Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Side 10
10
MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 1991.
Útlönd
Míkhall Gorbatsjov ver stefnu sína fyrir þinginu í dag:
Valdakerf ið í
Sovétríkjunum
hrunið til grunna
- Kommúnistaflokkurinn verður leystur upp
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti
kemur fyrir Æðsta ráð Sovétríkj-
anna í dag og heldur áfram vörn fyr-
ir sig og forsetaembættið. Atburðir
síðustu viku hafa leitt til að þess að
ríkistjórn hans heyrir sögunni til og
Kommúnistaflokkurinn er í rústum.
Nú áður en þingið kom saman sagði
Anaolíj Luljanov þingforseti af sér.
Hann hefur á síðustu dögum sætt
harðri gagnrýni fyrir aðild að valda-
ráninu og af sumum tahnn helsti
skipuleggjandi þess.
Sovétforseti kemur nú í fyrsta sinn
fyrir ráöið án þess að vera fulltrúi
flokksins, sem haft hefur öll völd í
Sovétríkjunum frá árinu 1917. í
Æðsta ráðinu eiga einkum sæti
harðlínumenn sem hugsanlega hafa
með einum eða öðrum hætti stutt
valdaránið fyrir viku.
Atburðir síðustu viku hafa leitt til
að þess að völd og áhrif Gorbatsjovs
eru nú aðeins svipur hjá sjón saman-
borið við þar sem áður var. Hann er
undir miklum þrýstingi frá frjáls-
lyndum öflum í landinu, meö Borís
Jeltsín í broddi fylkingar, um að
segja endanlega skilið viö íhaldssöm
öfl í landinu.
Jeltsín hefur nú ráð yfir flestum
þáttum í efnahagslífi Sovétríkjanna
og hefur þar ratt Gorbatsjov úr vegi.
Gorbatsjov á einnig mjög í vök að
verjast meðal landsmanna sem telja
að hann beri að stórum hlut ábyrgð
á hvernig komið er.
Jeltsín hefur opinberlega lýst
þeirri skoðun sinni að Gorbatsjov
beri að vissu marki ábyrgð á að
harðlínuöflin í hernum og leyniþjón-
ustunni KGB reyndu að ræna völd-
um. „Það er ekki hægt að fría hann
af allri ábyrgð á valdaráninu," sagði
Jeltsín í sjónvarpsviðtah um helgina.
„Hver valdi þessa menn til að gegna
áhrifastöðum? Það gerði hann. Hver
treysti þá í sessi? Það gerði hann.
Gorbatsjov var svikinn af mönnun-
um sem han valdi til að standa sér
næst.“
Nú eru dagar sovéska Kommún-
istaflokksins senn taldir. Miðnefnd
flokksins ætlar að koma saman til
fundar í dag og er búist við að flokk-
urinn verði leystur upp. Ekkert er
eftir af virðingu flokksins meðal
landsmanna og tilgangslaust fyrir
hann að starfa áfram verði komiö
upp fjölflokkakerfi í landinu. í reynd
hefur flokkurinn tapað völdum þeg-
ar aðalritari hans segir af sér en
gegnir áfram æðasta embætti ríkis-
ins.
Herinn verður einnig að ganga í
gegnum mikinn hreinsunareld. Nýr
yfirmaður hersins hefur sagt að
óhjákvæmilegt sé að leysa um 80%
af yfirmönnum hans frá störfum og
ráöa yngri menn í þeirra stað. Herinn
hefur verið höfuðvígi harðhnu-
manna og við hann ætluöu þeir að
styðjast í stjórn landsins eftir valda-
ránið. Þegar á reyndi fylgdi herinn
ekki yfirmönnum sínum og yngri
liðsforingjar neituðu að hiýða skip-
unum.
Margir Sovétmenn óttast að herinn
reyni aftur að seilast til áhrifa og því
er mikilvægt fyrir umbótaöflin í
landinu aö hann verði endurskipu-
lagður hið fyrsta þannig að gömlu
herforingjarnir verði áhrifalausir.
Leyniþjónustan KGB fær sögu útreið
og herinn. Búið er að innsigla höfuð-
stöðvar KGB og víötæk rannsókn á
starfsemi hennar stendur fyrir dyr-
um.
Þannig hafa þrjár helstu valda-
stofnanir Sovétríkjanna, flokkur, her
og leyniþjónusta, beðið skipbrot í
kjölfar valdaránsins síðasta mánu-
dag. í yfirlýsingu frá miðnefnd
flokksins segir aö hún beri ekki
ábyrgð á valdaráninu en í ljósi þess
sem gerst hefur séu endalok flokks-
ins óhjákvæmileg.
Reuter
Míkhail Gorbatsjov Sovétforseti með sorgarband á hendi. Hann rær nú lif-
róður til að bjarga völdum sínum nú þegar allt valdakerfið, sem hann studd-
ist við, er hrunið til grunna. Simamynd Reuter
1. verðlaun: Citroen AX • Bensíneyðsla 3,9 á hundraði • 5 gírar • Þurrka og þvottur á afturrúðu • Þurrkur nieð tímatöf • Þokuljós að aftan
• Hituð afturrúða • Hliðarspeglar stillanlegir innanfrá • Aftursætisbak tvískipt og niðurfellanlegt • Lituð gler • Opnanlegar hliðarrúður að aftan
• Straumlínulag sem stuðlarað frábærum aksturseiginleikum