Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR ÍO.'ÁGÚST 1991. Eitirtaldar verslanir bjóða tilboðspakkann: Öreind sf. Versl. Ösp Rás Hljómborg KF Rangæinga KF Húnvetninga KF Borgfiröinga Gestur H. Fanndal Versl. Skógar Greiðslukjör við allra hæfí Kópavogi Selfossi Þorlákshöfn ísafiröi Hvolsvelli Blönduósi Borgarnesi Sigiufirði Egilsstöðum Neisti sf. Húsiö Tölvuland Bláfell Versl. Einars Stefánss Mosfell Stapafell Öryggi Blómsturvellir Vestmannaeyjum Stykkishólmi Borgarkringlunni Akureyri Búðardal Hellu Keflavík Húsavík Hellissandi Gæði á góðu verði Faxafeni 12, Reykjavík, sími 91-670420 Glerárgötu 30, Akureyri, sími 96-22550 >v______________________________________________________Fréttir Útboð vegna vegar við Markarfljót Lægsta tilboðið þðtti of lágt - því var hafnað og hærra tilboði tekið Eitt mesta hlaup sem komið hefur um langt árabil í ána Kolgrímu I Suður- sveit í Austur-Skaftafellssýslu kom nú fyrst í vikunni. Jökulhlaup úr Heina- bergsjökli og Heinabergsvatni. Vatnsborð Kolgrímu hækkaði um þrjá metra en truflaði ekki umferð á hringveginum - brúin sá um það. Hér á árum áður var Kolgríma einhvern mesti farartálmi á leiðinni til Hafnar og oftast ófær þegar hlaup var i ánni. DV-mynd Ragnar Imsland „Ég veit ekki hvort nokkuð er hægt að gera. Þeir hafa náttúrlega rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er en manni finnast þetta svolítið skrýtin svör,“ sagði Ólafur Óskarsson, eig- andi Einingar sf. sem gerði lægsta tilboðið í vegarlögn við Markarfljót en fékk ekki verkið. Um var að ræða útboð á vegum Vegagerðarinnar á Selfossi um lagn- ingu vegar að og frá Markarfljóti, frá Vorsabæ að Seljalandi, ásamt varn- argörðum og grjótvörn við brúna. Tilboð Einingar sf. hljóðaði upp á tæpar 35 milljónir króna en því var hafnað og tilboði Suðurverks hf. frá Hvolsvelb, sem hljóðaði upp á 47 milljónir króna, var tekið. „Þeim fannst tilboðið ekki nógu hátt og svo fengum við það út fyrir rest að þeir töldu okkur ekki hafa næga verkreynslu og að verkstjórn og annað væri ekki í lagi hjá okk- ur,“ sagði Ólafur. Hann sagði þá ekki geta sætt sig við þá skýringu því á meöal þeirra væru vanir menn, meðal annars fyrrum eigandi Suðurverks. Þórhallur Ólafsson, umdæmis- tæknifræðingur Vegagerðarinnar á Selfossi, sagði það ekki rétt að sett hefði verið út á verkstjórn Einingar sf. heldur hefði tilboðiö hreinlega ekki verið framkvæmanlegt. „Vegagerðin taidi einfaldlega að ekki væri hægt að framkvæma verk- ið á því verði sem boðið var. Við er- um búnir að láta vinna tugi verka og vitum hvað þau kosta. Á undanfórnum árum hafa verk- takar farið á hausinn og skihð eftir sig skuldir og við erum því farnir, eins og við höfum lög og leyfi til, að hafna þeim verktökum sem við telj- um að séu með verð sem þeir sjálfir og aðrir hljóti tjón af,“ sagði Þórhall- ur. Aðspurður hvort Einingarmenn hefðu verið beðnir að útskýra tilboð- ið, þ.e. hvort það væri raunhæft, sagði Þórhallur að ekki hefði komið til þess. „Það var almennt mat allra þeirra sem komu nálægt þessu máli að þetta verð væri ekki raunhæft," sagði Þór- hallur. -ingo Hlaup í Kolgrímu Vdndað 20" sjónvarp og myndbandstseki í sérstökum tilboðspakka tilboðsverð aðeins Kr. 55.800,- stgr. Levi’s-gallabuxur framleiddar 1 Kina: Ekki fölsk vara - segir Hróbjartur Jónatansson, lögmaður hinna kærðu „Ef þessar gallabuxur reynast raunverulega sviknar, en það hef- ur ekki verið fullsannað, þá munu minir umbjóðendur leita réttar síns í Hong Kong gagnvart því kín- verska fyrirtæki sem selur þessa vöru undir folsku flaggi. Umbjóð- endur mínir stóðu alltaf í þeirri trú að buxumar væru raunveruleg Levi’s-vara,“ segir Hróbjartur Jón- atansson, lögmaður þeirra aðila sem kærðir hafa verið fyrir meint- an ólöglegan innflutning á folskum gallabuxum. íslendingur í Hong Kong keypti gám af gallabuxum af fyrirtæki í tengslum við kínverska fataverk- smiðju. Buxurnar voru svo fluttar inn í nafni Sjónvals hf. og seldar um allt land. Aðalfyrirtæki Levi Strauss í San Francisco telur bux- umar vera falskar og hefur kært innflutning þeirra til RLR. Hróbjartur segist vera með gögn frá Hong Kong sem staðfesta að galiabuxumar séu 501 Levi’s-galla- buxur og ljósrit af samningi Levi Strauss í Bandaríkjunum og kín- verska fyrirtækisins um fram- leiðslu og sölu á gallavörum. Svo virðist sem íslendingurinn hafi keypt buxumar úr umframfram- leiðslu verksmiðjunnar sem verk- smiðjan selur sjálf beint út. „Þetta er snið fyrir Bandaríkja- markað en ekki Evrópusnið eins og hingað til hefur verið selt hér á landi og þar er verulegur munur á. Það er nefnilega ekki einn gæð- astuðull yfir alla línuna héldur er hann mismunandi eftir því fyrir hvaða markað varan er. Það er aftur á móti ekkert ólög- legt við það að kaupa Levi’s-buxur' í Bandaríkjunum eða í Kína og flytja til íslands, ef þetta er raun- veruleg Levi’s-vara, þótt gæðastuð- ullinn sé annar,“ segir Hróbjartur. -BÓl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.