Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Page 2
Fréttir LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991. x>v Magnús Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður: Jeppinn kominn í leitirn- ar einu ári eftir hvarf ið „Þaö var hringt í mig frá Ryðvam- arskálanum í Sigtúni í síðustu viku og ég spurður hvort ég ætti j eppa sem ekki hafði verið sóttur. Þegar betur var að gáð var þetta jeppinn minn sem hvarf frá flugstöðinni í fyrra,“ sagði Magnús Guðmundsson kvik- myndagerðarmaður en þetta dular- fulla hvarf jeppans vakti mikla at- hygh á sínum tíma. Magnús brá sér til útlanda frá 15. ágúst til 2. september fyrir rétt tæpu ári og einhvern tíma á því timabili hvarf jeppinn af bílastæði við Flug- stöð Leifs Eiríkssonar þar sem hann var geymdur. „Ég var sannfærður um hann hefði verið keyrður í hafið eða að búið væri að rífa hann í tætlur, en þetta Jeppinn er nú i vörslu Sjóvá en tryggingafélagið borgaði hann út á sínum tíma. DV-mynd JAK hefur greinilega ekki verið gert í auðgunarskyni því það var allt ó- snert í bílnum," sagði Magnús og bætti því við að ryðvömin hefði held- ur ekki skaðað hann. „Þeir sögðu mér hjá Ryðvarnarská- lanum að maður á fimmtugsaldri hefði komið með jeppann tif þeirra í fyrrahaust og beðið þá að ryðverja hann. Hann bað þá líka um að geyma hann í einhverja mánuði af því að hann ætlaði til útlanda. Þegar enginn kom svo að vitja jepp- ans reyndu starfsmennirnir að hafa upp á eigandanum og komust að því að ég var enn skráður fyrir bíln- um,“ sagði Magnús. Magnús sagði að bíllinn væri óskemmdur en illa farinn eftir að hafa staðið ósnertur í heilt ár. Hann sagðist ekki muna hversu mikiö jeppinn hefði verið keyrður þegar hann hvarf, en taldi ekki ólík- legt að sá sem tók hann hefði keyrt hann eitthvað þar sem varadekkið var komið undir. Rannsóknarlögreglan hefur nú málið með höndum en enn er ekki vitað hver hér var að verki. Á sínum tíma datt mönnum í hug að hvarf jeppans mætti að einhverju leyti rekja til kvikmyndar Magnúsar, Lífsbjörg í norðurhöfum, en gerð hennar vakti mikið umtal og reitti marga tif reiði. -ingo „No comment," var það eina sem austurríski fararstjórinn Josef Mörtl var fáanlegur til að segja við blaðamann DV þegar hann kom með jarðfræðihóp- inn til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær. Hópurinn hafði farið um Snæfellsnes og Vestfirði þar sem hann hafði höggvið grjót á friðuðum svæð- um jafnt sem ófriðuðum. Fjórir ferðalanganna voru þó ekki í sýnasöfnun. Á meðfylgjandi mynd er fólkið komið á tjaldstæðin í Laugardal þar sem það hefst við þar til það heldur heim. -JSS/DV-mynd Hanna Leyfi Landsvirkjun- ar afturkallað Náttúruvemdarráð hefur aftur- kallað leyfi sem Landsvirkjun var veitt til undirbúningsvinnu vegna hugsanlegrar lagnar Fljótsdalslínu um friðlýst svæði í Ódáðahrauni. Landverðir nyrðra fullyrða aö trún- aöarbrestin- hafi orðið milli þeirra og Náttúruvémdarráðs. Þeir fund- uðu í gær og mótmæltu leyfisveit- ingu Náttúruvemdarráðs tii handa Landsvirkjun þar sem leyfður er akstur utan vega, sýnataka og mæl- ingar á friðlýstu svæði. -hlh Langtímaspá um veður á N-Atlantshafi fyrir ágúst Byggt á gögnum NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) ^llrkf * Spáin sýnir frávik frá meöaihita og meöalúrkomu á spásvæöinu Langtímaveðurspá til loka ágústmánaðar: Förum að kannast betur við okkur Þaö getur bragðið til beggja vona í veðurfari ágústmánaðar en í stór- um dráttum má búast við afskaplega eðlilegu íslensku ágústveöri. ísland virðist liggja í miðjum normal- eða meðalstreng með tilliti til úrkomu en beggja vegna er tilhneiging til kaldara veðurlags en í meðalári. Hvað úrkomu varðar eram við enn og aftur á normalsvæði en smámögu- leiki er á að úrkoman víki fyrir þurr- Háskólabíó: Metaðsókn Metaðsókn var að kvikmynd- inni Beínt á ská í Háskólabíói um verslunarmannahelgina. Þá sáu um 11 þúsund manns myndina. Friöbert Pálsson, forstjóri Há- skólabiós, segir þvi aö þar hafi í raun verið best sótta skemmtun helgarinnar. Sveppagreining Sveppafræðingurinn Jaques Melot aðstoðar í dag menn viö að þekkja í sundur sveppi. Slíkt hef- ur oft vafist fyrir fólki. Áhuga- menn um sveppatínslu vilja vita hvort sveppimir séu ætir. Sveppafræðslan fer íram í Hafn- arhúsinu að vestanverðu milli klukkan 17 og 19 í dag. ara veðri hér sunnanlands. Næstu daga segir fimm daga spáin að verði heldur vætusamt. Langtímaspáin er byggð á veðurspá bandarísku veður- stpfunnar, NOÁA, fyrir ágústmánuð. í spá veðurstofunnar, er náði frá miðjum júlí til miðs ágústs, var gert ráð fyrir heföbundnu íslensku ágúst- veðri með meiri vætu sunnanlands en verið hefur í sumar og þurrara og sólríkara veðri norðan heiða. Það Sölu Rafveitu Eyrarbakka tíi Raf- magnsveitna ríkisins hefur verið frestað. Nú standa hins vegar yfir viðræður fulltrúa iðnaðarráðuneytís og íjármálaráöuneytis við heima- menn, sérstaklega með tilliti til fjár- hagsvanda Hitaveitu Eyra. Verður leitast við að finna lausn á þeim vanda. Eins og DV greindi frá rekur Hita- veita Eyra rafveitur Stokkseyrar annars vegar og Eyrarbakka hins vegar. Hitaveitan á í miklum fjár- hagsvandræðum um þessar mundir. Hún skuldar 150 milljónir króna, eða um 150 þúsund á hvem einstakling sem af er ágúst virðist sú spá halda í megindráttum. Sem fyrr minnum við á að lang- tímaspáin segir fyrir um megintil- hneigingar í veðri tímabilsins en ekki um veðurfar frá degi til dags. Langtímaspár þessar hafa birst í DV undanfarin tvö ár og í flestum tílfell- um hafa þær staðist. -hlh á svæðinu. Hún er jafnframt ein dýr- asta hitaveita landsins og er orku- verð frá henni 21 prósent hærra held- ur en orkan frá Rarik, svo dæmi sé nefnt. Heimild var á fjárlögum þessa árs um að ríkið yfirtæki 60 milljónir af skuldum hitaveitunnar. En þegar fjóst varð áð Eyrarbakkahreppur hugðist selja Rarik rafveituna hætti ríkið við yfirtökuna. Það verður aft- ur til þess að orkuverðið lækkar ekki í næstu framtíð. Þessi mál eru nú í heild sinni til athugunar, eins og áður sagði. -JSS Sölu rafveitu Eyr- arbakka frestað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.