Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Blaðsíða 25
 Evrópumót í hestaíþróttum: í slenskir knapar hafa hreppt 20 gullverðlaun Reynir Aðalsteinsson hlaut þrenn gullverðlaun á Evrópumótinu í Austurríki 1987. DV-mynd EJ íslenska landsliðið í hestaíþróttum er komið til Himmelstalund í Norr- köbing í Svíþjóð, tilbúið að leiða hesta sína saman við landslið annarra þjóða á ellefta Evrópumótinu (EM) í hesta- íþróttum. Reyndar vilja margir neína þetta mót heimsmeistaramót þar sem keppendur koma frá Bandaríkjunum og ef til vill Kanada. Landsliðið er skipað sjö knöpum sem allir hafa áð- ur keppt á Evrópumótum og telst reynslumesta landshðið til þessa. Mikiil fjöldi íslendinga fylgir landsl- iðinu til Svíþjóðar og fer stærsti hóp- urinn í flugi á mánudaginn en aðrir stemma saman sumarfrí og EM Sexþjóðirkepptu á fyrsta Evrópumótinu Það er ekki úr vegi að rifja upp sögu Evrópumóta allt frá árinu 1970 er fyrsta mótið var haldið í Aegidinberg í Þýskalandi dagana 5. tii 6. september. A fyrsta mótinu kepptu fulltrúar sex þjóða. Þrír knapar kepptu fyrir ísland: Sigurður Magnússon á Blossa, Anton Guðlaugsson á Gusti og Reynir Aðalsteinsson á Hvelh, Loga og Stjama. Reyni gekk vel og fékk meðal annEU's guliverðlaun fyrir sigur á Stjama í annarri fjórgangsgreininni. Fjórgangsgreinamar vom tvær í þetta eina skipti og sigraði Reynir í fjórgangi + brokki. Hann varð einnig annar á Stjama í tölti og þolreið. Alpamirvoruerfiðir íslenskuhestunum Næsta mót var haldið í St. Moritz í Swiss dagana 9. til 10. september 1972. Þar gekk íslensku sveitinni iha. Hest- amir vom þreyttir eftir langt ferða- lag. Mótið var haldið í Ölpunum og töldu sumir knapar mótsins að hestar þeirra hefðu þjáðst af háloftaveiki. Ami Guðmundsson náði bestum árangri íslendinganna, varð annar í fjórgangi á Sleipni. Þriðja mótið var haldið í Semirach í Austurríki árið 1975. Þá vom keppn- isþjóðimar orðnar átta. Sjö knapar kepptu fyrir ísland. Ragnheiður Sig- urgrímsdóttir keppti á Gammi, fyrsti fulltrúi íslenskra kvenna. í Semirach vann Reynir Aðalsteins- son guhverðlaun í tölti á Degi og Al- bert Jónsson gullverðlaun í hlýðni- keppni B á Ljóska, einu guhverðlaun íslendinga í þeirri grein th þessa. Á fyrstu þremur áranum var th- raunamótsbragur á Evrópumótun- um. Keppt var í ýmsum greinum sem hafa ekki sést síðan. Á fyrsta mótinu var keppt í tveimur íjórgangsgrein- um: fjórgangi með skeiði og fjórgangi með brokki. Eiirnig var keppt í 3.000 metra þolreið. Árið 1972 var keppt í grein þar sem annað hvort mátti láta hestinn skeiða eða tölta. í Semirach var íjórgangi og fimmgangi skeht saman og úr varð nokkurs konar marggangur. Einnig var farið að fiölga hlýðnikeppnisgreinunum og voru þær tvær í Semirach en mest þrjár í Skiveren í Danmörku. Tvöfaldursigur Sigurðar í Skiveren í Skiveren í Danmörku kepptu tíu þjóðir. íslendingunum gekk sæmi- lega. Hæst bar sigur Sigurðar Sæ- mundssonar í 250 metra skeiði á Leikni og einnig varð Sigurður stiga- hæsti knapi mótsins. Leiknir rann skeiðið á 24,0 sek. Það var nýjung i Skiveren að keppt var í parareið og sigraðu Hollendingarnir Marjolyn Tiepen og Toi Merx. Einungis var keppt í þessari grein í tvö skipti: í Skiveren 1977 og í Uddel í Hollandi 1979 en þá unnu Hollendingar einnig. Veikindi komu ekki í veg fyrirgull í Hollandi í Uddel í Hohandi árið 1979 veikt- ust íslensku keppnishestarnir og nokkrir knapanna. Á lánshestinum Fróða frá Ásgeirsbrekku, sem er stóðhestur, vann Ragnar Hinriksson gullverðlaun í fimmgangi og önnur guhverölaun sem stigahæsti knapi mótsins. íslendingar voru smám saman að ná sér á strik. Einungis hafði verið haldið íslandsmót í hesta- íþróttum tvisvar sinnum árið 1979, því fyrsta opinbera íslandsmótið var haldið á Selfossi árið 1978. Gullið glóði í Noregi og Þýskalandi Nú fer að rofa til hjá íslenskum knöpum. Það vora bjartir tímar framundan. í Larvik í Noregi 1981 vann Sigurbjörn Bárðarson gull á Adam í þremur greinum: gæðinga- skeiði, 250 metra skeiði og sem stiga- hæsti knapinn. í Roderath í Þýskalandi árið 1983 var uppskeran enn betri; fiögur gull, sem er besti árangur íslendinga til þessa. Tómas Ragnarsson vann gull í 250 metra skeiði á Fjölni á ótrúlega góðum tíma, 21,7 sek., og einnig sem stigahæsti knapi fimmgangsgrein- anna. Tómas var einungis sautján ára og er yngsti íslenski knapinn til að vinna sér inn guhverðlaun á Evr- ópumóti. Aðalsteinn Aðalsteinsson vann gæðingaskeiðið á Baldri og einnig fimmganginn. Kynbótahross kynnt íVárgárda í Svíþjóð Þegar hér var komið sögu höfðu verið haldin sjö Evrópumót. Enn var thraunabragur á þessum mótum, því nú kom til sögunnar kynbótahrossa- keppni. Reglur eru þær að hvert land má senda fiögur kynbótahross sem skulu fædd f því landi sem þau keppa fyrir. Á EM í Várgárda í Svíþjóð stóð hryssan Hilda frá Ólafsvík efst en Sigurbjörn Bárðarson sýndi hana. Yfirleitt hefur íslendingum gengið vel í þessari keppni og fengið fiögur gullverðlaun á þremur EM. Nú er keppt í fjórum flokkum: yngri og eldri flokki stóðhesta og hryssna. í Várgárda gekk íslensku sveitinni þokkalega. Benedikt Þorbjörnsson vann gullverðlaun í fimmgangi á Styrmi en öðrum gekk verr. Reynir þrefaldur gullvérð- launahafí í Austurríki Árangur íslenska landsliðsins var nokkuð góður í Weistrach í Austur- ríki árið 1987. Hæst bar þrefaldan sigur Reynis Aðalsteinssonar á Spóa en þeir unnu gæðingaskeiðið, 250 metra skeiðið og voru stigahæstir í fimmgangi. Þá spihti þaö ekki fyrir að Sigurbjörn Bárðarson vann tölt- keppnina á Brjáni og var ekki laust við að íslensku áhorfendurnir stigju laust til jarðar þegar Sigurbjörn veif- aði tölthorninu glæsilega. í kynbóta- keppninni gekk einnig vel. Hryss- urnar Blika frá Kirkjubæ, sem Sigur- björn Bárðarson sýndi, og Valdís frá Vallarnesi, sem Rúna Einarsdóttir sýndi, voru í tveimur efstu sætunum í flokki eldri hryssna. AðalsteinnfékklO fyrir tölt í Danmörku Árangur landsliðsins í Wilhelms- borg í Danmörku árið 1989 var ekki eins góður og vonast var eftir. Jón P. Ólafsson fékk gullverðlaun í gæð- ingaskeiði en hann keppti á Glaumi. Ekki munaði miklu að þeir félagar bættu við sig öðrum gullverðlaunum fyrir 250 metra skeið því þeir voru með langbesta tímann, 23,34 sek., þegar þýska stúlkan Vera Reber átti eftir einn sprett. Henni tókst að renna Frosta sínum á 23,22 sek. og sigra. Aðalsteinn Aðalsteinsson náði þeim ótrúlega árangri að fá 10 hjá nokkrum dómurum fyrir greitt tölt á Snjalli en það dugði ekki og þeir voru í öðru sæti á eftir Bernd Vith á Rauð. Betur gekk með kynbótahrossin því Hjörvar frá Reykjavík, sem Sig- urbjörn Bárðarson sýndi, stóð efstur eldri stóðhesta með 8,07 í einkunn. Sverta frá Flugumýri, sem Walter Feldman sýndi, stóð efst hryssna í eldri flokki með 8,23 í einkunn. Oghvaðnú? Landsliðið, sem nú keppir fyrir ís- lands hönd, er skipað reynslumikl- um knöpum. Fyrir utan alla þá sig+a sem þeir hafa unnið hér heima hafa þeir allir keppt áður á EM og fiórir þeirra eru gullverðlaunahafar. Sigurbjörn Bárðarson hefur tekið þátt í sex EM og unnið fiögur gull. Ragnar Hinriksson hefur tekið þátt í fióram EM og unnið tvö gullverð- laun. Tómas Ragnarsson hefur tekið þátt í tveimur EM og unnið tvö gull og Jón P. Ólafsson hefur unnið ein gullverðlaun á sínu eina EM til þessa. Gunnar Arnarson, Hinrik Bragason og Einar Ö. Magnússon hafa allir tekið þátt í einu EM til þessa. -EJ Ahs hefur 83 guhverölaunum verið úthlutað á Evrópumótum og hafa þau skipst á níu þjóðir. Þjóð- verjar hafa unnið flest gull, 39, fs- lendingar hafa unniö 20, Svísslend- ingar 8, Norömenn og Hollendingar 5, Danir 3 og Austurríkismenn, Finnar og Frakkar eitt hver þjóð. Skipting verðiaunanna er nokk- uð ákveðin. Þjóðverjar eru sterkir í fiórgangsgreinum og fslendingar í fimmgangsgreinum. Hinar þjóð- irnar reyta inn verðlami í öðrum ' greinum. Þjóðverjar hafa sem . dæmi unnið fiórganginn alltaf þeg- ar emungis hefur verið um að ræða eina tegund fiórgangs en Reynir Aðalsteinsson vann fiórgang+ brokk i eitt skipti. Þjóðverjar hafa einnig veriö sterkir í töltinu, unnið átta sinnum en íslendingar hafa unnið tvisvar sinnum. íslendingar hafa á móti unnið gæðingaskeiöiö í fiögur skipti af fimm og skeiðið í fimm skipti af tíu. íslendingar sterkastir í fimmgangsgreinunum Þrjátiu og tveir knapar hafa verið fulltrúar fslands á Evrópumótum en auk þess hafa nokkrir íslending- ar keppt fyrir aðrar þjóðir. íslend- ingar hafa unnið nítján gull. Reyn- ir Aðalsteinsson hefur unnið fimm sinnum, Sigurbjörn Bárðarson fiórum sinnum, Aðalsteinn Aðal- steinsson hefur unnið tvisvar, Ragnar Hinriksson tvisvar, Sigurð- ur Sæmundsson tvisvar, Tómas Ragnarsson tvisvai', Albert Jóns- son einu sinni, Benedikt Þorbjörns- son einu sinni og Jón P. Ölafsson einu sinni. Tslensku gullin skiptasí þannig að fiórir sigrar eru í 250 metra skeiöi og gæðingaskeiði, þrír sigrar eru í fimmgangi, tveir í tölti, einn í hlýðnikeppni, einn í fiórgangi+ brokki og fimm sinnum hafa ís- lenskir knapar verið stigahæstir knapa. WalterFeldmamijr. Walter Feldmann jr. liefur náð langbestum árangri knapa á Evr- ópumótum. Hann hefur unnið tólf gullverðlaun, á Eldjárni, Funa og Magnúsi. Bernd Vith er einnig sig- ursæh, hefur unniö sex gullverð- laun, á Fagra-BIakki, Rauð og Örv- ari. Hann hefur mmið fiórganginn fiórum sinnum, þar af þrisvar á Fagra-Blakki og einu simfi vann hann töltið á Kagra-Blakki. Það er ljóst að róðurinn verður þungur þjá íslensku keppnissveit- inni. líröfumar eru miklar, enda hefur islenskt landshð unnið að minnsta kosti eitt guh á öllum EM ncma cinu. í Swiss árið 1972. -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.