Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Page 43
LAUGARDAGUR 10. 'ÁGÚST 1991. 55 Sviðsljós Eyðni í Thailandi: Breiðist út eins eldur í sinu Sviðið er grófgerður bambus- bekkur þar sem nokkrir karlmenn sitja í röð og stara á moldargólfið meðan þeir bíða. Andspænis þeim sitja fimm ungar konur á sams konar bekk en bak við glervegg eins og vörur í búðarglugga. Þetta er tælenskt vændishús í borginni Chiang Mai og hér kostar hálftími með einhverri stúlknanna röska tvo dollara. Þessar stúlkur búa í vændishúsinu sem er úr bamus og timbri með pjáturþaki og hver þeirra afgreiðir 1CL20 viðskiptavini á hverjum degi. í vændishúsi af þessu tagi má reikna með að fjórar af hverjum fimm stúlkum séu sýkt- ar af eyðni. Fjöldinnvex Tæland er gegnsýrt af sjúkdómn- um eyðni og faraldur í þann veginn aö brjótast út. Lausleg könnun á vegum ríkisstjórnarinnar, sem gerð var í desember síðastliðnum, leiddi í ljós að 17,3% vændiskvenna í landinu væru sýkt og hlutfalhð misjafnlega hátt eftir landshlutum. Fjöldi sýktra í þessari elstu starfs- grein mannkynsins vex hröðum skrefum. Þannig jókst hlutfall eyðnisýktra vændiskvenna í Bang- kok °úr 7,9% í 20,6% á síðustu tveimur árum. 14% ungra karlmanna sýkt En eyðniveiran fer víðar en í vændishús. Könnun hefur sýnt að 14% ungra karlmanna á aldrinum 20-24 ára í norðurhluta landsins ber veiruna í sér. Reikna má með að helmingur þeirra verði látinn úr sjúkdómnum innan 6 ára. Hinir fá eitthvað lengri frest en allir deyja að lokum því sjúkdómurinn er óhjákvæmilega banvænn. Þann- ig eru þau viðskipti, sem fram fara á tælenskum vændishúsum, nokk- urs konar óbeint morð eða sjálfs- víg. 300 þúsund sýktir Eyðnifaraldurinn í Tælandi er þó ekki mjög sýnilegur. Mjög fáir hafa dáið úr sjúkdómnum enn sem kom- ið er. Varlega áætlað eru 300 þús- und sýktir í landinu og 1.000 í við- bót smitast í hverjum mánuði. Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar aö árið 1997 verði 125-150 þúsimd látnir úr eyðni í Tælandi. Vegna þess hve fáir hafa veikst eða látist hefur hegðun sú sem leiðir til sýkingar sáralítið eða ekkert breyst. Fáfræði og fordómar Það þykir eflaust einhverjum kaldhæðnislegt aö almennt er talið að útlendingar sýki vændiskonur af sjúkdómnum. Mörg vændishús hafa því bannað útlendingum að- gang. Sannleikurinn er sá að ódýr vændishús, sem einkum era notuð af innfæddum, eru öflugasta gróðr- arstía sjúkdómsins. Þar bendir flest til þess að nær allar vændis- konur séu sýktar af eyðnj. Áreiöan- legar kannanir sýna að 75% tæ- lenskra karlmanna hafa farið á vændishús og flestir fara á þau ódýrustu. fjórar af fimm vændiskonum sýktar Prapai Prokamor með 8 mánaða gamlan son sinn. Bæði eru þau sýkt af eyðni. Óttastað styggja ferðamenn Stjómmálamenn í Tælandi eru tregir til þess að ræða um þennan vágest opinberlega af ótta við að draga úr vaxandi ferðamanna- straum til landsins sem er stærsta tekjulind þjóöarinnar. Eyðnifaraldurinn í Tælandi hef- ur skipst í þijú stig. Sjúkdómurinn barst til landsins fyrir 1987 með samkynhneigðum sem fluttu heim aftur frá Vesturlöndum, stundum til þess að deyja. Hinn fyrsti úr þeirra hópi lést árið 1984. Ferða- menn í leit að kynlífi og ódýrum eiturlyfjum áttu sinn þátt í því að flytja vágestinn inn í landið. Frá 1987 til 1989 blossaði sjúkdómurinn upp og breiddist mjög hratt út með- al eiturlyfjaneytenda sem voru tíð- ir gestir á ódýrum vændishúsum. Fulltrúar beggja kynja, sem stunda vændi, komu sjúkdómnum síðar á stað meðal gagnkynhneigðra og þar breiðist hann nú út. Stór þáttur í þessu er frjálslyndi innfæddra í kynferðismálum sem á rætur sínar að rekja margar aldir aftur í tím- ann og stendur fóstum fótum í þjóð- félagsgerðinni. Stjómvöld draga lappimar Það gerir að verkum að áróður fyrir breyttri kynhegðan og fræðsla um varnir gegn sjúkdómn- um nær ekki eyrum þeirra sem mest þurfa á slíkum leiðbeiningum að halda. Þar kemur margt til. Þó tælensk stjórnvöld hafi árið 1989 hafið áróðursherferð f samvinnu við WHO, alþjóðaheilbrigðismála- stofnunina, segja fulltrúar WHO að bókstaflega ekkert hafi áunnist. Þannig sé einungis lögð áhersla á fræðslu í stærstu borgunum og þar sé fylgst með blóðgjöfum og slíku til þess að koma í veg fyrir frekara smit. Ekkert slíkt sé gert úti á landsbyggðinni þar sem útbreiðsl- an sé örust. „í hveijum mánuði sem líður sýkjast þúsundir manna og þeirra bíður ekkert nema dauðinn," segir talsmaður WHO. Meðan yfirvöld draga lappirnar eykst fjöldi þeirra sem deyja hröð- um skrefum og hættan á því aö faraldurinn fari gjörsamlega úr böndunum vex. í Afríkulandinu Úganda blasa hroðalegar afleiðing- ar sofandaháttar af þessu tagi viö. Þar eru 1,5 milljónir af 17 milljón- um íbúa alls sýktar af eyðni og þar er tahð að meira en 80% vændis- kvenna beri veiruna með sér. Fómarlömbin áttu séreinskis illsvon Viðtal við eitt fómarlamba sjúk- dómsins leiðir ýmsilegt í Ijós. Prapai Prokamor dvelur ásamt átta mánaða gömlum syni sínum á sjúkrahúsi. Mæðginin eru bæði með eyðni á háu stigi og búist er við að bamið deyi innan skamms. Prapai var 15 ára þegar hún kynnt- ist manni nokkmm á veitingastað í Bangkok. Sá gerðist elskhugi hennar en seldi hana síðar á vænd- ishús fyrir 200 dollara. Hún af- greiddi þar 15-20 viðskiptavini á sólarhring og fékk í sinn hlut fæði og húsnæði. Hún vann á ýmsum svipuðum stöðum þar til hún varð bamshafandi og þá fékk hún 4 doll- ara fyrir rútufari heim og sneri aftur til Bangkok. „Ég vissi ekkert," segir hún. „Ég hélt að þetta væri óhætt. Ef ég hefði aðeins vitaö þá hefði ég aldrei sam- þykkt þetta og þá væri barnið mitt ekki að deyja.“ Heimild: New York Times Magazine. ERTU MEÐ SKALLA? HÁRVANDAMÁL? iLLaK .? \ Aörir sætta sig ekki viö þaöl Af hverju skyldir þú gera þaö? □ Fáöu aftur þitt elgiö hár sem vex eðlilega □ sársaukalaus meöferö □ meðferöin er stutt (1 dagur) * □ skv. ströngustu kröfum bandarískra og þýskra staöla □ framkvæmd undir eftirlili og stjórn sérmenntaöra lækna Upplýsingar hjá EUROCLINIC LTD. Ráðgjafarstöð: Neðstutröð 8 Pósthólf 111 202 Kópavogi Sími 91-641923 Kvöldsími 91-642319 EFST Á BAUGI: ISIJ’NSKA ALFRÆÐI ORDABOKI.X Ríkisútvarp RÚV: sjálfstæð, ísl. stofnun sem heyrir undir Mennta- málaráðuneyti; skal veita almenna fréttaþjónustu, vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir og flytja fjölbreytt skemmtiefni; skiptist í þrjár deildir: Ríkisútvarp,' hljóðvarp, stofnað 1930, Ríkisút- varpið, sjónvarp, stofnað 1966, og Fjármáladeild. Útvarpsstjóri er framkvæmdastjóri R. Útvarpsráð tekur ákvarðanir um hvemig út- varpsefni skuli hagað í höfuð- dráttum. Það er skipað sjö mönn- um, kosnum af Alþ. R hafði einkarétt á útvarpsstarfsemi til 1986. Fyrsti útvarpsstj. var Jónas Þorbergsson; Veður Þykknar upp sunnanlands með sunnan- og suðvest- angolu eða kalda og fer að rigna við suðurströndina í nótt. Norðanlands verður fremur hæg breytileg átt í kvöld og nótt, skýjað og víðast þurrt. i dag má búast við skúrum um sunnanvert landið en dálítilli rigningu norðanlands. Hiti verður á bilinu 8-14 stig. Horfur á sunnudag: norðlæg átt, skýjað og dálítil súld eða rigning austanlands og með norðurströnd- inni en víða léttskýjað á Suður- og Suðvesturlandi. Akureyri léttskýjað 12 Egilsstaðir skýjað 13 Keflavikurflugvöllur skýjað 14 Kirkjubæjarklaustur skýjað 14 Raufarhöfn skýjað 9 Reykjavik léttskýjað 14 Vestmannaeyjar skýjað 12 Helsinki þrumuveður 18 Kaupmannahöfn skýjað 20 Úsló léttskýjað 23 Stokkhólmur hálfskýjað 22 Þórshöfn skúr 11 Amsterdam skýjað 21 Berlin skýjað 21 Feneyjar léttskýjað 32 Frankfurt léttskýjað 23 Glasgow ^rigning 16 Hamborg skýjað 21 London skýjað 22 LosAngeles skýjaö 18 Lúxemborg léttskýjað 21 Madrid léttskýjað 25 Montreal skýjað 22 Gengið Gengisskráning nr. 149. - 9. ágúst 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 60,650 60,810 61,720 Pund 103,348 103,620 103,362 Kan. dollar 52,916 53,056 53,719 Dönskkr. 9,1134 9,1375 9,0999 Norsk kr. 9,0280 9,0518 9,0155 Sænsk kr. 9,7087 9,7343 9.7044 Fi. mark 14,5252 14,5635 14,5996 Fra. franki 10,3831 10,4104 10,3423 Belg. franki 1,7130 1,7176 1,7089 Sviss. franki 40,3245 40,4308 40,3004 Holl. gyllini 31,3137 31,3963 31,2151 Þýskt mark 35,3058 35,3989 35,1932 it. líra 0,04710 0,04723 0,04713 Aust. sch. 5,0138 5,0271 4,9998 Port. escudo 0,4083 0,4094 0,4101 Spá. peseti 0,5637 0,5652 0,5616 Jap. yen 0,44547 0,44664 0,44668 Irskt pund 94,290 94,538 94,061 SDR 81,5494 81,7645 82,1172 ECU 72,3555 72,5463 72,2463 Símsvari végna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Faxamarkaður Þann 9. ágúst seldust alls 25,463 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meöal Lægsta Hæsta Blandað 0,010 145,00 145,00 145,00 Grálúða 0,011 69,00 69,00 69,00 Karfi 0,057 20,00 20,00 20,00 Keila 0,084 38,00 38,00 38,00 Langa 0,330 52,68 20,00 58,00 Lúða 0,205 395,68 355,00 410,00 Skarkoli 1,796 79,33 79,00 80,00 Steinbítur 1,301 64,81 53,00 71,00 Tindabykkja 0,025 10,00 10,00 10,00 Þorskur, sl. 11,161 86,40 50,00 102,00 Þorskur, smár 0,541 65,00 65,00 65,00 Ufsi 63,00 30,00 37,00 30,00 Undirmálsf. 1,316 53,47 20,00 50,00 Ýsa,sl. 11,194 109,35 50,00 125,00 Fiskmarkaður Suðurnesja Þann 9. ágúst seldust alls 10,088 tonn. Blálanga 0,335 60,00 60,00 60,00 Humar 0,188 932,00 910,00 1.000,00 Karfi 0,410 84,13 35,00 90,00 Keila 0,265 39,83 36,00 40,00 Koli 0,069 79,00 79,00 79,00 Langa 0,200 58,00 58,00 58,00 Langlúra 0,449 41,00 41,00 41,00 Lúða 0,112 504,00 485.00 575,00 Skarkoli 0,050 79,00 79,00 79,00 Skötuselur 0,116 252,46 190.00 535,00 Steinbítur 0,476 70,00 46,00 79,00 Ufsi 3,480 59,71 59,00 60,00 Undirmálsfiskur 0,014 50,00 50,00 50,00 Ýsa 1,363 87,00 72,00 90,00 Þorskur 2,058 89,00 72,00 102,00 Öfugkjafta 0,503 32,00 32,00 32,00 Fiskmarkaðurinn ísafirði Þann 9. ágúsl seldust alls 6,229 lonn._ Lúða 0,010 100,00 100.00 100,00 Skarkoli 0,619 35.00 35,00 35,00 Þorskur 5,600 78,00 78,00 78,00 Fiskmarkaður Þorlákshafnar. Þann 8. ágúst seldust alls 11,956 tonn Karfi 1,606 44,68 37,00 55,00 Langa 1,635 56,94 56,00 57,00 Lúða 0,015 270,32 260,00 300,00 Skata 0,069 96,41 96,00 100,00 Skötuselur 0,232 300,00 190,00 435,00 Steinbítur 0,603 61,00 61,00 61,00 Ufsi 2,315 64,00 64,00 64,00 Ýsa,sl. 1,544 76,19 78,00 78,00 Þorskur, sl. 3,937 81,00 81,00 81,00 Fiskmarkaðurinn Hafnarfirði Þann 9. ágúst seldust alls 32,724 tonn. Karfi 0,752 60,47 58,00 64,00 Koli 0,217 44,34 40,00 63,00 Langa 0,091 46,77 40,00 51,00 Lax 0,249 350,16 325,00 365,00 Skötuselur 0,005 220,00 220,00 220,00 Steinbitur 0,021 56,00 56,00 56,00 Ufsi 8,178 66,38 66,00 67,00 Ýsa 6,024 110,33 109,00 112,00 Þorskur 17,167 100,94 50,00 103,00 MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI - 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.