Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Blaðsíða 38
v50 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991. Afmæli Guðlaug Sigurjónsdóttir Guðlaug Sigurjónsdóttir húsmóðir, Ásvegi 16, Reykjavík, verður sjötug ámorgun. Fjölskylda Guðlauggiftist8.4.1944 Einari Jóni Gíslasyni, f. 11.9.1918, fyrrv. bifreiðarstjóra og vaktmanni í Áburðarverksmiðjunni. Foreldrar hans voru Ólöf Ásgeirsdóttir og Gísli Einarsson, þau bjuggu lengst af í Reykjavík. Guðlaug og Einar eiga fimm böm. Þau eru Ólöf Einarsdóttir, f. 21.9. 1944, hárgreiöslumeistari, gift Boga Þórðarsyni tæknifræðingi, búsett í Reykjavík og eiga þau tvo syni, Þórð Birgi og Einar Þór; Sigurlaug Ein- arsdóttir, f. 21.8.1946, verslunar- maður, gift Gylfa Jónssyni vél- virkja, búsett í Reykjavík; Erna Ein- arsdóttir, f. 17.8.1949, hárgreiðslu- kona, gift Bergþóri Einarssyni vél- virkja, búsett í Kópavogi og eiga þau tvö böm, Guðlaugu Þórunni og Áma Þór; Einar Orn Einarsson, f. 28.9.1951,byggingarmeistari, kvæntur Huldu S. Haraldsdóttur húsmóður, þau eru búsett í Reykja- vík og eiga þrjú böm, Svanhildi, Hauk Má og Hrafnhildi; Hrefna Ein- arsdóttir, f. 29.11.1958, húsmóðir, gift Einari Marteinssyni gröfu- manni, þau era búsett í Reykjavík og á hún einn son, Sigurgeir. Systkini Guðlaugar: Þórarinn G. Sigurjónsson, verkstjóri og stýri- maður, kvæntur Guðleifi Arnadótt- ur húsmóður, þau eru búsett í Reykjavík og eiga fjögur börn; Guð- björg Sigurjónsdóttir, húsmóðir, látin, gift Sigurði Jónssyni flug- manni, látinn, og áttu þau fjögur börn; Marta E. Sigurjónsdóttir, lát- in; Baldur Sigurjónsson fram- kvæmdastjóri, kvæntur Halldóru K. Sigurðardóttur húsmóður, þau era búsett í Reykjavík og eiga eina dóttur; Marta E. Box, gift Fransis M. Box, þau eru búsett í Bandaríkj- unum og eiga einn son; Sigríður Sig- urjónsdóttir húsmóðir, gift Ásgeiri J. Kristóferssyni bifvélavirkja, lát- in, hún býr í Reykjavík og áttu þau fjögur böm; Ólafur Sigurjónsson verkstjóri, látinn, kvæntur Guð- rúnu Pétursdóttur húsmóður, bú- sett í Reykjavík og áttu þau fimm börn; Jóhanna Sigurjónsdóttir hús- móðir, gift Ásbirni Péturssyni prentara, þau eru búsett í Kópavogi og eiga tvö börn; Guðmundur Sigur- jónsson verkstjóri, kvæntur Eygló Ólsen, verslunarmanni oghúsmóð- ur, þau era búsett í Reykjavík og eiga tvö böm; Örn Sigurjónsson vélfræðingur, kvæntur Ingu Guð- mundsdóttur, póstmanni og hús- móður, þau eru búsett í Reykjavík og áttu fjögur börn en eitt er látið; Ath Sigurjónsson flugumferðar- stjóri, látinn, kvæntur Kittý Amars Valtýsdóttur, látin, húsmóður, og áttu þau fjögur börn. Foreldrar Guðlaugar vora Sigur- jón Ámi Ólafsson, f. 29.10.1884, d. 15.4.1954, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og alþingismaður, og Guðlaug Gísladóttir, f. 26.9.1892, d. 5.11.1951, húsmóðir. Þau bjuggu lengst af í Reykjavík. Ætt Foreldrar Sigurjóns voru Ólafur Guðlaug Sigurjónsdóttir. bóndi á Króki á Rauðasandi, Jóns- sonar bónda á Sjöundá, Ólafssonar, og kona hans, Guðbjörg Ámadóttir, bónda á Hvallátrum, Thoroddsen. Foreldrar Guðlaugar voru Gísh, steinsmiður í Reykjavík, Magnús- son, og fyrri kona hans, Þórunn Benjamínsdóttir. Svidsljós Brúðkaup Elizabeth Taylor: Michael Jackson verður svaramaður einkasvæði Michaels Jackson í Santa Ynez í Kaliforníu. Michael og Elizabeth eru nánir vinir og söngvarinn ætlar að verða svara- maður brúðarinnar. Vafalaust bíða margir með spenningi eftir að sjá væntanlegt brúðkaup en lognmolla hefur aldr- ei verið í kringum Elizabeth Tayl- or. Bestu vinirnir - Elizabeth og Mic- hael Jackson. Bablað viö laxinn Veiöimenn tala ekki við laxana máhn við hina og þessa. Honum hans veiddi. Þó maður nenni þvi heldur veiða þá. En ungu áhuga- Antoni Ingvarssyni þótti rétt aö kannski ekki mjög lengi. mönnunum finnsi gaman að ræða gefa sig á tal við lax sem móðir varpsviðtali að það væri alveg klárt að þetta væri hennar síðasta hjóna- band. Liz hefur grennst mikið aö undanfómu og er sagt að hún hafi greitt stórfé fyrir að láta fitusjúga kroppinn. Leikkonan hefur aldrei veriö feimin við lýtalækna og margoft farið í hinar ýmsu aðgerð- ir hjá þeim. Brúðkaupið verður haldið á Elizabeth Taylor með Larry Fortensky, væntanlegum eiginmanni. Elizabeth Taylor mun ganga í það heilaga í áttunda skiptið þann 5. október nk. Sá heittelskaði heitir Larry Fortensky, 39 ára. Þau kynntust á Betty Ford meðferðar- stofnuninni fyrir fjórum áram og segir Liz að eftir svo langa viðkynn- ingu séu þau viss um að vilja eyða elliáranum saman. Reyndar sagði Liz nýlega í sjón- Þó maður sé enn þá ekki orðinn eins árs getur mað- ur bablað aðeins viö laxinn. Þetta gengur ekki því að laxinn svaraði manni fullum hálsi og það gengur ekki. DV-myndir G. Bender Til hamingju með afmælið 11. ágúst _________________ Vigdís Ferdinandsdóttir, Avn Gnoðarvogi 24, Reykjavík. Klara Bjamadóttir, Hlíðarbraut 4, Blönduósi. Ágúst Pétursson, Nökkvavogi 23, Reykjavík. 75ára Hallgrímur Benediktsson, Steinahlíð 8a, Akureyri. Jón Haraldsson, Skeggjastöðum, Görðum. Jón verður að heiman á afmælis- daginn. Sigurður Jónsson, Háaleitisbraut 14,Reykjavik. 70 ára Björgvin Anton Jónsson, Hörðuvöllum 4, Hafnarfirði. Magnús Ólafur Jónsson, Bókhlöðustíg 9, Stykkishólmi. María Valsteinsdóttir, Ytri-Tungu 2, Tjömeshreppi. 60 ára Kristinnl. Karlsson, Heiðarhrauni 23, Grindavík. Ágústína Eggertsdóttir, Hæðargarði48, Reykjavík. Þórir Sigurðsson, Hverafold 25, Reykjavík. Ólafur Grímsson, Kolbeinsgötu 28, Vopnafiröi. 50ára Ingólfur Hansen, Holtsbúð 14, Garðabæ. Hjördís Bára Þorvaldsdóttir, Bogahraut 17, Skagaströnd. 40 ára Björn Kristinsson, Hlíöarvegi 70, Njarðvík. Sviðsljós Börn læknishjónanna Litu og Haralds Sigurðssonar gáfu Fáskrúösfirð- ingum málverk að gjöf. DV-mynd ÆK Fáskrúðsfirðingar fá málverk að gjöf Ægir Kristinssan, DV, Fáskrúösfirði; Nýlega afhentu böm læknishjónanna Litu og Haralds Sigurðssonar Búðahreppi málverk að gjöf af þeim hjónum, málað af listamanninum Bjama Jónssyni. Málverkinu hefur verið valinn staður í afgreiðslu skrif- stofu Búðahrepps. Tilefni gjafarinnar er að núverandi ráðhús var heimih læknishjónanna og bama þeirra en Haraldur var héraðslæknir á Fáskrúðsfirði frá árinu 1940-1973. Með gjöfinni vildu böm læknishjónanna sýna hug sinn til æskustöðva sinna og ánægju yfir því að húsið skyldi endurbyggt eins og gert hefur verið. Þröstur Sigurðsson sveitarstjóri tók við máíverkinu og bar fram þakltir til gefenda fyrir hönd bæjarbúa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.