Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991. Skák Svart: K. Murugan Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 RfB 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. f3 Rc6 Úr Najdorf-afbrigði Sikileyjar- varnar fer taflið nú yfir í farveg Scheveningen-afbrigðisins. ís- lenska landsliðið skoðaði mögu- leika þessarar uppbyggingar vel fyrir ólympíumótiö í Dubai 1986 og þótt Þröstur væri ekki í þeim hópi virðist hann hafa fylgst vel með úr fjarlægð. 8. Dd2 Be7 9. <HW> (M) 10. g4 Rxd4 11. Bxd4 Rd7 12. h4 b5 13. Kbl Bb7 Með breyttri leikjaröð er fram komin sama staða og í skákinni Chandler - Jón L. Árnason í Dubai - í frægri keppni Englendinga og íslendinga sem e.t.v. væri réttast að hafa sem fæst orð um! Svartur lék þar 13. - b4 14. Re2 Re5 og nú hrærði Chandler duglega upp í stöðunni með 15. f4!? Rxg4 15. Hhgl e5 17. Bh3 h5 18. Rg3! g6! 19. f5!? Með því að þiggja nú mannsfórnina með 19. - exd4 hefði svartur að öll- um líkindum átt að sleppa með skrekkinn en þetta fór nú eins og það fór. 14. g5 b4 15. Re2 d5? Nú nær hvítur að reka fleyg í svörtu stöðuna og hindra að hann nái nokkurn tíma að losa um sig á kóngsvæng. Kannski má segja að hvítur eigi - með réttri tafl- mennsku - vinningsstöðu eftir þennan leik. 16. e5 Dc7 17. f4 Rc5 18. Bxc5! Að sjálfsögðu. Biskupinn fórnar glaður lífi sínu fyrir svarta riddar- ann sem hótaði að stökkva á e4, enda er hann sjálfur lokaður inni af peðum sínum. 18. - Bxc5 19. Rg3 Db6 20. Bd3 Be3 21. De2 g6 Sannarlega ekki fagurt, enda fær hvítur kjörið tækifæri til að opna Skák Jón L. Árnason h-línuna og auka sóknarmáttinn. Svartur mátti hins vegar gæta sín á biskupsfórn á h7 og fleira lá í loft- inu. Ef t.d. 21. - Bxf4 22. Rh5 Be3 (engu betra er 22. - De3, 23. Dg4 Bxe5 24. Hhel, sem vinnur mann og sóknin heldur áfram) 23. RÍ6 + gxf6 24. Bxh7 + ! (auðvitað ekki 24. gxf6? Kh8 25. Dg4 Hg8 26. Dh5 Hg6) Kxh7 25. Dh5 + Kg8 26. exf6 og eng- in vöm er við 27. Dh6 og 28. Dg7 mát. 22. h5 d4 23. hxg6! Bxhl Allir kostir eru slæmir. Ef 23. - hxg6 24. Dh2 og óverjandi mát; eða 23. - fxg6 24. Hxh7 +! Kxh7 25. Dh5+ og mát í 2. leik. I A í Átt á A A A á á A élJl 4A ASA <á? I £ 24. g7! Einfaldast. Nú er 24. - Kxg7 svar- að með 25. Dh5 (eða 25. Rh5+) Hh8 26. Dh6+ Kg8 27. Rh5 og mát í næsta leik. Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: S. Arkhipov Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. Bd2!? Þetta er rétta leiðin gegn þessum sprenglærðu Sovétmönnum - að dusta rykið af sjaldgæfum afbrigð- um. 4. - dxe4 5. Dg4 Dxd4 6. Rf3 f5 Svartur er talinn gera best með 6. - Rh6 7. Df4 e5 8. Dxe5 Dxe5 9. Rxe5 Rg4 10. Rxg4 Bxg4 11. Rxe4 Bxd2+ 12. Rxd2 og staðan hefur jafnteflislegt yfirbragð. Hugsan- lega hefur Sovétmaðurinn óttast heimarannsóknir Þrastar eða hann hefur einfaldlega ekki þekkt af- brigðið nægilega vel. 7. Dh5+ g6 8. Rxd4 gxh5 9. Rxe4 Bxd2+ 10. Rxd2 Hvítur hefur stýrt skákinni í endatafl þótt hann eigi peði minna. Yfirburðir í liðsskipan og tætt peðastaða svarts gefa hvítum vissulega góð færi. 10. - Re7?! Þessi og næsti leikur svarts orka tvímæhs. Hann er lengur að koma mönnunum í leikinn en ella auk þess sem f6 er áreiðanlega betri reitur fyrir riddarann. 11. 0 0-0 Rec6 12. Rb5 Ra6 13. Be2 h4 14. Rf3 Bd7 Hér hefði svartur gjaman mátt nota tækifærið og reyna aö tvístra peðastöðu hvíts með 14. - h3. 15. Rxh4 0-0-0 16. Hhel Rc5?! Betra er 16. - e5. 17. f4! Rb4 18. Rc3 c6 19. Bf3 Rd5 20. Re2! Sterkur leikur. Uppskipti á ridd- urum þjóna hagsmunum svarts. 20. - Be8 21. g3 Bf7 22. Rd4 Rb4?! 23. Kbl Rcd3? Ráðleysisleg taflmennska svarts vekur furðu. Nú finnur Þröstur einfalda leið til að knýja fram peðs- vinning og vinningsstöðu. 8 ' #1 I 7Íi £ k e á 1 5 á 4 A 4íA 3 . m ía 2 A A A ^ A A B C D E F G H 24. Rxc6! Rxel 25. Rxd8 Hxd8 26. Hxel Hd2 27. a3! Rc6 Ekki 27. - Rxc2? 28. Hcl og vinnur riddarann. 28. Bxc6 bxc6 29. Rf3 Með vinningsstöðu. Lokin þarfn- ast ekki athugasemda. 29. - Hg2 30. Hgl Hf2 31. Rg5 Bg6 32. Rxe6 Hxh2 33. Hdl Hg2 34. Hd8+ Kb7 35. Hd3 a5 36. b3 Kb6 37. Kb2 He2 38. Rd4 Hg2 39. Hc3 c5 40. Re6 Bf7 41. Rxc5 Bd5 42. Rd7+ Ka6 43. Rf6 Og svartur gafst upp. -JLÁ Stórmeistaraáfangi Þrastar í Gausdal - Héðinn með áfanga að alþjóðameistaratitli á móti í Ungverjalandi Þröstur Þórhallsson náði lang- þráðu takmarki á opnu móti í Gausdal á dögunum - sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitli í skák. Skammt er því stórra högga í milli hjá íslendingum í Gausdal. Fyrir réttu ári sigraði Hannes Hlífar Stef- ánsson þar á opnu móti og hafði að launum sinn fyrsta stórmeist- araáfanga. Þröstur og Hannes hafa einir íslensku alþjóðameistaranna náð þessum árangri. Þröstur hefur staðið sig mjög vel það sem af er árinu og þarf árangur hans í Gausdal ekki aö koma á óvart. Þeir Hannes „hituðu vel upp“ fyrir mótið með því aö tefla á tveimur opnum mótum í Austur- ríki. Útkoman þar var í meðallagi en reynslan bersýnilega gott vega- nesti til Noregs. Þröstur fékk 6,5 vinninga af 9 mögulegum og hafnaði í 5.-8. sæti. Sigurvegari mótsins varð Sovét- maðurinn Serper sem fékk 7,5 v. en hvorki fleiri né færri en 18 Sov- étmenn voru meðal 90 þátttakenda. Þó eru verðlaun ótrúlega lág en svöngum Sovétmönnum þykir víst allt betra en að hanga í eymdinni heima fyrir. í hlut Þrastar - fyrir frábæra frammistöðu - komu ein- ungis um 500 norskar krónur.! Hannes fékk 6 v. en auk þeirra tók dr. Kristján Guðmundsson, skólastjóri Skákskólans, þátt í mót- inu ásamt níu nemendum sínum - Guðlaugi Gauta Þorgilssyni, Hlíð- ari Þór Hreinssyni, Jóhanni Sig- urðssyni, Kjartani Maack, Lárusi Knútssyni, Magnúsi Erni Úlfars- syni, Oðni Gunnarssyni, Smára Teitssyni og Snorra Kristjánssyni. Þröstur og Hannes ætla ekki að láta sér þetta nægja. Þeir eru enn sestir að tafli í Gausdal og tefla þar nú á öðru móti. Héðinn Steingríms- son hefur bæst í hópinn en hann hélt til Noregs frá lokuðu alþjóða- móti í Kecskemet í Ungveijalandi þar sem hann stóð sig vel - hlaut áfanga að alþjóðameistaratitli. Eft- ir fjórar umferðir á seinna mótinu í Gausdal hafði Þröstur 2,5 v. en Hannes og Héðinn 2 v. En víkjum sögunni að titilveiðum Þrastar. Er tvær umferðir voru til loka virtist hann hafa misst af lest- inni - hann þurfti að vinna tvær síðustu skákimar. En Þröstur hef- ur margsýnt að hann er baráttu- maður og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Fyrst átti hann í höggi við indverska landsliðs- manninn Murugan en hann var léttvægur fundinn. Þröstur fékk draumastöðu upp í hendumar og rotaði mótheijann snaggaralega. í síðustu umferð tókst Þresti síðan að knésetja Norðmanninn Östen- stad eftir langt og strangt endatafl. í lok taflsins hafði Þröstur riddara og tvö peð gegn þremur peðum mótheijans og mátti minnstu muna að skákin yrði jafntefli. En riddarinn er sterkt vopn í höndum Þrastar, eins og dæmin sanna. Hann náði að knýja fram sigur og stórmeistaraáfangi var í höfn. Lítum á tvær hliðar á tafl- mennsku Þrastar í Gausdal. Fyrst falleg sóknarskákin gegn Indveij- anum og síðan endataflssigur, þó ekki gegn Östenstad heldur gegn Sovétmanninum Arkhipov, sem Þröstur yfirspilar að því er virðist léttilega. Jú, engum blöðum er um það að fletta að Þröstur er mjög vaxandi skákmaður. Hvitt: Þröstur Þórhallsson Þröstur Þórhallsson gerði góða för til Noregs og náði sínum fyrsta stórmeistaraáfanga. Verður hann sjöundi stórmeistari íslendinga?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.