Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Blaðsíða 20
. r 4AUGAEPAGI/Rj JÍL ÁGftS3] A991. IS20 Kvikmyndir Undanfarnar vikur hefur verið sýnd í Háskólabíói spennumyndin Lömbin þagna. Hún fjallar um unga lögreglukonu sem fær það verkefni að finna og handsama fjöldamorðingja sem gengur laus. Hún fær sér til hjálpar „mannæt- una HannibaT, dæmdan íjölda- morðingja, til að setja sig inn í hugsanagang hans. Mörgum hefur fundist myndin bæði sjúkleg og ógeðsleg en hafa samt sem áður látið sig hafa það að berja myndina augum á hvíta tjaldinu því þetta er nú einu sinni bara leilún kvik- mynd. Það var því áfall fyrir marga þeg- ar fréttir fóru nýlega að berast frá Bandaríkjunum að 31 árs gamall maður í Milwaukee, Wisconsin, hefði verið handtekinn og ákærður fyrir að hafa drepið líklega sautján manns, þó enn hafi hann ekki játað nema ellefu morð. Það er ef til vill sök sér að horfa á slíkt á hvíta tjald- inu en það að vita að svona hlutir gerast einnig í kringum okkur skelfdi marga. Þótt Dahmer eigi fátt sameigin- legt með hinum bráðgáfaða Hannibal í myndinni Lömbin þagna, nema að báðir virtust vera mannætur, þá færir þessi atburður efni myndarinnar nær okkur en ella. Allt virðist geta gerst. Utangarðsmaður Nú hefur enn ein mynd bæst í hópinn um fjöldamorðingja, Henry: Portrait of a Serial Killer. Leikstjórinn, John McNaughton, segir að hún sé byggð á ævi utan- garðsmannsins Henry Lee Lucas sem hélt því fram að hafa drepið yfir 300 konur. Að vísu reyndist sú tala sem betur fer ekki svo há en setur samt Henry Lee Lucas í eitt af efstu sætunum yfir fjöldamorð- ingja hvað varðar tölu fórnar- lamba. Myndin hefur á undanfömum árum verið sýnd í örfáum kvik- myndahúsum í Bandaríkjunum og hlotið töluvert umtal. Það er þó fyrst núna að hún hefur verið frumsýnd í Evrópu. Þótt myndin Henry: Portrait of a Serial Killer komi í kjölfar kvik- myndarinnar Lömbin þagna og blaöafrétta um atburðina í Mil- waukee, er ólíklegt að hún eigi eft- ir að verða eins vinsæl og forveri hennar. Myndin hefur hvorki á að skipa eins góöum leikumm né eins þekktum leikstjóra og Lömbin þagna, auk þess að vera gerð fyrir mun minni fjárráð. Sígiltefni Það er svo sem ekkert nýtt að gera kvikmynd um fjöldamorð- ingja. Flestir muna eftir myndum eins og The Boston Strangler (1968) þar sem Tony Curtis lék pípulagn- ingamann, að nafni Albert De Salvo, sem var geðklofi og hrellti á sínum tímum íbúa Boston með morðum sínum, aðallega á ein- mana konum. í myndinni 10 Rillington Place (1971) lék Sir Richard Attenbor- ough sjálfur, undir sterkri leik- stjóra Richard Fleicher, bama- og kvennamorðingja sem hafði sam- nefnt heimilisfang. Einnig má nefna The Execution- er’s Song, The Gary Gilmore Story sem fjallaði um þennan fræga morðingja í Utah sem breyttist í villidýr við hið minnsta mótlæti. Hann ver tekinn af lífi 1977 og fjall- ar myndin að hluta til um aðdrag- anda aftökunnar. Raunverulegt yfirbragð En víkjum nú aftur sögunni aö Henry: Portrait of a Serial Killer. Myndin fjallar um Henry (Michael Rooker). Hann er fámáll og mann- fæhnn en á þó kunningja, annan fyrrverandi fanga, að nafni Otis (Tom Wolves), sem hann dvelst hjá. Hann vinnur fyrir sér sem farand- verkamaður og flakkar því oft á Fjöldamorðinginn Henry. Enn um fjölda- morðingj a Umsjón Baldur Hjaltason milli fylkja í Bandaríkjunum. Þeg- ar systir Otis spilhr vinskap þeirra félaga fer að síga á ógæfuhhðina hjá Henry. Hann er kynferðislega afskiptur og leiðist æ oftar út í of- beldi sem oft á tíðum virðist vera tengt kvalalosta hans. Myndin er á köflum hálfógeðsleg og því ekki óeðlilegt að áhorfendur spyrji sig þeirrar spurningar til hvers sé verið að gera svona mynd- ir. Þótt myndin sé byggð á sann- sögulegum atburðum telur McNaughton sig vera að fjalla um meira en aðeins morðingja og fóm- arlömb hans. En gefum leikstjóran- um, John McNaughton, orðið. Að líta í eigin barm „Ég vhdi vekja upp geðshræringu hjá fólki,“ var haft eftir honum í viðtali nýlega. „Ég vildi ganga fram af því, láta því blöskra efnisþráðinn og jafnframt að neyðast til að hta í eigin barm. Ég tel að mér hafi tekist þetta ætlunarverk mitt nokkuð vel. Þaö gerði ég með því að leyfa fólki að skyggnast inn í líf þessa fólks sem myndin fjallar um. Láta áhorfendur upplifa atburðina með augum morðingjans, Henrys, og raunar neyða áhorfendur að upplifa það að vera hluti af Henry. Yfirleitt er persónum eins og Henry líkt við ómennskar manneskjur sem eiga ekkert betra skiliö en að deyja og er áhorfendum talin trú um að mannfólkið sé ekkert í lík- ingu við þá persónur sem dregin er upp mynd af á hvíta tjaldinu. Við séum góða fólkið og hann sé vondi maðurinn. Hér hef ég enda- skipti á málunum. Ég reyni að draga fram hvað það sé margt sam- eiginlegt með Henry og okkur.“ Gömul mynd Henry: Portrait of a Serial Kiher átti erfiða fæðingu. Þótt allri kvik- myndatöku hafi verið lokið fyrir um það bil fimm árum var myndin ekki frumsýnd fyrr en árið 1989. McNaughton telur að framleiðend- ur myndarinnar, Waaleed og Malik Ah, hafi orðið fyrir vonbrigðum með hvað lítið blóð var í myndinni og því misst áhugann. Myndin kostaði næstum því ekkert miðað við bandarískar stórmyndir eða einar 6 milljónir íslenskra króna sem er miklu minna en íslenskar myndir kosta nú til dags. Vestron kvikmyndafyrirtækið var fengið til að dreifa myndinni en það varð gjaldþrota áður en myndin var frumsýnd. Ekki tók betra við þegar myndin fékk X stimpil frá bandaríska kvikmynda- eftirlitinu vegna efnis hennar en X stimpih er yfirleitt eingöngu notað- ur fyrir klámmyndir. Þetta gerði það að verkum að ekkert virt kvik- myndahús vildi sýna myndina. McNaugton kærði úrskurð nefnd- arinnar og vildi fá aö vita hvaða atriði í myndinni nefndin teldi hafa farið út fyrir velsæmismörk. Svar- ið var stutt og laggott: Öll myndin. Besta mynd ársins McNaughton tókst þó að fá myndina sýnda einu sinn í New York. Kvikmyndagagnrýnandi Vil- lage Voice varð svo hrifmn af myndinni að hann kaus hana bestu mynd ársins 1989. Þetta kom skrið- unni af stað því síðar sama ár var myndin sýnd á Telluride kvik- myndahátíðinni og síðan koll af kolh. Fjöldi manns hefur ávaht labbað út af myndinni meðan á sýningu stendur þótt flestir hafl hrósað McNaughton í hástert. Eitt er þó víst, að Henry: Portrait of a Serial Killer er umdeht kvik- myndaverk. En er ekki verið að bjóða hætt- unni heim þegar verið er aö gera kvikmyndir um fjöldamorðingja eins og Henry og Hannibal? Getur þetta ekki kveikt hugmynd hjá ein- hverjum geðklofa að endurtaka leikinn? „Það er erfitt að svara spurningu sem þessari,“ hefur ver- ið haft eftir McNaughton. „Von- andi höfum við gert myndina þann- ig úr garði að drápin virki svo við- urstyggileg að ekki nokkrum manni detti i hug að endurtaka þau. Raunar held ég að myndin dragi frekar úr hkum á því að ein- hverjum detti svona ódæðisverk í hug eftir að hafa séð hve þetta er óhugnanlegt. Alla vega vona ég að svo sé. Þetta er líka m.a. ástæðan fyrir því að ég reyndi að sýna hlut- ina eins og þeir gerðust í raunveru- leikanum án þess að fegra þá nokk- uð. Þetta er ekki Rambo mynd þar sem vondi maðurinn á skihð að vera drepinn og svo þegar góði maðurinn kemur og skýtur hann í tætlur þá kætist ahur kvikmynda- hússalurinn. í okkur öllum býr þessi ofbeldishneigð að ákveðnu marki. Það sem ég sýni í myndinni er raunveruleikinn, hvað ofbeldi getur þýtt og leitt af sér. Helstu heimildir: Variety Empire

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.