett og mildin. Vísnaþáttur STYRKIR REYKJAVÍKURMARAÞON ® TOYOTA Tákn um gœði ÞJÓNUSTUIBUÐIR ALDRAÐRA DALBRAUT 27, REYKJAVÍK óska aö ráða starfsfólk í heimilisaðstoð, 75% starf. Vinnutími frá kl. 8 til kl. 14 og kl. 16 til kl. 22 alla virka daga. Einnig vantar starfsfólk til starfa í eldhúsi, 75% starf. Vinnutími frá kl. 8 til kl. 14, unnið aðra hverja helgi. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377 milli kl. 10 og kl. 12 alla virka daga. Allt var létt og lifandi, lék við spretti snilldin. Líkt og kastar álmur ör - aflið hvasst því veldur - steinn frá vast, en stóðu for, storðin gnast við heldur. Steig við hæðir drösull dans, drifinn æðishita; háls um bæði og brjóstin hans breiddust slæður svita. Hófa úðu eldingar, afl nam prúðum duga, mélin gnúði, gustur var geðs í búðum Huga. Lista arfur lénar margt lífi þarfa ríku. Ævihvarf er heldur hart að hálfnuðu starfi slíku. Hugi þótti hestaval, heimadrótt hann syrgir; helst til fljótt í dimmum dal dauðans nótt hann byrgir. Hugi er.frá, en hinn er fár, hugar þrá sem mæðir. Hart er að rjá við sollin sár, svíður þá og blæðir. Sigurður á Arnar- vatni: Stökur 1. Gleði mín er grafin kvik, gnagar mig eiturnaðra. Líf mitt allt er sífelld svik við sjálfan mig og aöra. 2. Orðið getur erfitt spaug eftirþrá og vonum, ef að maður magnar draug og missir svo af honum. 3. Þér ég hróður hefja fer, hlýð á ljóðaslaginn. Heilsa ég, bróðir, besti þér, býð þér góðan daginn. 4. ískrar gjólan, gaddar hól, glatast skjóhn víðar. Þaulsæt njóla á stjörnustól stjakar sól til hliðar. 5. Að landi vaða hrönn við hrönn, hlynur svaða kliður. Byljir hlaða fónn á fónn, fjúkin raðast niður. 6. Upp úr langri, þungri þögn, þögn, sem mér er byrði, langar mig að lyftast ögn, léttara svo mér yrði. 7. Er það aidursmerki á mér, merki afturfara, hversu gjarnt mér einatt er á hið liðna að stara? 8. Nú er fátt um kvæðaklið, kveður enginn stöku. Annað muna megum við marga langa vöku. Dómarann ég ei deih við, dreg ei neinn í þrætur. En ég veit hinn aldna sið eiga seigar rætur. 10. Fjörugt var á ferðum oft, fastan rómur brýndur, hnyttnum vísum haldið á loft, hestur á skeiði sýndur. 11. Stundum gleymist allt, sem ól öfugstreymið svarta. - Mig er að dreyma sumarsól, sæluheima bjarta. Viðvonbrigði, aðeins hluti: Ef til vill þó innst i huga eitt hvað svíði, mun ég ekki kveina og kvarta, knýja dyr að neinu hjarta. Máske, köld, er kólgan mig í kafið dregur, einhvers staðar einhver merki eftir 'sjái í nýtu verki. Sæll mun hann, er siglir æ í svása blænum. Þó er betra að eiga anda, engin slys er ná að granda. Látum svo skáldbóndann á Arn- arvatni kveðja með vísu, sem hann orti á sextugsafmælinu: Svona fór það fyrir mér, - frá er gaman að segja: dýrðlingur ég orðinn er, án þess fyrst að deyja. Jón-úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi. Bros leit Ljósmyndasamkeppni DV og Tannlæknafélags íslands DV og Tannlæknafélag Islands hafa ákveðið að halda ljósmyndasam- keppni sem hlotið hefur nafnið Breiðasta brosið. Leitað er að einhverri fallegri sumarmynd af breiðu og fallegu brosi eða brosum. Vegleg verðlaun eru í boði og er heildarverðmæti vinninga 60.000 kr. Canon Eos 1000 myndavél frá Hans Petersen, að verðmæti 35.000 kr. 15.000 kr. vöruúttekt í einhverri af sjö verslunum llans Petersen. 10.000 kr. vöruúttekt í einhverri af sjö verslunum Hans Petersen. Hverjum þátttakanda er frjálst að scnda inn lleiri en eina mynd. s Myndina ásamt nafni, heimilisfangi og síma þátttak- anda skal senda í umslagi til DV, Þvcrholli 11, 105 Reykjavík, merkt Breiðasta brosið. Skilafrestur er til 6. scptembcrr Þá er bara að muna eftir myndavélinni í útileguna, í griilveisluna og í bíltúrinn því að það er aldrei að vita hvenær verðlaunabrosið læðist fratn í munnvikin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.