Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Blaðsíða 26
38
LAtíGAHDAGUR 10. ÁGÚST 1991.
Helgarpopp
Bowie spennir
bogann
Aðdáendur Davids Bowie geta
tekið gleði sína því að meistarinn
er með nýja plötu í farteskinu. Það
er hljómsveit kappans, Tin Mac-
hine, sem hefur lokið við gerð ann-
arrar plötu sinnar og ku hún vænt-
anleg í hillur hljómplötuverslana
2. september nk. Mun hún bera
' viðeigandi titil, Tin Machine 2. Auk
Bowie skipa hljómsveitina Reeves
Gabrels á gítar og bræðurnir Hunt
og Tony Sales. Fyrri plata Tin Mac-
hine kom út árið 1989 og þótti
marka endurkomu Davids Bowie í
„alvöru“ rokktónlist eftir slepju-
legar plötur lungann úr 9. áratugn-
um.
Eftir helgi mun fyrsta smáskífan
af væntanlegri plötu Tin Machine
líta dagsins Ijós og lagið, sem valið
var sem undanfari, nefnist You
Belong in Rock and Roll og gefur
sá titill fógur fyrirheit. Myndband-
ið við lagiö var unnið af kvik-
myndaleikstjóranum Julian
Temple en Bowie hefur töluvert
>>starfað með þeim fróma fir, m.a. í
kvikmyndinni Absolute Beginners
frá 1986.
Úr því verið er að ræða um David
Bowie þá má geta þess að fyrir
dyrum stendur endurútgáfa á Ber-
línartrílógíunni svokölluðu, þ.e.a.s.
plötunum þremur sem hann gerði
með Brian Eno og Tony Visconti í
David Bowie.
Umsjón
Snorri Már Skúlason
Berlín á árunum 1977-1979. Það
sem gerir þessar endurútgáfur
merkilegar er að aukalög fylgja
hverri plötu. Sum laganna hafa
ekki heyrst áður en einnig má
heyra endurhljóðblöndun á þekkt-
um Bowie „standördum". A Low
eru aukalögin Some Are, All Saints
og Sound and Vision í nýrri hljóð-
blöndun. Heroes skartar lögunum
Abdul Majid og Joe the Lion í nýj-
um búningi. Lodger, sem upphaf-
lega kom á markað árið 1979, inni-
heldur í endurútgáfunni lögin I
Pray Ole og Look back in Anger.
Það síðarnefnda í nýrri útgáfu.
Klæminn Prince
Fjöllistamaðurinn Prince er með
nýja smáskífu í farteskinu og er
hennar beðið með óþreyju vestan
Atlantsála. Ekki hlakka allir til
útgáfunnar og í þeim hópi eru tals-
menn útgáfufyrirtækis Prince sem
óttast málsókn. Það hlakkar nefni-
lega í hinum siðprúða meirihluta í
Bandaríkjunum sem þykist hafa
komist í feitt þar sem umrædd
smáskífa er. Texti lagsins á A-hlið
þykir nefnilega kiúr í meira lagi
að mati manna í Vesturheimi.
Hann fjallar um forleik samfara og
ferlið allt til fullnægingar. Prince
kynnir til sögunnar alls kyns
samfarastelhngar og óvenjulega
staði þar sem gott ku aö iðka
heimaleikfimina.
Lagiö, sem ber það látlausa heiti,
Get off-23 Positions in a One Night
Stand, veröur gefiö út þann 19. ág-
úst. Þegar talsmaður hljómplötuút-
gáfufyrirtækisins WEA var spurð-
ur um hkur á lögsókn sökum kláms
í textanum svaraði HÚN með and-
varpi: „Ég vildi að ég ætti kærasta
eins og Prince."
SVARSEÐILL
s t* v i n n gr « a k ©. e nii
1. Hvað kemur DV oft út í viku?
2. Frá hvaða landi er Fiat?
3. Hvað heitir morgunþáttur FM 957 milli
kl. 9.00 og 12.00 alla virka daga?
NA FN______
// i: i v/ / l i
S IM I
A L I) un
& i n ij % f f n f <
FM 957, Pósthólf 9057, 129 Rcykjavík.
1
ESEa FMf 957 OBESB
DV
Franskt rokk-
haust á íslandi
- Amina úr Evrópusöngvakeppninni væntanleg til landsins
Flestum er enn í fersku minni opin-
ber heimsókn Mitterrands Frakk-
landsforseta th íslands i fyrra og þá
sérstaklega er forsetinn og fylgdarlið
fjölmenntu á tónleika Sykurmolanna
í Duus-húsi. Það var einkum fyrir
áhuga franska menningarmálaráð-
herrans, Jacks Lang, á að heyra ís-
lenska popptónlist að tónleikunum
var komið fyrir á dagskrá Frakkanna
og nú virðist ljóst að heimsóknin
hefur skilað árangri. Þá var reifuð
sú hugmynd að þjóðirnar ættu með
sér samskipti á sviði poppmenningar
og á þeim tíma sem liðinn er frá
heimsókninni hefur verið unnið
undirbúningsstarf með samstarf í
huga. Þar hafa Ahiance Francais,
menntamálaráðuneytið, Smekkleysa
og franska umboðsskrifstofan Pro-
gramme lagt hönd á plóginn.
Les Satellites er ein þeirra hljómsveita sem heimsækja ísland í tengslum
við franska tóniistarhátíð í haust.
Gagnkvæmar
heimsóknir
Hugmyndin byggist á því að um
gagnkvæmar heimsóknir íslenskra
og franskra tónlistarmanna verði að
ræða. í því skyni hefur verið skipu-
lögð frönsk tónlistarhátíð hér á landi
í haust og verður hún tvískipt. Þann
12. september mun hið fagra fljóð,
Amina, sem heillaði sjónvarpsáhorf-
endur í Evrópusöngvakeppninni í
vor, troöa upp á Hótel íslandi ásamt
sex mann hljómsveit. Söngkonan,
sem lenti í 1.-2. sæti í keppninni, er
ættuð frá Túnis en hefur alið aldur
sinn í Frakklandi. Hún hefur sent frá
sér eina breiðskífu, Yahl, en þar
leiddi hún saman tónlistararfleifð frá
Túnis og vestræna danstónlist. Þykir
þessi frumburður Aminu allrar at-
hygh verður og vakti lukku langt út
fyrir heimalandið.
Tvískipt hátíð
Síðari hluti frönsku tónlistarhátíð-
arinnar fer fram 16.-19. október en
þá munu Manu Dibango og hijóm-
sveit hans, sem telur tylft manna,
troða upp ásamt Les Satellite sem er
rokkhljómsveit sem sækir áhrif víða
að.
Manu Dibango er frá Kamerún sem
er fyrrum frönsk nýlenda en síðustu
20 árin hefur hann búið í Frakk-
landi. Dibango hefur skipað sér í
■flokk virtustu tónlistarmanna Afr-
íku sem starfa á Vesturlöndum og
hefur í seinni tíð m.a. starfað með
Bill Laswell.
Les Satellites kom fram á sjónar-
sviðið á síðasta áratug og fellur í
flokk tápmikilla en þjóðernislega
meðvitaðra hljómsveita á borð við
Mano Negra og Les Negresses Vertes.
Hvað heimsóknir íslenskra tónlist-
armanna til Frakklands varða þá
hefur einkum verið rýnt í tvo mögu-
leika. Annar er samnorræn rokkhá-
tíð í París sem haldin verður í des-
emberbyrjun en hinn felst í þeim
möguleika að setja upp Íslandshátíð
í tengslum við næstu hljómleikaferð
Sykurmolanna til Frakklands. Sam-
kvæmt heimildum poppsíðunnar
hefur enn ekkert verið ákveðið í
þessu efni.
Farið
strandanna milli
Við vorum í Woodstock í New
York-fylki Bandaríkjanna mestan
hluta júnímánaöar og þar voru
grunnamir teknir upp. Þaðan héld-
um við yfir á Kyrrahafsströndina og
í Los Angeles var hlaðið ofan á
grunnana, þ. á m. allur söngur tekin
upp.“
- Af hverju Bandaríkin?
„Jú, við höfðum unnið litillega meö
bandarískum náunga, Paul Fox að
nafni. Það samstarf þróaðist og einn
angi þeirrar þróunar var það að við
fórum utan og unnum plötuna í
Bandaríkjunum. Kostimir við að
taka plötuna upp í Bandaríkjunum
em margir. Það var gott að breyta
um umhverfi, við fengum meira
næði og síöast en ekki síst höfðum
við þar allt til alls hvað tækjabúnað
snerti. Verkfæri sem ekki em til á
íslandi.
Október eða janúar?
Vinnsla plötunnar er langt komin
Sykurmolarnir.
og sést það best á því að við emm
öll komin heim, utan hvað Einar Öm
og Þór Eldon verða úti á meðan hljóð-
blöndun stendur yfir en það á aö
byrja þá vinnu eftir helgi.“
Bragi sagði hljómsveitina hafa
hljóðritað 14-15 lög en aöeins stæði
til að nota tíu á plötuna. Hin væm
hugsuð sem B-hiiðar lög á smáskíf-
um. Útgáfutími plötunnar hefur enn
ekki veriö fastnegldur að sögn bassa-
leikarans en stefnt er aö útgáfu í
október. Þó gæti staðið tæpt á aö það
næðist og ef svo færi yrði beðið með
opinberun þriðju plötu Sykurmol-
anna þar til í byrjun nýs árs. En
fundu Molarnir fyrir pressu við gerð
nýju plötunnar í ljósi slælegra við-
taka sem síðasta plata fékk? „Það var
talsverð pressa frá Bandaríkjunum,
sérstaklega áður en upptökur hófust.
Menn hjá útgáfufyrirtækinu Elektra
efuðust um aö við værum með nógu
gott efni í höndunum. Efasemda-
mennimir kúventust hins vegar í
afstöðu sinni meðan á upptökum stóð
og lögin vora við það aö taka endan-
lega mynd. Þeir em nú bjartsýnir
eins og við öll,“ sagði Bragi Olafsson.
Sykurmolar að leggja loka-
hönd á þriðju plötuna
Heldur hefur verið hljótt um helstu
spámenn íslands á tónlistarsviðinu
undanfarin misseri. Sykurmolarnir
tóku sér góðan tíma í hangs og yfir-
vegun eftir útgáfu Here today, to-
morrow Next Week! og hljómleika-
ferðir sem fylgdu þeirri plötu. Tvö
ár era hðin frá því sú plata kom á
markað og því margir orðnir lang-
eygir eftir nýju efni frá Molunum.
Það er tekið að styttast í þeirri bið
því að hljómsveitin er með plötu í
ofninum. Bragi Ólafsson bassaleikari
er nýlega kominn úr víkingi í Vestur-
heimi ásamt obba hljómsveitarmeð-
lima