Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Side 11
MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 1991. 11 Útlönd Króatía: Bardagar færðust í aukana um helgina Bardagar færðust i aukana i Króatiu um helgina og því ólíklegt að þessi serbneski skæruliði hafi átt náðuga daga. Simamynd Reuter DV Samningamað- urínn rekinnfyr- irvanrækslu Helsti samningamaður pólsku ríkisstjórnarinnar um erlendar skuldir hefur vikið úr embætti vegna þess að hann kom ekki í veg fyrir að embættismenn stælu miklum fjárhæðum sem annars áttu aö fara til greiðslu skulda ríkisins. Janusz Sawicki baðst sjálfur lausnar og var um leið látinn víkja úr ríkisstjóminni sem að- stoðarfjármálaráðherra. Hann leiddi samninganefnd Pólveija þegar þeir fengu niðurfellingu á milijónura Bandaríkjadala í er- lendum skuldum fyrr á árinu. Nú í sumar urðu sjö embættis- menn, sem störfuðu fyrir Sawicki, uppvísir að því að draga sér fé úr sjóðí sem nota átti til að greiða erlendar skuldir. Þeir voru allir handteknir og síðar sagði seölabankastjóri Póllands af sér. Tuttuguogfimm sjómanna saknað Tuttugu og flmm manna úr áhöfn flutningaskips frá Grikk- landi er saknað eftir að skipiö sökk í stórsjó á Indlandshafi, austur af strönd Madagaskar. Þegar síðast fréttist var búið aö bjarga tveimur mönnum og frönsk herskip á svæðinu voru að undirbúa skipulega leit að þeim sem saknað er. Skipið var 72 þúsund tonn að stærö og átti að flytja málmgrýti frá Ástralíu tfl Evrópu. Þaö lagöi úr höfh í Ástralíu á laugardaginn. Eftir siglingu yfir Indlandshafið heyrðust neyðarköll frá skipinu í Astralíu og var þá hafin leit. Leita þarf á mjög stóru svæði viö eynaReunion. Reuter Júgóslavneski herinn og serbnesk- ir skæruliðar réðust á króatíska bæi úr lofti, af láði og af legi á sunnudag eftir að Króatar skutu niður orrustu- flugvél frá júgóslavneska hem- um. Af fréttum að átakasvæðunum að dæma voru Króatar að búa sig undir stórsókn gegn hernum sem er í lýð- veldinu til að skilja að stríðandi fylk- ingar Serba og Króata en lætur æ meira að sér kveða með serbnesku skæruhðunum. Útvarpið í Króatíu sagði að yfirvöld hefðu reist víggirðingar í hafnar- bænum Spht við Adríahafið og gert aðrar ráðstafanir tfl að vernda bæ- inn. Heimildir innan varnarsveita Kró- ata hermdu að sprengjum hefði verið varpað á bæina Vukovar og Borovo Naselje í austurhluta Slavóníu úr flugvélum og áf bátum á Dóná eftir að bíll frá hernum var sprengdur í loft upp með jarðsprengju. Árásimar á bæina komu í kjölfar þess að króatískar loftvamabyssur skutu niður ormstuflugvél á laugar- dag. Það var í fyrsta skipti sem Kró- atar gerðu slíkt frá því að átökin í lýðveldinu hófust. Byggingar í bæjunum voru eyði- lagðar, að minnsta kosti þrír létu líf- ið og margir særðust, að því er heim- ildarmenn sögðu. Skriðdrekar eyði- lögðu strætisvagn og eldur kviknaði í nokkrum flutningabílum. Króat- ísku sveitirnar sögðust hafa sprengt skriðdreka frá hernum í loft upp. Ofbeldið í Króatíu færðist í aukana á sama tíma og nokkur Evrópuríki gáfu til kynna að þau mundu bráð- lega viðurkenna sjálfstæði Króatíu og Slóveníu í kjölfar svipaðrar viður- kenningar á sjálfstæði lýðvelda inn- an Sovétríkjanna. Lýöveldin tvö lýstu yfir einhliða sjálfstæði sínu þann 25. júní síðastliðinn. Erhard Busek, varakanslari Aust- urríkis, hvatti til þess að fljótlega yrði tekin ákvörðun um viðurkenn- ingu á sjálfstæði Eystrasaltsland- anna og júgóslavnesku lýðveldanna tveggja, aðeins degi eftir að þýsk stjórnvöld vöraðu júgóslavnesku sambandsstjórnina við því að þau mundu viðurkenna Króatíu og Slóveníu ef bardögum yrði ekki hætt. Bob Hawke, forsætisráðherra Ástr- alíu, sagði um helgina aö stjórn sín mundi verða fyrst til að viðurkenna sjálfstæði lýðveldanna um leið og þau uppfylltu öll skilyrði þess að vera sjálfstæði ríki. Reuter Anna Breta- prínsessa skilur Anna Bretaprmsessa og Mark Philips, eiginmaður hennar, munu skilja á næsta ári aö því er breska blaðið Dafly Express hafði eftir heimfldarmönnum sem til þekkja í morgun. Blaðiö skýrði frá því að iög- fræöingar heföu fengið fyrirmæli um að undirbúa flutning málsins fyrir dómi í september á næsta ári. Buckinghamhöll skýrði frá þvi fyrir tveimur árum að Anna, sem er áttunda í röð ríkiserfíngja, mundi skflja við eiginmanninn að borði og sæng. Tveggja ára skilnaður að boröi og sæng gerir hjónunum kieift að frá hraðskilnað með lágmarks veseni. Daily Express sagði að Anna og Mark hefðu fallist á beiöni drottningar um að bíða fram á næsta ár vegna bama þeirra, Pét- urs, sem er 13 ára, og Söru, sem er 10 ára. Geimboð fyrffBush Um þrú þúsund Kólumbíu- menn flykktust til þorps eins i landinu til að hlýða á frásögn bónda nokkurs af því hvemig hann var numinn á brott af geirafari og sendur aftur til jarðar með skilaboð til George Bush Bandaríkjaforseta frá geimver- um, segir í fréttum frá kólumb- ískri fréttastofú. Luis Rodriguez staðhæfir að geimverurnar hafi komið fyrir sérstöku tæki í öxl hans svo hann gæti verið í stöðugu sambandi við þær. Bóndi ætlar ekki að unna sér hvíldar fyrr en hann hefur komiö boöunum mikflvægum áleiðis til Bush. Reuter leifcur um í6flfJJJa og Mfc í AX-leik íslenskra getrauna gefst vinnufélögum, kunningjum og fjölskyldum kostur á að tippa saman í hóp - og auka vinningslíkurnar og ánægjuna með því að vinna saman í Getraunum! Til mikils að vinna! Að venju verða greiddir út vinningar fyrir 10, II og 12 rétta og á hópurinn því möguleika á að vinna umtalsverðar fjárhæðir í hverri viku. Auk þess er glæsilegur Citroen AX frá Globus að verðmæti um 700 þiisund krónur í fyrstu verðlaun. Og þeir sein verða í öðru til fimmta sæti fá mótald frá Heimilistækjum að verðmæti um 33 þúsund krónur. 10 vikna keppnistímabil Keppt verður í I0 vikur - eða frá laugardeginum 31. ágúst til 2. nóvembers - og verða átta árangursríkustu vikur hópsins látnar gilda. Sá hópur sem hefur samtals llesta rétta í átta bestu vikunum stendur uppi sem sigurvegari. Ef tveir eða fleiri hópar verða efstir og jafnir fer fram bráðabani og-verður fyrirkomulag hans kynnt síðar. Hvernig á að stofna hóp? Nokkrir aðilar ákveða að tippa saman í hóp og auka þannig vinningslíkurnar sínar. Gefa þarl'höpnum nafn (ekki fleiri en 10 stafir) og tilkynna það til Önnu hjá íslenskum getraunum í síma 688322. Hún mun þá úthluta ykkur hópnúmeri sem verður einkenni hópsins á getraunaseðlinum. Þegar hópurinn tippar færir hann hópnúmerið alltaf inn f þartilgerðan reit á getraunaseðlinum og tölvukeifið skráir þá árangur hópsins. Hópurinn sjálfur getur einnig fært árangurinn jafnóðum inn á plakat sem liggur frammi á öllum lottósolustöðum landsins. Hvað kostar að taka pátt í hópleiknum? Það kostar ekkert að fá hópnúmer. Hópurinn ræður hvað hann tippar fyrir mikið í hverri viku en þó er hámarksraðafjöldi hóps á viku 1000 raðir. —fyrir þig og þina fjöiskyidu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.