Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991.
Myndbönd
Loks varð My Blue Heaven að
gefa eftir fyrsta sætið og féli þessi
vinsæla gamanmynd með Steve
Martin niður í fjórða sætið. í efsta
sætið fer hin ágæta sakamála-
mynd, Narrow Margin, með Gene
Hackman í aðalhiutverki. Sú mynd
er gerð eftir eldri mynd sem telst
til klassískra sakamálamynda.
Fast á eftir Narrow Margin fylgir
spennumyndin Navy Seals. í þriðja
sætið kemur svo eina nýja myndin
á listanum, Almost an Angel, sem
er gamanmynd um innbrotsþjóf
sem lendir í bílslysi. Þegar hann
vaknar upp eftir langt meðvitund-
arleysi heldur hann að hann sé
engúl. Aðalhlutverkið leikur sjálf-
ur Krókódíla-Dundee, Paul Hogan.
Aðrar myndir á listanum eru flest-
ar orðnar gamlir kunningjar og
meira að segja skríður Goodfellas
aftur inn á hstann.
1 (2) Narrow Margin
2 (3) Navy Seals
3 (-) Almost an Angel
4 (1) My Blue Heaven
5 (4) Havana
6 (7) Kill Me Again
7 (6) Don’t Tell Her It’s Me
8 (9) Ghost
9 (-) Goodfellas
10 (5) Pressumed Innocent
★★!4
Slegist fyrir peninga
THE BIG MAN
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: David Leland.
Aðalhlutverk: Lian Neeson, Joanne
Whalley-Kilmer, lan Bannen og Billy
Connolly.
Bresk, 1990 - sýningartimi 111 mín.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Breski leikarinn Liam Neeson
hefur vakið töluverða athygli í
bandarískum kvikmyndum að
undanfomu, má þar nefna jafn-
óhkar myndir og The Good Mother
og Darkman. The Big Man er fyrsta
breska kvikmyndin sem hann leik-
ur í eftir að hann var uppgötvaður
í Hollywood og sýnir hann stórgóð-
an leik í hlutverki hins atvinnu-
UAM NEESON
JOANNE
VVHALUY-KILMEK
A
-V
- ♦ >
**
AOAVIDLELASOfiLM
MXÍUiNM eaiVCO^MXP
"Tbc %ht nxm makf ROCKY kwfc about a> rcafetk
•K f Mf 1 ft AM * n»iu Ul
lausa skoska verkamanns, Danny
Scopuler, sem lætur freistast til að
taka þátt í ólögulegum slagsmálum
gegn vilja eiginkonu hans. Hún fer
að heiman ásamt tveimur bömum
þegar Scoular tekur tilboði um að
slást við þekktan slagsmálahund
þar til annar er uppistandani fyrir
mikla peninga. Þar með er Scouler
orðinn flæktur í net harðsvíraðra
glæpamanna sem láta sér ekki allt
fyrir bijósti brenna.
The Big Man er áhrifamikil kvik-
mynd en því miður er efnið út-
þvælt og margendurtekið og hefur
leikstjórinn David Leland gert htið
til þess að reyna að breyta út frá
klassískum endi sem alltaf er hægt
að sjá fyrir.
Það sem lyftir myndinni upp yfir
meðallag er eins og áður segir leik-
ur Liam Neeson og annarra aðal-
leikara. Ian Bannen er frábær í
hlutverki skúrskins og Joanna
Whalley-Kilmer sýnir enn einu
sinni hversu góö leikkona hún er.
í Scandal og Kih Me Again lék hún
snilldarlega „femme fatale" en
hlutverk hennar í The Big Man er
jarðbundnara og persónan er ein-
fóld húsmóðir sem trúir á það góða
í eiginmanninum.
Hið mikla slagsmálaatriði í
myndinni er mjög gróft og ofsa-
fengið og alls ekki við hæfi við-
kvæmra. Finnst mér vera gert allt
of mikið úr þessu atriði á kostnað
vel skrifaös handrits. -HK
Má ekki gleymast
NEVER FORGET
Útgefandi: Skífan
Leikstjórn: Joseph Sargent
Handrit: Ronald Rubin
Aöalhlutverk: Leonard Nimoy, Blythe
Danner og Dabney Coleman
Amerisk - 1991
Sýningartimi 90 mínútur
Leyfö öllum aldurshópum
Þessi mynd íjallar um atburði sem
raunverulega gerðust. Mel Merm-
elstein, sem liiði af útrýmingarher-
ferð nasista á gyðingum í seinni
heimsstyrjöldinni, fór í mál við
samtök í Bandaríkjunum sem
héldu og halda því fram að ekkert
shkt hafi gerst heldur sé helforin
goðsögn og lygi sem samtök gyð-
inga viðhalda.
Mermelstein er leikinn af Leon-
ard Nimoy, kona'"hans af Blythe
Danner og Dabney Coleman leikur
lögfræðinginn sem loksins fæst til
þess að taka máhð að sér. Öll skha
þau hlutverkum sínum vel enda
þrautreyndir leikarar.
Hér er kunnugleg saga sögð og
það verður kannski einn helsti galli
hennar að sæmilega upplýstur
áhorfandi þarf aldrei að efast um
endinn. Allir þekkja söguna og
málatilbúnaður allur því dáhtið
ósennilegur. En allt getur gerst í
Ameríku, einnig þetta.
I.I ONAKI) Hl.VlMi: IMIíM V
MMOV DWSVM C(U.i:MV\
NEVER^4%
FÖRGET I
"h I 'j
Á heildina litið frekar rislítið
drama sem flýtur á góðum leik.
Handritið er dálítið langdregið og
skortir spennu og átök. Á köflum
lendir frásögnin út í hreina væmni.
Hvað sem því hður er þetta hpll
áminning því eflaust eru meðal ís-
lendinga einhverjir sem efast um
sannleiksgildi frásagna af útrým-
ingarbúðum nasista.
-Pá
★★!4
Stríð milli kynja
WOMEN & MEN: STORIES OF SEDUCTI-
ON
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjórar: Frederick Raphael, Ken
Russell og Tony Richardson.
Aöalhlutverk: Beau Bridges og Eliza-
beth McGovern, Molly Ringwald og Pet-
er Weller, James Woods og Melanie
Grfffith.
Bandarisk, 1990 - sýningartimi 84 mín.
Bönnuð innan 12 ára.
Það er mikið og frítt hð leikara
sem og annnarra kvikmyndagerð-
armanna sem leggur hð sitt við
gerð þriggja stuttmynda sem bera
sameiginlega heitið Women & Men:
Stories of Seduction. Þrjár smásög-
ur eftir þekkta rithöfunda eru
færöar í kvikmyndabúning með
nokkuð misjöfnum árangri.
Fyrsta sagan er The Man in the
Brooks Brothers Shirt og er gerð
eftir smásögu Mary McCarthys.
Það er Frederick Raphael sem
skrifar handritið og leikstýrir. í
þessari mynd leikur Beau Bridges
hinn dæmigerða sölumann sem
ekki er á móti ástarævintýri á
flandri sínu. Hann er á ferð í lest
þegar hann rekur augun í fahega
stúlku og gefur strax í skyn að
hann sé tilbúinn að eyða nóttinni
með henni. Honum til furðu sam-
þykkir hún það strax. Sölumaður-
inn á ekki von á slíku og byijar að
lofa henni upp í ermina á sér, lof-
Afdrifaríkt
stefnumót
A GIRL TO KILL FOR
Útgefandi: Bergvík hf.
Leikstjóri: Richard Oliver.
Aöalhlutverk: Karen Medak, Alex Cord
og Karen Austin.
Bandarisk, 1990-sýningartimi 85 min.
Bönnuö börnum innan 12 ára.
Karen Medak er óneitanlega
glæsileg leikkona og passar vel inn
í titilhlutverkið, stúlkuna sem
hægt er að drepa fyrir. í byrjun
fylgjumst við með henni þar sem
hún er greinilega að velja sér karl-
mann meðal nemanda við háskóla.
Þegar hún hefur vahð lætur hún
til skarar stríða og háskólcmeminn
fellur kylliflatur fyrir þessari
glæsilegu stúlku sem gefur honum
undir fótinn. Eftir ævintýralega
nótt, þar sem hún hefur leitt þau
út á ystu nöf réttlætis, segir hún
við háskólanemann sem kallar
ekki allt ömmu sína aö gaman
væri að drepa mann...
Það verður að segjast að sögu-
þráðurinn í A Girl to Kill for er
virkilega skemmtilegur og kemur
áhorfandanum hvað eftir annað á
óvart. Það er ekki fyrr en í lokin
sem svörin fást þótt vissulega sé
maður farinn að gruna að stúlkan
glæsilega er ekki öll þar sem hún
er séö.
A Girl to Kill for er hin sæmileg-
asta afþreying. Plottið minnir á
margar þekktar sakamálamyndir
og kemur nafn Alfreds Hitchcocks
upp í huga manns en myndin hefði
orðið betri með hæfari leikurum.
-HK
,——~ meianie ilv
; . griffith j,' j
hi'' james 3
woocis
« ■« beau
w bridges
elizabeth
mcgovernyg |
molly t—T2
ringwaid pete( ,
weller Q %
WOMEN MEN
stories of seduction
orð sem stúlkan væri alveg til að
taka mark á en veit að hann mein-
ar ekkert með þeim. Ehsabeth
McCovem og Bridges leika bæði
með ágætum og ná vel að lífga við
frekar staðnaðar persónur.
Það er sjálfur Ken Russeh sem
leikstýrir annarri myndinni, Dusk
Before Fireworks, sem gerð er effir
sögu Dorothy Parker. Það sem
kemur á óvart er hversu litlaus
leikstjórn Russehs er en hann er
þekktastur fyrir ofhlaðin atriði þar
sem honum er ekkert heilagt. Peter
Weller leikur mikið kvennaguh
sem tælir stúlkur tíl sín og losnar
við þær jafnóðum ef önnur er tíl-
tækileg. Mohy Ringwald leikur
eina stúlkuna sem lent hefur í klóm
hans og þótt hún stanslaust töngl-
ist á því að hún sé ekkert afbrýði-
söm á hún erfitt með að leyna rétt-
um tilfinningum sínum. Þessi
mynd er sú slakasta af þrennunni.
Þriðja myndin og sú innihalds-
ríkasta er Hills Like White Elep-
hant sem gerð er eftir smásögu
Emest Hemmingway. Leikstjóri
Tony Richardson. Við hittum í
byijun par sem leikið er af James
Woods og Melanie Grifiith á braut-
arstöð í Mexíkó. Fljótlega kemur í
ljós að þau eru elskendur og leiðin
hggur tíl fóstureyðingarlæknis
samkvæmt ósk mannsins sem er
rithöfundur. í samtölum þeirra á
mihi, sem eru bitur, vakna upp
margar spumingar um líf þeirra
hingað til og hvaö verður um ást
þeirra þegar aðgerðinni er lokið.
Þegar við skiljum við þau er allt í
lausu loftí. um framtíðina.
Allar þessar þrjár myndir eru
látnar gerast á þriðja áratugnum
og em í raun aðeins samtöl milh
tveggja aðila. í hehd er Women &
Men frekar langdregin en hið tal-
aða orð í myndunum er oft áhrifa-
mikið og leikarar em yfirleitt mjög
góðir.
-HK
©
Hvatvísar konur
WOMEN’S CLUB
Útgefandi: Kvikmynd
Leikstjórn og handrit: Sarah Weintraub
Aðaihlutverk: Michael Paré, Maud Ad-
ams og Eddie Welez
Amerisk, 1987 - sýningartimi 87 mín.
Bönnuö innan 12 ára
Atvinnulaus handritshöfundur í
Hohywood fær starf sem ástmögur
(gigolo) og þjónar hópi ríkra og
valdamikhla kvenna sem ekki hafa
tíma til þess að stunda annað ásta-
líf. Þótt þetta hljómi ef til vih eins
og draumur hvers piparsveins
verður sá stutti fljótt leiður á ofg-
nótt holdsins lystisemda og vhl
helga sig skriftum. En þegar konur
hans komast að því að þær eiga að
verða söguefnið kámar gamanið.
Það er ekki miklu púðri eyðandi
á mynd eins og þessa. Flest nei-
kvæð lýsingarorð væm vel þegin
en hafa verið ofnotuð. Má vera að
einhverjir hafi gaman af þessu
i/ííii imi<E
WOMENS
sviplausa, metnaðarsnauöa buhi
en ég efast þó um það. Aldur mynd-
arinnar gefur til kynna að fram th
þessa hafi hún ekki átt upp á pall-
borðið hjá útgefendum og er það
vel. -Pá
Þijár myndir, sem eiga það
sameiginlegt að fjalla um sérút-
búnar bifreiöir af einhveiju tagi,
eru nú falar í stórmörkuðum á
höfuðborgarsvæðinu og kosta
KRAFTA
KAGGAR
^ á'i., V, .
tæpar 2.000 krónur stykkið í Mik-
lagarði.
Hér era á ferðinni mynthmar
Kraftakaggar, Framtíðin og fom-
bílar og Þrumugnýr og þotubhar.
Eins og nöfnin benda til er hér
fjallað annars vegar um kvartm-
hubíla af ýmsu tagi og fylgst með
keppni í þeirri sérstæðu íþrótt og
hins vegar er litið á gamla, upp-
gerða bfla sem einnig em notaðir
í kvartmtíukeppnum. Marga fás-
éna gripi getur aö líta þama og
rætt er við eigendur og sérfræð-
inga sem lýsa vélbúnaði renni-
reiðanna af mikhh lotningu.
Þetta er kjarnfóöur fyrir dellu-
karla og bílaáhugamenn en hálf-
gert moð fyrir þá sem ekki unna
bifreiðum. Þó hafði ég afar gaman
af kafla um gamlar bflaauglýs-
ingar. Með sæmhegri talsetningu
og íslenskum texta tíl skiptis. Það
er Bergvik hf. sem gefur spólurn-
ar út. ,pá