Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Page 2
2 MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 1991. Fréttir Lennart Meri, utanríkisráðherra Eistlands: Stjórnmálasamband við ísland afar mikilvægt - vissumaðönnurlöndmundufylgjaíkjölfarið Lennart Meri, utanríkisráðherra Eistlands, við komuna á fund utan- ríkisráðherranna fjögurra á Hótel Sögu. DV-mynd Anna „Þaö hefur geysimikla þýöingu fyrir okkur að ísland skuli taka upp stjórnmálasamband við Eystrasalts- löndin. Ég efast ekki um að önnur lönd munu fylgja í kjölfarið," sagði Lennart Meri, utanríkisráðherra Eistlands, í viðtali við DV. „Síðustu atburðir í Sovétríkjunum verða enn frekar til þess að styöja málstað okkar. Fre' isbarátta okkar á sér langa sögu. Við áttum í stríði við Sovétríkin í tvö ár en þaö endaði með friðarsamningi árið 1920. Eist- land átti friðsamlega samskipti við Sovétríkin í tæp 20 ár eftir það. Við vorum síðan innlimaðir í Sov- étríkin með Hitler-Stalín samningn- um árið 1939 í síðari heimsstyrjöld- inni. Sú innlimun markaði djúp sár í þjóðarsál okkar, sár sem Borís Jeltsín er nú aö reyna að græða. Borís Jeltsín styður Eystrasaltslönd- in dyggilega í sjálfstæðisbaráttunni. Við komum hingað til lands til að taka upp stjórnmálasamband við ís- land. Sendiherrar verða skipaðir á fundinum en ég veit ekki hvenær það verður mögulegt fyrir okkur að koma upp sendiráði hér á landi. Það verður ekki á næstu dögum en von- andi eins fljótt og hægt er. Ég lýsi yfir sérstakri ánægju minni meö þennan fund,“ sagði Lennart Meri. -ÍS Jón Baldvin Hannibalsson: Hugmynd um þróun- arsjóðfyrir Eystrasaltsríkin „Við erum tilbúnir með tillögu um sendiherra en það verður ekki til- kynnt fyrr en að lokinni undirritun- inni. Það þarf gagnkvæmt samkomu- lag um slíka hluti,“ sagði Jón Bald- vin Hannibaissson utanríkisráð- herra í samtali viö DV. „Við höfum þegar gert viðskipta- samning við Litháen og munum væntanlega gera samsvarandi rammasamning viö Eistland pg Lett- land á fundinum. Annað sem viö munum ræða um er skipun á ræöis- manni og að öðru leyti um samskipti landanna í breiöari skilningi. Til dæmis um samskipti á menningar- sviðinu. Það fer þó allt eftir því hvaö þeir eru tilbúnir að gera. Þetta eru þjóðir sem hafa verið í fjötrum og efnahagurinn hjá þeim er rjúkandi rúst og þær hafa ekki efni á því að eyða fé sínu í síður þarfa hluti og það er þeirra að segja til um það fyrir sitt leyti hvemig stofna eigi til þessara tengsla. Viöskiptasamn- ingamir em fyrst í stað aðeins rammasamningar og síðan er það viðskiptaaöila í löndunum að gera viðskiptin. Það em uppi hugmyndir um það meðal Norðurlandaþjóöanna að taka til endurskoðunar hvemig við skipu- leggjum þessi efnahagssamskipti. Til dæmis hefur þeirri hugmynd verið hreyft að Norðurlöndin stofni sér- stakan þróunarsjóð að því er varðar Eystrasaltslöndin, meðal annars til að laða fram einkafjármagn þegar aðstæður skapast til þess. Ég get nefnt sem dæmi að sænska bændasambandið safnaöi saman notuðum dráttarvélum af minni bú- um í Svíþjóö og sendi til Lettlands. Það bjargaði viðleitni ríkisstjómar- innar í Lettlandi til að afnema sam- yrkjubúin og koma jörðum aftur í einkaeign bænda. Sovétið framleiðir ekki nema einhverjar vitleysis risa- dráttarvélar. Aðstoð frá íslendingum yrði senni- lega ekki á þessum nótunum. Það er minna sem viö getum gerf í þéssum skilningi, bæði af augljósum efna- hagslegum ástæðum og einnig fjar- lægðarinnar vegna. Margt kemur þó til greina. Okkar sérfræði er náttúru- lega sjávarútvegur, fiskveiðar og fiskvinnslutækni. Hins vegar er búið að eitra svo Eystrasaltið að það er ekki um auðugan garð aö grisja að því er varðar fiskimið. Vissulega eram við þess umkomnir að gera eitthvað. Ein hugmynd sem er afar skynsamleg væri sú ef við gætum komið því áleiðis með ís- lenska skóla eins og Verslunarskól- ann eða Sfjómunarfélagið aö bjóða upp á námskeið til þess að þjálfa menn við stjómun fyrirtækja," sagði Jón Baldvin. -ÍS Hafnsögubáturinn Magni fór út á ytri höfn í Reykjavík í gærkvöldi að sækja sjómann um borö í norska skipið Susan frá Stavangri. Sjómaðurinn, sem er sovéskur, haföi fengið slæmt þursabit i bakið. Sjúkraflutningamennirnir Guðjón Leifsson og Brynjar Friðriksson fóru út með Magna til að ná i manninn. Á myndinni halda þeir á sjómanninum í landganginum á Susan sem var slakað niður með síðu skipsins til að hægt yröi að flytja manninn yfir i Magna. DV-mynd S — Frú Vigdís gróðursetti plöntur við Sólgarðaskóla og börnin voru þar í kringum hana eins og annars staðar í heim- sókninni. DV-mynd Inga Dis Fjölmenni fagnaði for- seta íslands í FMótum Öm Þóraxinssan, DV, Fljótum; Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, heimsótti Fljótamenn sl. laugardag en þá var annar dagur í opinberri heimsókn hennar til Skagaíjarðar. Fljótamern tóku á móti forsetanum við Sólgarðaskóla. Var þar fjölmenni samankomiö. Eftir að frú Vigdís hafði heilsað fólkinu gróðursetti hún þijár birkiplöntur í skógarreit við Sólgarða með dyggri aðstoð ungu kynslóðarinnar í sveit- inni. Því næst hélt hún að Barði þar sem sóknarkirkja Fljótamanna var skoðuð undir leiðsögn sóknamefnd- ar. Aö skoðun á Barðskirkju lokinni var haldið í félagsheimilið að Ketilási þar sem bornar voru fram veitingar sem kvenfélag sveitarinnar sá um. Á boðstólum voru snittur, graflax og aðalbláber og rjómi, eða eins og ein- um samkomugesta varö að orði, ein- göngu heimaafurðir. Þá var sam- komuhúsið fagurlega skreytt með íslensku beitilyngi. Eftir að Vigdís hafði spjallaö við fólkið um stund vora henni afhentar gjafir. Það voru leirkrús með áletr- aðri silfurplötu á sem í var svokölluð barnamold sem sótt var á Tungudal í Fljótum. Ennfremur fagurlega út- búið albúm sem innihélt myndir sem teknar höfðu verið í sveitinni. Gjafir þessar voru að mestu unnar af Margréti Jónsdóttur, burtfluttri Fljótakonu sem nú býr á Akranesi. Fulltrúar Fljótahrepps fylgdu síð- an frú Vigdísi og föruneyti að hreppamörkum Fljóta- og Hofs- hreppa við Stafá þar sem fulltrúar Hofshrepps tóku á móti forsetanum. Viðburöank för lögreglu a Húsavik og Akureyri á eftír ökumanni: Ók á lögreglubíl og ýtti honum út í skurð - sýndi tilburði í að ýta öðrum lögreglubíl fram af 1 Víkurskarði Tæplega þntugur Húsvikingur var handtekinn í Bárðardal aöfaranótt sunnudagsins eftír viðburðaríka eft- irför lögreglumanna frá Húsavík og Akureyrar. Þegar lögreglumenn frá Húsavik voru á ferð í Ljósavatnsskarði um nóttina mættu þeir umræddum manni á bíl. Hann misstí ökuréttínd- in fyrir skömmu og var honum þvi gefið merki um að stöðva til aö hægt yrði að ná tali af honum. Ökumaður- inn sinnti þessu ekki. Þess í staö jók hann hraðann og barst leikurinn yfir Vaðlaheiöi. Þar mætti Akureyrarlög- reglan honum og fylgdi bíl hans eftir með viðeigandi merkjum. Húsvíkingurinn ók síðan norður Svalbarösströnd og yfir að Víkur- skarði. Þar er bratt niður af veginum og sýndi ökumaðurinn tilburði í þá átt að ýta lögreglubílnum fram af. Bílarnir snertust ekki en Akureyrar- lögreglan dró sig eftír þetta í hlé. Húsavíkurlögreglan tók þá aftur við og fylgdi manninum eftír. Keyrði hann nú inn í Bárðardal en lokaöist þá inni. Bílnum ók hann inn afleggjara að sveitabæ. Lögreglu- menn náðu þá að loka afleggjaranum með því aö stilia bíl sínum við hann. Fóra þeir við svo búið út úr lögreglu- bifreiðinni og ætluðu þeir þá aö ná tah af ökumanninum. Hann virtist mjög viðskotaillur, lét þó ekki þar við sitja og ók bifreið sinni á lög- reglubíUnn og ýttí honum út í skurð. LögreglubíUinnn skemmdist talsvert að aftanverðu en ökuþórinn hvarf út í myrkrið. Bifreið mannsins fannst svo nokkru síöar um nóttina í Bárðar- dalnum en maðurinn fannst í húsi í nágrenninu. Var hann þá handtek- inn og settur í fangageymslur lög- reglunnar. Manninn átti að yflr- heyra undir kvöld í gær. ^ -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.