Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Síða 15
LAUGARDAGUR 10. AGÚST 1991. 15 Ég var að búa mig undir að halda af staö í vinmina einn morguninn i síðustu viku og var að fara yfir prógramm dagsins með konu minni. Fara yfir það sem þyrfti að snúast þann daginn, hver ætti að kaupa í matinn og hvað skyldi gert um kvöldið. Þetta var sólbjartur morgunn og notalegur og ekkert alvarlegt á seyði. Venjulegur mið- vikudagsmorgunn. Þegar eiginkonan er búin að telja ofan í mig verkefnin bætir hún svo við í lokin: „Svo þarftu að fara í apótekið fyrir mig og ná í lyfja- skammt út á símaresept. „Hvað?“ segi ég og hrekk heldur betur við. „Ertu vitlaus, mann- eskja? Veistu ekki að það er verið að hækka lyfm? Þau eru á marg- földu verði. Til hvers þarftu sjúkra- lyf?“ Ekki hafði ég tekið eftir neinni veiklun í fari hennar og við höfðum bæði sofið vel um nóttina og ef ein- hver var veikur þá var það ég sem mátti þola náladofa í fætinum og verk í jaxlinum. Hafði þó ekki látið það á mig fá frekar en vanalega, enda hraustur maður og ekki kaunsár og leggst ekki veikur nema dauður. „Til hvers þarftu sjúkralyf?" spurði ég aftur og byrsti röddina eins og húsbóndinn á heimilinu gerir þegar mikið liggur við. Ég fékk loðin svör. „Þetta er týp- ískur smákvilli," sagði hún, „og vertu ekki að þessu þusi, maður.“ Hún dró ekkert úr því að þetta gæti hugsanlega verið fyrsti skammtur af mörgum. Áverstatíma Ég fann hvemig hrollurinn fór um mig og hríslaðist niður eftir bakinu og ég bölvaði konunni minni í hljóði fyrir að taka upp á því að veikjast rétt í þann mundinn sem lyfin snarhækkuðu. Ekki þar fyrir að ég tímdi ekki að borga sjúkralyf til að viðhalda heilsu minnar ástkæm eiginkonu. Hún átti þaö sosum inni hjá mér. Mig munaði ekki um það að skjót- ast í apótek á leiðinni heim. En þetta kom á versta tíma, beint ofan í hækkunina, og það fór satt að segja í taugarnar á mér þegar mitt eigi fólk leggst í veikindi þegar þjóðin þarf á því að halda að lyfja- notkun dragist saman. Gat hún ekki veikst fyrr úr því hún þurfti að veikjast á annað borð? Gat hún ekki frestað lyfjatökunni, gat hún ekki séð að þetta kostaði óhemju pening og mundi raska heimilis- bókhaldinu? Hafði hún ekki lesið um það hvernig lyfjakaup voru að sliga sjúkt fólk og vom ekki verka- lýðsfélögin búin að mótmæla þess- um nýja klafa á launafólk? Ég bölvaði líka heilbrigðisráð- herra það fljótræði að hækka lyfja- ■ verðið rétt um það leyti sem heimil- isfólkið hjá mér þurfti á lyfjum að: halda og fór að sjá eftir ótímabær- um stuðningsyfirlýsingum mínum með þessum sparnaðarráðstöfun- um. Það var sosum í lagi að ríkið hækkaði lyfjaverðið meðan sú hækkun lenti á einhverjum öðrum; meðan það kom ekki við manns eigin pyngju. En þetta setti auðvit- að strik í reikninginn. Á mínu heimili hafa allir verið heilbrigðir og hraustir svo lengi sem ég man. Þar hefur enginn þurft á lækni að halda, né heldur apótek- um, og það er í mesta lagi að maður hefur lent í þvi að vera í úrtakinu hjá Hjartavemd eða Krabbameins- félaginu og fengið ókeypis skoðun. Stundum höfum við þurft að kaupa hóstameðal eða krem vegna húð- kláða en ekki þurft að hafa áhyggj- ur af þeim innkaupum því ríkið hefur sýnt okkur þann rausnar- skap að greiða niður verðið eins og reglugeröir segja til um. Heiísugóö fjölskylda Nei, við höfum verið hraust í fjöl- skyldunni og þegar heilbrigðisráð- herra tilkynnti að hann ætlaði að breyta reglugerðunum og draga úr niöurgreiðslunum þá sagði ég upp- hátt við kvöldverðarborðið: Gott hjá Sighvati, það er mátulegt á þessar pilluætur að fá að borga fyr- ir pilluátið, enda engin hemja að ég, heilsuhraustur maðurinn, sé látinn borga niður piUuglös fyrir bráðókunnugt fólk. Ég er meira að segja búinn að skrifa marga leiðara um kosti þess að spara í niðurgreiðslum á ofáti lyfja og er ekki önnur hver hús- móðir í bænum að bryðja í sig val- íum og róandi á minn kostnað? Það var kominn tími til að einhver tæki í taumana og hlífði okkur hrausta fólkinu við þessum útlátum. Látum þá borga sjálfa, ekkisen sjúkling- ana sem kannski eru alls ekki sjúklingar en éta pillur og hella í sig úr meðalaglösum af eintómri ímyndunarveiki. Enda var það eins og við mann- inn mælt að þegar lyfin hækkuðu Laugardags- pistm Ellert B. Schram snarlækkaði salan og heilbrigðis- ráðherra hefur stoltur sagt frá því að læknarnir séu farnir að vanda sig við reseptin, lyfjanotendur hafi nánast horfið af markaðnum og apótekin standi auð og yfirgefin, ef frá er talið starfsfólkiö sem nú hefur ekkert að gera. Svo þurfti þetta að dynja yfir mitt eigið fólk á versta tíma; okkur sem aldrei verður misdægurt og erum hreystin uppmáluð og satt að segja hefur það stundum valdið mér áhyggjum að geta ekki notið örlætisins hjá Tryggingunum.. í rauninni má halda því fram að heilsugóðar fjölskyldur geti krafist kvóta og safnað prikum fyrir að' hafa ekki íþyngt kerfinu með lyfja- kaupum ár eftir ár. Nú heföi komið sér vel að hafa kvóta og fá resept út á ódýru lyfin og ónýttan kvótann frá fyrri árum. Krónískur sjúkdómur „Lyfjakort," sagði ég. „Við verð- um að fá okkur lytjakort," sagði ég við konuna. „Við fáum afslátt ef við höfum lyfjakort. Þeir fella jafn- vel niður gjaldskylduna ef sérstak- ar ástæöur leyfa." Það vildi nefnilega svo heppilega til að ég var búinn að stúdera nýju reglugerðina, eins og maður neyð- ist til að gera ef maður er að skrifa um svona mál, og þar haföi ég tek- ið eftir því að ríkið borgar að fullu lyf fyrir gamalt fólk og öryrkja og önnur lyf ef um króníska sjúkdóma er að ræöa. Ég sá þarna vonarglætu í miðjum þessum þrengingum mínum og horfði vonar- og bænaraugum á konu mína við eldhúsborðið og vonaði til guðs að hún segði mér að veikindi sín væru krónísk. Var hún ekki að segja mér að þetta væri týpiskur kvilli? Ef veikindin voru týpisk, hvers vegna þá ekki líka krónísk? Það er að minnsta kosti krónískt að vera týpiskur! Ekki gat ég flokkað hana sem gamalmenni og ekki sem öryrkja, en kannski var hún með einhvern varanlegan sjúkdóm og við gætum sloppið frá þessum lyfjakaupum að mestu skaðlaus. „Ertu eitthvað skrítinn, maður?“ sagði hún og var að byrja að verða reið. „Hérna hefurðu það, svart á hvítu,“ bætti hún við og dró fram blaðið frá því í gær. „Tryggingastofnunin greiðir lyf að fullu ogöllu sem eru fyrir sykur- sýki, dreyrasýki, flogaveiki, krabbameini, parkinsonsjúkdómi og gláku. Krónískir sjúkdómar eru skjaldkirtilssjúkdómar, astma- og psoriasis- og exemsjúkdómar, al- varlegir bólgusjúkdómar og geð- veiki.“ Hún leit upp frá lestrinum og bað mig um að velja. „Hvaða krónískan sjúkdóm viltu flokka mig undir? Kannski að ég eigi að mæta hjá lækninum og fá úrskurð um geðveiki!" Mér varð svarafátt. Maldaði samt í móinn og reyndi að sýna henni fram á svimandi útgjöld af langvar- andi lyfjakaupum og minnti hana á að ég hefði fengið útbrot í hitteð- fyrra og gott ef ekki gröft í kaunið en aldrei heföi mér dottið í hug að kaupa lyf eða smyrsl gegn þeim sjúkdómi. Þó voru lyfin niður- greidd á þeim tíma. Gat hún ekki þraukað sinn krankleika af, að minnsta kosti í nokkra daga, og séð hvort hún fengi bót meina sinna? Góð fílósófía Ég vakti athygli hennar á þeim ummælum heilbrigðisráðherra að grundvallarspurningin í heilbrigð- ismálum þjóðarinnar snerist um það hvort hægt væri að ætlast til þess að hið opinbera bætti fólki upp það sem það heföi misgert sjálfu sér til sálar og líkama. Með öðrum orðum: Fólk verður sjálft að taka þá ábyrgð á sig að halda heilsu og getur ekki samstundis hlaupið til og keypt lyf og meðul þótt það finni einhvers staðar til. Þetta fannst mér góð fílósófía hjá ráðherranum, enda hið mesta böl fyrir ríkissjóð hvað margir verða veikir af sjálfu sér. Það ætlar hann lifandi að drepa, eins og sjá má af fjárlaga- hallanum, og það ætlar þjóðina lif- andi að drepa eins og sjá má af jarð- arfaratilkynningunum. Fólk er alltaf að bjóða hættunni heim. Auk þess rifjaði ég það upp sem Tíminn var að minna á og haft er eftir heimilislækni þegar sjúkling- urinn var að kvarta undan vanlíð- an. Þá sagði læknirinn: „Hver segir að yður eigi að líða vel?“ Já, hver segir að manni eigi alltaf að líða vel og ef manni líður ekki vel þá er það vegna þess að maður hefur vanrækt líkama sinn og heilsu sína og á ekki annað betra skilið en að líða illa meðan lasleik- inn er að ganga yfir. Auk þess er engin trygging fyrir því að lyfjatök- ur losi mann við þjáningu eða veik- indi, eins og margsannaö er. Fólk hefur verið að bryðja í sig pillurnar og skola niöur lyfjaglösunum af því að einn skammtur dugar ekki. Og allt á kostnað ríkisins. Þegar ríkið ætlar loks að draga úr þessu ofáti og ofrausn veikist filhraust fólk upp úr þurru og það á manns eigin kostnað! Bestukaupalisti Þannig þusaði ég yfir konu minni og hafði raunar meiri áhyggjur af útgjöldunum en tímabundnum veikindum hennar og hélt fast um pyngju mína. En hún sat við sinn keip og sín veikindi og heimtaði að ég sækti lyfjaskammtinn í apótekið. Skildi hvorki mín rök né ráðherrans og taldi heilsu sína ganga fyrir heimil- isútgjöldunum. Það fór eins og venjulega. Konan ræður og ég hunskaðist í apótekið. Stóð þar einn við afgreiðsluborðið, hérna megin, meðan fimm starfs- stúlkur stóðu hinum megin. Við- skiptin greinilega að fjara út og ég eins og afturkreistingur og nátt- tröll innan um öll lyfin sem ekki ganga út. Enda horfðu þær á mig í forundran og hafa sjálfsagt haldið að ég væri afskaplega veikur úr því ég gerði mig að því fífli að biðja um lyf.. „Ég er hér að ná í lyf fyrir konu sem ég þekki,“ sagði ég til að bjarga mér og fjölskyldunni undan mesta athlæginu. „Sjö hundruð og sextíu krónur, takk,“ sagði afgreiðslustúlkan. „Þetta lyf er á bestukaupahsta." Ellert B. Schram Ekki veikjast, góða!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.